Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Fréttir Brúðkaup flugstjóra og flugfreyju í breiðþotu: Gefin saman yfir heimskautsbaug „Þetta var meiriháttar. Það var á tímabili tvísýnt hvort við kæmumst í loftið en svona er þetta nú í flug- inu eins og í lífinu sjálfu, það skipt- ast á skin og skúrir," sagði Ásgeir Guðmundsson sem giftist Rögnu Björk Emilsdóttur yfir heimskauts- baug aðfaranótt sunnudags. Við at- höfnina voru 200 gestir og fór hún fram í breiðþotu frá Atlanta. „Þegar við játuðumst hvort öðru reis vélin upp úr skýjunum og við vorum skyndilega í sól og blíðu. Flugstjórarhir tóku niður staðsetn- inguna og þetta var u.þ.b. yfir heim- skautsbaug. Athöfnin heppnaðist fullkomlega þrátt fyrir að ekki var hægt að æfa hana fyrirfram." „Ferðin tók einn og hálfan tíma frá því vélin fór af stæðinu og þar í þotunni var sett upp altari og reynt að hafa allt sem hátíðlegast. Það eru sennilega ekki margir sem hafa kysst brúði sína yfir heimskautsbaug. Ásgeir og Ragna stíga nýgift frá borði. til hún lenti. Eftir hana var svo sleg- ið upp heljarinnar veislu fram eftir nóttu." „Við gerðum allt sem við gátum til þess að hafa hátíðarbrág á þessu, settum upp altari í vélinni og Magn- ús spilaði við athöfhina. Að vísu voru smávægilegar hremmingar með rafmagn vegna þess að það er 115 volta straumur í flugvélinni en það kom ekki að sök og allt small saman að lokum." Þau Ragna og Ásgeir eru engir nýgræðingar í fluginu. Ragna er flugfreyja hjá Atlanta en Ásgeir er flugstjóri hjá Cargolux. Flugstjórar í ferðinni voru þeir Arngrimur Jóhannesson, eigandi Atlanta, sem lagöi til þotuna, og Hafþór Hafsteinsson, rekstrarstjóri félagsins. „Við konan eyddum svo yndisleg- um morgni saman í tjaldi uppi í Heiðmörk. Við fórum þangað í fúll- um brúðkaupsskrúða og ég bar hana yfir tjaldskörina. Þar drukk- um við kampavín og gæddum okkur á flatbrauði með hangikjöti og öðru góðgæti. Svo vöknuðum við um há- degið við létta rigningu. Við vildum endilega vera í tjaldi því að okkur finnst ekki sérlega spennandi að vera á hóteli þar sem við dveljumst mikið á þeim vegna vinnu okkar." „Flestir álykta að það sé mun dýr- ara að halda svona brúðkaup en það er í raun og veru. Við buðum fólk- inu upp á snittur og kampavín, kransakökur og svo kaffi og koníak á eftir. Allt starfsfólkið gaf vinnu sina þannig að ég reikna með að brúðkaupið hefði verið dýrara ef við hefðum haldið hefðbundna veislu og verið með mat handa öll- um," sagði brúðguminn fljúgandi. -SF Í ? Dagfari Loksins skýrðist stefnan Það verða ógurleg vonbrigði eft- ir forsetakosningarnar á laugar- daginn. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Dagfari rakst á í blaði sinu á laugardaginn. Þar kom í ljós að rúmlega sjö af hverjum tíu stuðningsmönnum Péturs Hafstein sjá rautt ef Ólafur Ragnar sest að á Bessastöðum. Svipað er að segja um stuðnings- menn Ólafs Ragnars. Tæplega sex af hverjum tíu geta ekki hugsað þá hugsun til enda ef Pétur Hafstein tekur við lyklavöldum á því höfð- ingjasetri. Það er heldur meira jafnvægi hjá stuðningsmönnum Guðrúnar Agn- arsdóttur. Þeir leggja svipaða fæð á þá Pétur og Ólaf Ragnar þótt sá síð- arnefndi þyki þó heldur ógnvæn- legri. Stuðningsmenn Ólafs Ragn- ars og Péturs eru svo uppteknir af að sparka hverjir í aðra að tiltölu- lega fáir þeirra ná að senda Guð- rúnu eiturörvar. Stuðningsmenn Ástþórs eru svo friðsamir, í anda foringjans, að þeir voru ekki einu sinni spurðir. Það verður enda að teljast heldur ólíklegt að þeir legg- ist harkalega gegn öðrum. Það væri síst í anda friðar. Þessi könnun kemur í kjölfar þess að Guðrún Pétursdóttir nennti ekki lengur að sýna sig á torgum meö hinum, kyssa smá- böm og taka í hendur á gamal- mennum eins og fylgir kosninga- baráttu sem þessari. Þá var hún orðin þreytt á að viðhalda perman- éntinu og nýja „lúkkinu" á Óla Hannibals. Sá mæti Selárdalsbóndi getur því orðið eðlilegur á ný. En hvað veldur því að fylgis- menn Ólafs Ragnars og Péturs eru algerlega andstæðir pólar? Er það hárgreiðslan á Ólafi eða brosið á Pétri? Er það forsaga stjórnmála- mannsins eða vammleysi dómar- ans? Það verður að teljast ólíklegt. Kjósendur eru orðnir löngu leiðir á þessum margþvældu tuggum. Ágreiningsefni frambjóðendanna tveggja, sem skiptir þjóðinni í tvær fylkingar, kom í ljós í umræðu- þætti Stöðvar 2 í liðinni viku. Þá fengu menn loks eitthvað áþreifan- legt. Umræða um málskotsrétt, stjórnarmyndanir, trjárækt og fleira sem tengist forsetaembætt- inu skiptir nefhilega svo litlu í samanburði við þann ágreining sem opinberaöist í sjónvarpsþætt- inum. Þar kom nefhilega í ljós að Ólaf- ur Ragnar ætlar að loka vínkjallar- anum á Bessastöðum nái hann húsbóndavaldi þar. Komist Pétur Hafstein aftur á móti að kjötkjötl- unum á Álftanesinu mun hann bregðast þveröfugt við. Hann ætlar að opna vínkjallarann almenningi. Meiri munur getur ekki verið á milli tveggja forsetaefna. Stefnan er í bókstaflegri merkingu í austur og vestur. Loksins er komið eitt- hvað sem hægt er að kjósa um. Það er búið að flikka upp á Bessastaöi fyrir milljarð. Það er auðvitað smotterí eitt þegar hlúð er að forsetanum. Hæst ber í end- urnýjun þeirri þrihyrnda baðið fyrir forsetahjónin og vínkjallar- ann. Þríhyrnda baðið er svo sjálfsagt að enginn gerir veður út af því. Það sér hver maður að ástand allt á forsetasetrinu verður betra nái húsráðendur þar að slaka vel á í heitu baði. Gott ef baðiö var ekki hjartalaga, sem undirstrikar enn ástúðina sem þar skal ríkja. En sömu sögu er ekki að segja af vínkjallaranum fræga á Bessastöð- um. Fréttamönnum var lengi vel meinaður aðgangur að kjallara þessum en dýrðin kom þó í ljós í liðinni viku. Öfundarmenn sögðu kjallarann hálfgerðan kústaskáp og vinbirgðir heldur klénar. Það breytir þó ekki því að menn hafa loksins val. Ólafur vill loka, Pétur opna, Guðrún stendur mitt á milli og Ástþór fer með friði. Um þetta mun kosningabaráttan snúast þá örfáu daga sem eftir lifa fram að kosningum. Vínkjallarinn er verðugt kosningamál. Það verð- ur að viðurkennast að þessi kosn- ingabarátta hefur verið heldur dauf. Ef Jón Steinar hefði ekki reddað smágleðskap um hríð hefði þetta beinlínis verið leiðinlegt. Það er liðin tíð. Landsmehn hafa loks- ins fengið í kosningabaráttuna það sem þá dreymdi um, deilur um brennivínsgeymslu og vinveitingar í boðum fina fólksins. Það slær jafnvel út sígildar deil- ur um orðuveitingar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.