Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 JjV Niðurstöður í doktorsritgerð Ingibjargar Jónsdóttur lífeðlisfræðings vekja mikla athygli í Svíþjóð 41 Minni hætta a krabbameini ef fólk þjálfar reglulega - hefur örugglega jákvæð áhrif á ónæmiskerfið og spurning með alnæmi og liðagigt „Niöurstöður minar og fleiri vis- indamanna benda til að minni hætta sé á að fólk fái krabbamein ef það æfir reglulega. Þær benda þann- ig til að þjálfun hafi jákvæð áhrif á ónæmiskerfið gagnvart veirusjúk- dómum og krabbameini. Með því að æfa höfum við áhrif á þetta. Síðan er spumingin hvernig áhrif íþróttir hafa á alnæmi og liðagigt," sagði Ingibjörg Jónsdóttir, þrítugur ís- lendingur og lífeðlisfræðingur, sem vakti nýlega mikla athygli í Svíþjóð þegar hún varði doktorsritgerð sina í Gautaborg um áhrif þjálfunar á ónæmiskerfið. „Það hefur orðið gífurlegt ijöl- miölafár út af þessari ritgerð minni,“ sagði Ingibjörg sem kvaðst hafa skýrt niðurstöður sínar út fyr- ir hverjum fjölmiölinum á fætur öðrum í Svíþjóð þar sem hún býr. Ingibjörg hefur unnið með dýr við rannsóknir sínar. Þannig hefur krabbameinsfrumum verið spraut- að í þau og síðan kannað hvemig regluleg hreyfing hefur á viðkom- andi einstakling. „Við erum búin að sýna fram á að virkni ónæmiskerfisins gegn veiru- sýkingum eykst við ákveðna þjálf- un. Ég hef sýnt fram á þetta með dýratilraununum en aðrir, t.a.m. hópur í Kaupmannahöfn, í fólki.“ Ingibjörg sagði jafnframt að vissulega væri krabbameinsfrum- um ekki sprautað í fólk þó að slíkt væri gert við dýr eins og rottur. „En það er gífurlegur munur á þeim dýr- um sem „þjálfa og ekki þjálfa“,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að rann- sóknir í Bandaríkjunum og Evrópu bentu á hinn bóginn til að ofþjálfun íþróttamanna minnkuðu virkni ónæmiskerfisins. Ingibjörg hefur fengið 55 þúsund sænskar krónur í styrk frá Sveriges centralfórening för idrottens fremj- ande en hún segir þau samtök tengj- ast íþróttasambandi Svíþjóðar. Styrkurinn er yfirleitt veittur Svía til framhaldsvinnu erlendis vegna rannsókna sem tengjast því að þjálf- un og íþróttir hafi áhrif gegn sjúk- dómum og stuðli að því að fólk hreyfi sig meira. Ingibjörg Jónsdóttir er á leið heim til íslands á næstu vikum og mun hún þá halda fyrirlestur í Há- skóla íslands. -Ótt logga - och di lipper cancer ty forskning visar att notion gör kroppen •larkare mot virus >cb tumðrer Úrklippa úr sænska blaðinu Aftonbladet en rannsóknir Ingibjargar hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram nutu lífsins í gær í blíðviðrinu ásamt Huldu Jakobsdóttur, ekkju Finnboga Rúts, föðurbróður Jóns, þegar Ijósmyndari DV rakst á þau í blíðviðrinu í Kópavogi. Þótt Jón Bald- vin vilji ekkert segja um hvort hann ætli í framboð þá eru allar líkur taldar á að hann skelli sér í slaginn um stólinn á Bessastöðum. Hann hefur m.a. fengið til þess mikinn stuðning úr Sjálfstæðisflokknum og hvatningar úr öllum átt- um. Jón Baldvin mun tilkynna ákvörðun sína eftir helgi. DV-mynd S Auglýsingasamningur Ástþórs Magnússonar og Eureka: Riftum honum vegna vanefnda - segir Júlíus Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eureka SForsetaefnin á ferðinni: Innanlands sem utan um helgina Forsetaframbjóðendurnir verða á ferð og flugi um helgina, jafnt í innanlands sem utan því Guðrún Pétursdóttir verður í Noregi þar sem hún mun fúnda á morgun með íslenskum kjósendum búsett- um i Osló og víðar í Noregi. Á mánudag verður Guðrún gestur norska ríkissjónvarpsins í þættin- um Toppen en time. Guðrún Agnarsdóttir verður með menningar- og skemmtidags-' skrá á kosningaskrifstofunni að Ingólfsstræti 5 í dag. Þar koma fram leikararnir Anna Kristín Arngrímsdóttir, Amar Jónsson, Bríet Héðinsdóttir og Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir ásamt Árna Harðarsyni tónlistarmanni og fleiri listamönnum. Þá stendur yfir málverkasýning Sjafnar Har- aldsdóttur og Ingunnar Eydal í húsakynnum kosningaskrifstof- unnar. Ætlunin er að vera með skemmtidagskrá framvegis á laug- ardögum á skrifstofunni. Pétur Kr. Hafstein er með stuðn- ingsmannafundi á Akureyri í dag, fyrst i Lindinni í hádeginu og á | Greifanum síðdegis. Kosninga- skrifstoía hans verður formlega opnuð í Borgartúni 20 í fyrramálið með morgunkaffl. Eftir hádegi á J morgun verður Pétur á ferðinni um Suðurland og heimsækir Skál- holt m.a. | Ólafur Ragnar Grímsson fundar með nánustu stuðningsmönnum á suðvesturhorninu þar sem barátt- an framundan verður skipulögð. Á morgun verður hann staddur síðdegis á kosningamiðstöðinni að Hverfisgötu 33. i: Guðmundur Rafn Geirdal verð- ur með kosningafund annað kvöld í í nuddskóla sínum að Smiðshöfða 10. -bjb „Við höfum rift samningi við Friðarland hf. um birtingu og fram- leiðslu umhverfisauelýsinga næstu mánuðina, vegna vanefnda," segir Júlíus Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri auglýsingafyrirtækisins Eureka hf. í frétt DV af auglýsingaherferð Ástþórs Magnússonar í gær sagði Róbert Árni Hreiðarsson, lögmaður hans, að vanefndir samningsins væru allar af hálfu Eureka, birting- ar hefðu ekki verið með þeim hætti sem samningar kvæðu á um og þess vegna hefðu greiðslur verið stöðvað- ar. Peningamir væm hins vegar til og sýnilegir. Júlíus ítrekar í samtali við DV að Eureka hafi rift samningnum vegna greiðslufalls en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ýmis fleiri teikn era á lofti um að Friður 2000 standi ekki á traustum granni heldur en riftun Eureka hf. á birtingasamningnum við rekstrar- fyrirtækið Friðarland hf. Utanríkis- ráðuneytinu hefur nýlega borist krafa bresks aðila á hendur Ástþóri Magnússyni og óskað liðsinnis við innheimtu hennar. Samkvæmt heimildum DV nemur krafan sjö þúsund breskum pundum. Bjami Sigtryggsson, upplýsinga- fulltrúi ráðuneytisins, staðfestir að krafan hafi borist ráðuneytinu en áður hafi fleiri slíkar kröfur borist erlendis frá. Hann vill ekki nefna hversu háar þessar kröfur era en segir að þeirri síðustu hafi verið komið áfram til Verslunarráðs eins og venja er í slíkum tilfeflum. -SÁ v NIÐURSTAÐA Eiga íslendingar að hefja hvalveiðar í sumar? ,x ö d d FÓLKSINS 904-1600 87% stuttar fréttir Skorar á ráðherra Hjálmar Ámason þingmaður * hefur skorað á menntamálaráð- i herra að grípa tfl aðgerða gegn ofbeldis- og klámmyndum á | Sýn. Vextir lækka Landsbanki og sparisjóðir lækka inn- og útlánsvexti á | mánudag. íslandsbanki og Bún- í aðarbanki lækka ekki vexti, að I sögn Útvarps. Skrópa í aflestur Verktakar og bílstjórar telja mönnum mismunað í inn- heimtu á þungaskatti og ætla 1 að skrópa I aflestur á kíló- ; metramælum verði ekkert gert. j Útvarpið sagði frá. 3,8% atvinnuleysi í Atvinnuleysi hér mælist | 3,8% og jafngildir því að 5.500 | einstaklingar séu atvinnulaus- ir. Þetta er minnsta atvinnu- leysi frá því í aprfl 1992. Ber að lögskrá Sýslumaður í Hafnarfirði í segir að lögskrá beri strax ■ áhöfnina á Heinaste hér á | landi, skv. RÚV. Kæra til ráðuneytisins Minnihlutinn í Vesturbyggð hefur kært meirihlutann til fé- 2 lagsmalaráðuneytisms. Útvarp- ið greindi frá. 8 milljónir söfnuðust 1 Um 8 milljónir söfnuðust til s styrktar Sophiu Hansen í gær. Yfirtekur kynbætur Landbúnaðarráðuneytið hef- ur samið við Stofnfisk hf. um að taka yfir kynbætur á laxi og 2 rekstri kynbótaaðstöðunnar í Kollafirði. Árangurslaus leit | Leitin að ungverska nektar- J dansaranum hefur ekki borið árangur. Síðast sást til hennar | á Selfossi fyrir viku. Stöð 2 í sagði frá. Fundur um skólamál Hafnarfl arðarbær heldur op- | inn fund um skólamál i Hafnar- | borg á þriðjudagskvöld. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.