Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 8
sælkerinn
LAUGARDAGUR 11. MAI1996
Pátur Kr. Hafstein forsetaframbjóðandi er sælkeri vikunnar:
Smálúða með aspas og
„Ég gríp í eldamennskuna jöfnum höndum en
ég er ekki með neinar sérstakar sælkerakúnstir.
Ég gríp bara i að búa tO venjulegan mat, ýmsa
flskrétti eins og til dæmis steiktan fisk í raspi og
flsk í eldíostu fati með aspas. Það gerir fiskinn
aðeins betri en venjulega og svo er ósköp einfalt
að hafa lambalæri. Við erum oft með
kjúklinga og ég matbý þá jöfnum hönd
um,“ segir Pétur Kr. Hafstein forseta-
frambjóðandi.
Pétur kveðst oftast bera fram og
drekka vatn með fiskréttum og
borði gjarnan hrísgrjón með fisk-
inum og grænmeti af einhverju
tagi, til dæmis salat, en svo eru
að sjálfsögðu kartöflur oft á
borðum. Hann segist ekki
vera mikið í bakstri en bakar
þó pönnukökur og vöfflur af
miklum krafti.
„Þær voru meira að segja
kallaðar fógetavöfflur þegar
ég var fyrir vestan,“ segir
hann.
Fiskur með aspas
500 g flskflök, helst smálúöa
1 msk. smjör
lögg af sítrónusafa
salt
fogetavdfflur
1 lítil dós niöursoöinn
aspas
aspassupa,
aspasmum.
Fiskurinn er settur í eldfast fat og niðursoðn-
um aspas raðað yfir hann. Sósunni er svo hellt
yfir fiskinn og rétturinn settur í ofn í 15 mínútur
við 225 gráður.
Pétur segir að á sínu heimili sé aspasfiskurinn
venjulega borinn fram með hrísgrjónum og
fersku salati.
„Það er langbest finnst mér,“ segir hann.
Fógetavöfflur
2 bollar hveiti
3 msk. sykur
2 tsk. lyftiduft
2 egg
5 msk. brœtt smjörlíki eöa smjörvi
2 bollar mjólk
Efnunum er blandað saman en
brædda smjörinu er síðast bætt
í. Eggjahvíturnar má þeyta, að
sögn Péturs, en hann segir að
sér finnist þó engin sérstök
þörf á því. Vöfflurnar eru
’ bornar fram með sultu og
rjóma og eru þá ánægjulegt
Pétur Kr. Hafstein forseta-
frambjóðandi er sælkeri vik-
unnar. Pétur segist grípa í
eldamennskuna þó ekki sé
hann með neinar sérstakar
kúnstir. Hann gefur hér upp-
skrift að smálúðu með aspas
og fógetavöfflum.
matgæðingur vikunnar
*
Kryddepli í
örbylgjuofni
2 stór epli
kanill og sykur
2 dl þeyttur rjómi
2 msk. strásykur
Yi tsk. kardemomma
Skerið eplin í sneiöar
og fjarlægiö kjarnann.
Stráið kanil og sykri á
eplin og setjiö þau á fat í
örbylgjuoftiinn. Stillíð á
mesta hita í 3-4 mínútur
því að þá bráðnar sykur-
inn og myndar sósu og
eplin verða brún. Þeytiö
rjóma með strásykri og
kardimommu- Berið eplin
fram heit með rjómanum.
Kartöflumeðlæti
- fyrir fjóra
1 kg kartöflur
3-4 dl rifinn ostur
3 egg
nýmulinn pipar á
hnífsoddi
2V2 dl maísolia
Sjóðið kartöflurnar,
skrælið og stappið. Hnoð-
ið ostinn inn í kartöflu-
stöppuna og búið til flatar
kökur, um l'A cm í þver-
mál. Þeytið egg, pipar og
örlítið salt og veltið kart-
öfluklöttunum upp úr
blöndunni og steikið þá
svo í heitri olíu. -GHS
Kristján Már Magnússon sálfræðingur er matgæðingur vikunnar:
Borða lifrarkæfuna
oft heita í kvöldmat
„Þegar ég bjó í kommúnu úti í
Danmörku söfnuðum við uppskrift-
um að fljótlegum réttum og þessi
uppskrift var ein af þeim. Rétturinn
er mjög góður en í honum eru rækj-
ur, tómatar og hrísgrjón. íslendingar
borða svo lítið af rækjum nema í
brauðtertum að mér fannst þessi upp-
skrift upplögð. Svo er ég með upp-
skrift að lifrarkæfu, sem er svolítið
sérstök en mjög góð,“ segir Kristján
Már Magnússon, sálfræðingur á Ak-
ureyri, en hann er matgæðingur vik-
unnar að þessu sinni.
„Ég hef verið svolítið í þvi að finna
uppskriftir sem hægt er að gera með
vinnunni svo að maður þurfi ekki að
standa tímunum saman yfir matseld-
inni en annars fer þetta ofboðslega
mikið eftir því hvað ég hef mikinn
tíma. Ég geri gjaman tvöfalda upp-
skrift að lifrarkæfunni og frysti
helminginn. Ég borða kæfuna oft
heita í kvöldmat með einhverju
súru og brauði og hef salat með,“
segir hann.
Indverskar rækjur
- fyrir fjóra
400 g rækjur
2 meðalstjórir laukar
1 dós tómatar '
1 msk. paprika
salt
Laukurinn er skorinn gróft og
steiktur í olíu á djúpri pönnu þangað
til hann er glær. Tómötunum er hellt
út í og látið sjóða í fimm mínútur.
Rækjunum er síðan bætt við og þær
látnar sjóða með í aðrar fimm mínút-
ur. Rétturinn er kryddaður með pa-
priku og salti.
Þetta er mjög fljótlegur réttur sem
er tilvalinh fyrir karla
sem eru útivinnandi
og hafa lítinn tíma
þegar að þeim er
komið í matargerð-
inni. Með þessum
rétti finnst mér best að
hafa hrísgrjón sem eru
soðin i 20 mínútur við
vægan hita, einn bolli af
hrísgijónum á móti tveim-
ur af vatni. Ef hrísgrjón-
in eru sett yfir áður en
byrjað er á rækjurétt-
inum er allt tilbúið á
sama tíma.
Auðveld lifrar-
kæfa úr svínalifur
500 g svínalifur
400 g svínaspik
2 bollar hveiti
2 dl mjólk
1 kúfuð msk. allrahanda
1 kúfuð msk. negull
2 msk. salt
4 laukar
% tsk. svartur pipar
5-6 hvítlauksrif
Lifrin, spikið og laukurinn er
hakkað einu sinni. Öllu hinu er
blandað út í, hvítlaukurinn press-
aður. Þetta er sett í form og bak-
að í 45 mínútur við 200 gráð-
ur. Það sem ekki er borð-
að strax er gott að
setja í álform óbak-
að og frysta í þétt-
lokuðum plast-
poka. Fyrir fjög-
urra manna fjöl-
skyldu er til
dæmis hægt að
skipta kæfunni
til helminga og
setja helming-
inn í frost.
„Útivinnandi
karlinn á þarna
annað tromp
uppi í
erminni. Með
heitri lifrar-
kæfu er gott
að borða ljóst
rúgbrauð eða
íkjarnabrauð,
súrar gúrkur
eða rauðrófur
og grænt
salat,“ seg-
ir matgæð-
ingur vik-
unnar.
Kristján
Már skorai;
Magnúsdóttur fram-
-GHS
Kristján Már Magnússon matgæð-
ingur kynnir hér uppskrift að ind-
verskum rækjurétti og iifrarkæfu úr
svínalifur.
DV-mynd Sigurður Hlöðversson
á Ingibjörgu
kvæmdastjóra.
Matur frá Mexíkó:
Humarkokkteill
og skötuselur
Matur frá Mexíkó hefúr til
langs tíma verið tiltölulega sjald-
séöur hér á landi en síðustu árin
hefur færst í vöxt að íslendingar
prófi sig áfram með framandleg-
ar uppskriftir og stimdum eru
þær með nýstárlegu kryddi. Hér
á eftir koma uppskriftir að for-
vitnilegum réttum, bæði forrétti
og aðalrétti, sem hægt er að
prófa.
Kokkteill í forrétt
- fyrir fjóra
450 g soöinn humar eöa rœkjur
2 stórir avókadó
12 laukur
2 hvítlauksrif
212 dl þeyttur rjómi eða sýröur
rjómi
1 ferskur grœnn chilipipar
2 msk. nýpressaöur sítrónusafi
114 dl ólívuolía
Öllu nema humrinum er
blandað saman í matvinnsluvél
þangað til sósan er orðin jöfh. í
staðinn fyrir chilipiparinn er
hægt að nota % af grænni
papriku og cayennepipar til að fá
græna litinn og sterkt bragð.
Humrinum er skipt upp í
nokkra bita og hann er lagður í
lögum í glas ásamt sósunni.
Kokkteillinn er látinn standa í
ísskáp þar til hann er tilbúinn.
Ceviche
fyrir fjóra
400 gflak af skötusel eöa laxi
2 dl. nýpressaður sítrónusafi
2 msk. ólívuolía
2 hvítlauksrif
2 stórir tómatar, skornir í ten-
inga
1 fint skorinn laukur
2 msk. ferskt koríander eöa
persilja
3 msk. tómatdjús
1 msk. þurrkaö óreganó, má
sleppa
1 msk. fint skoriö serrano-chili,
má sleppa
salt
nýmalaöur pipar
90 g grœnar ólívur, niðurskorn-
ar
Fiskflökin eru skorin í ten-
inga. Sítrónusafa er hellt yfir og
fiskurinn látinn standa í tvo
klukkutíma. Hitið hvítlaukinn í
olíunni í 3 mínútur. Takið hvít-
laukinn úr olíunni og kælið
hana. Blandið tómatteningum,
lauk, kóríander, tómatsafa,
kryddi og hökkuðum ólívum
saman og bætið kalda hvítlaukn-
um út í. Skoliö fiskinn í köldu
vatni og þurrkiö hann. Látið
hann standa í 5 mínútur, skolið
og þurrkið hann aftur. Setjið
fiskinn saman við blönduna, salt-
ið og pipriö.
Skreytið réttinn með ólívum
og sítrónubátum og beriö fram
saltkex meö honum. -GHS