Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblaö 200 kr. m. vsk, DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tölvunefnd er skaðleg Vilmundur Jónsson landlæknir kunni ráð við þeim úr- skurði Hæstaréttar, að hann mætti ekki í Læknatali sínu birta nöfn líffræðilegra foreldra kjörbarna gegn vilja þeirra. Hann tók nöfnin út, en skildi eftir eyðurnar, svo að allir máttu skilja, hvað um var að ræða. Síðan hefur engum dottið í hug að amast við þeirri þjóðaríþrótt íslendinga að rekja ættir fólks fram og til baka. Á erfiðum tímum virðisaukaskatts eru ættfræðirit ein fárra greina bókaútgáfu, sem standa með blóma. Nú dugar ekki minna en mörg þykk bindi um hverja ætt. Undarlegasta nefnd á íslandi hefur þó ákveðið að kanna, hvort hægt sé að koma í veg fyrir, að nöfn tveggja kvenna, maka þeirra og barna verði birt gegn vilja þeirra í ættfræðiriti, sem nú er í undirbúningi. Er þó ættfræði formlega skilgreind utan verksviðs nefndarinn- ar. Ef hinni undarlegu nefnd tekst að koma í veg fyrir þessa meintu árás á friðhelgi nokkurra einstaklinga, er kjörið tækifæri fyrir aðstandendur bókarinnar að fylgja fordæmi hins gamla landlæknis og skilja eftir eyðurnar, svo að allir megi sjá þær og hafa gagn og gaman af. Á sama tíma og hin undarlega nefnd er að leika hlut- verk Stóra bróður er utanríkisráðuneytið að vinna þarf- ara verk. Það kostar skrásetningu sem flestra Vestur- ís- lendinga. Það er mikið verk, því að talið er, að þar búi nú rúmlega 200 þúsund manns af íslenzkum ættum. Þannig veit vinstri hönd ríkisins ekki, hvað hin hægri er að gera. Annars vegar er ríkið að verja peningum til að afla heimilda, sem falla vel að þjóðaríþrótt íslendinga og færa henni nýja vídd. Hins vegar starfrækir ríkið nefnd, sem reynir að stöðva nytsamar upplýsingar. Frægust er tölvimefnd fyrir að biðja fjármálaráðuneyt- ið um að banna fjölmiðlum að vinna upplýsingar úr skattskrám, nota við það hættulegar aðferðir á borð við samlagningu og frádrátt, margfóldun og deilingu, og birta síðan óhroðann á prenti, svo að allir megi sjá. Þetta hafa íslenzkir fjölmiðlar einmitt gert frá ómuna- tíð, lesendum til gagns og gamans, en nokkrum einstakl- ingum til mæðu. Þeir telja þetta vera brot á friðhelgi einkalífs síns og hafa fengið stuðning Tölvunefndar, sem hyggst nú koma í veg fyrir framhald þessara skrifa. Fjármálaráðherra varð við tilmælum nefndarinnar og gaf út reglugerð í vor, sem æ siðan verður við hann kennd. Hann hefur að sjálfsögðu verið hafður að háði og spotti, innan og utan Alþingis, og þá enn frekar, þegar til kastanna kemur að beita reglugerðinni í sumar. Auðvitað dettur engum í hug, að lög eða reglugerðir um Tölvunefnd og reglugerðir, sem byggjast á þeim pappírum, skáki stjómarskránni, enda em nú blessunar- lega komnir til sögunnar dómstólar úti í heimi, sem geta tekið íslenzka reglugerðasmiði og pokadómara í nefið. Tölvunefnd heldur þó áfram að puða í hlutverki Stóra bróður. Henni tókst á sínum tíma að koma í veg fyrir nothæfa sundurliðun símreikninga með því að heimta, að fyrstu tölustafir símanúmera birtust ekki. Næst gæti henni dottið í hug að reyna að banna símaskrána. Nefndin vill koma í veg fyrir, að íslendingar geti nýtt sér upplýsingatækni nútímans eins vel og þau lönd, sem lengst eru komin á því sviði. Hún reynir til dæmis að koma í veg fyrir samkeyrslu á skrám, sem oft leiða í ljós nákvæmari og betri. upplýsingar en menn höfðu áður. Landhreinsun væri að afnámi hinnar skaðlegu Tölvu- nefndar, sem reynir að koma í veg fyrir, að þjóðfélagið verði gagnsærra og auðskildara öllum almenningi. Jónas Kristjánsson MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 „Fjölmargir útgeröarmenn bíöa, vona og vilja afnám laga um sjómannadag og eru í startholum þar um,“ segir Guömundur m.a. í greininni. Frá hátíöahöldunum á sjómannadaginn í Reykjavík. Til hafs skal nú haldið á ný Fyrstu hátíðahöld sjómanna- dagsins fóru fram 1938, þá að til- stuðlan Henrys Hálfdanssonar loftskeytamanns sem hafði í nokk- ur ár áður hvatt stéttarfélög sjó- manna í Reykjavík og Hafnarfírði til samkomuhalds einu sinni á ári. Einkum var þá tvennt sem í huga var haft. í fyrsta lagi að minnast drukknaðra sjómanna og í annan stað að minna á mikilvægi sjó- mannastéttarinnar fyrir land og þjóð. í hinum gráa hversdagsleika upphafsára sjómannadagsins voru hátíðahöldin kærkomin tilbreyt- ing sem allflestir landsmenn tóku þátt í, án tillits til stéttar eða stöðu. Það sem skyggði á annars fjölbreytt og skemmtileg hátíða- höld voru þær fjölmörgu stjörnur stjörnufánans. Hver stjarna tákn- aði drukknaðan sjómann og þá þeirra sem höfðu farist frá síðasta sjómannadegi. Flestar voru stjörn- urnar 139 árið 1941 og fæstar ein, nú á sjómannadaginn 1996. Frá fyrsta sjómannadegi til þessa dags hafa alls 1325 íslenskir sjómenn farist. Þrjá áratugi frá fyrsta sjó- mannadegi fór dvínandi áhuga að gæta á hátíðahöldum sjómanna- dagsins enda héldu útgerðarmenn skipum sínum stíft úti á sjó- mannadaginn: Höfðu sjómenn þá á orði að landkrabbar gerðu sér dagamun á sjómannadaginn en sjómennirnir væru víðs fjarri á hafi úti. Lög um sjómannadag 26. mars 1987 voru lög sett á Al- þingi um að öll fiskiskip skyldu vera í höfn á sjómannadag. Frum- kvæði þessa máls hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi sjávarút- vegsráðherra, og verður honum seint fullþakkaö. í upphafi 5. gr. laganna segir að öll fiskiskip skuli vera í höfn á sjó- mannadag. í 3. mgr. 5. gr. segir m.a.: „Víkja má frá ákvæðum 1. Kjallarinn f* <?*- 4’ Guömundur Hailvarðsson 10. þingmaöur Reykvíkinga mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag þar um milli útgerðar og skipshafnar." Hvað varðar þá þrjá togara sem voru á veiðum á Reykjaneshrygg er mér kunnugt um að um borð í Frera fór fram atkvæðagreiðsla hvar meirihluti áhafnar var á móti því að vera á sjó á sjómanna- dag. Sams konar málsmeðferð var um borð í Vigra en þar var meiri- hluti áhafnar með því að vera á sjó. Útgerðarstjóri Granda gaf þær upplýsingar að ekkert skip þaðan yrði úti á sjómannadag en reyndin varð sú að Grandatogarinn Þerney var að veiðum en óljóst er hvernig þar var staðið að verki. í lögunum um sjómannadag er frávikið frá inniveru fiskiskips bundið því að samkomulag takist milli útgerðar og skipshafnar. Eins og áöur er getið varð ekkert samkomulag á skipum Ögurvlkur, þ.e. Frera og Vigra, og hefur því útgerðin brotið lög um sjómanna- dag. í kjarasamningum sjómanna eru ákvæði þess efnis að innivera í tengslum við sjómannadag skuli vera a.m.k. 72 klukkustundir og að mati lögmanna brýtur útgerðin einnig kjarasamninga. Nokkrir sjómenn hafa sagt mér það að þessi uppákoma Ögurvíkurskipa sé bundin „dúsu“ sem sé lengra stopp um næstu jól. Jólafrí afnumiö næst? Fjölmargir útgerðarmenn bíða, vona og vilja afnám laga um sjó- mannadag og eru í startholum þar um. Því er það mjög mikilvægt að sjómannasamtökin verði vakandi á verðinum og láti útgerðarmenn ekki yfir sig ganga. Það er nötur- legt þegar til þess er litið sem í upphafi er getið í þessu greinar- korni um þá fjölmörgu sjómenn sem farist hafa, að þá skuli fáeinir útgerðarmenn senda kaldar kveðj- ur til sjómannadagsins. Loforðin um lengra jólastopp munu fljótt kulna þá fram líða stundir og ofrausn talin fyrir sjómenn og fjöl- skyldur þeirra innivera um jól, eins og var á árunum áður. Nokkrum útgerðarmönnumm má ekki takast að brjóta á bak aftur lög um sjómannadag sem sett voru 49 árum eftir að fyrsti sjómanna- dagurinn var hátíðlegur haldinn., Guðmundur Hallvarðsson. „í kjarasamningum sjómanna eru ákvæði þess efnis að innivera i tengslum við sjó- mannadag skuli vera a.m.k. 72 klukku- stundir og að mati lögmanna brýtur út- gerðin einnig kjarasamninga.“ Skoðanir annarra Oskorað vald „Vald er ekki endilega tengt lögboðnu embætti, enda valdið eðli málsins samkvæmt ekki annars en þess sem með það fer, hvorki embættis né fyrirskrif- aðrar reglu. Þjóðin felur forseta sínum tvímælalaust þvílík réttindi í hendur með kjöri hans, - óskorað vald yfir hugum manna og hjörtum." Þorsteinn Antonsson í Alþbl. 4. júní. Flutningur grunnskóla „Með flutningi grunnskólanna á sér í raun stað mikil valddreifing. Valdið færist í æ ríkari mæli út til sveitarfélaganna, þar sem heimamenn munu nú verða allsráðandi. Þetta ætti að efla skólastarfið, því að enginn þekkir betur staðbundin vandamál en fólkið sjálft, sem njóta á þjónustu skólans. Því ætti, sé rétt á málum haldið, að vera unnt að nýta þessa breytingu til hagsbóta fyrir byggðarlögin í landinu.“ Úr forystugrein Mbl. 4. júní. Ríkisfyrirtæki í markaðsviðskiptum „Staðreyndin er sú að það er rangt sem haldið er fram, að fyrirtæki í eigu ríkisins geti ekki tekið þátt í markaðsviðskiptum, keypt hlutabréf í öðrum fyrir- tækjum, stofnað dótturfyrirtæki og þar fram eftir götunum. í þessu skyni nægir að setja sérlög eins og reyndar hefur verið gert um stofnanir sem almenn- ingur á og keypt hafa hlutabréf í fyrirtækjum, s.s. Hafrannsóknastofnun, Vegagerðina og Háskóla ís- lands.“ Ögmundur Jónasson í Tímanum, 4. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.