Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Fréttir Árásin á stúlkuna á Akranesi: Unglingamenningin eins og hún er orðin - segir Viðar Stefánsson lögreglufulltrúi „Þetta er unglingamenningin eins og hún er orðin,“ segir Viðar Stefánsson, lögreglufulltrúi á Akra- nesi, en hann fer með rannsókn árásarmálsins þar í bænum aðfara- nótt laugardagsins. Þá gengu fjórar stúlkur í skrokk á sextán ára stúlku og veittu henni alvarlega höfuðá- verka með höggum og spörkum. Stúlkurnar fjórar voru úrskurð- aðar i gæsluvarðhald en vegna ungs aldurs þriggja þeirra voru þær fengnar barnaverndaryfirvöldum til gæslu. Elsta stúlkan er á nítjánda aldursári og situr í gæsluvarðhaldi á Akranesi. Hinar stúlkurnar eru fimmtán og sextán ára. í gær voru vitni yfirheyrð vegna málsins. Viðar sagði að ölvun hefði verið almenn meðal unglinga í mið- bænum þessa nótt. Allar stúlkurn- ar, sem lentu í átökunum, voru und- ir áhrifum áfengis. Óljóst er enn hvers vegna til átaka kom og stúlkurnar fjórar réð- ust á kynsystur sína. Heimildir DV herma að deilan hafi spunnist út af bjórglasi og síðan magnast þar til hendur voru látnar skipta. Lögregl- an á Akranesi vill hvorki játa né neita að sú frásögn sé rétt. Stúlkan sem slasaðist var fyrst flutt á sjúkrahúsið á Akranesi enda var ekki að sjá í fyrstu að hún væri alvarlega meidd. Síðar kom í ljós að jafnt og þétt blæddi inn á heila og nær meðvitundarlaus var stúlkan send á Borgarspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni laugardagsins, nokkrum klukku- stundum eftir átökin. í gær var stúlkan að nokkru kom- in til meðvitundar en enn of snemmt að segja nokkuð um mögu- leika á fullum bata. -GK Lögfræðiálit Eiríks Tómassonar kom í gær: Biskup hefur úr- skurðarvaldið í Langholtsdeilunni - biskup mun rita deiluaðilum bréf Eiríkur Tómasson lögfræðipró- fessor skilaði í gær lögfræðilegu áliti um ígriparétt biskups í deilu prests, organista og safnaðarstjórn- ar í Langholtssöfnuði til herra ðlafs Skúlasonar biskups. Þar segir hann að biskup hafi úrskurðarvaldið í slíkum málum sem þessu. Ekki bara yflr sóknarprestinum heldur líka organista, sóknarnefnd og öðr- um starfsmönnum safnaðanna sem falla undir hugtakið kirkjulegir aðilar. Eiríkur Tómasson hefur tjáð við- komandi deiluaðilum í Langholts- kirkjudeilunni frá þessari niður- stöðu sinni á þeim fundum sem hann hefur átt með þeim að undan- fómu. Herra Ólafur Skúlason biskup vildi ekki í gær birta lögfræðiálitið opinberlega. „Ég þarf fyrst að rita öllum deilu- aðilum bréf og skýra þeim frá lög- fræðiálitinu og í hverju úrskurður minn muni hugsanlega felast," sagði Ólafur Skúlason í samtali við DV. Samkvæmt stjórnsýslulögum eiga deiluaðilar rétt á því að gera tvennt þegar þeir hafa fengið þetta bréf biskups. Þeir geta komið á framfæri athugasemdum sínum við því sem í bréfinu stendur. Hins vegar geta þeir leitað sátta þannig að ekki þurfi að koma til úrskurðar bisk- ups. Þegar deiluaðilar hafa skilað athugasemdum sínum verður úr- skurður biskups gefinn út hafi sætt- ir ekki tekist. Talið er víst að biskup skrifi um- rædd bréf í dag og að það ætti að geta legið fyrir um helgina hvort koma þarf til úrskurðar hans í mál- inu. -S.dór Langholtskirkj udeilan: Jón Stefánsson fundar meö stéttar- félögum „Ég mun eiga fund fyrir hádegi á morgun með formanni Félags ís- lenskra hljómlistarmanna, for- manni Félags organista og lögfræð- ingi þess félags. Við munum þar fara yfir stöðuna og skoða hvað hægt er að gera,“ sagði Jón Stefáns- son, organisti í Langholtskirkju, í samtali við DV í gær. Hann ætlar að leita réttar síns sem organisti kirkjunnar. Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur hefur kallað Ragnar Jónsson org- anista til starfa að leika á orgel kirkjunnar við messur eftir að Jón Stefánsson, ráðinn organisti og kór- stjóri, kom úr fríi. Björn Árnason, formaður FÍH, sagði að félagið myndi styðja við bakið á Jóni Stefánssyni eins og það mögulega gæti í þessu máli. Ragnar Jónsson organisti er hvorki félagi í FÍH né Félagi org- anista. -S.dór ,r ö d d FOLKSINS 904-1600 viltu karl eða sem forseta? Allir í stafræna kerllnu meft tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei 2 | Hvort konu Brynjólfur Hermannsson, beitingarmaður á Trausta, með tvo væna þorska úr 17 tonna afla eftir dagsróður á Halamið. DV-myndir RS Vestfirðir: Mokafli línubáta á Halamiðum DV, Suðureyri: Mokafli hefur verið á Halamiðum undanfarið og hafa landróðrabátar verið að róa þangað og aflað vel. Trausti frá Suðureyri fékk þar tæp 17 tonn eftir daginn. Trausti var með 48 bala og aflinn 350 kg á bala að meðaltali en vegna mikillar físklúsar varð að kasta nokkru af fiski sem kom ónýtur upp með línunni. Alls voru sjö bátar þar á veiðum og var aflinn góður. 5-6 tíma stím er út á Hala og fyrir da- gróðrabáta er það stanslaust úthald sem tekur á þolrif skipverja og land- manna. Línubátar eru að leggja lín- una á miklu dýpi en dýpið rokkar frá 100 til 400 fóðmum við kantinn. Bára ÍS frá Suðureyri hefur verið að róa út í Nesdýpi - aflinn verið frá 5-8 tonn í róðri og er þorskurinn stór og fallegur. Þrír bátar eru nú gerðir út frá Suðureyri og hefur vinnsla í Freyju hf. verið stöðug og einnig kemur hráefni frá Flateyri. Atvinna er því í góðum horfum á Suðureyri og lítið sem ekkert um at- vinnuleysi. -RS Stuttar fréttir Réttindi kennara Lagasetning um réttindi kennara og skólastjóra er skil- yrði fyrir því að Kennarasam- band ísiands vinni áfram að flutningi grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga og að kjarasamn- ingur grunnskólakennara gildi út samningstimann. RÚV greindi frá þessu. Krafðir skýringa Evrópusambandið mun krefja Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra skýringa á tregðu ís- lendinga við að fullgilda vinnu- tímatilskipun sambandsins. Þetta kom fram á RÚV. Mislæg gatnamót Áformað er að mislæg gatna- mót verði gerð á mótum Reykja- nesbrautar og Fífuhvammsveg- ar í Kópavogi í sumar. Sam- kvæmt RÚV er verið að kynna mat á umhverfisáhrifúm. Gróðursetning í janúar Nemendur Garðyrkjuskólans gróðursettu nokkur hundruð plöntur í hlíðinni fyrir ofan skólann í Hveragerði í síðustu viku. Möguleikar eru á að þær dafni vel til vors, samkvæmt frétt RÚV. Ýtrustu síldarkröfur Ýtrustu kröfúr íslendinga um skiptingu sUdarkvótans eru að fá 30-40% hans, að sögn Þor- steins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra. Stöð 2 greindi frá þessu. Opinberar kauphækkanir Milli annars og fjórða árs- fjórðungs á síðasta ári hækkuðu laun opinberrra starfsmanna um 4,1% um leið og almenn laun hækkuðu um 0,8% á sama tíma. Tíminn greindi frá þessu. Iðgjaldalækkun Alþjóða tryggingamiðlunin NHK segir tilboð sitt í bUatrygg- ingar FÍB þýða 30% lækkun á ið- gjöldum. Samkvæmt Mbl. gætu meðaliðgjöld lækkað um aUt að 18 þúsund krónur á ári. 1.200 atvinnuleyfi AUs fengu 1.200 úUendingar atvinnuleyfi hér á landi á síð- asta ári sem.er talsverð aukning frá fyrri árum. Stöð 2 greindi frá þessu. Hættir hjá Sony Ólafur Jóhann Ólafsson hefur ákveðið að hætta störfum hjá Sony í Bandaríkjunum. í viðtali við Sjónvarpið sagðist hann ekki geta sinn daglegum störf- um eins vel og af er krafist vegna annarra verkefna. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.