Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 Viðskipti DV Kynningarfundur viöskiptaráöherra um skýrslu um bættan skuldabréfamarkað hér á landi var vel sóttur á Hótel Sögu í gær. Hér bendir Halldór Guðbjarnason, bankastjóri í Landsbankanum, sessunauti sínum á eitthvað áhuga- vert í skýrslunni. DV-mynd BG Skýrsla um endurbætur á skuldabréfamarkaði: Brýnt verkefni að auka sparnað - svo lækka megi vexti hér á landi Faxamarkaður sækist eftir Skagamarkaði DV, Akranesi: Nýverið sendi Faxamarkaðnrinn i Reykjavík inn bréf til Hafnar- stjórnar Akraness þar sem lagt var inn tilboð í hlutabréf bæjarins í Skagamarkaði hf. á Akranesi. Ólaf- ur E. Ólafsson framkvæmdastjóri staðfesti þetta í samtali við DV. Reikna má með að umræð um málið fari fram á næsta aðalfundi Skagamarkaðar. Markaðurinn hef- ur átt í rekstrarörðugleikum í lang- an tíma og í skýrslu sem var um gerð um stöðu hans á síðasta ári kom fram að til að fyrirtækið standi undir sér verði að auka hlutaféð og bæta húsnæðisaðstöðuna. -DÓ Nýr fjármála- stjóri Reykja- nesbæjar DV, Suðuxnesjum: Bæjarráð Reykjaneshæjar sam- þykkti á fundi sínum nýlega að ráða Reyni Valbergsson í stöðu fjár- málastjóra bæjarins. Reynir er við- skiptafræðingur að mennt og er að •ljúka mastersnámi frá Háskóla Edinborgar í Skotlandi í sumar. Hann mun taka við af Stefáni Jóns- syni um mitt sumar. Alls sóttu 16 um stöðuna, 5 voru valdir sérstak- lega til frekara viðtals. Fjórir bæjar- ráðsmenn mæltu með Reyni en einn með Guðbrandi Einarssyni -ÆMK Olís með sjálfs- afgreiðslu- stöðvar - fyrst í Fjarðarkaupum Olís mun á næstunni opna nýjar sjálfvirkar bensínstöðvar undir nafninu ÓB-ódýrt bensín. Fyrsta stöðin verður opnuð í ágúst við stórmarkað Fjarðarkaupa í Hafnar- firði en fyrsta skóflustunga þar var tekin sl. fóstudag. Þetta verða svip- aðar stöðvar og Orkan hefur boðið upp á. Með opnun þessara stöðva ætlar Olís að mæta kröfum markað- arins um ódýrara bensín og greini- legum áhuga hjá stórum hluta við- skiptavina á að afgreiða sig sjálfir gegn lægra verði. Stöðvamar verða einfaldar að gerð og ódýrar í upp- byggingu og rekstri. -bjb Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku um Verðbréfaþing íslands og Opna tilboðsmarkaöinn námu réttum 99 milljónum króna. Mest var keypt af bréfum- Hampiðjunnar, eða fyrir tæpar 28 milljónir, næstmest af Eim- skipsbréfum, 14,9 milljónir, og fyrir 14,6 milljónir af bréfum íslands- banka. AÍls áttu sér stað viðskipti í nærri 30 hlutafélögum. Frá áramót- Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra kynnti í gær skýrslu starfs- hóps sem fjallar um endurbætur á innlendum skuldabréfamarkaði. Starfshópurinn, sem starfað hefur frá því í haust, kemst að þeirri nið- urstöðu að þótt margt megi bæta varðandi starfsemi fjármagnsmark- aðarins hér á landi, þá ráðist vextir á verðbréfamarkaði í meginatriðum af framboði og eftirspum. Ástandið á fjármagnsmarkaönum, allt frá því vextir voru gefnir frjálsir árið 1986, hafi hins vegar einkennst af mikilli eftirspum eftir lánsfé, ekki síst frá heimilum sem valdið hafi spennu á lánamarkaði. Þegar dregið hafi úr eftirspurn hafi vextir lækkað, eins og árin 1988, 1989 og 1993. í skýrsl- unni er þó að finna fjölmargar til- lögur um bætta vaxtamyndun og starfshætti á markaðnum. Lands- menn em hvattir til að auka spam- um nema hlutabréfaviðskiptin alls 2 milljörðum króna, þar af fyrir 382 milljónir með bréf íslandsbanka. Hlutabréfaverð heldur áfram að hækka samkvæmt þingvísitölunni. Vísitalan var komin í 1848 stig á mánudag sem er enn eitt sögulega metið á þessu ári. Munar mestu um hækkun á gengi Eimskipsbréfanna úr 6,30 í 6,45. að svo lækka megi vexti, starfshóp- urinn telur þetta brýnt verkefni. í samanburði við önnur lönd sé sparnaður mjög lítill á íslandi. Engir aukvisar skipuðu starfshóp ráðherra. Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri veitti honum forstöðu og með honum störfuðu Benedikt Árnason hagfræðingur, Finnur Sveinbjömsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra banka og spari- sjóða, Guðmundur Hauksson, for- stjóri Kaupþings og væntanlegur SPRON- stjóri, Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, Einar Sigurjónsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, og Yngvi Örn Kristinsson frá Seðla- bankanum. í skýrslunni bendir starfshópur- inn á fjölmörg atriði sem bætur mættu fara. Hópurinn leggur mikið upp úr að viðskipti með skuldabréf Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist stöðugt síðustu daga. Stað- greiðsluverð var 1.549 dollarar fyrir tonnið í gærmorgun og mun vænt- anlega ekki hækka mikið á næst- unni þar sem koparverð er lágt um þessar mundir. í Englandi seldust 467 tonn í gámasölu í síðustu viku að verð- mæti ríflegra 53 milljóna króna. verði sem sýnilegust. í því skyni er lagt til að stuðlað verði að því að út- boð fari í meira mæli fram sem opin útboð og viðskipti fari að mestu í gegnum Verðbréfaþing íslands. Einnig bendir hópurinn á nauðsyn þess að bæta fyrirkomulag við- skiptavaktar á Verðbréfaþingi í því skyni að gera skuldabréf auðseljan- legri. Starfshópurinn hvetur til þess að settur verði rammi um fjárfestingar lífeyrissjóða. Jafnframt leggur hóp- urinn til að samkeppnisskilyrði á lánamarkaði verði samræmd, m.a. með því að breyta ríkisböndum og fiárfestingarlánasjóðum í hlutafé- lög. Þá er lagt til að könnuð verði áhrif þess og möguleiki á að afnema skylduaðild að tilteknum lífeyris- sjóðum, með tilliti til þess hvaða áhrif það hefði á samkeppni á fiár- magnsmarkaðnum. -bjb Langmest seldist af ýsu, eða fyrir 28,8 milljónir króna. Gengi gjaldmiðla hafa tekið þeim helstu breytingum að pundið hefur hækkað á skömmum tíma úr 102 í 104 krónur, jenið hefur lækkað lítil- lega niður í 0,62 krónur en dollar og mark nánast staðið í stað, dollarinn í 67 krónum og markið í 44 krónum. -bjb Frá afhendingu viðurkenningarinnar til Myllumanna. Myllan verðlaun- uð fyrir innra gæðaeftirlit Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur afhenti Myllunni-Brauð hf. nýlega viðurkenningu fyrir gott innra eft- irlit með matvælavinnslu. Myllan er fyrsta bakaríið sem fær þessa viðurkenningu en með henni er staðfest að fyrirtækið uppfylli mjög ströng skilyrði um innra gæðaeftir- lit. Gæðaeftirlitskerfið kallast GÁMES, sem er stytting á Grein- ingu áhættuþátta og mikilvægra eft- irlitsstaða. Þetta kerfi er það sama og þekkt er sem HACCP, Hazard analysis and critical control points. Hagvangur aðstoðaði Myllumenn við að sefia kerfið upp. Metviðskipti á Verðbréfaþingi Mestu dagsviðskipti í sögu Verð- bréfaþings íslands fóru fram síðast- liðinn fóstudag. Þau námu alls tæp- um 1,8 milljörðum króna, nærri 200 milljónum meiri en þann 6. október 1994 sem var veltuhæsti dagurinn til þessa. Viðskiptin skiptust þannig að höndlað var með ríkisvíxla fyrir 1,2 milljarða, með spariskirteini fyrir 369 milljónir, ríkisbréf fyrir 92 milljónir, húsbréf og húsnæðisbréf fyrir 74 miiljónir og hlutabréf fyrir 15 milljónir. Heildarviðskipti í maí- mánuði urðu tæpir 12 milljarðar og er þetta annar veltuhæsti mánuður- inn i sögu þingsins. Mestu viðskipti í einum mánuði urðu í október 1995, um 13,4 milljarðar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs er velta á Verðbréfaþingi orðin rúmir 44 milljarðar eða um 63% af veltu alls ársins í fyrra. Mesta ársvelta þings- ins varð 1994, 86,5 milijarðar, en með sama áframhaldi stefnir í að velta þessa árs fari yfir 100 millj- arða. Skeljungsstöðv- ar í Reykjavík fá viðurkenningu Skeljungsstöðvarnar 1 Reykja- vík hafa fengið viðurkenningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur um að þær uppfylli ákvæði reglu- gerðar sem nýlega hefur tekið gildi um fyrirtæki sem annast fram- leiöslu og dreifingu matvæla. Stöðvamar eru þær fyrstu í land- inu til að hljóta slíka viðurkenn- ingu. Hlutabréf og skuldabréf HB ruku út Hlutafiár- og skuldabréfaútboði Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi lauk um helgina. Skemmst er frá að segja að bréfin ruku út í báð- um tilfellum. í hlútafiárútboðinu voru 150 milljónir aö nafnvirði í boði en langflestir hluthafa nýttu sér forkaupsrétt til fulls, og gott betur. Hluthafarnir skráðu sig fyr- ir 364 milljónum að nafnvirði, sem samsvarar 1.222 milljónum aö sölu- virði. Samhliða hlutafiárútboðinu seldi HB skuldabréf til 15 ára á al- mennum markaði fyrir um ' 450 milljónir. Salan gekk mjög vel og fengu færri en vildu. Af þessu má sjá að trú fiárfesta er mikil á fyrir- tækinu og fiárfestingum þess sem framundan eru. -bjb Olíufélagiö 7 6,9 ri 7,00 1 Skeljungur í Þingvísit hlutabn íj,: Þingvisit. Iiúsbn F M A M 99 milljóna viðskiptl v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.