Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1996, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ1996 ísafjarðarbær: Mikið verk fram undan - segir bæjarstjórinn Nýtt sveitarfélag, ísaijarðarbær, __iók formlega til starfa á norðanverð- um Vestfjörðum á laugardag. „Sameiningin hefur tekið form- lega gildi en nýkjörin bæjarstjórn kemur saman til fyrsta fundar á þriðjudag. Ég á ekki von á öðru en ég verði ráðinn til að stjórna henni en það kemur betur í ljós á fundin- um á þriðjudag. Þá verður einnig ákveðið nafn á hið nýja sveitarfélag. Ég held að allir séu nokkuð ánægð- ir með þessa sameiningu en það er Ijóst að mikil vinna og mikið verk er fram undan,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á ísafirði, við DV i gærkvöld. -RR L O K I Valinn besti tenórinn í Copenhagen Singing Competition: Riðaði til á svið- inu og sá svart - segir Jón Rúnar Arason um átökin í lokaaríunni í sjónvarpinu. „í svona keppni eru gerðar miklu meiri kröfur en gerðar eru til stjarnanna. Það verður allt að vera 150 prósent. Ég var kominn á síðustu blóðdropana í lokaaríunni í Nessun dorma og undir lokin var hreinlega að líða yflr mig. Ég riðaði til á sviðinu og sá bara svart. Stærsti plúsinn við þessa keppni var að allan tímann var mikið af áhorfendum. Ég er alveg tilbúinn að syngja úr mér gam- irnar fyrir fólk,“ sagði Jón Rúnar sigurreifur eftir sigurkvöldið. Jón Rúnar hefur verið að læra hjá hinum umdeilda kennara André Orlowitz en þess má geta að allir þrir karlmennimir sem komust í úrslit eru nemendur hans. „Þetta er stórkostlegur kennari og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann hefur hjálpað mér að komast þetta langt.“ -Pj DV, Kaupmannahöfn: „Þetta er helvíti gott spark í rassinn og mikil viðurkenning. Ég er greinilega á réttri leið,“ seg- ir tenórinn Jón Rúnar Arason eft- ir frækilega framgöngu í Copen- hagen Singing Competition. Það voru 130 evrópskir óperusöngvar- ar sem reyndu fyrir sér í keppn- inni og komst Rúnar alla leið í sex manna úrslit. Á lokakvöldinu söng hann meðal annars hinar þekktu aríur La donna mobile og Nessun dorma og ætlaði fagnaðar- látunum aldrei að linna eftir flutning hans á síðari aríunni. Um kvöldið var hann útnefndur besti tenórinn í keppninni og fékk sérstök „Heltentenor" verðlaun, enda er keppnin kennd við Wagn- ertenórinn Lauritz Melchior. Lokakeppnin var í Konunglega leikhúsinu á laugardagskvöldið og var Margrét Danadrottning meðal gesta. Uppselt var í húsið þótt keppnin væri samtímis sýnd ?' M Átján lög eftir Atla Heimi Sveinsson við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar voru frumflutt í Skarðskirkju í Holta- og Landsveit á föstudagskvöldið. Myndin er tekin að tónleikum loknum. Flytjendur, sem Atli Heimir nefndi Fífilbrekkuhópinn, voru hylltlir lengi og vel í lokin. Atli er hér annar frá hægri ásamt flytjendum með blómvendi í fanginu. Frá vinstri á myndinni eru Anna Guöný Guðmundsdóttir, Hávarður Tryggvason, Signý Sæmundsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Atli og Sigurður Ingvi Snorrason. DV-mynd Jón Þórðarson Veöriö á morgun: Að mestu þurrt Á morgun er spáð austan- og noröaustankalda á landinu. Við suður- og austurströndina má reikna með skúrum eða súld en í öðrum landshlutum ætti að vera þurrt. Það ætti að sjást til sólar á Vesturlandi og þar og á suðvest- urhominu verður hlýjast, allt að þrettán stig yfir daginn, en kald- ast verður á norðausturhorninu, í kringum fimm stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Hrunamannahreppur: Lítilli fiugvél hlekktist á Litlu munaði að illa færi þegar lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki í Hrunamannahreppi í gærkvöld. Flugmaðurinn ætlaði að hefja sig til flugs en náði vélinni ekki á loft vegna mikils meðvinds. Stélið rakst í og við það stakkst vélin fram og mótorinn brotnaði af. Vélin fór aldrei af hjólunum og flugmanninn sakaði ekki. -sv Fáskrúðsfjörður: Saumaður 80 spor í bakið Maður skarst illa á baki í rysk- ingum á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Manninum var kastað í gegnum glerborð og þurfti að sauma 80 spor í bakið á honum. Skurðimir voru ekki djúpir, að sögn lögreglu, og í gær var ekki vitað hvort ein- hver eftirmál yrðu af hasarnum. -sv íslandsmótið í skák: Anna Björg ís- landsmeistari Anna Björg Þorgrimsdóttir varð íslandsmeistari kvenna í skák á Skákþingi íslands í Garðabæ í gær- kvöld. Keppni í landsliðsflokki karla lýkur í dag. Helgi Ólafsson er efstur með 8 vinninga en Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson eiga einnig möguleika á íslands- meistaratitlinum, Jóhann með 7 vinninga og Margeir 7!4. -bjb Tveir humarbátar: 40 vodka- flöskur í veiðarfærin „Menn héldu að þarna væri kominn glaðningur fyrir sjó- mannadaginn. Það var auðvitað tekinn tappi af einni flöskunni en verstur andskoti að þetta var svo brimsalt og gjörsamlega ódrekk- andi,“ sagði Þorleifur Guðmunds- son, skipstjóri á humarbátnum Jóni Trausta ÍS, í samtali við DV en 16 vodkaflöskur komu í veiðar- færi skipsins úti fyrir Krísuvíkur- bergi fyrir helgina. Á svipuðum slóðum og tíma fengu skipverjar á Aðalbjörgu RE 24 vodkaflöskur í humartrollið. Að sögn Þorleifs eru mörg dæmi þess að áfengi hafi komið í veiðar- færi skipa á þessum slóðum, s.s. sénever og gin. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.