Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 Afmæli Hjörleifur Sveinsson Hjörleifur Sveinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, nú til heimilis að Hraunbúðum í Vest- mannaeyjum, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Hjörleifur fæddist í Selkoti und- ir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hann tók skipstjórapróf ungur að árum, var sjómaður í Vestmanna- eyjum 1921-1940 og stundaði jafn- framt eigin útgerð 1922-38, vann í verksmiðjunni Magna í Eyjum 1940-50, starfaði í smiðjunni í Fiskiðjunni í Eyjum 1950-55 og var netamaður hjá syni sínum í Vestmannaeyjum 1955-73. Fjölskylda Hjörleifur kvæntist 16.10. 1926 Þóru Amheiði Þorbjömsdóttur, f. 18.10. 1903, d. 6.7. 1970, húsmóður. Foreldrar Þóm voru Þorbjörn Ei- ríksson, b. í Reyðarfirði, og Frið- björg Einarsdóttir húsfreyja. Böm Hjörleifs og Þóm em Sveinn, f. 1.8.1927, fyrrv. skip- stjóri í Vestmannaeyjum, kvænt- ur Aðalheiði Pétursdóttur; Anna, f. 31.3.1929, póstmaður í Reykja- vík, gift Sigmundi Lárussyni múr- arameistara; Friðrik Ágúst, f. 16.11.1930, sendibílstjóri í Reykja- vík, kvæntur Önnu Jóhönnu Odd- geirsdóttur sjúkraliða; Guðbjörg Marta, f. 20.7.1932, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Agli Krist- jánssyni húsasmíðameistara; Hjörleifur Þór, f. 7.3. 1940, d. 8.3. 1940. Systkini Hjörleifs: Guðrún, f. 25.8. 1897, d. 25.5. 1988, húsfreyja í Skarðshlíð imdir Eyjafjöllum, gift Jóni Hjörleifssyni, b. og oddvita í Skarðshlíð; Guðjón, f. 30.8. 1898, d. 15.5.1968, sjómaður í Vestmanna- eyjum, kvæntrn- Mörtu Eyjólfs- dóttur húsmóður; Tómas, f. 14.8. 1903, d. 24.4. 1988, sjómaður í Vest- mannaeyjum, kvæntur Líneyju Guðmundsdóttur húsmóður; Gróa, f. 18.7. 1906, d. 17.12. 1994, hús- freyja í Selkoti, var gift Gissuri Gissurarsyni sem er látinn, b. í Selkoti; Sigfús, f. 24.4. 1907, d. 18.11.1993, sjómaður í Vestmanna- eyjum, var kvæntur Guðrúnu Gissurardóttur húsmóður. Foreldrar Hjörleifs voru Sveinn Jónsson, f. 7.10. 1874, d. 15.1. 1920, bóndi í Selkoti, og k.h., Anna Val- gerður Tómasdóttir, f. 11.8. 1871, d. 5.5. 1963, húsfreyja. Ætt Sveinn var sonur Jóns, b. á Lambafelli, Jónssonar, b. í Heið- arseli, Jónssonar, b. og hrepp- stjóra í Hlíð, Jónssonar, b. í Eystri-Dal í Fljótshverfi, Eyjólfs- sonar, b. í Eystri- Dal, Jónssonar, b. á Þverá, Jónssonar. Arnheiður var dóttir Tómasar, b. á Raufarfelli, Stefánssonar, b. og stúdents í Selkoti, Ólafssonar, gullsmiðs í Selkoti, Jónssonr, lrm. og ættföður Selkotsættarinnar, ís- leifssonar. Móðir Stefáns var Guð- laug Stefánsdóttir, stiftprófasts í Laufási, Einarssonar og k.h., Jór- unnar Steinsdóttur, biskups á Hólum, Jónssonar. Móðir Tómas- ar var Anna Jónsdóttir, prests í Miðmörk, Jónssonar og k.h., Ing- veldar, systur Benedikts, afa Benedikts Sveinssonar alþm., föð- ur Einars skálds. Ingveldur var dóttir Sveins, prófasts í Hraun- gerði, Halldórssonar og k.h., Önnu Eiriksdóttur, systm- Jóns konferensráðs. Móðir Amheiðar var Gróa Amórsdóttir. Hjörleifur Sveinsson. Hjörleifur tekur á móti gestum í Hraunbúðum í dag milli kl. 14.30 og 17.00. Elísabet Alla Gunnlaugsdóttir Elísabet Alla Gunnlaugsdóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, Rán- argötu 1, Flateyri, er fimmtug í dag. Starfsferill Elísabet fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Hún var í Bamaskól- anum á Flateyri, lauk gagnfræða- prófi frá Núpi í Dýrafirði 1963, stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1964-65 og lauk prófi sem yfirpóstafgreiðslumaður við Póst- og símaskólann 1990. Elísabet hefúr starfað hjá Pósti og síma frá 1981, fyrst sem póstaf- greiðslumaður en hefur verið stöðvarstjóri frá 1992. Þá hefur Elísabet starfað með Kiwanisklúbbnum Þorftnni sem er blandaður klúbbur. Fjölskylda Elísabet giftist 17.12. 1965 Gísla Valtýssyni, f. 21.10. 1946, vélstjóra. Hann er sonur Valtýs Gíslasonar frá Ríp í Hegranesi, og Evu Bene- diktsdóttur frá Þverá í Axarfirði en þau búa nú í Reykjavík. Böm Elísabetar og Gísla eru Sigrún Sölvey, f. 11.4.1967, hár- greiðslusveinn, búsett í Kópavogi, gift Rúnari ívarssyni og er dóttir þeirra Alla Rún, f. 14.4. 1990; Steina Guðrún, f. 11.8. 1968, hús- móðir í Hafnarfirði, en maður hennar er Pétur Baldvinsson og er sonur þeirra Baldvin Páll, f. 8.10. 1995; Valtýr, f. 28.12. 1973, bú- settur i Sviþjóð en unnusta hans er Emma Olson. Systkini Elísabetar em Árdís, f. 20.10.1947, búsett á ísafirði en maður hennar er Bergmann Ólafs- son og eiga þau tvo syni; Haukin- Geir, f. í maí 1950, dó í frum- bernsku; Kristín, f. 25.5. 1952, bú- sett á Selfossi en maður hennar er Pétur Þórðarson og eiga þau tvö böm; Ásthildur, f. 12.12. 1956, búsett á Skagaströnd, gift Guö- mundi Finnbogasyni og eiga þau þijú böm; María Kristjana, f. 14.12.1961, búsett á ísafirði en maður hennar er Þorbergur Dagbjartsson og eiga þau þrjú böm; Jóhanna, f. 16.4.1967, búsett að Helgavatni i Húnavatns- sýslu en maður hennar er Valur Magnússon og eiga þau þrjú böm. Foreldrar Elísabetar voru Gunnlaugur P. Kristjánsson, f. 13.1. 1923, d. 26.10. 1995, yfirverk- stjóri á Flateyri, og k.h., Geir- þrúður S. Friðriksdóttir, f. 5.10. 1927, d. 26.10. 1995, húsmóðir. Þau bjuggu á Flateyri allan sinn bú- skap, fyrst á Grundarstíg 12 en síðan að Tjamargötu 3 þar sem þau fórust í snjóflóðinu í október sl. Ætt Foreldrar Gunnlaugs vom Krislján Sigurðsson, verkstjóri og sjómaður, ættaður úr Gufudal á Barðaströnd, og Ása Friðrika María Sigurðardóttir húsmóðir, ættuð frá Skálavík. Þau bjuggu á Flateyri lengst af. Geirþrúður var dóttir Friðriks Geirmundssonar, sjómanns frá Látmm í Aðalvík, og Mikkalínu Þorsteinsdóttur húsmóður. Elísabet Alla Gunnlaugsdóttir. Tll hamingju með afmælið 23. janúar 95 ára Sigríður Danielsdóttir, Hrafnistu v. Kleppsveg, Reykjavík. 85 ára Sigríður Bjamadóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Ingimundur Þorkelsson, Sporðagrunni 4, Reykjavík. Svanborg Kjartansdóttir, Vindási, Eyrarsveit. Þórhalla Björgvinsdóttir, Þórannarstræti 131, Akureyri. 75 ára Ámi Steingrímsson, Tunguseli 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Steinunn Sigurðardóttir. Ámi Valdimarsson, Akri, Hvolhreppi. Unnur Magnúsdóttir, Hlíðarvegi 9, Grundarfjörður. Þorlákur Hermannsson, Frostafold 14, Reykjavík. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyrargötu 21, Eyrarbakka. Hún er að heiman. Jólianna Hálfdánardóttir, Sigluvogi 8, Reykjavík. 40 ára 70 ára Ellý Dagmar Guðnadóttir, Ásvegi 30, Akureyri. 60 ára Guðbjörg Kristjánsdóttir, Dverghamri 31, Vestmannaeyjum. 50 ára Þorbjörg Berg, Ólafsbraut 66, Snæfellsbæ. Ragnhildur Nordgulen, Blöndubakka 8, Reykjavík. Steinimn María Pétursdóttir, Litlahvammi, Reykholti, Reyk- holtsdalshreppi. Sigurrós Kristinsdóttir, Lautasmára 37, Kópavogi. Eggert Guðmxmdsson, Fífurima 24, Reykjavík. Sæmundur G. Jóhannsson, Sunnubraut 10, Búðardal. Sigurður Frímann Reynisson, Leifsgötu 12, Reykjavík. Magni Ingibergur Cæsarsson, Stekk, Eyjafjarðarsveit. Margrét Breiðfjörð, Kjarrhólma 30, Kópavogi. Kjartan Kjartansson, Hrísrima 7, Reykjavík. Einar Bjarni Guðmundsson, Hólabraut 4, Höfh í Hornafirði. Brynhildur Ólafsdóttir, Kögurseli 4, Reykjavík. Þóra Pálsdóttir Þóra Pálsdóttir, fyrrv. kaup- kona og húsmóðir, Dvaiarheimil- inu Höfða, Akranesi, er áttatíu og fimm ára dag. Starfsferill Þóra fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Bamaskól- ann í Reykjavík sem síðar var nefndur Miðbæjarskólinn og fór síðan að vinna fyrir sér. Þóra var í vist i Reykjavík og stundaði síð- ar verslunarstörf. Þegar Þóra gifti sig flutti hún upp á Akranes. Þau hjónin hófu þar eigin verslunarrekstur 1942 og stunduðu verslun í þrjátíu og átta ár. Fjölskylda Þóra giftist 9.12. 1933 Sigurjóni Sigurðarsyni, f. 19.8. 1909, d. 16.8. 1990, kaupmanni, en hann var sonur Sigurðar Halldórssonar, frá Nýlendu á Akranesi, og Jónínu Margrétar Guðmundsdóttur, frá Lambhúsakoti í Biskupstungum. Börn Þóra og Sigurjóns era Margrét Sigríður, f. 28.9. 1934, bankaritari í Reykjavík, var gift Skúla Ketilssyni skipasmið og eiga þau þrjú böm; Sigrún, f. 30.8. 1937, húsmóðir á Akranesi, gift Hreggviði Hendrikssyni vélstjóra og eiga þau þrjá syni; Guðmund- ur, f. 21.1.1939, prentari í Stykkis- hólmi, kvæntur Hansínu Hannes- dóttur bankafúlltrúa og eiga þau fjögur böm; Aldís, f. 1.9. 1941, verkakona á Akranesi, gift Jósef Franssyni, fyrrv. starfsmanni við Grundartanga og eiga þau fjögur börn; Ragnar, f. 11.11. 1948, hús- gagnasmiður og hljómlistarmaður í Kópavogi, kvæntur Hörpu Guð- mundsdóttur verslunarmanni og eiga þau fjögur böm; Sigþóra, f. 25.7. 1950, sjúkraliði á Akranesi, var gift Helga Benediktssyni og á hún fjögur höm. Systkini Þóra: Friðrik, vörabíl- stjóri í Reykjavík, sem er látinn; Magnús, verslunarmaður í Reykjavík, einnig látinn; Ragnar, verkamaður i Reykjavík, lést ung- ur; Fjóla, húsmóðir í Reykjavík, nú látin; Bára, húsmóðir á Akra- nesi; Sólveig, húsmóðir á Nes- kaupstað; Þorbjörg, húsmóðir í Reykjavík; Ámi, nú látinn, stór- kaupmaður í Reykjavík. Foreldrar Þóru voru Páll Frið- riksson, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Margrét Árnadóttir húsmóð- ir. Þóra hélt upp á afmælið með fjölskyldu sinni á laugardaginn var. OPIÐ: Virkadagakl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Smáa uglýsingar í helgarblað DV verða að berast fýrirkl. 17 á föstudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.