Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 Fréttir DV Ólafur Ragnar Grímsson, nýkjörinn forseti íslands: Háskólamaður og stjórn- málamaður á Bessastaði Nýkjörinn forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fædd- ist á ísaflrði 14. maí 1943. For- eldrar hans voru hjónin Svan- hildur Ólafsdóttir Hjartar hús- móðir, f. 20. nóvember 1914 á Þingeyri, d. 4. maí 1966, og Grím- ur Kristgeirsson hárskeri, f. 29. september 1897 í Bakkakoti í Skorradal í Borgarfjarðarsýslu, d. 19. apríl 1971. Ólafur Ragnar ólst upp fyrir vestan og eftir að fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur var hann áfram hjá skyldfólki á Þingeyri á sumrin. Ólafur Ragnar kvæntist Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur árið 1974. Guðrún Katrín er fædd 14. ágúst 1934, dóttir hjónanna Guðrúnar S. Beck húsmóður og Þorhergs Friðrikssonar skip- stjóra. Dætur Ólafs Ragnars og Guð- rúnar Katrínar eru tvíburasyst- urnar Guðrún Tinna og Svan- hildur Dalla, f. 30 ágúst 1975. Þær eru báðar nemar við Há- skóla íslands, Svanhildur Dalla í stjórnmálafræði og Guðrún Tinna í viðskiptafræði. Dætur Guðrúnar Katrínar eru einnig Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður, f. 22. septem- ber 1955, og Þóra Þórarinsdóttir, kennari á Selfossi, f. 6. júlí 1960. Menntun Ólafur Ragnar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962. Á menntaskóla- árum sínum tók hann virkan þátt í félagslífi og var meðal ann- ars forseti Framtíðarinnar í MR. Eftir stúdentspróf fór hann til framhaldsnáms í Manchester á Englandi og tók BA-próf í hag- fræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester 1965 og doktorspróf frá sama skóla 1970. Doktorsritgerð hans nefndist Political Power in Iceland Prior to the Period of Class Politics. Eftir heimkomuna frá Ólafur Ragnar Grímsson mun veröa settur í embætti forseta íslands eftir réttan mánuö, þann 1. ágúst nk. Guörún Katrín Þorbergsdóttir mun án efa standa þétt viö hliö bónda síns eins og hún hefur gert alla kosningabaráttuna. Ólafur sagöi á kosningavöku sinni aö þaö yröi hans fyrsta verk aö reyna aö sameina alla ís- lensku þjóöina. Myndin er tekin skömmu eftir aö fyrstu tölur sýndu aö Ólafur Ragnar stefndi beint á Bessastaöi. DV-mynd GVA Manchester sá Ólafur um útvarps- og sjónvarpsþætti um ýmis þjóðmál. Störf við Háskóla íslands Ólafur Ragnar var skipaður lekt- or í stjórnmálafræöi við HÍ 1970 og prófessor í stjórnmálafræði við HÍ frá 1973. Hann vann við mótun kennslu og rannsókna í félagsvís- indum á fyrstu árum þeirra fræða við Háskóla íslands. Hann hefur unnið að rannsóknum á íslenska stjórnkerfinu og annast þá kennslu. Af ritstörfum Ólafs má nefna rit- ið íslenska þjóðfélagið sem kom út árið 1975 og Jafnrétti kynjanna frá 1974. Hann var einnig ritstjóri ritr- aðarinnar íslensk þjóðfélagsfræði. Þá hefur hann ritað fjölda ritgerða um stjórnmálafræði, íslenska stjórnkerfið og afvopnunarmál í er- lend og innlend fræðirit og safnrit og flutt fjölda erinda erlendis um af- vopnunarmál og samskipti norðurs og suðurs. Þátttaka í stjórnmálum Fyrst bauð Ólafur Ragnar sig fram til Alþingis á vegum Frjáls- lyndra og vinstri manna árið 1974 og komst þá á þing sem varaþing- maður í Austurlandskjördæmi. Hann var síðan kjörinn þingmaður Reykvíkinga af lista Alþýðubanda- lagsins árið 1978 og þingmaður Reykjaneskjördæmis 1991. Ólafur Ragnar var fjármálaráð- herra í stjórn Steingríms Her- mannssonar frá 1988 til 1991. í stjóm Sambands ungra fram- sóknarmanna var Ólafur Ragnar frá 1966 til 1973 og í framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins 1971 til 1973, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974 til 1975, formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins frá 1980 til 1983, formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðubandalags- ins 1983 til 1987 og formaður Al- þýðubandalagsins frá 1987 til 1995. Auk þessa hefur Ólafur Ragnar setið í fjölda opinberra nefnda og gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum. Störf á erlendum vettvangi Ólafur Ragnar vai' formaður og síðan forseti alþjóðlegu þingmanna- samtakanna Parliamentarians for Global Action frá 1984 til 1990 og í stjórn þeirra síðan. í þeim samtök- um em rúmlega 1800 þingmenn og ráðherrar frá um 80 þjóðlöndum og hafa þau beitt sér fyrir afvopnunar- og friðarmálum. Hann var formaður skipulags- nefndar ráðstefnu Evrópuráðsins, Norður-suður: hlutverk Evrópu, og vann innan ráðsins að stefnumótun um samskipti ríkra þjóða og fá- tækra 1980 til 1984 og tók á ný sæti á þingi Evrópuráðsins 1995. Hin síðari ár hefur Ólafur nýtt al- þjóðatengsl sín til að opna íslensk- um fyrirtækjum leið inn á nýja markaði, einkum í Asíu, til dæmis á Indlandi, í Víetnam og Indónesíu og í Suður- Ameriku, meðal annars i Mexíkó. Þá hefur hann hlotið viðurkenn- ingar erlendis fyrir störf sín, meðal annars friðarverðlaun Indiru Gand- hi árið 1987. -ÞK Ólafur Ragnar Grímsson: Fékk sveinsstykki afa síns að gjöf „Mér þótti mjög vænt um það að kvöldið fyrir kjördag kom hingað heim til okkar gjöf frá gamalli konu í Dýrafirði. Þetta var sykurtöng sem er sveinsstykkið hans afa míns og nafna, Ólafs Ragnars. Hann smíðaði töngina í smiðjunni á Þingeyri í upphafi þessarar aldar en hann vann í yfir 50 ár í Vélsmiðju Guð- mundar Sigurðssonar á Þingeyri," segir Ólafur Ragnar Grímsson verð- andi forseti íslands. -S.dór Dagfari Steinhissa og skúffaðir Þótt forsetakosningarnar séu liðnar eru menn enn að jafna sig. Sumir fagna en aðrir eru að sleikja sár sín. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín eru í stanslausri gleði. Hann var orðinn forsetalegur í kosningabaráttunni en nú keyrir um þverbak. Ættjarðargleðin skín af honum og húrrahrópin fylgja um leið og hann blessar lýðinn. Svo eru það aðrir sem eru enn steini lostnir. Það á aðallega við um fréttastjóra stjónvarpstöðvanna beggja. Kvöldið fyrir kosningar kölluðu þeir frambjóðendurna fjóra á sinn fund. Með þeim fundi lauk kosningabaráttunni formlega. Fréttastjórarnir voru undirbúnir fyrir fundinn með venjubundnum hætti. Spurningar voru klárar og búist við hefðbundinni umræðu. Þegar komið var að þessum tímapunkti voru kjósendur orðnir harla leiðir á þessu tilstandi öllu, svo ekki sé minnst á frambjóðend- ur. Þeir höföu þeyst um landið þvert og endilangt í atkvæðaleit. Það var því ekki búist við neinu nýju. Þaö var þá sem Ástþór kom, sá og sigraði, að minnsta kosti á sinn hátt. Hann dró fram poka og upp úr honum hornstein friðar. Þetta var talsvert stúss og erfitt að ná friðarsteininum úr pokanum. Hin forsetaefnin horfðu á i for- undran og stjórnendur þáttarins voru sem steinrunnir. Hljóðnemar voru í hættu enda aðeins steinsnar frá postula friðarins. Ástþór hætti að svara spurning- um og lýsti hornsteininum og öllu því sem honum fylgir. Bogi mátti ekki mæla og Elín hrærði sig hvergi. Þau biðu þess sem verða vildi. Umræðuþátturinn hafði snú- ist upp í steinasýningu. En hafi menn verið steinhissa á þessu öllu saman þá átti það enn eftir að breytast. Hakan á stjórnendunum seig niður á bringu þegar Ástþór dró skúffu út úr steininum. Stjórn- endur þáttarins vissi ekki hvaðan á þá stóð veðrið en aðrir frambjóð- endur voru greinilega skúffaðir. Leggið fram fé, krónu, fimmkall eða þúsundkall, sagði Ástþór. Allt fyrir friðinn. Bogi mátti loks mæla og bað frambjóðandann að fá þá fjármuni fremur í skúffu Friðar 2000 en inn á fréttastofur sjón- varpsstöðvanna. Ástþór lét sem hann heyrði ekki athugasemdina. Hann stakk sjálfur í skúffuna sjö- tíu og fimm þúsundkalli sem borist hafði í kosningasjóðinn frá sjávar- útvegsfyrirtæki. Getum við snúið okkur að öðru, tautaði Bogi. Hljóð- neminn var dottinn úr Ástþóri. Guðrún Agnarsdóttir sá aumur á meðframbjóðanda sínum og krækti tækinu aftur í jakka friðarboðans. Þótt hún væri skúffuð, líkt og Pét- ur og Ólafur, lét hún það ekki á sig fá. Allt fyrir friðinn. Þegar Ástþór var aftur kominn í samband gat málfundurinn hafist á ný. Það var þó aðeins til mála- mynda. Áhorfendur voru með all- an hugann við steininn með skúff- unni. Þar tók steininn úr, sagði eldri kona meðal áhorfenda. Ólík- legt var talið að hún kysi Ástþór. Ástþór tapaði í forsetakosning- unum með miklum glæsibrag. Það breytir þó ekki því að hann vann kosningabaráttuna. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.