Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1996, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. MARS 1996 Fréttir Innkoma vegna stööumælagjalda tæpar 190 milljónir á síöasta ári: Hundrað milljóna hagnaður til byggingar bílastæðahúss - kaupmenn og viðskiptavinir ofsóttir af stööumælavörðum, segir kaupmaður við Laugaveg „Það er samdóma álit allra kaup- manna sem starfa hér að bæði kaup- menn og viðskiptavinir séu beittir ofsóknum af stöðumælavörðum Reykjavíkurborgar. Það er í hæsta máta óeðlilegt að innkoma vegna sekta sé hærri heldur en innkoma af stöðumælagjöldum. Kaupmenn eru afar óánægðir,“ segir María Maríusdóttir, kaupmaður við Laugaveg. Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 1995 frá Bílastæðasjóði Reykjavík- urborgar, sem gerð var í nóvember, verða tekjur af stöðumælagjöldum 54 milljónir, aukastöðugjöld 90 milljónir, stöðumælasektir, stöðu- brotagjöld 18 milljónir, ólöglega lagt, sektir sem innheimtar eru af lögmönnum, 26,6 milljónir. Samtals gerir þetta 188 milljónir og eru tekj- ur af stöðugjöldum 134 milljónir á mótí tekjum vegna stöðumæla sem eru 54 milljónir. Laun og annar kostnaður við stöðuvörslu Bíla- stæðasjóðs eru 66 milijónir, stjóm- un og kynningarmál 20 milljónir og viðhald 6,5 milljónir. Samtals eru þetta 92,5 milljónir. Þetta þýðir að tæpar 100 milljónir eru umfram þeg- ar fyrir árið 1995. Bílastæðahúsin eru með tekjur upp á 45 milljónir og gjöld upp á 55 milljónir gróflega áætlað. Mismunurinn fer í að greiða afborganir og vexti af bílastæðahús- unum. „Ailar tekjur BUastæðasjóðs em notaðar til þess að byggja og reka bUastæði tU almenningsnota. Það er tap á rekstri bUastæðahúsanna en þjónustan í bUahúsunum er niður- greidd af þeim sem ekki borga í stöðumælana og þeim sem leggja ólöglega. Menn geta valið í hvorum hópnum þeir vUja vera. Ráðstöfun peninganna er lögum samkvæmt og ekkert óvenjulegt við það,“ segir Stefán Haraldsson, framkvæmda- stjóri BUastæðasjóðs. María Maríusdóttir segir að á fundi nýstofnaðra Samtáka Lauga- vegar hafi kaupmenn látið í ljósi áá- nægju sína með gjaldskyldu á laug- ardögum og eftir kl. 17 á daginn. Þeir segja að fólk vUji ekki koma á Laugaveginn vegna þessa. „Þetta eru peningar sem verið er að taka beint úr vása skattborgara og enginn talar um. Þetta er mál sem búið er að brenna á miðbæjar- kaupmönnum og viðskiptavinum. Okkur þykir óréttlátt að eingöngu kaupmenn og viðskiptavinir þessa svæðis í Reykjavík skuli þurfa að borga í stöðumæla," segir María. „Þessu var breytt í maí 1995 og nú þarf að borga á laugardögum og eft- ir kl. 17. Miðbærinn er eitt af mikil- vægustu verslunarsvæðum borgar- innar. Gjaldskylda bUastæðanna er tU þess að viðskiptavinir komist að bUastæðunum. Ef hún væri ekki gæti starfsfólk stofnana og fyrir- tækja ásamt íbúum lagt í þessi fáu stæði sem eru,“ segir Stefán. -em Leitað að hæfileikafólki í Listaskóla McCartneys: Leitað til íslands vegna velgengni Bjarkar - segir Mark Featherstone-Witty, hægri hönd Bítilsins Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og dætur þeirra, þær Svanhildur Dalla og Guðrún Tinna. DV-mynd GS Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir framboð til embættis forseta íslands: Vil tryggja sess íslands í samfélagi þjóðanna „Við leituðum tU íslands að hluta til vegna nálægðar við Bretland og að hluta til vegna velgengni Bjarkar Guðmundsdóttur. Skólinn er ný- stofnaður og við teljum betra að leita sjálf eftir nemendum heldur en að þeir komi tU okkar. Ég fer í fram- haldsskólana i Reykjavík í dag og athuga hvort ég fmn ekki einhverja líklega nemendur,“ segir Mark Fe- atherstone, hægri hönd Bítilsins Pauls McCartneys og framkvæmda- stjóri skólans. Mark er staddur hér á landi til þess að leita að ungu hæfileikafólki í nýstofnaðan listahá- skóla sem Paul McCartney stofnaði ásamt Ueirum í heimabæ sínum, Liverpool. McCartney mun sjálfur kenna lagasmíði í háskólanum og segist hann vilja hjálpa nemendum að láta drauma sína rætast. Aðrir heims- frægir kennarar við skólann eru El- vis Costello, Mark KnopUer úr Dire Straits, Ray Davies úr Kinks, Lou Reed og George Martin. Meiningin er að leita að stjörnufn morgundagsins hér á landi og til þess verður haldin kynning á starf- seminni á Hótel Esju á laugardag, mUli kl. 11 og 16. Lagt er tU að fólk sem álítur sig hafa hæfileika til að bera komi með myndband með sér og afhendi Mark. Þegar eru 200 nemendur í skólanum en pláss er fyrir 700. í skólanum, sem nefnist Liver- pool Institute of Performing Art, er kenndur dans, söngur, leiklist og tónlist meðal annars. Það er mark- mið LIPA að kenna ekki einungis listir heldur einnig þeim sem standa á bak við sýningar. Hægt er að verða ljósameistari, upptöku- stjóri, rótari og stjómandi sýninga eftir nám í skólanum sem tekur þrjú ár. „Við vorum í sjö ár að byggja upp skólann sem var í mikilli niður- níðslu. Hann er á góðum stað í Li- verpool, eða í miðborginni,“ segir Mark. -em „Hlutverk forseta íslands er fyrst og fremst að tryggja sess íslendinga í samfélagi þjóðanna og eUa í hvívetna hagsæld lands og lýðs,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann lýsti því yfir í gær á blaðamannafundi á heimili sínu að hann gæfi kost á sér í embætti forseta íslands. Ólafur sagði að í samræmi við ákvörðun sína og fjölskyldu sinnar um forsetaframboð myndi hann ekki taka sæti á Alþingi eftir páskahlé - segir Ólafur Ragnar heldur eftirláta varamanni sínum sætið. Hann kvaðst óska þess að sú mikla atburðarás sem fram undan er myndi einkennast af drengskap og heiðarleika og væntanlegt kjör myndi efla samhug og heill þjóðar- innar. DV spurði Ólaf hvort hann væri sáttur við það vægi sem forsetaemb- ættið hefði í stjómskipan Islands eða hvort hann vfldi gera á því breyting- ar. „Þegar litið er yfir þá áratugi síð- an lýðveldið var stofnað hefur emb- ætti forseta íslands ávallt tekið ákveðnum breytingum miðað við þarfir tímans og þá einstaklinga sem hafa verið í embætti. Ég tel að það hafi skapast ákveðin og traust hefð. Hins vegar er það ljóst að innan hennar er hægt að taka á málum með virkum hætti í samvinnu við þjóðina afla og stjómvöld á hverjum tíma,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son. -SÁ Stuttar fréttir Dagsprent sýknað Hæstiréttur hefur sýknað Dagsprent af kröfu blaöakonu, sem fyrirtækið sagði upp á meðgöngu. Konan vann í Hér- aðsdómi. RÚV greindi frá. Seðlabanki með halla Seðlabankinn var rekinn með 120 milljóna króna halla i fyrra vegna 700 milljóna vaxtamunar. Útvarpið sagði frá. Nýr togari keyptur Nýr togari, Amar, bættist í flota landsmanna í gær. Hann var keyptur frá Færeyjum og kostaði 150 milljónir króna. Stöð 2 sagði frá. -GHS Mark Featherstone-Witty leitar að ungu íslensku hæfileikafólki. DV-mynd BG Er rétt að takmarka rni l/f* lllO páska? rULKomo skemmtanahald um r e d d ILKSINS 904-1600 Já Kynningarkvöld verður haldið á Hótel Borg í kvöld þar sem þátttakendur í fegurðarsamkeppni Reykjavíkur verða kynntir. Auk fegurðardísanna verða skemmtiatriði í boði og tískusýning. M.a. verður sýndur frumsaminn dans eftir Helenu Jónsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.