Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 37
ff LAUGARDAGUR 11. MAI1996 ik í fréttum 45 Ford-stúlkan 1994 og 1995 eru á leið í fyrirsætustörf til Parísar: Örlítið smeykarbyí kröfurnar eru miklar f I Þátttaka í Ford-keppninni hefur gefið mörgum ungum stúlkum tæki- færi til að hasla sér völl í tlsku- heiminum og hafa margar þeirra fariö út um allan heim og starfað sem fyrirsætur í lengri eða skemmri tíma. Þetta gildir óneitan- lega um stöUurnar Þórunni Þorleifs- dóttur og Elísabetu Davíðsdóttur, sem sigruðu í Ford-keppninni í fyrra og hittifyrra. Elísabet hefur þegar unnið sem fyrirsæta í eitt ár í ýmsum löndum og saman fara þær til Parísar í sumar þar sem Þórunn ætlar að stíga sín fyrstu skref í bransanum. „Ég byrja á því að safna myndum í möppu, það tekur svona tvær vik- ur og svo fer ég beint að vinna en Elisabet fer beint að vinna þegar við komum út. Hún er náttúrulega búin að vera þarna áður og er komin með myndir í möppu," segir Þórunn. Hún ákvað að fara ekki að starfa strax sem fyrirsæta eftir sigurinn í Ford-keppninni í fyrravor heldur fara aftur í skólann. Að vísu fór hún í fimm daga myndatókur tii Parísar en síðan ekkert meir fyrr en í aðal- keppnina í Las Vegas í desember. Nú ætlar hún sér hins vegar að stíga skrefið. reyttari vinna Byrjar í París Þórunn segir að starfsmaður Ford Models hafi ráðlagt sér að byrja fyrirsætuferilinn í París frek- ar en á Miami i Bandaríkjunum. Kona á vegum fyrirtækisins stakk upp á því að Þórunn og Elísabet færu til Parísar saman. Þær munu leigja litla íbúð saman enda verða þær báðar að vinna á vegum Ford Models í París, að minnsta kosti fyrsta mánuð inn, en eftir það skilj ast leiðir. Þórunn ætlar að vera í tvo mánuði i París en El- ísabet fer til Lund- úna og ætlar að vinna þar einhvern tíma. „Ég hafði mjög gaman af þessu og mér gekk ágætlega. Auðvitað vp þetta stundum erfitt en maður man bara eft- ir þessu skemmtt lega. Verk efnin voru voðalega misjöfn, _ allt frá myndböndum upp í tísku sýningar," segir Elísabet um fyrir- sætustörf sín í útlöndum. Elísabet bar sigur úr býtum í Ford- keppninni vorið 1994. Eftir keppnina hélt hún áfram í skólan- um en fór svo utan til að vinna rétt fyrir jólin. Hún var við fyrirsætu- störf í um það bil eitt ár, fyrst í Par- ís, svo í Mílanó i fimm mánuði, svo aftur i París í einn og hálfan mánuð og loks í Lundúnum. Hún kom heim um síðustu jól og settist þá aftur á skólabekk. Hún stefnir að því að „Mér líkaði vel á öllum þessum stöðum en mér fannst skemmti- legast að vinna í London. Ég held að fólkið þar sé líkara okkur og vinnan er fjölbreyttari. Markaðurinn er náttúrulega minni og það er auðveldara að fá vinnu Þórunn Þor- leifsdóttir og Elísabet Dav- 'ösdóttir eru á lc-iö til Parísar í sum- ar til að vinna á vegum Ford Models. DV-mynd GS þar en það var líka gaman að dvelj- ast í París út af borginni sjálfri. Ég hef verið þar tvisvar og er vissulega svolítið smeyk að fara þangað aftur. Það eru miklu meiri kröfur gerðar þar en til dæmis í London," segir El- ísabet. Skrifstofa Ford Models sér um að senda fyrirsæturnar í prufumynda- tökur þegar þær hefja störf þannig að þeim takist að safna sér góðum myndum í möppu. Elísabet segir að með myndirnar frá París standi þær mjög sterkt, hvort heldur í Mílanó, París eða London. , Undirbúningur kð Ford-keppn- inni og Fegurðarsamkeppni íslands 1996 er í fulium gangi. Ford-stúlkan 1996 verður valin á Hótel íslandi 24. maí samhliða þvi sem Ungfrú ísland 1996 verður valin. Það er 21 stúlka sem keppir, níu af höfuðborgar- svæðinu og tólf utan af landi, og eiga einhverjar þeirra sjálfsagt eftir að fá tækifæri til að starfa sem fyr- irsætur í útlöndum. -GHS BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Kirkjusandur 1-5 (áður Laugarnesvegur 89) Staðgreinireitur 1.340.5 í samræmi við 17. og 18. grein skipulagslaga er auglýst kynning á breyttu deiliskipulagi á lóðinni Kirkjusandur 1-5. Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og bygg- ingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 - 16.00 virka daga og stendur til 20. júní 1996. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíku eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí 1996. Blómatilboð 1 3plöntur að eigin vali á aðeins kr. 2.790 Fíkus 80-100 cm kr. 1.190 Dvergpálmi 70-80 cm kr. 1.190 Drekatré 90-110 cm kr. 1.190 GuUpálmi 70-90 cm kr. 1.190 Afskorin blóm í miklu úrvali fyrir mæðradaginn STOFUASKUR KR. 295 KROTON KR. 390 HYPOCYRTA KR. 390 SMAPLÖNTUR 5 plöntur að eigin vali á aðeins kr. 990 úarðshom ^' v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500 Opið alla daga 10-22 Einar Sigurösson er 26 ára fiskur sem á bara ketti. Hann er á ferð og flugi þessa dagana og á ótrúlega annasamt sumar í vœndum. Það snertir málningu, spasl, blóm og múrbrot, svo eitthvað sé nefnt. qWtmil/fri//^ t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.