Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1996 23 íþróttir íþróttir Körfubolti: Sterkur Kani á Egilsstöðum Öflugur Bandaríkjamaöur, Willie Rhines að nafhi, er geng- inn til liðs við 1. deildar lið Hatt- ar frá Egilsstöðum, með góðum árangri. Höttur tapaði öllum 10 leikjum sínum fyrir áramót, en hefur hins vegar unnið alla þrjá síðan Rhines kom til liðsins fyrr í þessum mánuði. Rhines er rúmlega þrítugur bakvörður, aðeins 1,80 m á hæð, en með gífurlegan stökkkraft. Hann skoraði 46 stig á laugar- daginn þegar Höttur vann mikil- vægan sigur á Stjörnunni, fyrir fullu húsi áhorfenda ,á Egilsstöð- um. Valsmenn áttu kost á því að fá Rhines til liðs við sig, en völdu Ronald Bayless í staðinn. Senni- lega rétt hjá þeim, en Rhines hef- ur líka sýnt að hann er snjall leikmaður. Sigur Hattar var afar mikil- vægur í hinni hörðu fallbaráttu 1. deildarinnar en staðan er nú þannig: Snæfell 13 11 2 1262-958 22 ÍS 12 10 2 925-860 20 KFÍ 12 10 2 1045-915 20 ReynirS. 12 6 6 996-1067 12 Þór Þ 12 6 6 1022-992 12 Leiknir R. 12 5 7 964-993 10 Selfoss 12 4 8 972-954 8 ÍH 12 3 9 985-1109 6 Stjarnan 12 3 9 867-1001 6 Höttur 13 3 10 868-1047 6 -vs Golf: Sigurjón í sautjánda sæti á atvinnumóti Sigurjón Arnarsson keppti á tveimur atvinnumannamótum í Tommy Armour mótaröðinni í Orlando í Flórída um síðustu helgi. Sigurjón hafnaði í 17. sæti af 75 keppendum í fyrra mótinu, sem var eins dags mót. Hann lék á 74 höggum en par vallarins er 72 högg og erfiðleikastuðull 75. Á síðara mótinu hafnaði Sig- urjón í 48. sæti af 170 keppend- um á 146 höggum, en það var tveggja daga mót. Par vallarins er 72 högg og erfiðleikastuðull 73. Badminton: Heimamenn unnu tvisvar HSK átti tvo sigurvegara en TBR þrjá á opnu badmintonmóti HSK sem fram fór í íþróttahús- inu á Flúðum í Hrunamanna- hreppi á laugardaginn. I A-flokki sigraði Indriöi Björnsson, TBR, í einliðaleik karla og Sigríður M. Jónsdóttir, TBR, í einliðaleik kvenna. Þau sigruðu síðan saman í tvenndar- leik. Reynir Guðmundsson og Óskar Bragason, HSK, sigruðu í tvíliðaleik karla. I B-flokki sigr- aði síðan Hrafnkell Björnsson, HSK, í einliðaleik karla. Keila: Átta lið eftir í bikarnum Sextán liða úrslitin i bikar- keppni karla i keilu fóru fram síðasta fimmtudag. Úrslit urðu þessi: Lærlingar-KR b.. 2353-1993 Keiluvinir-Stormsveitin . 2081-2096 Keflavík a-Þröstur. 2136-2089 KR a-Gammarnir..... 2093-1951 Úlfamir-Keiluböðlar ... 1930-1897 Keilulandssveitin-KR d . 2274-2011 Spilabræð.-Stjömugengi . 2009-1927 Lávarðamir-JP-kast .... 2184-2157 R',: ívisAl'i- Damon Stoudamire og félagar hans f Toronto Raptors lögðu Boston á heimavelli sínum í Kanada í fyrrinótt. Stoudamire var mjög sterkur í liði Toronto og skoraði 24 stig og þessi snaggaralegi nýliði í NBA-deildinni hefur svo sannarlega vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu í vetur. Hér sýnir hann listir sínar í leik með Toronto á dögunum. NBA-deildin í körfuknattleik: Þriðja tap meist aranna í röð Meisturum Houston hefur heldur betur fatast flugið í NBA-deildinni að undanförnu. í nótt máttu þeir þola sinn þriðja ósigur í röð, nú í Atlanta, 105-96. Steve Smith, Craig Ehlo og Mookie Blaylock áttu allir stórleik með Atlanta og það.var of mikið fyrir Houston. „Það var sama hvað við gerðum. Ef við náðum frákasti hirtu þeir boltann af okkur,“ sagði Clyde Drexler von- svikinn í leikslok. Úrslitin í nótt: Miami-San Antonio .............96-89 Chapman 25, Mouming 25 - Atlanta-Houston...............105-96 Smith 26, Ehlo 25, Blaylock 20 - Drexler 23, Olajuwon 20. Milwaukee-Vancouver ..........92-100 - Reeves 22, Anthony 18, Edwards 18. Miami hefur ekki gengið vel að undanfornu, en í nótt náði liðið að snúa blaðinu við og sigra hið sterka liö San Antonio. Rex Chapman var Knattspyrna: Hörður Már með slitin krossbönd? Allar líkur eru á að Hörður Már Magnússon, knattspymu- maður úr Val, sé með slitin krossbönd í hné eftir að hafa meiðst í úrslitaleik Vals og KR á íslandsmótinu innanhúss á dögunum. „Þetta kemur í ljós á mið- vikudaginn þegar ég fer í myndatöku en eins og þetta lít- ur út núna er líklegt að þetta sé krossbandaslit. Ef svo reynist er ljóst að ég verð frá í ein- hverja mánuði en vonandi verð ég búinn að ná mér áður en ís- landsmótið hefst,“ sagði Hörð- ur Már í samtali við DV í gær. -GH Auður með slitin liðbönd Auður Skúladóttir, landsliðs- kona úr Stjörnunni, meiddist illa á hné í leik með Stjörnunni á íslandsmótinu innanhúss sem fram fór á dögunum. í ljós hefur komið að liðbönd á inn- anverðu hné eru slitin. „Ég slepp við uppskurð en þarf að vera 6 vikur í spelkum. Ég má fara að hlaupa í vikunni og lyfta til að styrkja hnéð,“ sagði Auður í samtali við DV í gær. -ih Leikmenn og þjálfari Drammen vel upplýstir um lið Aftureldingar: Fengu upplýsingar frá þjálfara 1. deildar liðs á íslandi - Einari neitað um upplýsingar um Drammen í Noregi Leikmenn og þjálfari norska liðs- ins Drammen komu ekki að tómum kofunum þegar þeir léku gegn Aft- ureldingu í Borgarkeppni Evrópu í handknattleik í fyrradag. Svíinn Kent Harry Anderson, þjálfari Drammen, hafði aflað sér ítarlegra upplýsinga um lið Aftureldingar og fengið spólur af leik liðsins og sá sem færði honum þessar upplýsing- ar var þjálfari 1. deildar liðs á ís- landi. Éihar Þorvarðarson,'þjálfarí Aft- ureldingar, þurfti að fara aðrar leið- ir til að fá upplýsingar um lið Drammen. Hann þurfti að leita á náðir íslendinga sem búsettir eru í Noregi til að fá upplýsingar um lið Drammen eftir að hafa fengið neit- un hjá forráðamönnum Sandefjörd, sem léku deildarleik gegn Drammen fyrir skömmu. Einar fékk þau svör frá Sandefjörd að það tíðkaðist ekki að veita andstæðing- um norskra liða í Evrópukeppni upplýsingar og að'hann þyrfti að leita á önnur mið til að fá þær. Stuðningsmenn Aftureldingar þurfa ekki að óttast samkeppni frá kollegum sínum í Drammen þegar síöari Evrópuleikur liðanna fer fram í Mosfellsbæ á fimmtudags- kvöld. Stuðningsmenn Drammen sáu sér ekki fært að koma til ís- lands og eru ástæðumar tvær. Sú fyrri er að leikurinn fer fram á virkum degi í miðri viku og sú síðari hversu dýrt er að ferðast til íslands. ' ' 'v ‘ ' drjúgur á lokakaflanum og skoraði þá 7 stig fyrir Miami. Vancouver vann loks á útivelli eftir 16 ósigra þar í röð. Fjórir fyrrum leikmenn Milwaukee spila með Van- couver, og þeir vom í lykilhlutverkum, enda nánast á heimavelli. Við höfum ekkert gert ennþá Michael Jordan var hógvær þegar hann var spurður um frábært gengi Chicago eftir öruggan sigur í Detroit í fyrrinótt. „Við höfum bara byrjað vel og erum ekki orðnir að neinu stórliði. Sjáum til hvernig þetta endar, við höf- um-ekkert gert ennþá,“ sagði Jordan. Hann skoraði 36 stig i leiknum og hefur náð 30 stigum í sjö leikjum í röð. Úrslitin í fyrrinótt: Detroit-Chicago...............96-111 - Jordan 36, Pippen 22. Toronto-Boston.................97-95 Stoudamire 23 - Fox 20, Radja 17. Houston-Orlando................96-97 Olajuwon 30 - Shaq 29, Hardaway 28. Indiana-Washington ..........106-96 Smits 24, Miller 23 - Philadelphia-San Antonio.....88-118 Stackhouse 20, Weatherspoon 17 - Robinson 23, Lohaus 18. Seattle-Dallas..............108-101 Payton 29, Kemp 26 - McCloud 26, Kidd 22. Phoenix-Sacramento ..........111-97 Barkley 22 - Portland-Cleveland............88-81 Robinson 22 - Ferry 29, Brandon 25. Shaq með sigurkörfuna gegn Houston Shaquille O’Neal skoraði sigurkörf- una 4 sekúndum fyrir leikslok þegar Orlando vann sætan útisigur á Hou- ston, keppinautunum um titilinn í fyrravor. Charles Barkley lék á ný með Phoen- ix eftir tveggja vikna fjarveru vegna uppskurðar á tá, og lið hans vann lang- þráðan sigur. -VS Leikdagar landsliðsins í HM ákveðnir í dag: Líklega fimm leikir á þessu ári - fyrsti landsliðshópur Loga lítur dagsins ljós eftir næstu helgi Það ætti að skýrast í dag hvernig leikdagarnir hjá íslenska landslið- inu í knattspymu líta út í und- ankeppni heimsmeistaramótsins sem hefst á þessu ári. Eins og kom- ið hefur fram drógust fslendingar í riðil með írum, Rúmenum, Liechtensteinum og Makedóníu- mönnum og hitta Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, og Logi Ólafsson landsliðsþjálfari fulltrúa þessara þjóða á fundi í Liechtenstein í dag þar sem leikdagar verða ákveðnir. Viljum mæta Rúmenum eftir Evrópukeppnina „Ég býst fastlega við að við spil- um fimm leiki á þessu ári í und- ankeppninni. Við vitum að Liechtenstein vill spila við okkur á heimavelli sínum um mánaðamótin apríl-maí en við erum ekki ýkja spenntir fyrir því. Við munum reyna að forðast að mæta írum og Rúmenum á þessum árstíma og ós- kastaðan er að mæta Rúmenum á heimavelli eftir Evrópukeppnina. Líklega verður fyrsti heimaleikur okkar i keppninni um mánaðamót- in maí-júní en þetta ætti að skýrast allt saman á fundinum á morgun (í dag),“ sagði Eggert Magnússon við DV í gærkvöldi. Logi valdi 30 leikmenn Það styttist í fyrsta verkefni Loga Ólafssonar með landsliðið en íslend- ingar leika á æfingamóti á Möltu í byrjun næsta mánaðar. 7. febrúar verður leikið gegn Slóvenum, 9. febrúar gegn Rússum og á móti Möltu þann 11. febrúar. Logi hefúr valið 30 manna hóp af leikmönnum sem leika á íslandi og hefur ákveðið að búa til úr honum tvö lið sem leika um næstu helgi. „Eftir þessa tvo leiki mun það skýrast hvernig hópurinn sem fer út verður skipaður. Við höfum verið að vinna í því að fá þá leikmenn sem leika erlendis í eitthvað af þess- um leikjum og það lítur ágætlega út. Þeir leikmenn sem leika í Þýskalandi eru lausir en ég geri mér grein fyrir að það verður ekki hlaupið að því að fá þá leikmenn sem spila á Englandi í alla leikina Mikið af nýjum andlitum I þessum 30 manna hópi sem leik- ur um helgina er mikið af nýjum andlitum og þar eru strákar sem hafa verið að standa sig vel og ég vil skoða nánar,“ sagði Logi í samtali við DV í gærkvöldi.' -GH Kvennakarfa: Auðveldur ÍR-sigur á Stúdínum ÍR-stúlkur unnu auðveldan sigur, 49-58, á Stúdínum í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær þegar liðin mættust í 1. deild kvenna. Sigurinn dugar þó ÍR-stúlkum varla til að komast í úrslita- keppnina, þær eru sem stendur í 5. sæti, með 12 stig, fjórum stig- um á eftir Grindavík og KR sem hafa 16 stig. ÍR náði fljótlega 15 stiga for- skoti, 6-21, og leiddi með 11 stig- um í hálfleik, 21-32. Stórleikur Ulriku Hettler i síð- ari hálfleik hélt Stúdínum á floti í síðari hálfleiknum. Ulrika, sem er um 2 metrar á hæð, hirti hvert frákastið af öðru, bæði í vöm og sókn, og skoraði 16 stig í röð fyrir Stúdínur. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir var stigahæst í liði ÍR, skoraði 18 stig en Linda Stefánsdóttir skor- aði 17 stig. Gréta Grétarsdóttir lék ekki með íR i gær, en hún er tognuð í baki. Ulrika Hettler var að leika sinn besta leik í vetur, var lang- stig£ihæst i liði ÍS með 26 stig. Eins og staðan lítur út eru Breiðablik og Keflavík örugg í úrslitakeppnina og Grindavík og KR hafa vænlega stöðu. ÍS og Akranes berjast á botni deildar- innar með aðeins 2 stig. Staðan í 1. deild kvenna: Breiðablik 12 11 1 923-662 22 Keflavík 12 10 2 997-630 20 Grindavík 12 9 3 844-662 18 KR 12 9 3 844-665 18 Njarðvík 12 6 6 729-716 12 ÍR 12 6 6 803-774 12 Tindastóll 12 4 8 730-831 8 Valur 12 3 9 600-790 6 ÍS 12 1 11 532-894 2 Akranes 12 1 11 557-935 2 -ih United slapp með skrekkinn - Cantona tryggöi United sigur á West Ham Mark Eric Cantona á 8. mínútu tryggði Manch- ester United sigur á West Ham á Upton Park í Lundúnum í gær og þar með endurheimti United annað sætið í deildinni. Markið skoraði Cantona úr þröngu færi eftir lag- legan undirbúning Ryan Giggs. West Ham veitti United harða keppni og fékk nokkur góð marktæki- færi sem ekki nýttust. Leikurinn var annars nokkuð harður og þegar 15 mínútur voru til leiksloka var Nicky Butt, leikmanni United, vikið af leikvelli fyrir brot á Julian Dicks. Þetta var annar sigur Manchester United á Upton Park í 22 leikjum en á síðustu árum hefur West Ham gert United skráveifu og kom til dæmis í veg fyrir í fyrra að meistaratitillinn færi til Old Trafford þegar lið- ið náði stigi gegn United i lokaumferðinni. Eftir þennan sigur er United 9 stigum á eftir Newcastle sem á leik til góða. -GH Svíþjóð: Gó5 byrjun hjá Kristjáni DV, Svíþjóð: Það er ekki hægt að segja annað en að byrjunin hafi verið góð hjá Kristjáni Jónssyni sem var að leika sinn fyrsta leik með sænska 2. deildar liðinu Elfsborg um helgina. Elfsborg sigraði þá Varberg, 19-ú, en leikurinn var liður í sænsku bikar- keppninni. Þjálfari Elfsborg sagði í sam- tali við DV að Kristján hefði staðið sig mjög vel þó svo að hann hefði ekki verið á meðal markaskorara. Leikurinn var spilaður innandyra á stórum velli en sá háttur er hafður í sænsku bikarkeppninni að keppnin er spiluð innandyra yfir vetrarmánuðina en úti þegar veður og aðstæður fara batn- andi. -EH Hreinsanir fram undan hjá Arsenal Eftir frekar dapurt gengi á keppnistímabilinu hafa stjórn- endur Arsenal ákveðið að hreinsa aðeins til í herbúðum sínum. Níu leikmenn hafa verið settir á sölulista og á salan á þeim, ef hún tekst, að koma upp í væntanleg kaup Arsenal á Gi- anluca Lentini hjá AC Milan. Meðal þeirra sem settir hafa verið á sölulista eru: David Hilli- er, Steve Morrow, Eddie McGold- rick, Chris Kiwomya og Scott Marshall. Batty til Newcastle? David Batty er á fórum frá Blackbum og er Kevin Keegan, stjóri Newcastle, sagður reiðubú- inn að kaupa þennan öfluga mið- vallarleikmann á 300 milljónir króna. Eric Cantona kom Manchester United til bjargar enn einu sinni í gær þegar hann skoraði sigurmarkið gegn West Ham. Cantona kom meira við sögu í leiknum en róaði félaga sinn, Andy Cole, undir lokin og bjargaði honum frá brottrekstri. Góð frammistaða Daníels í göngu Daníel Ólafsson, skiðagöngumað- ur frá Ólafsfirði, stóð sig með ágæt- um á sænska meistaramótinu í göngu um helgina. Daníel keptti í 30 km göngu með frjálsri aðferð og var hann meirihluta leiðarinnar í sjö- unda sæti en datt niður í 13. sæti á síðustu kílómetrum leiðarinnar. Þetta var góö ganga hjá Daníel en allir bestu skíðamenn Svíþjóðar tóku þátt í þessu móti. Það var Rússinn Vladimir Smirnov sem kom fyrstur í mark i göngunni. í öðru sæti varð Niklas Jonsson frá Svíþjóð og þriðji í mark kom Torgny Mogren. Asama, klúbbur Daníels, varð í fyrsta sæti í liðakeppninni en þrír bestu í hverju liði eru teknir út og stig þeirra reiknuð saman. Daníel varð þriðji af liðsmönnum Asarna og því komu stig hans til útreikn- ings. Sænska meistaramótið heldur áfram í dag og verður keppt í 15 km frjálsri aðferð, 50 km hefðbundinni göngu og 3x10 km boðgöngu. -JKS Islensk stúlka sló í gegn Vala bætti eigið íslands- og Norðurlandamet Ikvöld Handbolti kvenna: Stjaman-FH...........18.15 Handbolti - Nissandeild: Stjaman-Haukar ...... 20.00 - á móti í listhlaupi Karen Eygló Pétursdóttir, 17 ára ís- lensk stúlka sem búsett er í Kanada, gerði það gott á móti í listhlaupi á skaut- um sem fram fór í Winnipeg um helgina. Karen Eygló hlaut þrenn gullverðlaun á mótinu og tryggði sér þáttttökurétt á stóru svæðismóti. Karen hefur verið búsett í Árborg, á skautum í Kanada skammt frá Winnipeg, frá tveggja ára aldri en hún er íslenskur ríkisborgari. Frammistaða hennar hefur vakið tals- verða athygli og þjálfari hennar er sá sami og þjálfaði heimsmeistarann í karlaflokki, Elvis Stojko. -VS Vala Flosadóttir bætti eigið ís- lands- og Norðurlandamet í stang- arstökki á móti í Malmö á sunnu- daginn var. Vala stökk 3,90 metra og sýndi mikið öryggi. Hún fór fyrst yfir 3,85 metra og lét þá hækka í 3,90 metra. Eldra metið var 3,82 metrar og sett fyrir um viku síðan. Vala býr sig nú undir þátttöku í Evrópumeistaramótinu í mars. Næsta mót hins vegar sem hún tekur þátt í verður sænska innan- hússmeistaramótið sem haldiö verður í Gautaborg um næstu helgi. Á því móti keppa einnig Jón Arnar Magnússon, Geirlaug B. Geirlaugs- dóttir og Jóhannes Már Marteins- son. Þau tvö síðastnefndu reyna við lágmörk fyrir Evrópumeistaramót- ið, Jón Arnar Magnússon, nýkjörinn íþróttamaður ársins, keppir á mót- inu í Gautaborg í 60 metra hlaupi og 60 metra grindahlaupi. -JKS Asprilla til Newcastle? Skýrt var frá því á sjónvarps- stöðinni Sky í morgun að Kevin Keegan, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Newcastle, hefði komist að samkomulagi við Parma á Ítalíu um kaup á kólumbíska sókn- armanninum Faustino Asprilla. Kaupverðið var sagt 670 millj- ónir króna. Bætt viö hópinn Robbie Fowler og Stan Collymore, sóknarmenn úr Liverpool, bættust í gær í lands- liðshópinn hjá Terry Venables, þjálfara enska landsliðsins. Þeir léku báðir mjög vel þegar Liver- pool burstaði Leeds, 5-0, á laug- ardaginn. Rush til Sunderland? Enska 1. deildar liðið Sunder- land ætlar að freista þess að fá Ian Rush að láni frá Liverpool út tímabilið. Rush á ekki fast sæti í liði Liverpool en hefur oft verið ómetanlegur þegar hann hefur leyst aðra sóknarmenn af hólmi. Celtic leitar í Hoilandi Skoska liðið Celtic er búið að bjóða 100 milljónir króna i fram- línumanninn Dennis de Noijier hjá Sparta í Rotterdam. Hann er mikifl markaskorari, hefur skor- að 12 mörk í 19 leikjum. Fleiri lið hafa verið á eftir þessum marksækna leikmanni. Platt ekki með? Bresk dagblöð voru með get- gátur um það um helgina að meiðsli Davids Platts væru það alvarleg að hann gæti ekki leik- ið með enska landsliðinu í Evr- ópukeppninni í sumar. Platt fór nefnilega í aðgerð fyrir helgina. Barist um leikmann Liverpool og Blackburn berj- ast nú um 3. deildar leikmann- inn Paul Murray hjá Carlisle. Njósnarar frá félögunum fylgd- ust með Murray i síðustu viku en hann er talinn vera 200 milljóna króna virði. Lentini til Englands? Svo gæti farið að hinn kunni leikmaður Lentini hjá AC Milan sé á förum frá liðinu. Lentini hefur ekki átt fast sæti í byrjun- arliði Milan og vill reyna fyrir sér annars staðar. Arsenal hefur að undanfomu fylgst með Lent- ini og hefur hann heyrt af áhuga enska liðsins. „Auk þess að leika á Englandi gæfi það mér mögu- leika að læra tungumálið og kon- an mín er þessu sammála,” sagði Lentini við Cazzette della Sport í gær. Moos stefnir Bremen Aad De Moos, þjálfarinn sem Werder Bremen rak um áramót- in, hefur stefnt þýska liðinu fyr- ir samningsbrot. Hann vill að Bremen standi við samninginn sem átti að gilda til júní 1997. Moos vill að félagið greiði sér litlar þrjár milljónir á mánuði til júní 1997. Semur Beardsley til aldamóta? Samningur Peters Beardsley við Newcastle fellur úr gildi 1998. Nú eru umræður komnar af stað að framlengja hann til ársins 2000. „Það kæmi mér ekki á óvart að við framlengdum hann til 2000, hann er jú bara 35 ára gamafl,” sagði Kevin Keegan, stjóri Newcastle, á Sky Sport.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.