Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 17
■ IV ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 Kvennasmiðjan á Djúpavogi hefur starfað í 10 ár: Ekki þverfótað fyrir hæfileikaríkum konum - segir Freyja Friðbjarnardóttir, ein af stofnendum smiðjunnar DV. Djúpavogi: „Það blundaði í manni löngun til þess að hér gæti orðið til öflugt handverksfyrirtæki sem gæti komið Djúpavogi á kortið fyrir sérstaka og vandaða vinnu. Meginástæðan er þó sú að hér varð ekki þverfótað fyrir hæfileikaríkum konum sem voru með frábæran heimilisiðnað fyrir sig og sína. Ég vissi að þessar kon- ur voru að gera nýja og skemmti- lega hluti til þess að fá útrás fyrir sköpunargleði sina,“ segir Freyja Friðbjamardóttir, ein af stofnend- um Kvennasmiðjunnar á Djúpavogi. Smiðjan hefur nú starfaði í tíu ár. Atvinnutækifæri Freyja segir að fyrst hafi verið um það eitt að ræða að nokkrar konur á staðnum hafi hist reglulega til þess að fóndra saman. Smám saman hafi kviknað von um að geta sem gefur minjagripagerðinni hjá okkur óneitanlega nokkra sér- stöðu er að við notumst við sér- stakar persónur, tröll, fossbúa og álfa, sem berá sín ákveðnu nöfh. Tröllin eru unnin úr alíslenskum, náttúrulegiun efnum, aðallega ull og gæru, og hver steinn sem notaður er í augu er sérvalinn og slípaður og þarf að fara nokkurra kílómetra leið til þess að finna hvern og einn.“ Lýðræðisleg grasrótarhreyf- mg skapað úr þessu atvinnu- tækifæri fyrir konur. Með þrjóskuna að leið- arljósi hafi þær starfað sleitulaust og fyrir þremur árum hafi Kvennasmiðjunni verið breytt í hlutafélag með átján hluthöf- um. „Það Freyja segir að tröllin hafi fengið nöfn sín í arf frá alvöru tröll- um sem lifðu í byggðarlaginu fyrr á tímum. Saga fylgi hverju þeirra og gera megi ráð fyrir því að nú- tímatröllin séu bæði heldur mýkri og hlýlegri. „Við höfum alltaf verið lýðræð- isleg grasrót- arhreyfing og það er nokkuð ein- kennandi fyrir konur. Lengst af var þetta aðeins til gamans gert Foss- búinn er meöal þeirra kynjavera sem konurnar í Kvennasmiðjunni eru aö búa til þessa dagana. DV-mynd Hafdís Erla og félagsskapurinn frjór og skemmtilegur. Núna erum við ekki bara skemmtilegar heldur gerum þetta af miklum metnaði og í fúl- ustu alvöru,“ segir Freyja Frið- bjamardóttir. -HEB Uppskriftir að ódýrum ráttum úr bókinni Viltu spara?: Harðindaréttur úr grænmeti og eggiakaka í nýútkominni bók, sem heitir Viltu spara?, gefur höfundurinn, Vigdís Stef- ánsdóttir, lesendum m.a. uppskriftir að ódýrum rétt- um. Þar má m.a. finna græn- metisrétt, sem hún segir vera harðindarétt, rétt sem nota megi þegar ekkert sé til í ísskápnum nema smá- grænmeti. í þennan rétt má nota flestar tegundir grænmetis en gott er að í honum séu að minnsta kosti 1-2 gulrætur, paprika og laukur. Skerið lauk, gulrætur, papriku, púrrulauk og allt annað sem á að fara í rétt- inn. Steikið í lítilli olíu, hverja tegund fyrir sig, í 3-5 mínútur og setjið í pott. Setj- ið vatn og grænmetiskraft í pottinn og sjóðið grænmetið í um það bil 10 mín. Hristið saman hveiti og vatn og hellið saman við til að þykkja sósuna. Ef til er smá sletta af rjóma má hann fara út í, ekki kaupa hann sér- staklega. Kryddið, ef vill, t.d. með aromati. Sjóðið hris- grjón með, eða notið brauð og salat, eða kartöflustöppu ef til er afgangur af henni. Þetta er allt og sumt, réttur sem kostar lítið, bragðast vel og er léttur í maga. Eggjakaka í hádeg- isverð Þegar eggjakaka er bökuð verður að gæta þess að hita feitina ekki of mikið. Hrær- ið heldur ekki of lengi, 30 sekúndur er alveg nógu langur tími. í uppskriftina þarf: 6egg salt og svartan pipar, helst nýmalaðan 30 g smjör eða smjörlíki (olía er í lagi) 50-60 g rifinn ost Þeytið eggin með vatninu smástund. Bætið salti og pipar saman við. Bræðið feitina á pönnu og hellið eggjunum á þegar feitin er orðin heit, ekki brún. Hellið rifna ostinum yfir, lyftið brúnum eggjakökunnar til að steikja þann hluta sem enn er ósteiktur. Þegar yfir- borðið er orðiö þurrt en þó mjúkt er hún tilbúin. Brjótið hana saman og berið fram með brauði og salati. Fylla má eggjakökur á ýmsa vegu, með lauk, skinku, beikoni, ýmsu kryddi, sveppum og jafnvel kartöflum. Látið ímyndun- araflið ráða ferðinni með smáaðstoð frá því sem til er í skápnum. -sv tilveran Álfheiöur Ákadóttir, Freyja Friöbjarnardóttir og Bryndís Jóhannsdóttir, önn- um kafnar viö saumaskapinn í Kvennasmiöjunni á Djúpavogi. Ljót og stórskorin kona Fluga og Fauskur voru bæði til, hún ættuðu úr Álftafirði. Þjóðsaga hennar er til á bók en sögu Fausks hafa Kvennasmiðjukonur reynt að sjá fyrir sér. Kona nokkur kölluð Fluga byggði sér bæ i Álftafirði eystri og hefur hann æ verið kallaður Flugustaðir. Samkvæmt þjóðsögum var þetta sérlega ljót og stór- skorin kona fjalla þar í grenndinni. Hún settist að í helli nokkrum og bjó þar afla tíð síðan. Einn skútinn þar heitir Bríkarhellir vegna þess að framan við hann er garður eða hryggur. Hann hefur verið nokkurs konar skjólveggur og þar átti hvilu- sem blandaði ekki geði við fólk. Eitt sinn rann á hana æði og hljóp hún til bálkur Flugu að hafa verið. -HEB Kvennasmiðjukonur nota Flugu sem eina af fyrirmyndum sínum í brúöugeröinni. Omefni eftir tröllunum Bera tröllskessa hjó á bænum Berufirði á Berufjarðarströnd. Mað- ur hennar hét Sóti og var tröfl. Þau enduðu líf sitt með skelfflegum hætti. Þau voru á leið heim úr gleð- skap sem haldinn var í Skriðdal, handan fjallanna. Þá hrepptu þau aftakaveður og hrapaði Sóti fyrir björg og lét lífið. í fjaflinu má sjá dæld mikla þar sem hann kom nið- ur. Er þar kaUað Sótabotn og brún- in á fjallinu Sótabotnsbrún. Hestur Beru tryUtist í óveðrinu og reið með ofsahraða inn í hesthúsin með Beru á bakinu með þeim afleiðingum að hún dó. í dag er hóU í túninu á Berufirði þar sem sagt er að Bera hafi verið heigð. Hann er nefndur BeruhóU. Konurnar á Djúpavogi leggja metnaö sinn í þaö aö búa til persónur; fossbúa, tröll og áifa sem lifaö hafa, og einhverjar dáiö, í byggöarlaginu. DV-myndir Hafdís Erla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.