Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1996, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 1996 Viðskipti Jónína Benediktsdóttir: Atvinnurekandi ársins í Svíþjóð Jónína Benediktsdóttir var á dögunum útnefnd Atvinnurek- andi ársins 1995 af Samtökum at- vinnurekenda og yfirvöldum Helsingjaborgar. Viöurkenning- una fékk Jón- ína íyrir rekst- ur á heilsustöð- inni Studio Aktiverum í Helsingjaborg. Stöðina keypti hún fyrir tveimur árum og hefur rifið það upp frá að vera nánast gjald- þrota í mjög stöndugt fyrirtæki. Velta þess hefur tvöfaldast á tíma- bilinu. Jónina er fyrsta konan sem hlýtur viðurkenninguna í Svíþjóð. Hún flutti út til Svíþjóðar fyrir sjö árum. Studio Aktiverum er ekki bara líkamsræktarstöð. Þar eru haldin námskeið og veitt ráðgjöf af ýmsu tagi sem snertir fyrirbyggjandi aðgerðir til verndar heilsu fólks. í rökstuðningi Samtaka atvinnu- rekenda segir að fyrirtæki Jónínu sé gott dæmi um hvemig tíð- arandi í samfélaginu er gripinn á lofti og skapað úr honum alvöru fyrirtæki. Einar Svansson til Húsavíkur „Á þessu er einfóld skýring. Ég er búinn að vera í 15 hjá fyrirtæk- inu og þetta hefur verið viðburða- ríkur og skemmtilegur tími. Þeg- ar mér gafst tækifæri til að glíma við þetta dæmi á Húsavík, sem er mjög spenn- andi, þá sló ég til. Húsavík er einn af þeim fáu stöðum sem ég get hugsað mér að búa á, fyrir utan Sauð- árkrók. Þetta var rétti tíminn til að breyta til,“ sagði Einar Svans- son, framkvæmdastjóri Fiskiðj- unnar Skagfirðings á Sauðár- króki j samtali við DV en hann hefur verið ráöinn framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Þar með eru framkvæmdastjóra- stólar tveggja af stærstu útgerðar- fyrirtækja landsins lausir en Gunnar Ragnars hjá ÚA sagði sem kunnugt er stöðu sinni lausri á dögunum. -bjb Fjögur þúsund FÍB-félagar tryggja hjá Lloyd’s: Iðgjald sem ekki hefur sést áður hér á íslandi Sigurðsson hjá NHK International - segir Halldór Nú þykir ljóst að Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gengur til samninga við tryggjanda á vegum Lloyd’s í London, Ibex Motor Synd- icate, um bílatryggingar fyrir hönd sinna félagsmanna. Viðræður hafa átt sér stað síðustu vikur fyrir milli- göngu vátryggingamiðlunarinnar NHK International á íslandi. Hall- dór Sigurðsson hjá NHK sagði við DV að fátt væri annað eftir en að ganga frá síðustu samningsundir- skriftum milli FÍB og þessa tryggj- anda risans Lloyd’s í London. Ibex mun að öllum líkindum hefja starf- semi í haust með aðstoð NHK International. Halldór sagði að Ibex væri einn af betri tryggjendum Lloyd’s, sem alls eru um 400 talsins. Félagið velti 30 milljörðum króna á síðasta ári og annast einkum bílatryggingar í Bretlandi og víðar í Evrópu. Sem kunnugt er leitaði FÍB til- boða í byrjun ársins í vetur í bíla- tryggingar hátt i 4 þúsund félags- manna. NHK var með lægsta tilboð sem var upp á allt að 30% lægra ið- gjald en íslensku tryggingarfélögin hafa boðið til þessa. „Það er ljóst að tilkoma Ibex á eft- ir að hrista upp í markaðnum. Það er verið að vinna í iðgjaldaskránum og væntanlega verða nýjungar í boði. Þarna kemur iðgjald sem ekki hefur sést áður á íslandi í bílatrygg- ingum. Þetta er aðeins byrjunin á meiri samkeppni erlendis frá í tryggingum," sagði Halldór. -bjb Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra efndi til hádegisverðarfundar á Hótel Sögu á mánudaginn um varanlega at- vinnustarfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis. Halldór er hér á léttu spjalli við annan fyrirlesara fundarins, prófessor LBM Mennes, forstjóra FMO í Hollandi, sem er áhættufjársjóður sem fjármagnar atvinnurekstur í Mið- og Austur-Evr- ópu og þróunarlöndum. Hinn fyrirlesarinn var Engilbert Guðmundsson, aðstoðarforstjóri Norræna þróunarsjóðsins í Helsingfors, NDF. Fundurinn þótti fróðlegur. í ávarpi sínu sagði Halldór m.a. að ríkisfyrirtæki og einkafyrirtæki ættu í auknum mæli að vinna saman að útflutningi og nýsköpun. DV-mynd BG Lífleg hlutabréfaviöskipti í síðustu viku: 43 milljóna viðskipti með bréf Sæplasts Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku voru með líflegasta móti á Verð- bréfaþingi fslands og Opna tiiboðs- markaðnum. Alls námu þau 90 milljónum króna, þar af fyrir tæpar 43 milljónir með hlutabréf Sæplasts á Dalvík. Þá skiptu um 10% alls hlutafjár um eigendur. Seljandi var þrotabú Jóns Friðrikssonar, næst stærsta hluthafans, og kaupendur voru lifeyrissjóðir Norðurlands, Austurlands, Vestfirðinga, Vest- mannaeyinga og Hlutabréfasjóður Norðurlands. Af öðrum viðskiptum má nefna 8,8 milljónir í bréfum Hampiðjunn- ar, 6,3 milljónir með bréf Síldar- vinnslunnar og 5,3 milljónir með Eimskipsbréf. Miðað viö þingvísitölu hlutabréfa lækkaði hlutabréfaverð lítillega í síðustu viku en tók kipp núna á mánudaginn þegar vísitalan fór í 1775 stig. Þá hækkaði gengi bréfa nokkurra stórra hlutafélaga en við- skipti voru óveruleg. Töluverð sala var úr gámum í Englandi í síðustu viku. Alls seldust tæplega 700 tonn fyrir 93,5 milljónir króna. Mest var selt af ýsu og skar- kola. Verðið er vel þolanlegt. Seljendur áls eru ánægðir þessa dagana á meðan gott verð fæst fyrir kopar. Álverðið hækkaði í síðustu viku og er spáð áframhaldandi góðu gengi næstu vikurnar, ef ekkert óvænt kemur upp á. Gengi allra helstu gjaldmiðla nema þýska marksins hefur verið á uppleið síðustu daga. Sterl- ingspundið var komið yfir 102 krón- ur í gærmorgun, jeniö yfir 0,64 krónur og dollar í 67,38 krónum. -bjb DV Hugbúnaður hf. með TEC á stórri sýningu í Bretlandi Tölvufyrirtækið Hugbúnaður hf. í Kópavogi tekur um þessar mund- ir þátt í stórri sýningu í Birming- ham í Bretlandi sem nefnist Retail Solutions ’96. Þar kynnir fyrirtæk- ið, í samstarfi við TEC, verslun- arkerfið HB-GPos. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og sérhæfir sig að þörfum verslun- arinnar. Um 200 sýnendur taka þátt. TEC kynnir ýmsar nýjungar í vélbúnaði á sýningunni og hefur Hugbúnaður haft aðgang að þess- um nýja vélbúnaði á síðustu mán- uðum til að aðlaga kerfi sín að þeim. Sigm'ður Elías Hjaltason hjá Hugbúnaði segir að með þessu samstarfi við TEC hafi fyrirtækið bætt stöðu sína gagnvart sam- keppnisaðilum, þar sem tryggt sé að kerfi Hugbúnaðar gangi á nýja vélbúnaðinn. „TEC býst við miklum viðbrögð- um af sýningunni og hafa fjölmarg- ir starfsmenn þess unnið að undir- búningi hennar síðustu mánuði. Þegar hafa verið skipulagðar kynn- ingar og sýningar fyrir ýmsa stóra viðskiptavini og dreifiaðila TEC og verða starfsmenn Hugbúnaðar til aðstoðar á þeim fundum,” segir Sigurður Elías. Bensíniö hækkaði neyslu- vísitöluna Bensínverðshækkanir urðu einkum til þess að neysluvísitalan hækkaði um 0,6% frá aprílmánuði. Miðað við verðlag í byijun maí reyndist vísitalan vera 176,9 stig. Án húsnæðis er vísitalan 181,5 stig og hækkaði um 0,7% miili mánaða. Hækkun á bensíni um 5,6% olli 0,23% hækkun á neysluvísitölunni, 2,7% hækkun á grænmeti og ávöxt- um hafði í fór með sér 0,07% hækk- un á vísitölunni og 1,8% hækkun á kjötvörum olli sömu vísitöluhækk- un eða 0,07%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1% sem jafngildir 3,9% verðbólgu á ári. ísland kemur þokkalega út í verðbólgusamanburði við nokkur ríki frá mars 1995 til mars 1996. Á þeim tíma var 2% verðbólga á ís- landi eða eins og í helstu viöskipta- löndum okkar. Verðbólga í ríkjum ESB var að meðaltali 2,7%, lægst í Finnlandi, 0,6%, en hæst í Grikk- landi, 9,1%. Forðinn jókst um 5,2 milljarða króna í apríl Gjaldeyrisstaða Seðlbankans styrktist um tæpa 6,6 milljarða króna í apríi sl. Gjaldeyrisforðinn jókst um rúma 5,2 milljarða en er- lendar skuldir til skamms tima lækkuðu um liðlega 1,3 milljarða. Styrking gjaldeyrisforðans stafaði að mestu leyti af erlendri lántöku ríkissjóðs í apríl. Andvirði lánsins var að hluta varið til endurgreiðslu á erlendum lánimi ríkissjóös í síðasta mánuði og því sem eftir er verður varið til endurgreiðslu annarra lána í þess- um mánuði. Að frátöldu erlendu láni ríkissjóös styrktist gjaldeyris- staða bankans um rúmlega 1,8 milljarða í apríl og um 9,2 millj- arða frá ársbyrjun.. -bjb Kaupfélag V-Húnvetninga: Reksturinn í jafnvægi DV Sauðárkróki: Rekstur Kaupfélags V- Húnvetn- inga á Hvammstanga var í jafn- vægi á síðasta ári'og útkoman réttu megin við núllið. Hagnaður- inn nam 1,3 milljónum eftir skatta og afskriftir, sem námu alls 13,6 milljónum, þar af 4,2 milljónir í af- skriftir. Veltan dróst saman um 4% og nam 768 milljónum. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.