Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 Fréttir Bifvélavirki dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að skila bíl úr sprautun: Fékk bílinn í pörtum eftir 778 daga í viðgerð - hlýtur að vera sólkerfismeistari í trassaskap, segir eigandi bilsins Miklir pappírar hafa safnast upp hjá Hilmari Arinbjörnssyni meðan hann hef- ur staðið í stappinu við á ná bíl sínum úr sprautum. Það tókst eftir 778 daga baráttu. Bíllinn er óökufær og í pörtum. DV-mynd GS „Þetta hlýtur að vera sólkerfis- meistari í trassaskap. Ég skil ekki enn hvernig þetta er hægt,“ segir Hilmar Arinbjörnsson sjómaður sem hefur nú eftir nær 26 mánaða bið tekist að fá aftur bíl sem hann lét í sprautun í apríl árið 1994. Þetta eru 778 dagar og er bíllinn nú óöku- fær og í pörtum. í fyrri viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo að Hilmar mætti sækja bílinn til bifvélavirkjans, Baldurs Þorleifssonar að nafni. Hann hafði tekið að sér að gera viö ryðskemmdir og sprauta bílinn. Þrátt fyrir dóm þráaðist Baldur bif- vélavirki enn við að skila bílnum og bar ýmist við veikindum eða önn- um. Það var svo í fyrrinótt að Hilm- ar fékk loks bilinn í hendur, óöku- færan og í pörtum. Bauð þjónustu sína „Ég fór upphaflega með dót í geymslu til þessa manns. Hann leig- ir geymslupláss og þegar hann sá bílinn bauðst hann til að ryðbæta hann og sprauta fyrir 160 þúsund krónur. Ég var að fara á sjó, þurfti ekki að nota bílinn og tók boðinu. Ég borgaði 60 þúsund strax og átti svo að greiða afganginn við afhend- ingu mánuði síðar. Þetta var 16. apríl 1994 og nú er ég loks búinn að fá bílinn aftur ónothæfan," segir Hilmar. Þegar mánuður var liðinn frá því Hilmar setti bíl sinn í sprautun fór hann að ná í hann. Verkinu var þá fjarri því lokið. Baldur var búinn að rífa innan úr honum innréttingu og byrjaður að pússa en ekki meir. Hann bað því um frest og hefur gert það reglulega síðustu tvö árin. Hringdi 52 sinnum Hilmar hefur skráð öll þessi við- skipti. Símtölin til Baldurs eru orð- inn 52. Afsakanirnar fyrir að verk- inu var ekki lokið eru nær jafn- margar. Stundum hafði hann fengið í augun; hestar hans höfðu veikst af slæmu heyi eða hestar nágrannans veiktust af sama heyi. Hjartveiki hamlaði einnig verkum en alltaf var lofað að skila bílnum „eftir helgi“ eöa á „mánudaginn". Afsökunum hafnað Fyrir dómi var vottað af lækni að heilsufarsástæður hefðu ekki valdið því að tafir urðu á sprautun bílsins. Aðrar afsakanir voru heldur ekki teknar til greina. „Fyrir mig skiptir mestu að fá bíl- inn aftur. Ég var búinn að borga honum 160 þúsund krónur fyrir verkið samkvæmt tilboði hans. Nú þarf ég bara að koma bílnum í lag og fá manninn til að borga þær 506 þúsund krónur sem dómurinn segir aö hann skuldi mér. Hann hefur samkvæmt dómnum viku til að borga. Við sjáum hvað setur en ég ætla að fylgja þessu máli eftir í botn úr því sem komið er,“ segir Hilmar. í baráttu sinni við að ná bílnum út hefur hann leitað bæði til Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FfB, og Neytendasamtakanna. Hjá FÍB feng- ust þau svör að lögfræöingurinn hefði ekki tíma til að sinna málinu. Neytendasamtökin lögðu hins vegar töluverða vinnu í að ná í bílinn en án árangurs. Dómur eftir meira en tvö ár f vor tók loks að draga til tíðinda í málinu. Það fór fyrir dóm en í sáttatilraunum fyrir dómtökuna krafðist Baldur þess að fá 50 þúsund krónur greiddar vegna þess að við- gerðin hefði reynst dýrari en upp- haflega var ráð fyrir gert. Því hafn- aði Hilmar og fyrir dómi var þeirri kröfu einnig hafnað. í dóminum sem héraðsdómaram- ir Gísli J. Jónsson, Skúli J. Pálma- son og Þór Heiðarsson kváðu upp er Baldri Þorleifssyni gert að afhenda bílinn og greiða allt 506.326 krónur í bætur. Þar í eru bætur fyrir afnota- missi auk málskostnaðar og vaxta. Bílinn skal afhenda „í því ástandi sem hann er nú“ og hefur Hilmar nú komið flakinu í nýja geymslu. -GK Ráðherrafundur EFTA á Akureyri: Vill betri aðgang að nefndum ESB DV, Akureyri: „Hér var fyrst og fremst verið að tala um hagsmunamál EFTA sem samtaka og vissulega skiptir EFTA miklu máli fyrir okkur," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sem stýrði fundi EFTA-ráð- herranna á Akureyri í gær. Þeir erlendu gestir sem sóttu ráð- herrafundinn voru Jean Pascal- Delamuras, forseti Sviss, Grete Knudsen, utanríkisviðskiptaráð- herra Noregs, og Andrea Willi, utan- ríkisráðherra Liechtenstein's. Á fundinum var m.a. rætt um EFTA, samskipti EFTA-ríkjanna við ESB, ríkjaráðstefnuna, stækkun ESB og samskipti EFTA og ESB við þriðju ríki. Hans van der Broek, fulltrúi fram- kvæmdastjórnar ESB, átti fund með EFTA-ráðherrunum á Akureyri. Hann mun hitta forsætisráðherra, utanríkisráðherra, utanríkismála- nefnd og halda erindi á hádegisverð- arfundi Landsnefndar Alþjóðaversl- unarráðsins í Reykjavík í dag. -gk Lífskjör launafólks í Danmörku og á íslandi: Vinnuárið um þremur mánuðum Skýrsla sem Þjóðhagsstofnun hef- ur unnið fyrir forsætisráðherra um laun og lífskjör á íslandi, í Dan- mörku og víðar var lögð fram á Al- þingi í gær. Meginniðurstöður eru að lífskjör hér á landi séu góð og sambærileg við það sem gerist í grannlöndunum en til að ná þessum góðu lífskjörum þurfi íslendingar að vinna lengri vinnudag en Danir. Danir vinni 39 tíma vinnuviku að meðaltali en íslendingar vinni 50 tíma á viku. í raun þarf íslendingur- inn að vinna rúmum þremur mán- lengra hér uðum lengur á hverju ári til að standa jafnfætis Dananum. Helsta meinsemdin hér er lítil framleiðni sem talin er helsta orsök lágs tímakaups. Laun danskra iðn- verkamanna eru mun hærri en ís- lenskra. Þeir fyrrnefndu fá á mánuði að meðaltali 180.644 ísl. kr. en þeir síöarnefndu fá 111.874 kr. Beinir skattar í Danmörku eru hins vegar hærri þannig að laun Danans eftir skatt eru 98.956 en íslendingsins 88.670, fyrir 44 klukkustunda lengri vinnutíma í hveijum mánuði. -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Nei _2j ■■ FÓLKSINS 904-1600 Hefur sjómannadagurinn misst gildi sitt? Frumvarp um úthafsveiðar á Alþingi í gærkvöld: Ottast að úthafs- veiðiflotinn fari undir hentifána „Ég óttast að verði þetta frum- varp að lögum flaggi íslenski út- hafsveiðiflotinn út, að skipin verði skráð undir hentifána. Þau eiga að fá að veiða frjálst og afla sér reynslu þar til samkomulag verður gert um allsherjar kvóta á alla úthafsveiði," sagði Sighvatur Björgvinsson meðal annars í langri ræðu á Alþingi í gærkvöld og nótt þegar frumvarpið um úthafsveiðar íslenskra skipa kom til umræðu á Alþingi. Hann sagði að það væri veiðum úthafsveiðiskipanna að þakka að við værum nú á leið út úr efnahags- kreppunni. Hann benti & að verð- mæti afla úthafsveiðiskipanna 1993 hefði verið 2,2 mflljarðar króna. Árið 1994 hefði það numið 5,2 millj- örðum, 1995 6,1 milljarði og áætlað væri að verðmætið yrði á milli 8 og 10 milljarðar króna i ár. Það væri svipuð upphæð og öll ferðaþjónust- an færir þjóðarbúinu. Sagði Sig- hvatur að með sainþykkt þessa frumvarps væri verið að kyrkja út- hafsveiðarnar í fæðingu. Alþýðubandalagið er hlynnt frumvarpinu og skrifaði Steingrím- ur J. Sigfússon undir meirihlutaálit sjávarútvegsnefndar en þó með fyr- irvara. Kvennalistinn er andvígur frumvarpinu og sömuleiðis Þjóð- vaki, sem skrifar undir minnihluta- álit sjávarútvegsnefndar með Sig- hvati Björgvinssyni. -S.dór Stuttar fréttir Slitnaö upp úr viðræöum •Slitnað hefur upp úr viðræð- um um sameiningu dóttuifyrir- tækja Samherja og ÚA, að sögn Sjónvarps. Heimild fýrir hlutafélag Alþingi hefur heimilað rikis- stjórninni að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Stjórnarand- staðan telur þetta fyrsta skref að einkavæðingu. RÚV sagði frá. Samið við Kínverja Fjármálaráðherra hefur und- irritað skattasamning milli ís- lands og Kína Þetta er fyrsti samningur um tvísköttun sem íslendingar gera við rflú utan Evrópu og Norður-Ameríku. Humarinn drepst Megnið af humri, sem er sleppt, drepst. Fiskifræðingur telur að gera þurfl breytingar á humarveiðum í náinni framtíð. Stöð 2 greindi frá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.