Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 8
MANUDAGUR 24. JÚNI 1996 Utlönd Fjórtán arabaleiðtogar sameinast um afstöðuna til ísraela: Vara viö afleiðingunum fari friöarferliö í vaskinn - Netanyahu segist ekki stjórnast af fyrirskipuiium eða hótunum Leiðtogar allra fjórtán arabaríkj- anna sem funduðu í Kaíró um helg- ina sögðu að ef Israelar breyttu skil- yrðum fyrir áframhaldandi friðar- viðræðum myndu þeir endurskoða alla eftirgjöf af sinni hálfu í friðar- samningunum siðastliðin fimm ár. Þeir sögðust hins vegar myndu fagna því ef ísraelar héldu friðar- ferlinu áfram á grundvelli þeirrar „land fyrir frið" reglu sem verið hefur homsteinn friðarviðræðn- anna frá 1991. Tilefni fundarins var kosning Benjamins Netanyahus sem forsæt- isráðherra Israels í lok maí. Eftir fundinn í gær sakaði hann leiðtoga araba um einhliða kröfur og að reyna að ráða forsendum áfram- haldandi friðarviðræðna. Hann sagði að tilraun til að ráða fyrir- fram forsendum sem ógnuðu öryggi ísraels væru ekki í takt.við raun- verulega friðarsamninga. „Við mun- um ekki segja þeim fyrir verkum og þeir ekki okkur," sagði Netanyahu. •Hann tjáði sig hins vegar ekkert um einstaka liði samþykktar arabaleið- toganna. Á bak við samhljóða yfirlýsingu arabaþjóðanna standa 14 arabaleið- togar og fulltrúar sjö annarra ríkja. Fundurinn var sá fyrsti síðan Flóa- bardagi klauf einingu arabaríkj- anna 1990. Ástæða fundarins var ekki síst að Netanyahu hefur haft endaskipti á stefnu Israela gagnvart frið- arferlinu. Hann neitar að hörfa frá Gólan- hæðum, hafnar sjálf- stæðu ríki Palestínu- manna, vill útloka austurhluta Jerúsal- em frá friðarviðræð- unum og boðar frekara landnám ísra- ela á herteknu landi araba. Arabar vöruðu Netanyahu hins vegar harðlega við afleiðing- um þess að víkja frá fyrri stefnu. „Slíkt myndi þýða afturhvarf i friðarferl- inu og hafa i för með sér ýmsar hættur. Svæðið myndi á ný dragast inn í víta- hring spennu," sagði í yfirlýsingu leiðtog- anna. Sýnt þykir að Sýr- lendingar, verstu fjendur ísraela meðal arabaríkja, hafi farið Yasser Arafat, forseti Palestínu, t.v., og Muammar Gaddafi, leiðtogi Lýbíu, ræðast hér við á fundi arabaleiðtoga sem fram fór í Kaíró i Egyptalandi um helgina. Símamynd Reuter með sigur af hólmi á leiðtogafundin- um en helsta krafa þeirra, brott- hvarf ísraela frá öllu herteknu landi, hafi verið sett á oddinn. Haft var eftir diplómöfum á fund- inum að hann hefði aðallega komið Sýrlendingum til góða en al-Assad forseta hafi tekist að afla viðhorfum sínum til nýrrar hægrjstjórnar í ísrael stuðnings. Þeir sögðu að fyrstu fimm blaðsíðumar í níu síðna samþykkt væru samhljóða HVITT ,LITUR EÐA SVART NJ Vm FORSHANN ÞUGETUR1MSTH0NUM. Þann 29. júní býðst þér að velja ákveðinn og steiiían mann í foisetastól, sem lætur ekki bugast þótt á móti blási. Þú getur treyst því að Ás^)ór Magriússon mun ekki láta undan þrýstingi M val(iaklíkum eða stjómarhemmjx^ ' víðtæka reynslu íviðskiptum á alþjóðlegum vettvangi og mun stuðla að uppbyggingu nýrra arvinnuvegahér álandi ogvíðtækri lpiingu álandi og þjóð um alian heim. EKHTRAUSTSINSVERÐ Hinn kosturinn í framboði er tókinnungsháttur stjómmálanna og Maus forseti sem IMegt er að hagi seglum erorþvíhrerrug vindurinn biæsfrákerfinu. Það herur komið bersýnilega íljós árramboMindum að Mu ' máli skiptir hvem af þessum litlausu frambjóðendum þú veíui: Enginn þeirra hefbr viljað gefa afdráttarlausa arstöðu gegn ^amorkuvopnastefhu ríkisstjómarinnar né ganga fram fyrir slqöldu í baráttu fyrir betri lífslqörum í landinu með því að gegna forsetaembættinu á launum sem samsvara meðallanum fjölskyidu í landinu. wÁstþórMagnússon Maður sem sefur ekki á verðinum STUÐNINGSMENN FIIHI stefnu Sýrlendinga i friðarviðræð- um við Israela síðastliðin fimm ár, þar á meðal kröfunni um að ísrael- ar hyrfu frá Gólanhæðum og að landamærin yrðu eins og þau voru sumarið 1967. Reuter Háþrýstingur - er mömmu aö kenna Krefjandi starf, kaffidrykkja og saltát eru aUt þættir sem geta stuðl- að að of háum blóðþrýstingi. Ekki er síður mikilvægt að móðir borði rétta fæðu meðan á meðgöngu stendur. Geri hún það ekki kann barn hennar. síðar að fá of háan blóðþrýsting. Þetta eru niðurstöður sem kynntar hafa verið á ráðstefnu í Glasgow í Skotlandi. Við rannsóknir kom m.a. fram að börnum, sem gefin var saltlítil fæða, var minni hætta búin of háum blóð- þrýstingi síðar á lífsleiðinni. Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Ásgarður 143, 69% hluti, þingl. eig. Björn Finnsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Akranesi, ís- landsbanki hf., útibú 526 og Trygging hf., föstudaginn 28. júm' 1996 kl. 14.00. _______________________ Brekkubær 10, kjaUari, þingl. eig. El- ínborg F. Friðgeirsdóttír og Kristján Valgeirsson, gerðarbeiðandi Erla Kristín Birgisdóttír, föstudaginn 28. júní 1996 kl. 15.00._______________ Eyjabakki 13, íbúð á 3. hæð t.h. + bíl- skúr, þingl. eig. Sveinn V. Kristinsson, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar og Skúli Magnússon, föstudaginn 28. júm' 1996 kl. 14.30. Hverfisgata 56, íbúð í v-enda 3. hæð- ar og ris merkt 0301, þingl. eig. Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðendur Framkvæmdasjóður fslands, Gjald- heimtan í Reykjavík, Landsbanki fs- lands, Höfðabakka, og Lífeyrissjóður bókagerðármanna, föstudaginn 28. júní 1996 kl. 13.30. ___________ Stóragerði 14, hluti í 1. herb. í kjallara frá suðvhorni, þingl. eig. Benedikt Jónsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, fösrudaginn 28. júm' 1996 kl. 15.30._______________ SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Þýskaland: Páfinn grýttur Jóhannes PáU páfi fékk slæmar mót- tökur þegar helgarheim- sókn hans til Þýskalands lauk í gær. Að bíl páfans var hent pok- um fullum af málningu þegar hann ók að Brandenborgarhlið- inu og skuUu að minnsta kosti tveir þeirra á bifreiöinni. Þá hljóp nakin kona í veg fyrir bíl- inn en óeirðalögregla átti í miklu basli með lýðinn. Fjöl- margir voru handteknir fyrir óviðeigandi hegðun en meðal þess sem hrópað var að hinum 76 ára gamla páfa var „farðu til helvítis" og „kveikjum í páfan- um". Leita þarf aftur tU 1987 til að minnast jafn . slæmra yið- bragða við heimsókn þáfa sem þá varð á vegi homma og lesbía í San Francisco. Nú var það hópur ungra anar- kista úr. Berlín sem stóð fyrir ólátunum en sá hópur er þekkt- ur fyrir að reyna að leysa upp al- mennar samkomur. Þetta var fyrsta heimsókn páfa tU Þýska- lands frá því landið sameinaðist en í for með honum í Berlín var Helmut Kohl kanslari. Ræður þeirra beggja fóru fyrir ofan garð og neðan hjá flestum enda að þeim gerð hróp. Reyndar horfði meirihlutinn, fjölskyldur og miðaldra fólk, á þessar aðfar- ir með vanþóknun en fékk lítið að gert, rétt eins og lögreglan. Reuter Stuttar fréttir Lok og læs í Kína Kínverjar hafa hætt við að bjóða Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þjóðverja, tU Kína í júlí vegna samþykktar þýska þings- ins um mannréttindabrot í Tí- bet. Karadzic hættir Radovan Karadzic, sem ákærður hefur verið fyrir stríðs- glæpi, mun segja af sér sem for- seti Bosníuserba á næstunni en halda stöðu sinni sem leiðtogi Lýðræðisflokks Bosníuserba. Með forustu Samkvæmt niðurstöðum tveggja skoð- anakannana sem birtar voru í Rúss- landi í gær er Borís Jeltsín með örugga forustu á Gennadi Zjúganov 10 dögum fyrir aðra umferð forseta- kosninganna eftir hálfan mánuö. Ufa á smáræði Samkvæmt nýrri skýrslu Heimsbankáns um fátækt lifir meira en fimmtungur jarðarbúa fyrir upphæð sem er undir 65 krónum á dag. Unabomber fluttur Elogið var með Theodore Kaczynski, sem talið er að sé Unabomber, frá Kaliforníu tU Montana undir öflugri gæslu. Þar mun hann svara ákærum um fjögur sprengjutUræði, þar af tvö banvæn. Aukinn þrýstingur BUl Clinton forseti varð í gær fyrir þrýstingi frá demókrötum á Bandaríkjaþingi sem vUja bæla niður óróa vegna öflunar 400 við- kvæmra skýrslna frá alríkislög- reglunni, FBI. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.