Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 Fréttir DV Brynja Benediktsdóttir fær bætur frá LR sem samsvara 6 mánaða launum: Fjórir á leikhússtjóra- launum í Borgarleikhúsinu flárskuldbindingar upp á um 4 milljónir til hausts Leikhúsráð Leikfélags Reykjavík- ur komst á dögunum að samkomu- lagi við Brynju Benediktsdóttur leikstjóra um að félagið greiddi henni skaðabætur sem næmi 6 mán- aða launum leikhússtjóra. Sam- komulagið var gert í kjölfar úr- skurðar Jafnréttisráð um að félagið hefði brotið á Brynju með því að ráða hana ekki leikhússtjóra um síðustu áramót i stað Viðars Egg- ertssonar. Brynja var hæfari til starfans en Viðar, að mati ráðsins. Auk Brynju kærði Þórhildur Þor- leifsdóttir ráðningu Viðars til Jafn- réttisráðs og komst ráðið að sömu niðurstöðu í hennar máli og Brynju. Þórhildur fór hins vegar ekki með málið alla leið, líkt og Brynja, þar sem hún var síðan ráðin leikhús- stjóri eftir að Viðari Eggertssyni var sem kunnugt er vikið frá störf- um í vetur. Með samkomulagi leikhúsráðs við Brynju er því ljóst að i dag eru fjórir á leikhússtjóralaunum frá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu. Auk Brynju er það að sjálf- sögðu Þórhildur því þótt hún taki formlega ekki við fyrr en 1. septem- Verslunarráð: Sveitar- félög yfirtaki rekstur kirkju- garða - forsjá Þjóðkirkjunnar úrelt „Samband islenskra sveitarfé- laga hefúr ekki óskað eftir því sérstaklega að fá þennan rekstur undir sína lögsögu. Það er nú mitt mat að þessi verkaskipting hafi gefist vel. í þau fjórtán ár sem ég hef verið í borgarstjórn hef ég ekki orðið var við neina sérstaka hnökra í samstarfinu við Kirkjugarða Reykjavíkur, nema síður sé. Það er hins vegar alls ekkert útilokað að þessi mál verði skoðuð hjá einstaka sveit- arfélögum. Þetta er ákvörðunar- atriði hvers einstaks sveitarfé- lags, hvort það vilji taka yfir þennan rekstur eða um það semjist. Að mínu viti verður þetta ekki gert með neinum þvingunum. Ef breyting verður gerð á þessu fyrirkomulagi verð- ur það gert í fúllu samráði,“ seg- ir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um þær hugmynd- ir Verslunarráðs íslands aö sveitarfélögin yfirtaki rekstur kirkjugarða en ráðið hefur lagt erindi þess efnis til kirkjumála- ráðherra. Þar er á það bent að beinast liggi viö að sveitarfélögin taki þetta verkefni alfarið að sér og að þar með falli saman i einn farveg stofnkostnaður og rekstr- arábyrgð í þessu efni. í erindinu er einnig talað um að þessi forsjá Þjóðkirkjunnar sé orðin úrelt og þess getið að hún hafi ekki haft nægilegt vald á rekstrarábyrgð- inni. -GRS Þórhildur Þorleifsdóttir. ber í haust þá er hún komin á laun hjá félaginu. Sigurður Hróarsson er enn á launum sem leikhússfjóri en Viðar átti að taka við af honum. Sig- urður verður samkvæmt ráðningar- samningi á launum til 1. september í ár. Síðan er Viðar Eggertsson á sex mánaða launum í uppsagnar- Siguröur Hróarsson. fresti og að auki hefur hann krafið LR um laun í fjögur ár, eða í þann tíma sem hann var upphaflega ráð- inn til. Samtals nema kröfur Viðars um 10 milljónum króna. Ljóst er að fjárútlát Leikfélags Reykjavíkur vegna ferfaldrar leik- hússtjórastöðu eru miklar. Sex Viðar Eggertsson. mánaða laun til handa Brynju og Viðari eru alls um 2 milljónir. Með launum Sigurðar og Þórhildar til 1. september nk., þegar Þórhildur verður eini leikhússtjórinn eftir á launaskránni, má reikna með að LR þurfi að „punga út“ um 4 milljónum króna vegna alls þessa. Brynja Benediktsdóttir. Þess má geta að Brynja hefur að auki verið ráðin til að leikstýra einu þeirra verka sem verða á fjöl- um Borgarleikhússins næsta vetur, leikriti eftir Vaclav Havel. -bjb Leikrit samiö um Ólaf Ragnar Grímsson fyrir 35 árum: Sagður verða valdamesti maður þjóðarinnar - útvarpsstjóri sem bannaöi aö slökkva á útvarpinu Fyrir rúmum þremur og hálfum áratug virðist sem bekkjarfélagar verðandi forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Menntaskó- lanum í Reykjavík hafi séð fyrir að Ólafur myndi komast til áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Á árshátíð MR 1960 var flutt leikrit í tveimur þáttum eftir Böðv- ar Guðmundsson skáld sem hét „Brottkast“ Aðalpersóna leikrits- ins er Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá var nemandi í skólanum. Böðvar var bekkjarfé- lagi Ólafs. í leikritinu er gert ráð fyrir því að árið 1990 verði Ólafur Ragnar orðinn valdamesti maður þjóðarinnar. Ekki var þó gert ráö fyrir honum i embætti forseta eða forsætis- ráðherra, heldur gegnir Ólafur Ragn- ar embætti útvarps- stjóra. Böðvar Guðmundsson hefur tekið eftir tilhneigingum Ólafs til að kom- ast til áhrifa því samkvæmt texta leikrits- ins hafói Ólafi tekist að breyta öllu fyrirkomulagi útvarpsins. Svo grip- ið sé niður í textann um hinar nýju reglur sem útvarpsstjórinn hafði sett; „Fyrsta lagi: Fólk getur ekki skrúfað fyrir útvarpið. Öðru lagi; Útvarpið er all- an sólarhringinn. Þriðja lagi: Útvarpið hef- ur vakandi eyra með allri menningarstarfsemi, og heyrir það alla dóma manna um það og getur bent mönnum á réttan kjöl. Fjórða lagi: Útvarpið hefur umsjón með allri menningarstarfsemi klúbba og stofnana í landinu." Og ef gripið er niður í texta annars staðar í leik- ritinu: „Útvarpsstjóri: Nú verða sagðar fréttir. Ólafur R. Grímsson útvarpsstjóri segir fréttirnar . . . Dagskráin að loknum fréttum verður á þessa leið: . . . Fyrst flytur Óiafur R. Grímsson, útvarpsstjóri, afmælis- erindi. Þá er þátturinn „Mikil- menni“ í umsjá Ólafs R. Grímsson- ar útvarpsstjóra: Ólafur R. Grims- son útvarpsstjóri les úr sjálfsævi- sögu Ólafs R. Grímssonar útvarps- stjóra. Síðan er þátturinn „Endur- efni“, Ólafur R. Grímsson útvarpsstjóri annast þáttinn.“ Úr samtali útvarpsstjóra við rektor MR og 1. kennara skólans. „Útvarpsstjóri: verðum að vinna að ein- ingu þjóð- arinnar. Sundrung skapar glund- roða í menningarmálum og af því leiðir ómenningu. Sá sem ekki er með mér, er móti mér.“ Svo virðist því sem Böðvar hafi viljaö deila á tilraunir Ólafs Ragn- ars til valdabrölts í leikritinu. -ÍS Hestur óboöinn í skólahús: Fékk nafnið náms- hesturinn „Það voru nokkrir hestar laus- ir á túninu við sumarhótelið og biðu eftir knöpum sínum. Skyndilega óð einn hesturinn af stað og hefur eflaust leiðst biðin. Hann hljóp á fullri ferð yfir göt- una og beint inn um stóra rúðu sem er á verknámshúsi fjöl- brautaskólans. Menn gera að gamni sinu hérna að hann hafi ætlað að skrá sig í skólann fyrir næstu önn. Hann er nú kallaður námshesturinn hér á Króknum," sagði Björn Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, við DV í gær eftir að hesturinn Vind- ur hafði lent í þessari lífsreynslu um helgina. Rúðan á skólahúsinu mölbrotnaði en hesturinn slapp furðuvel og er aðeins með nokkr- ar minni háttar skrámur. Náms- hesturinn Vindur er í eigu Ingi- mars Pálssonar sem rekur hesta- leiguna Topphestar á Króknum. „Það er mikið hlegið að þessu at- viki hér enda skemmtileg saga. Mönnum þykir ljóst að hesturinn vildi fá inngöngu í skólann,“ sagði Ingimar við DV eftir atvik- iö. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.