Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 30
42 MANUDAGUR 24. JUNI 1996 Afmæli Sigurbjörg Guðjónsdóttir Sigurbjörg Guöjónsdóttir kenn- ari, Álfaskeiði 78, Hafnarfiröi, er ní- ræð í dag. Starfsferill Sigurbjörg fæddist á Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík 1926-28, lauk kenn- araprófi 1933 og sótti kennara- námskeið. Sigurbjörg kenndi í barnaskóla Vestur-Eyjafjalla 1929-31, við barna- skólann í Fljótshlið 1933-34 og í Holtahreppi 1934-45 þar sem hún var einnig skólastjóri, var kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1955-76 og síðan í nokkur ár við for- fallakennslu. Sigurbjörg sinnti jafn- framt húsmóðurstörfum frá 1945 og vann einnig við heyskap flest farkennaraárin og á námsárum. Hún starfaði í Ungmennafélaginu Trausta á unglingsárum og var fulltrúi á þingi SÍB. Fjölskylda Sigurbjörg giftist 27.10. 1945 Bjarna Rögnvalds- syni, f. 16.9. 1904, verka- manni og verslunar- manni. Foreldrar hans: Rögnvaldur H. Líndal, b. í Hnausakoti í Miðfirði, og Guðrún Bjarnadóttir ljósmóðir. Dóttir Sigurbjargar og Bjarna: Guðrún Bjarnadóttir, f. 27.7. 1946, talmeinafræðingur og framhalds- Sigurbjörg dóttir. skólakennari, en maður hennar er Geir Þórólfsson verkfræðingur. Sonur Guðrúnar er Bjarni Þór Sigurðsson, f. 2.11. 1979, nemi i Flensborg. Systkin Sigurbjargar: Ólafia Guðlaug Guðjóns- dóttir, f. 28.9. 1902, hús- móðir í Stóru-Mörk 2; Sig- urjón Guðjónsson, f. 24.10. 1904, d. 10.6. 1906; Ásta Karólína Guöjónsdóttir, f. 13.11. 1910, d. 23.8. 1992,, húsmóðir, á Seltjarnar- nesi; Þórunn Helga Guðjónsdóttir, f. 20.4. 1918, fyrrverandi ritari í Reykjavík. Foreldrar Sigurbjargar: Guðjón Ólafsson, f. 10.4. 1878, d. 27.3. 1936, bóndi í Stóru-Mörk, og Jóhanna Guðjóns- Kristín Ketilsdóttir, f. 21.8. 1877, d. 16.9.1961, húsfreyja. Ætt Guðjón var sonur Ólafs, b. í Stóru-Mörk; Jónssonar. Foreldrar Jóns voru Ólafur Pálsson, prestur í Eyvindarhólum, og Helga Jónsdótt- ir, eldprests, Steingrímssonar. Móð- ir Ólafs í Stóru-Mörk var Ingibjörg Guðmundsdóttir, bónda í Fljótsdal í Fljótshlíð. Móðir Guðjóns var Guð- laug Ólafsdóttir, bónda í Stóru- Mörk. Jóhanna Kristín var dóttir Ketils Jónssonar, og Geirdísar Árnadóttur frá Seljalandi. Sigurbjörg er á ferðalagi erlendis. Clarence E. Glad Clarence Edvin Glad guðfræðingur, Kirkju- teigi 14, Reykjavik, er fertugur í dag. Starfsferill Clarence er fæddur á Sauðárkróki og bjó þar fyrstu árin en í Finn- landi 1965-66, í Stykkis- hólmi 1966-70 en fluttist þá til Reykjavíkur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, BA-prófi í guðfræði frá Continental Bible Col- lege í Brussel í Belgíu 1979, sfund- aði hebreskunám við Hebrew Uni- versity í Jerúsalem sumarið 1979, Clarence Edvin Glad. lauk BA-prófi í heim- speki frá heimspekideild Háskóla íslands 1983, er cand. theol frá guðfræði- deild Háskóla íslands og stundaði nám í latínu við heimspekideild Háskóla íslands veturinn 1983-84. Clarence var í doktors- námi við trúarbragða- deild Brown-háskóla í Providence, Rhode Is- land-fylki í Bandaríkjun- um, 1984-92 og kenndi við sama skóla 1985-88 en hann lauk Ph.D-prófi í Nýja testamentisfræðum og sögu frumkristni vorið 1992. Clarence hefur einnig lokið uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda frá félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Undanfarin ár hefur Clarence verið í styrkþegastööu hjá Rann- sóknarráði íslands (áður Vísinda- ráð Islands) 'og Guðfræðistofnun Háskóla íslands. Hann er nú Ful- bright Scholar við Brown-háskóla í Providence, Rhode-Island-fylki i- Bandaríkjunum. Fjölskylda Clarence kvæntist 18.6. 1988 Kol- brúnu Baldursdóttur, f. 23.3. 1959, sálfræðingi. Foreldrar hennar: Baldur Gíslason, látinn, verslunar- maður, og Áslaug Sigurðardóttir, fyrrverandi fulltrúi hjá lögreglu- stjóra. Dætur Clarence og Kolbrúnar: Karen Áslaug Vignisdóttir, f. 28.12. 1980, nemandi í Verslunarskóla ís- lands; Harpa Rún Glad, f. 16.8.1989. Systkini Clarence: Sam Daniel Glad, f. 3.10. 1953, kristniboði, Sam er búsettur á Álandseyjum í Finn- landi; Róbert E. Glad, f. 29.10. 1954, verkstjóri, Róbert er búsettur í Reykjavík; Barbro E. Glad, f. 18.10. 1959, sjúkraliði, Barbro er búsett á Akranesi. Foreldrar Clarence: Daniel J. Glad, f, 30.7. 1927, trúboði, og Mari- anne E. Glad, f. 28.4. 1932, banka- starfsmaður. Þau eru fædd i Finn- landi en fluttu til íslands árið 1952. Clarence dvelur nú í Bandaríkj- unum. Birna Matthíasdóttir Birna Matthíasdóttir, Öldugötu 48, Hafharfirði, er fertug í dag. Starfsferill Birna, sem er fædd í Reykjavík og ólst þar upp, er lærð smurbrauðs- dama. Undanfarið hefur hún starfað við ræstingar en áður vann Birna við smurbrauð og aðhlynningarstörf á Hrafnistu. Birna bjó í Svíþjóð um tveggja ára skeið og þar á undan í Njarðvík. Hún er nú búsett í Hafnarfirði. Fjölskylda Bima giftist 9.8. 1975 Karli Arna- syni, f. 25.9. 1953, bílstjóra. Foreldr- ar hans: Árni Jónsson bílstjóri, og Guðný Sigurðardóttir, látin. • Börn Birnu og Karls: Guðrún Þóra Karlsdóttir, f. 21.3.1975, starfs- stúlka; Matthías Finns Karlsson, f. 23.9. 1977, nemi; Árni Rúnar Karls- son, f. 12.6. 1982, nemi. Systur Birnu: Hallfríð- ur Anna, f. 1.2. 1953, leik- skólakennari; Vilborg, f. 2.6. 1955, ræstitæknir; Steingerður, f. 13.11. 1958, bankastarfsmaður; Kol- fmna, f. 11.11. 1960, at- vinnurekandi; Soffía, f. 15.9. 1963, ræstitæknir. Hálfsystkini Birnu: Sig- ríður Matthíasdóttir, f. 1.1. 1947, útgerðarmaður; Gunnar Eldar Karlsson, f. 16.10. 1947, sjómaður. Foreldrar Birnu: Matthí- as Laxdal Björnsson, f. 6.11. 1919, og Þórunn Gunnarsdóttir, f. 13.8. 1924, þau bjuggu í Reykjavík en eru nú bú- sett í Hafharfirði. Birna Matthíasdóttir. Andlát Helga Soffía Þorgilsdóttir Helga Soffía Þorgils- dóttir yfirkennari, áður til heimilis að Víðimel 37, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík þann 11.6. sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, mánudaginn 24.6. kl. 15 en jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Helga Soffía dóttir. Starfsferill Helga fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit 19.11. 1896 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ 1919, sótti handavinnu- og teikninámskeið í Kaupmannahöfn 1927 og kennaran- ámskeið í Vadstena í Svíþjóð 1935. Helga var kennari í Fljótshlíð 1919-21, heimiliskennari í Bjarna- nesi í Hornafirði 1921-22, starfaði við Miðbæjarskólann 1922-23, kenndi við Barnaskólann á Stokks- eyri 1923-24, var skóla- stjóri bamaskólans á Hús- atóftum á Skeiðum 1924-30, kenndi við Mið- bæjarskólann 1939-46 og við Melaskólann 1946-66 og var jafhframt yfirkenn- ari þar frá 1947-66. Þá starfaöi hún við bókasafn HJ skólans 1966-70. A Ilelga sinnti ýnisum fé- lagsstörfum, starfaði mik- Þorgils-ið á vegum Sjálfstæðis- flokksins, sat í stjórn kven- félags. Hvítabandsins 1932-68 og var formaður þess í þrjú ár og sat í sjúkrahúsráði Hvíta- bandsins í fjögur ár. Hún var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunn- ar 1976. Út hefur komið Ijóðabók eftir Helgu og Steinunni, systur hennar, Úr handraðanum. Fjölskylda Helga giftist 14.6. 1946 Helga Þor- steini Arnóri Arnórssyni, f. 20.2. 1893, d. 2.1. 1962, skipstjóra og síðar bankastarfsmanni. Hann var sonur Arnórs Amórssonar, bónda á Svarf- hóli i Álftafirði, og k.h., Salome Jónsdótitur húsfreyju. Börn Þorsteins Arnórs og f.k.h., Elísabetar Ingimundardóttur, og stúpböm Helgu: Valmundur, lengst af sjómaður og skipstjóri í Reykja- vík; Þórður, dó 1947; Hulda, hús- freyja að Grjótnesi á Melrakka- sléttu, d. 1974; Valgerður, fyrrv. gjaldkeri og bókavörður í Reykja- vík, gift Jóni Helgasyni, starfs- mannastjóra Rafmagnsveitu ríkis- ins; Gunnfinna, húsmóðir í Banda- ríkjunum, gift Harry Green, fyrrv. kaupmanni. Systkin Helgu: Friðjón Ágúst, dó í æsku; Steinunn, húsfreyja á Breiða- bólstað, gift Þórði Kristjánssyni; Sigmundur, skólastjóri undir Eyja- fjöllum, kvæntur Björgu Jónsdótt- ur; Egill, skipstjóri hjá Eimskip, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur; Friðjón Hjörleifur, dó ungur, laga- nemi við HÍ; Ari, fulltrúi hjá Pósti og síma, kvæntur Helgu Jónsdóttur; Friðrik Helgi, dó ársgamall; Þórhall- ur, magister, bókavörður og kenn- ari i Reykjavík, kvæntur Bergþóru Einarsdóttur; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Inga Kristmanns; Kjartan kennari; Jóhannes klæð- skeri, dó ungur; Kristján, dó ungur, menntaskólanemi á Akureyri; Fríða, húsmóðir í Reykjavík, en hún er nú ein á lífi af systkinahópn- um. Foreldrar Helgu voru Þorgils Friðriksson, f. 12.8. 1860, d. 29.1. 1953, oddviti og kennari í Knarrar- höfn, og k.h., Halldóra Ingibjörg Sig- mundsdóttir, f. 30.4. 1866, d. 28.9. 1909, húsfreyja. Ætt Þorgils var sonur Friðriks, b. á Ormsstöðum í Klofningshreppi, Þor- gilssonar, b. í Fremri-Hundadal, Halldórssonar. Móðir Friðriks var Ingibjörg, systir Jóns á Kleifum, afa Snæbjamar Kristjánssonar í Herg- ilsey. Ingibjörg var dóttir Orms, ættföður Ormsættarinnar, Sigurðs- sonar. Móðir Þorgils var Helga 85 ára Jón Jóhannsson, Skagfirðingabraut 43, Sauðár- króki. Böðvar Guðmundsson, Syðra-Seli 1, Hrunamanna- hreppi. Haraldur Hannesson, Birkihlið 5, Vestmannaeyjum. SOára Brynhildur Jónsdóttir, Breiöumörk 9, Hveragerði. Gunnhildur Jónsdóttir, Ártúni, Árskógshreppi. Geir Reynir Tómasson, Hávallagötu 45, Réykjavík. 75 ára Unnur Magnúsdóttir, Stóragerði 18, Reykjavik. Eggert Ólafsson, Grenivöllum 30, Akureyri. 70ára Haukur Hjartarsön, Álfhólsvegi 41, Kópavogi. Grímur Jónsson, Háaleitisbraut 45, Reykjavík. 60 ára Lúðvik Guðmundsson, Háteigi 3, Keflavík. Pétur M. Bjarnarson, Grænahjalla 27, Kópavogi. Sonja Simonardóttir, Bakkahvammi 4, Dalabyggð. Bragi Jóhannsson, Skagfirðingabraut 39, Sauðár- króki. 50 ára Rakel Valdimarsdóttir, Sörlaskjóli 76, Reykjavík. Matthías Kristinsson, Móatúni 18, Tálknafirði. Hörður Guðmundsson, Fagraholti 2, ísafirði. Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Höfðabrekku 29, Húsavík. Benedikt Jónsson, Skarðsbraut 5, Akranesi. Eiður Benediktsson, Grundarstíg 4, Sauðárkróki. Ingimar Pálsson, Freyjugötu 5, Sauðárkróki. 40 ára Jennie Júlíana Salvador Perkíns, Svarthömrum 42, Reykjavfk. Brynjar Víkingsson, Baughóli 37, Húsavík. Hildur Guðmundsdóttir, Mánagerði 4, Grindavík. Kristín I. Marteinsdóttir, Gilá, Áshreppi. Ingibjörg Bjarnadóttir, Bjarmalandi 20, Sandgerði. Sigurlaug J. Björnsdóttir, Grundargötu 16, Grandarfirði. Unnur Olafsdóttir, Suðurgerði 4, Vestmannaeyjum. Helga Guðrún Hlynsdóttir, Kleppsvegi 76, Reykjavík. Bjarnheiður Ragnarsdóttir, Hjallalundi 6, Akureyri. Auður Theódórsdóttir, Barmahlíð 3, Reykjavik. Jónsdóttir, snikkara á Hrauni í Helgafellssveit, Þórðarsonar, prests í Hvammi i Norðurárdal, Þorsteins- sonar. Bróðir Halldóru var Jón Sig- mundsson, gullsmiður í Reykjavík, faðir Ragnars Jónssonar, hrl. og bó- kaútgefanda. Halldóra var dóttir Sigmundar, b. á Skarfsstóðum í Hvammssveit, Grimssonar, hálf- bróður, sammæðra, Friðriks á Ormsstöðum. Móðir Halldóru var Steinunn Jónsdóttir, b. á Breiða- bólsstað á Fellsströnd, Jónssonar. Steinunn var systir Þórðar á Breiðabólstað, langafa Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráðherra, alþm. og sýslumanns, og einnig langafa Gests, föður Svavars alþm. Jón á Breiðabólstað er faðir Katrínar, langömmu Jóhannesar Gunnarsson- ar, framkvæmdastjóra Neyten- dasamtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.