Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 37 Elín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng með Fílharmóníu í kvöld. Leikhústónlist í heila öld í kvöld mun Söngsveitin FO- harmónía halda tónleika i Tón- leikaröð Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Nefnist dag- skráin Leikhústónlist í heila öld og er einsöngvari Elín Ósk Ósk- arsdóttir. Verður flutt íslensk leikhústóniist frá aldamótum tfl vorra daga. Sveinn Einarsson leikstjóri mun fjaila um lögin og leikritin sem þau eru tengd. Flutt verða lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Bjarna Þorsteinsson, Emil Thoroddsen, Jón Ásgeirs- son, Pál ísólfsson, Sigfús Einars- son, Sigurð Þórðarson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sigur- björnsson. Söngsveitin Fílharmónía á langa sögu að baki enda hefur Sýningar kórinn verið starfræktur frá 1959. Tilgangurinn var að stofna öflugan kór sem gæti flutt stór kórverk með Sinfóníuhljómsveit íslands. Síðastliðin ár hefur kór- inn haldiö aðventutónleika með blandaðri dagskrá við sívaxandi vinsældir. Stjómandi Filharm- óníu er Úlrik Óiason. Tónleikar í Gerðarsafni Hafsteinn Guðmundsson, fagott, og Guðriður Sigurðar- dóttir, píanó, eru með tónleika í Gerðarsafni í kvöld kl. 20.30. ITC-deildin IRPA Fundur verður í safnaðar- heimili Grafarvogskirkju i kvöld kl. 20.30, öllum heimil þátttaka. Ingi Gunnar og Eyjólfur á Kaffi Reykjavík Þeir félagar úr Hálft í hvoru, Ingi Gunnar og Eyjólfur, skemmta gestum á Kaffi Reykja- vík í kvöld. Dansæfing í Risinu Dansæfing verður í Risinu í kvöld kl. 20.00. Sigvaldi velur lög og stjórnar. Opið öllu eldra fólki. Samkomur Tvímenningur í Gjábakka Spilaður verður tvímenning- ur í kvöld kl. 19.00 að Fannborg 8, Gjábakka. K\m -leikur að Itera! Vinningstölur 22. janúar 1996 3»5«6*8«9*10*23 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Hlaupaleiðir frá sundlaugum: Skokkað um austurbæinn Urrihverfið ef ekki allar sundlaugar látið gera kort sem vísar skokkur- um leiðir sem mældar eru í kílómetrum. Á kortinu hér til hliðar má sjá tvær hlaupaleiðir frá elstu sund- lauginni i Reykjavík, Sund- höllinni við Barónsstíg. Þar er hentugast að fara í aust- urátt eins og kortið sýnir og notfæra sér góða göngustíga Veturinn hefur verið hagstæður öllum þeim sem ganga eða skokka sér til heilsubótar. Undanfar- ið hefur snjórinn aðeins látið að sér kveða en það hefur ekki hindrað skokkara á höf- uðborgarsvæðinu. Margir hlauparar og skokkarar leggja af stað frá sundlaugum og hafa flestar á Miklubrautinni en fyrir þá sem túnið alveg upplagt svæði til að velja sér styttri vegalengd er Mikla- hlaupa sér til hressingar. So What á Gauki á Stöng: Létt djasssveifla Það verður áherslubreyting í tónlistarflutningi á Gauki á Stöng í kvöld miðað við síðustu kvöld, en undanfarin tvö kvöld hefur hljómsveitin 66 leikið, en hún sérhæfir sig í sveitatónlist, nú er komið að djassinum og í kvöld leikur hljómsveitin So What, hljómsveit sem hefur ver- ið starfandi um nokkurt skeið, þá sem sveit án söngvara, en nú hefur söngkona gengið til liðs við So What og því áherslur dá- Skemmtaiúr lítið breyttar. En sem fyrr eru það léttir djass-standardar sem skipa heiðurssessinn hjá hljóm- sveitinni og mun. So What spila I kvöld mörg þekkt lög sem allir djassáhugamenn ættu að kann- ast við. í So What eru fimm tónlistar- menn, Pétur er gítarleikarinn, Jón leikur á bassa, Þorsteinn á saxófón, Vigfús á trommur og Friðborg sér um sönginn. So What leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Hálka fer minnk- andi Vegir á landinu eru yfirleitt færir og hálka fer minnkandi, þó er tals- Færð á vegum verð hálka á fjallvegum og víða á út- vegum. Á Vestfjörðum er ófært um Klettsháls, Dynjandis- og Hrafnseyr- arheiðar. Heiðar sem liggja hátt í öðrum landshlutum eru einnig margar hverjar ófærar vegna snjóa eða þá að nokkur snjór er á vegum og þeir sem hyggja á ferðir á há- lendi ættu að athuga vel búnað bíla sinna áður en haldið er af stað. Ástand vega m Hálka og snjór án fyrirstöðu Lokaö 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir [D Þungfært © Fært fjallabílum Systir Ernu Sigríðar ingu 3550 grömm að þyngd og mældist 53 sentímetrar að lengd. Foreldrar hennar eru Eva Rut Jónsdóttir og Ágúst Haröarson. Hún á eina systur sem heitir Erna Sigríður og er hún sex ára. Litla stúlkan á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 11. janúar kl. 3.17. Hún var við fæð- Barn dagsins Denzel Washington leikur lög- reglumanninn Parker Barnes, sem eltist við erfiðan andstæð- ing í Virtuosity. Glæpamaður bú-4/ inn til í tölvu Háskólabíó frumsýndi um helgina framtíðarsakamála- myndina Virtuosity með Denzel . Washington í aðalhlutverki. Leikur Washington fyrrum lög- reglumann, Parker Barnes, sem talinn er hæfastur til að eiga við hættulegan glæpamann sem gengur undir nafninu Sid 6.7, en hann er búinn til í tölvu, en hef- ur verið sleppt út í hinn raun- verulega heim. Leikstjóri mynd- arinnar er Brett Leonard, sem meðal annars leikstýrði Lawn- mower Man og byggist Virtousity mikið á tæknibrellum Kvikmyndir eins og flestar myndir sem Brett Leonard hefur komið nálægt. Hann lýsir þó Parker Barnes sem mannlegum manni sem á að baki daprar minningar, hefur misst fjölskyldu sína og lífslöng- unina. í byrjun myndarinnar er Barnes í fangelsi, þar situr hann vegna þess að hann reyndi að hefna fyrir morðið á fjölskyldu sinni með alvarlegum afleiðing- um. Nýjar myndir Háskólabíó: Virtuosity Laugarásbíó: Agnes Saga-bíó: Ace Ventura Bíóhöllin: Kroppaskipti Bíóborgin: Góðkunningi lögreglunnar Regnboginn: Svaðilför á Djöflatind Stjörnubíó: Sannir vinir Gengið Almennt genqi LÍ nr. 16 23. ianúar 1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 66,370 66,710 65,260 Pund 100,410 100,920 101,500 Kan, dollar 48,440 48,740 48,060. Dönsk k'r. 11,6290 11,6910 11,7700 Norsk kr. 10,2690 10,3260 10,3250 Sænsk kr. 9,6760 9,7290 9,8030 Fi. mark 14,6560 14,7430 14,0963 Fra. franki 13,1430 13,2180 13,3270 Belg. franki 2,1894 2,2026 2,2179 Sviss. franki 56,0200 56,3300 56,6000 Holl. gyllini 40,2000 40,4300 40,7000 Pýskt mark 45,0300 45,2600 45,5500 ít. lira 0,04166 0,04192 0,04122 Aust. sch. 6,4000 6,4400 6,4770 Port. esoudo 0,4348 0,4375 0,4362 Spá. peseti 0,5336 0,5370 0,5385 Jap.yen 0,62790 0,63170 0,63580 írskt pund 104,110 104,760 104,790 SDR 96,97000 97,55000 97,14000 ECU 82,8800 83,3700 83,6100 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan T" r- 1 $ £ 7 IO ii 11 j r rr ir IL> W 20 J 4/ Lárétt: 1 blikk, 8 kall, 9 þræðir, 10 ellegar, 11 högg, 12 slæmt, 13 vafSF 14 kraumi, 16 gangflötur, 18 eðlinu, 21 skynjaði. Lóðrétt: 2 syngja, 3 alltaf, 4 kvak, 5 planta, 6 skoruna, 7 heiðursmerki, 8 veraldir, 13 stakur, 15 aðstoð, 17 trjákróna, 19 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 bull, 5 ást, 8 áreitni, 9 st- inn, 11 öl, 12 baðkar, 13 læsa, 15 tár, 17 afleita, 19 KA, 20 Urður. Lóðrétt: 1 bás, 2 urta, 3 leiðslu, 4 linka, 5 át, 6 snör, 7 tildrar, 10 nat- ið, 12 blak, 14 æfa, 16 átu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.