Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 19
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 23 Iþróttir íþróttir 2. deild: Jafntefli hjá Þór og Víkingi á Akureyri 0-1 Hörður Theódórsson (23.) 1-1 Hreinn Hringsson (71.) Það var ekki mikið að gerast í þessum leik í gærkvöldi þar sem Þórsarar og Víkingar mættust á Ak- ureyri en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. í fyrri hálfleik voru gestirnir grimmari, voru meira með boltann og uppskáru þeir mark snemma í hálfleiknum. Víkingar spiluðu und- an vindi og það virtist hjálpa til í annars daufum fyrri hálfleik en Víkingar voru 0-1 yfir er dómarinn flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var aðeins líflegri og var allt annað að sjá til Þórsaranna sem mættu sterkir til leiks. Heimamenn pressuðu tölu- vert og verðskulduðu að jafna leik- inn en voru klaufskir að næla ekki í öll stigin. Halldór Áskelsson fékk algjört dauðafæri þegar lítið var eft- ir en honum brást bogalistin og skot hans var varið í horn. Á heildina litið frekar daufur leikur þar sem liðin skiptust á að sækja sitt í hvorum hálfleiknum og var jafnteflið því sanngjarnt. Loksins hrukku ÍR-ingar í gang -þrjú mörk á 20 mínútum 0-1 Guðjón Þorvarðarson (3.) 0-2 Guðjón Þorvarðarson (17.) 0-3 Brynjólfur Bjarnason (21.) 1- 3 Steindór Elíson vsp. (43.) 2- 3 Róbert Amþórsson (54.) „Við náðum að stilla okkur vel inn á leikinn en þó er ekki búið að laga stífluna í markaskoruninni því þetta kom í smásprautu á 20 mín- útna kafla,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari ÍR-inga, eftir langþráðan 2-3 sigur sinna manna á Leikni og sinn fyrsta í deildinni. ÍR-ingar náðu að skora sitt fyrsta mark í 2. deildinni eftir að hafa spil- að 453 markalausar minútur og voru þau þrjú talsins á stuttum kafla. Þau voru öll eins, fyrirgjöf frá vinstri þar sem dauðafrír maður átti í engum erfiðleikum með að skora. Snemma i síöari hálfleik náðu Leiknismenn að minnka muninn í 2-3 og eftir það voru þeir meira með boltann en það voru ÍR-ingar sem áttu þó nokkuð af hættulegum skyndisóknum. Leikurinn var opinn og skemmti- legur en Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður ÍR-inga, sá tii þess að sigurinn var þeirra og varði hann m.a. vítaspymu á 15. mínútu í stöð- unni 0-1. Jón Þór Eyjólfsson var sterkur í liði ÍR en hjá Leiknismönnum voru það Steindór Elíson og Róbert Arn- þórsson sem voru hættulegastir í prýðisgóðum leik þar sem frískir ÍR-ingar sigruðu nágranna sína í Leikni. Maður leiksins: Ólafur Þór Gunnarsson, ÍR. -ÞG Ólafur Jóhannesson, þjálfari Skallagríms, og Valdimar K. Sigurðsson, fyrirliði liðsins, á knattspyrnuvellinum í Borgarnesi í gær. Lið Skallagrtms hefur komið mest á óvart í 2. deildinni í sumar og virðist stefna að sæti í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. DV-mynd Einar Pálsson Skallagrímur á siglingu upp í 1. deildina í fyrsta sinn í sögu félagsins? - rætt viö fyrirliðann og þjálfarann um gott gengi Skallagríms í 2. deildinni í sumar DV, Borgarnesi: Ólafur Jóhannesson, þjálfari 2. deildarliðs Skallagríms, og Valdimar K. Sigurðsson, fyrirliði liðsins, eru að vonum ánægðir með gott gengi Borgnesinga á íslandsmótinu til þessa en þar eru þeir I efsta sæti eftir sex umferðir. DV hitti þá að máli í gær og spurði þá fyrst hvað lægi að baki þessum góða árangri liðsins það sem af er sumri. Ólafur: „Fyrst og fremst mann- skapurinn. Þetta eru leikmenn sem hafa fullan áhuga á því sem þeir eru að gera og leggja sig 100% fram.“ Nú hefur Skallagrímur misst sterka leikmenn frá því í fyrra: Ólafur: „Já, liðið hefur misst sterka leikmenn en fengið aðra sterka leikmenn í staðinn. Þegar við erum að tala um sterka menn þá erum við að tala um sterka karaktera," og Valdimar bætir við að það sé mikil- samheldni í liðinu og mikill munrn- á því að hafa þjálfara liðsins á staðnum en ekki í öðru byggðarlagi eins og undanfarin ár. Á hvað var stefnt fyrir mótið? Ólafur: „Stefna fyrir mótið var ein- göngu að fara í hvern einasta leik og gera sitt besta.“ Valdimar: „Við erum það lið sem er ekki undir neinni pressu, en núna fer hún að nálgast því við höfum enn- þá ekki tapað leik og erum nú í topp- sæti deildarinnar." Hver er helsti styrkur liðsins? Ólafur: „Það er eins og kom inn á áðan, það er karakter liðsins plús að það eru góðir fótboltamenn í liðinu.“ En veikleiki? Valdimar: „Við gefum hann ekki upp.“ Ólafur: „Við verðum að leyfa öðr- um að finna hann, en við getum gefið þeim punkta og okkar stærsti veik- leiki er hvað við erum fáir. Engu að síður er það einnig styrkur því þá þjappast hópurinn betur saman og það verður minna um fýlu og leiðindi innan hópsins." Milli hvaða liða haldið þið að baráttana standi um sætin í 1. deild? Ólafur: „Þetta verða 5-6 lið en ég tel að Fram fari upp og þeir eiga það skilið því þeir hafa mannskapinn og getuna til þess, hitt liðið sem fylgir Fram upp get ég ekki sagt um.“ Er stemningin fyrir fótbolta að koma upp aftur? Valdimar: Já, hún er að koma upp aftur en hún hefur snúist um körfubolta undanfarin ár. Ólafur: Mér finnst það með ólík- indum að hér eru sömu karlarnir í sínum hornum og áhorfendaijöldinn hefur ekkert aukist frá því ég þjálfaði hérna á árunum '84-'85 og vil ég skora á Borgnesinga að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á okkar mönnum, því nú veitir okkur ekki af í toppbaráttu 2. deildar. -EP Guðrún Arnardóttir grindahlaupari á leið á ólympíuleikana: Gulu spjöldin urðu 158 Dómarar á Evrópukeppninni í knattspymu höfðu í nógu að snúast. Alls lyftu þeir 158 gulum spjöldum á loft og 4 rauðum spjöldum. Gríðarleg aðsókn var að leikjum keppninnar. Alls voru áhorfendur á öllum leikjunum á aðra milljón, nákvæmlega 1.125.385. Að meðaltali mættu 36.303 áhorfendur á hvern leik. Alls voru greiddar rúmir 9 milljarðar króna í aðgangseyri. Hver þátttökuþjóð, en alls voru þær 16, fær um 300 milljónir króna í sinn hlut. Nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja fara ekki snauðir frá keppninni því í þeirra hlut komu um 600 milljónir. Það var því ekki aðeins keppt um heiðurinn á Wembley á sunnudaginn heldur gríðarlega fjármuni sem koma sér örugglega vel. -SK - segir Þórdís Gísladóttir og spáir henni sjötta sæti á ÓL þessi fjögur ár hafa verið lærdóms- rík. Maður hefur lifað þar í vemd- uðri veröld, það hefur verið séð um allt fyrir mann, öll mót skipulögð og séð til þess að maður komist inn á þau mót sem hefur þurft og ekki neinar peningaáhyggjur. En svo um leið og maður er útskrifaður þá fara öll þessi forréttindi sem maður hefur haft og ég þarf að fara að sjá um mig sjálf.” Markmiðið að komast í hverja umferð fyrir sig Ég hef náð lágmörkunum bæði í 400 metra grind og 100 metra grind en ég er ekki viss um hvort ég keppi í báðum greinunum eða hvort ég hleyp bara 400 metrana. Árangur minn á þessu ári er senni- lega einhvers staðar á meðal topp 20 í heiminum. Markmiðið hjá mér er að komast í hverja umferð fyrir sig. Það er alltaf erfitt að vera á brautinni við hliðina á bestu hlaup- urum heims en það þýðir ekkert að eyðileggja einbeitinguna hjá sjálf- um sér með því að vera alltaf að hugsa um hvað hinn og þessi hleyp- ur hratt. Það hefur verið stefna hjá mér og þjálfarnum að komast upp úr hverju hlaupi fyrir sig og þannig mun ég undirbúa mig fyrir keppn- ina, ” sagði Guðrún Arnardóttir. Guðrún verður f úrslitum “Ég hef mikla trú á því að Guð- rún komist í úrslit í 400 metra grind,” sagði Þórdís Gísladóttir, fyrirliði íslenska frjálsiþróttalands- liðisns. „Hún er mjög dugleg stelpa og dugleg að æfa og ég held að hún sé að uppskera það að hafa lagt sig I þetta eins og þarf að gera. Hún er geysilega sterk og hennar hæfileik- ar eru þannig að hún kemur alltaf sterk í lokin og tíminn hennar seg- ir að þarna eigum við manneskju sem er á góðri siglingu inn á topp- inn og ég hef trú á því að hún eigi eftir að sanna það á ólympíuleikun- um. Guðrún hefur fengið mikla reynslu, hún hefur verið áður á ólympíuleikunum og henni kemur til með að líða mikið betur núna. Með því að vera i svona góðu formi og hafa þessa reynslu, sem er svo mikilvæg á þessum stóru mótum, að geta barist fram í rauðan dauð- ann þá held ég að ég geti spáð henni sjötta sæti, hún tekur tvær á síð- ustu 20 metrunum," sagði Þórdís. Hefur sjálfstraustið í lagi „Guðrún er komin alveg að topp 10 í heiminum og meðal þeirra sem hún hefur verið að skjóta aftur fyr- ir sig á þessu ári eru ekki ómerki- legri manneskjur heldur en Safly Gunnell sem hefur verið fremsti grindahlaupari heims í langan tíma. Guðrún er mjög sterkur hlaupari sem hefur gott sjálfstraust og kann nýta að sér það. Ég hef trú á" því að hún hlaupi í úrslitunum á ólympíuleikunum,” sagði Fríða Rún Þórðardóttir, landsliðskona í frjálsum, um Guðrúnu. -ih Guðrún Arnardóttir, sem Bjarni Fel. nefndi einhvern tíma „rauðu Ijónynjuna” er ein helsta von ís- lands í frjálsíþróttakeppni Ólymp- íuleikana í Atlanta. Um síðustu helgi keppti Guðrún ásamt íslenska kvennalandsliðinu í 1. deild Evr- ópubikarkeppninnar í Bergen í Noregi. Árangur Guðrúnar þar hef- ur blásið lífi í vonir manna um að hún nái að komast í úrslit i 400 metra grindahlaupi. Guðrún hefur undanfarin fjögur ár dvalið í Georgíu í Bandaríkjun- um þar sem hún hefur lagt stund á íþróttafræði samhliða því að æfa undir stjórn landsliðsþjálfara Ba- hamas. „Ég lauk skólanum núna í vor og hef sótt um að komast að við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni. En það er samt óráðið hvort ég fer þangað, ef ég fæ þar irini, það fer eftir því hvernig mér geng- ur á ólympíuleikunum,” sagði Guð- rún Arnardóttir í samtali við DV. „Ef mér gengur rosalega vel þá langar mig til að halda áfram að einbeita mér að hlaupunum og þá þarf ég að gera einhverjar ráðstaf- anir til að geta æft við góðar að- stæður. En ef olympíuleikarnir ganga ekki upp hjá mér þá fer ég á Laugarvatn og held áfram að æfa þar en það verður bara öðruvísi.” Núna eru tímamót Guðrún Arnardóttir, sem hér heldur sigurmerki á lofti eftir glæsilegt 400 metra grindahlaup í Evrópubikarkeppninni, er meðal bestu grindahlaupara heims og á að mati sérfróðra fullt erindi í sjálft úrslitahlaupið á ólympíuleikunum. DV mynd ih „Það eru viss tímamót hjá mér núna. Það hafa verið forréttindi að hafa fengið tækifæri til að æfa í skólanum í Bandaríkjunum og Körfubolti kvenna: Frábær árangur á Möltu íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik náði hreint frá- bærum árangri á alþjóðlegu móti kvennalandsliða á Möltu en mót- inu lauk á sunnudagskvöld. íslenska liðið vann alla and- stæðinga sína á mótinu og er þetta besti árangur hjá íslensku kvennalandsliði til þessa. í fyrsta leik mótsins sigraði ís- land lið Andorra með 100 stigum gegn 39. Staðan í leikhléi var 42-19. Anna María Sveinsdóttir skoraði 24 stig fyrir ísland og Hanna Kjartansdóttir 14. Þetta er stærsti sigur hjá islensku kvennalandsliði frá upphafi. Stórsigur gegn Möltu Næst mætti íslenska liðið Möltu og sigraði íslenska liðið með 92 stigum gegn 52. Staðan í leikhléi var 56-28 fyrir ísland. Anna María Sveinsdóttir átti stórleik og skoraði 35 stig en Linda Stefánsdóttir kom næst með 14 stig. Yfirburðir gegn Kýpur í þriðja leik sínum á mótinu, sem nefnist Promotion Cup, vann ísland lið Kýpur með 71 stigi gegn 41. Staðan I leikhléi var 34-18, íslandi i vil. Anna María Sveinsdóttir skor- aði 18 stig fyrir ísland og Linda Stefánsdóttir 16. Sigur í riðlinum Með sigrinum á Kýpur tryggði íslenska liðið sér sigur í sínum riðli á mótinu. ísland mætti liði Lúxemburg í undanúrslitum mótsins og þá tók róðurinn að þyngjast. íslenska liðið hafði þó sigur í jöfnum leik, 59-55. Staðan í leik- hléi var 30-27 fyrir ísland. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og þetta var fyrsti sigur Islands gegn Lúxemburg í körfuknattleik kvenna. Stig íslands: Anna Dís 18, Erla Reynisdóttir 12, Linda Stef- ánsdóttir 10, Helga Þorvaldsdótt- ir 10, Anna María Sveinsdóttir 7, Kristín Blöndal 1 og Hanna Kjartansdóttir 1. Fyrstu gullverðlaunin Þá var komið að úrslitaleik mótsins gegn liði Albaniu. Er skemmst frá því að segja að lið íslands lék skinandi vel allan leikinn og tryggði sér öruggan sigur í leiknum, 81-73, og þar með á mótinu. Staðan í leikhléi var 47-26. Eins og tölurnar bera með sér lék íslenska liðið frábærlega í fyrri hálfleik og hefur íslenskt kvennalið ekki leikið betur áður. Skynsemin réð síðan ríkjum í síðari hálfleik og sigur okkar stúlkna var aldrei í hættu. Þetta var stærsti og mesti sig- ur sem íslenskt kvennalandslið hefur unnið og má ljóst vera að Sigurður Ingimundarson, lands- liðsþjálfari, er að gera góða hluti með liðið. Stig íslands: Anna Dís 21, Erla Reynisdóttir 18, Anna Mar- ía Sveinsdóttir 17, Helga Þor- valdsdóttir 12, Linda Stefánsdótt- ir 11 og Hanna Kjartansdóttir 2. Lokastaðan ísland sigraöi sem sagt á mótinu og liö Albaníu varð í öðru sæti. Lið Lúxemburgar varð í þriðja sæti, Kýpur í íjórða sæti, Malta í því fimmta, Wales í sjötta sæti, Gíbraltar í sjöunda og restina rak lið Andorra. -SK Tvær góðar til Eslöv Handknattleikskonurnar Svava Sigurðardóttir og Hanna M. Einarsdóttir, sem báð- ar hafa leikið með Víkingi, hafa skrifað undir samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Eslöv. Þær Svava og Hanna munu leika með sænska liðinu á næsta keppnistímabili. Þær hafa báðar leikið með Víkingi undanfarin ár og Svava auk þess með íslenska landsliðinu. Þær fóru til Svíþjóð- ar á dögunum og leist mjög vel á allar aðstæður hjá Eslöv. Koma þeirra til Eslöv, sem er lítill bær í útjaðri Malmö vakti mjög mikla athygli og var þeim stöll- um afar vel tekið. Brottför þeirra til Svíþjóöar er mikil blóðtaka fyrir lið Víkings. -SK/-RR Cantona hætti við að hætta Eric Cantona, besti knatt- spymumaðurinn í ensku knatt- spymunni á síöasta leiktímabili, hefur ákveðið að ieika áfram með Manchester United. Cantona hafði hótað að hætta að leika í Englandi eftir að fyrir- tæki hófu framleiðslu á vörum og notuðu á þær nafn knatt- spymuhetjunnar. Cantona kærði fyrirtækin og um helgina siðustu var kveðinn upp dómur þar sem umræddum fyrirtækjum var bannað að nota nafn Cantona á vörunum. Cantona tilkynnti í framhald- inu að hann myndi halda áfram að leika með United og anda ef- laust margir stuðningsmenn ensku meistaranna léttar. -SK Kluivert til Man. Utd? Breskt dagblað fullyrti í gær að hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Patrick Kluivert, væri á leiðinni til ensku meistar- anna Manchester United. Blaðið segir að forráðamenn United hafi veriö í stöðugu sam- bandi við Ajax undanfarna daga og að United hafi boöið 410 millj- ónir króna í Hollendinginn. Kluivert hefur neitað að fram- lengja samning sinn við Ajax. -SK Tveir Tékkar til Liverpool? Ray Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur mikinn hug á að kaupa tvo leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu, þá Patrick Berger sem leikur með Borussia Dortmund og Karel Po- borsky hjá Slavia Prag. Evans hefur þegar boðið 310 milljónir króna í Poborsky, sem einnig hefur verið orðaður við Liverpool, Man Utd og Lazio. Á næstu dögum mun Evans bjóða 270 milljónir króna í Berger. -SK ÍBV vann Aftureldingu Eyjastúlkur náðu sér i dýrmæt stig þegar þær báru sigurorð af Aftureldingu 2-1 í Mizuno deild- inni. Joan Nilsson og Anne Lie skoruðu fyrir heimamenn en íris Stefánsdóttir svaraði fyrir gestina í spennandi leik. -ÞoGu Þýsku þjóðhetjurnar Nýkrýndir Evrópumeistarar Þjóðverja sneru heim í gær og það var heldur betur tekið vel á móti þeim. 30.000 manns voru mættir á Römerberg-torgiö í Frankfurt til að sjá leikmennina og allir sungu: „We are the champions!“ Á svölum bæjarskrifstofanna sýndu dauðþreyttir leikmenn sem höfðu greinilega skemmt sér vel kvöldið áður eins og gef- ur að skilja, langþráða bikarinn og tóku þeir síðan eina „öldu“. „Hann er kominn heim, fótboltinn er kominn heim,“ söng fyrirliðinn Júrgen Klinsmann, hás útgáfa af söng Evr- ópukeppninnar. „Móttökurnar eru í alla staði fi'ábærar," sagði Oliver Bierhoff, hetja Þjóðverja, sem skoraði bæði mörk þeirra í úrslitaleiknum. Heimferð þeirra var svolítið sérstök því Lufthansaþotan sem flutti þá frá London fékk heiðursfylgd Tomado-herflugvéla. -JGG Kouba til Deportivo? Tékkneski markvörðurinn, Petr Kouba, fer samkvæmt tékknesku fréttastofunni CTK til Deportivo Coruna á Spáni. Umboðsmaður Kouba, Pavel Paska, sagði að samningurinn væri tilbúinn og að Kouba myndi fljúga til Spánar á fimmtu- daginn til að fara í læknisskoðun. Engin smáatriði varðandi samningin voru gerð opinber og hvorki náðist í Paska né Kouba, sem leikur með Sparta Prague. Kouba var án efa einn besti markvörður Evrópu- keppninnar þar sem hann bjargaði sínum mönnum oft vel en þvi miður gerði hann ein dramatísk mistök og það í sjálfum úrslitaleiknum. Varamaðurinn þýski, Oliver Bierhoff, fór tvisvar sinnum illa með hann og í seinna skiptið sló hann boltann í stöngina og inn og því unnu Þjóðverjar. -JGG „Getur barist fram í rauðan dauðann”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.