Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 5. JUNÍ 1996 i>v Fréttir Tannsmiðir segja tannlækna sniðganga nokkra þeirra: Neita því ekki að við beinum við- skiptum annað - segir Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélags íslands „Þegar fólk er einu sinni búið að löðrunga mann þá eru menn ekki hlaupnir upp um hálsinn á þeim sem lemur fyrr en sviðinn er farinn að minnsta kosti.“ Þetta segir Helgi Magnússon, for- maður Tannlæknafélags Islands, um þá fullyrðingu írisar Bryndísar Guðnadóttur, formanns Tannsmiða- félags íslands, að tannlæknar snið- gangi nokkra tannsmiði sem smíða gervigóma og gert höfðu samning við Tryggingastofnun ríkisins. Samningurinn var gerður eftir að Héraðsdómur dæmdi tannsmiðun- um í vil en áður en Hæstiréttur ógilti dóm Héraðsdóms. Samkvæmt dómi Hæstaréttur er tannsmiðum óheimilt að taka mát og vinna í munnholi. Að sögn írisar Bryndísar var taktinn sem tannsmiðir höfðu samið um við Tryggingastofnun um það bil 30 prósentum lægri en al- mennur taxti hjá tannlæknum. „Við vorum í Hæstarétti með málið og þegar tannsmiðir voru að brjóta á -okkur rétt lögðum við til munnlega við okkar félagsmenn að eiga ekki viðskipti við þetta fólk sem væri að brjóta á okkur lög. Þeg- ar dómurinn er fallinn gengur þeim erfiðlega að fóta sig. Málið er að þetta er iðnaðarstétt og þeir eru að rembast við að fá að vinna uppi i fólki. Það gengur náttúrlega ekki upp. Ef fólk ætlar að fá þessi rétt- indi verður að breyta lögum og það verður að mennta þetta fólk. Þeir segja að við sniðgöngum þá. Við beinum okkar viðskiptum annað. Ég neita því ekki. Það tekur sinn tíma að ná trausti manna aftur," segir Helgi. Tannlæknafvoru ekki einungis hvattir munnlega til að beina við- skiptum annað. í fréttabréfi Tann- læknafélags íslands frá 6. september síðastliðnum eru tannlæknar hvatt- ir til að sniðganga tannsmiðina sem gerðu samning við Trygingastofn- un. „Einn af tannsmiðunum, sem hef- ur sérhæft sig í gervigómasmíði og var með stofu, hefur þurft að loka og selja sín tæki til að standa við sínar fjárhagsskuldbindingar. Hann átti viðskipti við marga tannlækna en þegar hann gerði samning við Tryggingastofnun beindu tannlækn- arnir viðskiptunum annað. Þegar samningurinn féll úr gildi eftir Hæstaréttardóminn héldu tann- læknar áfram að sniðganga hann,“ segir íris Bryndís. Sjálfrf var henni sagt upp aðstöðu í kjölfar húsfundar þar sem leigutakar húsnæðisins samþykktu að engin tannsmíði sjálf- stætt starfandi tannsmiðs skyldi fara þar fram. Einnig var samþykkt að öll skilti írisar Bryndísar yrðu tekin niður en þeirri samþykkt var ekki fylgt eftir, að því er hún grein- ir frá. Félagar í Tannsmiðafélagi íslands eru 70 talsins og hafa þeir ýmis sér- svið. „Það er bara ágreiningur um smíði á lausum gervigómum. Eins og málin eru nú geta þeir sem hafa það sérsvið ekki starfað sjálfstætt heldur eru þeir háðir því að tann- læknar sendi mát til þeirra. Það er krafa okkar að löggjafinn takið mál- ið í sínar hendur og leysi það. Það er enginn annar sem getur það. Tannlæknar hafa það algerlega í hendi sér hvaða tannsmiðir hafa vinnu og hverjir ekki. Þeir geta þess vegna útilokað þá frá vinnu sem stigu á tærnar á þeim og gerðu samning við Tryggingastofnun," leggur Iris Bryndís áherslu á. -IBS Góðar móttökur í Færeyjum Leikílokkurinn Bandamenn fluttu Amlóða sögu i boði Norðurlandahúss- ins í Þórshöfn við góðar móttökur heimamanna. I umsögn sem birt var í blaðinu Sósíalurinn segir að leikurinn sé nútímalist eins og hún gerist best. Leikritið var frmnflutt í Helsingör 2.mars s.l. en fleiri sýningar eru áætlað- ar á Norðurlöndunum á þessu ári. -ggá Eigum fyrirliggjandi hin viðurkenndu dráttarbeisli frá Monoflex í Svíþjóð Sem dæmi um tegundir: Toyota Hilux 1989-1996 Toyota Carina 1994-1996 Mitsubishi Lancer, 5 dyra, 1993-1996 Subaru Legacy 1990-1994 Subaru Impreza, 4 og 5 dyra, 1995-1996 Suzuki Baleno, 4 og 5 dyra, 1995-1996 Volvo 850 station 1993-1996 Jeep Cherokee 1988-1996 Einnig dráttarbeisli á ýmsar aðrar tegundir og eldri árgerðir. Upplýsingar í síma 587 3720 og 567 8757 FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10,112 Reykjavík Ralph og Antje Eberhardt fyrir utan Haukadalskirkju þar sem þau voru gefin saman annan í hvítasunnu. Kynntust í íslenskutímum hjá þýskum presti: Komu til íslands til að láta gefa sig saman „Það kom ekki annað til greina en að halda brúðkaupið á íslandi. Ef ísland væri ekki til hefðum við ekki kynnst," segja Þjóðverjarnir Antje og Ralp Eberhardt sem komu til ís- lands til að láta gefa sig saman. Hjónavígslan fór fram í Haukadals- kirkju annan í hvítasunnu og það var séra Guðmundur Óli Ólafsson sem gaf brúðhjónin saman. Antje og Ralph kynntust i ís- lenskutimum hjá þýskum presti, Peter Hotzelmann, sem býr skammt frá Leer í norðvesturhluta Þýska- lands. „Ralph hafði ferðast um ís- land á mótorhjóli og var hrifinn af landinu. Ég átti íslenskan hest og bæði höfðum við áhuga á að læra ís- lensku," segir Antje. - En hvernig stendur á því að þýski presturinn kann íslensku? „Ég hafði mikinn áhuga á ís- lensku og var farinn að læra hana áður en ég kom fyrst til íslands 1951," segir Peter Hotzelmann eða Pétur, eins og hann er kallaður á ís- landi. Pétur settist í guðfræðideild Há- skóla Islands þegar hann kom hing- að og gisti hjá KFUM. Hann dvaldi hér i eitt ár og hélt síðan til Þýska- lands þar sem hann hélt áfram að iæra til prests. Hann hefur heimsótt ísland nokkrum sinnum frá því að hann kom hingað fyrst. „Ég hef kennt íslensku í lýðhá- skóla í Þýskalandi og þau Antje og Ralph kynntust í tímum hjá mér fyrir tæplega þremur árum. Hann hafði verið á íslandi og hún vildi læra íslensku til að geta talað við is- lensku hryssuna sína. Ég hef einnig átt íslenskan hest og talaði þá ís- lensku við hann,“ segir Pétur og bætir því við að sér hafi þótt ákaf- lega gaman að Antje og Ralph skyldu fella hugi saman þó ekki hafi hann átt von á því. Pétur var einn í hópi þeirra sem fylgdu brúðhjónunum til íslands en alls voru átján manns í hópnum, ættingjar og vinir. „Við Ralph höfum tvisvar komið hingað saman áður,“ segir Antje, „í fyrra skiptið um jólin 1994. Þá dvöldum við á Lýsuhóli á Snæfells- nesi. Svo komum við núna um pásk- ana til að undirbúa brúðkaupið. Þetta var falleg og skemmtileg at- höfn og allir fylgdarmenn okkar hrifust af íslandi. Þeir eiga örugg- lega eftir að koma aftur." -IBS TIL ALLT AD 36 MÁNAÐA ung er afburoa, tveggia hausa myndbanas- tœki með aðgerða- stýringum ó skjó sjónvarps, sjálfv. stafrœnni mynd- skerpu, upptöku- minni, þœgilegri fjarstýringu, Scart-tengi og _ mörgu fleira q RADGRE fÐSL UR TIL SA MÁISIAGA Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 mómEismmmm ú} HíFfT 8. JÚNÍ ! IIU mra 96 Er ekki tilvalið að endurnýja grœjurnar og njóta keppninnar í botn ? 4» Samsung CX 6840 AN er hágœoa 28" sjónvarp með Tinted Black Matrix-skjá, sem gefur skarpari mynd, jafnvel í dagsbirtu. Létt er að stilla inn stöðvarnar, því sjálfvirk stöðvaleit er innbyggð oa alls eru stöðvaminnin 90. Hljómurinn erfrábœr; 60W Nicam Slereo og 4 innbyggðir hátalarar. Tœkið er notenda-vingjarnlegt, því allar aðgerðastýringar birtast á skjánum og hœgt er aðstilla inn nöfn siónvarpsstöðvanna. Einnig er það með tímarofa, íslensku textavarpi, Scart-tengi, NTSC-videotengi og fjarstýringuna má líka nota fyrir myndbandstœki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.