Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 56
Tvöfaldur I. vinninicj ur Vertu víðbúinln) vinningi a o FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst óhað dagblaö LAUGARDAGUR 11. MAI 1996 Happdrætti DAS: Vildi bíl og fékk „Það er fjölskyldumaður á miðj- 'Trni aldri sem fékk vinninginn núna og ég tel að hann hafi komið á mjög góðan stað,“ sagði Guðlaugur Krist- jánsson, umboðsmaður DAS í Vid- eomarkaðnum. Stærsti vinningur í Happdrætti DAS, tveggja milljóna króna bif- reiðavinnngur, kom á miða sem endurnýjaður var í Videomarkaðin- um við Hamraborg í Kópavogi. „Það var dálítið gaman að því þegar hann kom til að endurnýja þá vorum við að spauga og hann sagð- ist vilja fá bíl á miðann og ég sagði að það væri nú lítið mál,“ sagði Guðlaugur og var að vonum ánægð- ur með hvernig til tókst. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem stærsti vinningur kemur á miða sem endurnýjaður er þar en í síðasta mánuði var vinningurinn Nissan Patrol að andvirði 3,8 millj- ónir. -ÞK Horfði á löggu berja ungling „Lögreglumaður á frívakt hélt stráknum undir sér og kýldi hann ^ og það voru fleiri en ég sem horfðu aþað,“ segir Anna Ingólfsdóttir sem varð vitni að því þegar lögreglan handtók unglingana sem sagt var frá í forsíðufrétt í DV í gær. Anna segist hafa heyrt fólk tala um að lög- reglumaðurinn væri að berja strák- inn og farið sjálf til þess að kanna hvort það væri rétt. „Ég vil hvetja aðra sem horfðu upp á þetta til þess að gefa sig fram því þótt ekki sé hægt að réttlæta gjörðir stráksins þá fór lögreglu- maðurinn langt yflr strikið," segir Anna. Varðstjóri á vakt lögreglunnar í Reykjavík vildi ekki tjá sig um mál- ið við DV í gær en samkvæmt frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa for- .eldrar drengsins ákveðið að kæra atburðinn. -sv Pálmi Matthíasson: Fer ekki í framboð Sr. Pálmi Matthíasson gaf út yfir- lýsingu í gær þess efnis að hann færi ekki í framboð til embættis for- seta íslands. Hann hefur sem kunn- ugt er verið um skeið orðaður við framboð vegna þrýstings þar um. Hann segir þrýstinginn á þau hjónin hafa aukist síðustu vikur en ákvörðunin um að fara ekki fram sé ^^endanleg. -bjb Matreiðslunemi í Qögur ár en fékk ekki að taka próf: Vemngahúsið hafði ekki leyfi fyrir nema - hugsanlegt skaðabótamál, segja Iðnnemasamtökin „Málið er það að meistarinn læt- ur strákinn gera svokallaðan nemasamning, löggiltan samning, sem allir nemar þurfa að gera én þessi samningur fékkst aldrei samþykktur hjá mennatamála- ráðuneytinu þar sem fyrirtækið hafði ekki leyfi til þess að taka nema. Allir nemar eiga að vita að þeir þurfi þennan samning og það má því segja að þetta sé að ein- hverju leyti sök stráksins sjálfs. Ég tel að hann eigi hugsanlega skaðabótakröfurétt á hendur fyrir- tækinu og spurningin er einfald- lega sú hvort við munum fara í slíkt mál fyrir hans hönd,“ segir Brjánn Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðnnemasamhands íslands. Forsaga máls þessa er sú að 16 ára strákur komst að sem mat- reiðslunemi hjá meistara á Veit- ingahúsinu Króknum og þegar Krókurinn var tekinn til gjald- þrotaskipta fylgdi hann meistaran- um yfir á veitingahúsið A. Hans- en. Strákurinn hefur verið nemi í fjögur ár og þegar hann ætlaði að fara að taka próf kom í ljós að staðurinn hefur ekki réttindi til þess áð taka nema og strákur fékk ekki að fara í próf. Samkvæmt upplýsingum DV mun ekkert í reglum Hótel- og veitingaskólans hanna að nemar séu teknir inn án samnings en það hefur ekki verið gert til þessa. Strákur mun hafa verið áminntur um að hann þyrfti þennan samn- ing en vinnuveitendur hans sann- fært hann um að hann þyrfti eng- ar áhyggjur að hafa. Hörður Lárusson, í mennta- málaráðuneytinu, sagði í samtali við DV i gær að mál piltsins væru til skoðunar hjá ráðuneytinu, ljóst væri að hann færi ekki í próf nú í vor en verið væri að skoða hvort ekki væri hægt að gera eitthvað fyrir hann. Hann sagðist að ööru leyti ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi málsins. -sv Guðmundur Rafn Geirdal, væntanlegur forsetaframbjóðandi, hefur skrifað undir meðmælendalista hjá öllum hinum frambjóðendunum. Hann byrjaði á því að heimsækja Guðrúnu Agnarsdóttur og var myndin tekin við það tækifæri. Eins og sjá má fór vel á með þeim enda sagði Guðmundur Rafn í samtali við DV að sér hefði verið vel tekið á öllum kosningaskrifstofunum, fengið kaffi og með því. Hann sagðist hafa áður gengið úr skugga um í dómsmálaráðuneyt- inu að sér væri þetta leyfilegt. Ráðuneytið hefði ekkert séð athugavert við það þótt hann mælti með öðrum frambjóð- endum. Almennt gilti það að kjósendur gætu mælt með fleiri en einum frambjóðanda. -bjb/DV-mynd Salmonellusýkingin: Þriðji sjúklingur- inn er látinn Kona á sjötugsaldri hefur látist úr salmonellusýkingu hjá Ríkisspítöl- um. Áður höfðu tveir karlmenn látist. Hollustuvernd ríkisins ætlar að fara fram á fjárveitingu til að rann- saka uppruna salonellunnar nánar. _____________________-GHS BrunaútkaU í skóla: Rusl brann í skólpbrunni Slökkvilið var kallað að skóla í Vopnafirði í vikunni þar sem talið var að eldur væri laus. Skólahúsið var rýmt í snatri og þegar að var gáð var reykur i einni stofunni en engin ummerki um eld. Þegar menn fóru að bera saman bækur sínar kom í ljós að stundum væri klóak- lykt í stofunni og nú þetta. Við nán- ar rannsókn kom í ljós að kveikt hafði verið í rusli í skólpbrunni skammt frá skólanum. Reykurinn hafði borist með leiðslum og upp í gegnum vask sem þar er. -sv Dræmt á síldinni Dræm síldveiði var fyrsta sólar- hringinn sem veiðar voru heimilað- ar. Voru skipin að fá um 100 tonn i fyrrinótt. Á miðunum er 41 skip og halda þau sig í Síldarsmugunni, rétt utan íslensku landhelgismarkanna. Mik- ið mun vera um síld á miðunum en hún stendur djúpt og dreifð og er erfið við að eiga. -GK L O K I Veörið á sunnudag og mánudag: Hægviðri Á sunnudag og mánudag verð- ur lengst af breytileg vindátt eða hægviðri. Þurrt og allvíða létt- skýjað, einna síst úti við sjávar- síðuna suðaustan- og austan- lands. Hiti verður 9 til 14 stig, en 2 til 7 stig að næturlagi. Veðrið í dag er á bls. 61 Niðurrif stálskipa 581-4757 68HRINGRASHF. ENDURVINNSLA brother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.