Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 9 Utlönd Miklar annir hjá starfsmönnum Clintons í Hvíta húsinu: Reyna að ófrægja bók um forsetann Starfsmenn Hvíta hússins reyndu hvað þeir gátu í gær að ófrægja hneyklisbók um Bill Clinton Banda- ríkjaforseta og skoruðu á Bob Dole, forsetaefni repúblikana, að sverja af sér öll tengsl við hana. Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, kallaði bókina enn eitt dæ- mið um „stanslausa rógsherferð" repúblikana á hendur Clinton og sagði að Dole ætti að afneita bók- inni persónulega. „Það kæmi okkur á óvart ef Dole gæfi það ekki til kynna að tengsl eins launaðs ráðgjafa hans við bók- ina eru óásættanleg. Ég geri því skóna að hann muni gera það fljót- lega,“ sagði McCurry við frétta- menn í Hvíta húsinu. í herbúðum Doles hlæja menn hins vegar að tilraunum starfs- manna Hvíta hússins til að tengja hann bókinni sem er eftir Gary Stuttar fréttir Engin breyting Naumur sigur múslíma á Króötum í borgarstjómarkosn- ingum í Mostar í Bosníu breytir engu um valdalilutföllin og skiptingu borgarinnar. Karadzic borubrattur Radovan Karadzic, leið- tógi Bosníu- Serba, lætur kröfur samfé- lags þjóðanna um að hann segi af sér sem vind um eyr- un þjóta. Hann kom fram í sjón- varpi í gærkvöldi þar sem hann hvatti flokksmenn sína til dáða og fordæmdi óvini sína. Frekari refsiaðgerðir Bandaríkin lögðu áherslu á þá ætlan sína að beita fyrrum Júgó- slavíu refsiaðgerðum á ný ef Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, færi ekki frá. Trúa á árangur Bandarískp utanríkisráðu- neytið trúir því að árangur náist í samningaviðræðum við norð- ur- kóresk stjórnvöld um kjarn- orkueldsneyti, þrátt fyrir hrakspár. Varasöm einkavæðing Minnisblað bandarísku geim- ferðastofnunarinnar dregur í efa öryggi í mönnuðum ferðum geimskutlunnar þegar búið verð- ur að einkavæða geimferðimar. Vinstrimaður forseti Vinstrisinninn Leonel Fern- andez sigraði í forsetakosning- um í Dóminíska lýðveldinu um helgina. Hillary hittir börn Hiliary Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkj- anna, táraðist í gær þegar lítil rúmensk stúlka með al- næmi söng vögguvísu fyrir hana. Hillary er í opinberri heimsókn í Rúmeníu og fer þaðan til annarra landa Austm--Evrópu. Hótanir á faxi Sádi-arabískir embættismenn hafa fengið hótanir um árásir á borgaraleg skotmörk á óskráð faxtæki sín. Reuter Bill Clinton enn í vanda. Símamynd Reuter Aldrich, fyrrum starfsmann alríkis- lögreglunnar, sem eitt sinnstarfaði í Hvita húsinu. í bókinni er m.a. fjall- að um kvennafar forsetans og glannalega hegðun hans. Nelson Warfield, talsmaður Do- les, sagði að starfsmenn Hvíta húss- ins væra í örvæntingarfullri leit að einhverju til að draga athygli al- Jeltsín Rússlandsforseta var lýst sem trjádmmbi, lifandi liki og mál- aðri múmíu er hann birtist á sjón- varpsskjánum í gær eftir nokkurra daga hlé. Forsetinn hafði þurft að aflýsa nokkrum kosningafundum í síðustu viku og hafði verið tilkynnt opinberlega að hann væri að missa röddina. Kosið verður á morgun í síðari umferð forsetakosninganna í Rússlandi. Viktor Tsjemomyrdin, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði í gær að forsetinn hefði einfaldlega verið kvefaður og vísaði því á bug að um mennings frá öllum hneykslismál- unum sem hafa plagað stjómartíð Clintons. Hann sagði helsta vandann við fullyrðingu McCurrys vera þann að enginn á launaskrá Doles tengdist bók Aldrich. Deilur milli starfsmanna forseta- frambjóðendanna tveggja blossuðu upp um helgina en mögnuðust mjög í gær þegar McCurry beindi spjót- um sínum að Craig Shirley, íhalds- sömum blaðafulltrúa, sem hefur tekið að sér að kynna Aldrich og bók hans. Shirley hefur sagt að hann hafi skipulagt nokkur útvarps- viðtöl fyrir starfsmenn Doles í for- kosningaslagnum. Talsmenn Doles segja að Shirley gegni engu form- legu hlutverki í kosningabaráttunni og láta aö því liggja að Dole þekki manninn ekki einu sinni. Shirley vísaði því á bug í gær aö hann væri launaður ráðgjafi Doles, eins og McCurry hefði haldið fram. Reuter alvarlegri veikindi væri að ræða. Gennadíj Zjúganov, frambjóðandi kommúnista í forsetakosningunum, krafðist opinberrar skýrslu um heilsufar Jeltsíns. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem þykja lítt marktækar, er Jeltsín með talsvert fylgi um fram Zjúga- nov. Aðstpðarmenn forsetans segja hins vegar að þeir búist ekki við sigri nema kjörsókn verði yfir 60 prósent. í fyrri umferð kosninganna hlaut Jeltsín þremur prósentum meira fylgi en Zjúganov. Reuter Sýning breska hönnuðarins Vivienne Westwood í Mflanó í gær á vor- og sumartískunni 1997 þótti afar fjölbreytileg. Allt virtist leyfilegt, rómverskar skikkjur, kúrekastfll, skoskt köflótt efni og áhrif frá Suöaustur-Asíu. Sfmamynd Reuter Jeltsín Rússlandsforseti: Sagður eins og lifandi lík eða máluð múmía Díana prinsessa vildi aldrei skilnað Díana prinsessa sagði á 35 ára afmælisdegi sínum í gær að hún hefði aldrei viljað skilnað frá Karli Bretaprinsi, að því er breska síðdegisblaðið Sun greindi frá. Er Díana var á leið frá líkams- ræktarstöðinni sagði hún viö fréttamenn: „Ég vildi aldrei skiln- að. Það virðist sem enginn skilji það. Ég vil að þessu öllu ljúki skjótt. Ég myndi vilja að öll smá- atriði yrðu ekki gerð opinber auk þess sem ég vil reyna að komast að niðurstöðu á sómasamlegan hátt.“ Prinessan lét þessi orð falla eft- ir að ljósmyndari hafði óskað henni til hamingju með afmælið og bætti við: „Þetta er hræðileg vika fyrir mig. Ég er í miklu upp- námi. Þessi dagur hefur enga þýð- ingu fyrir mig. Hann er ekkert sérstakur, bara eins og hver ann- ar dagur.“ Reuter LEIKLISTARNÁMSKEIÐ dagana 10.-20. júlí Gerðar verða æfingar sem veita innsýn í vinnu leikarans, sóttar í smiðju Stanislawskis, Lee Strasberg, Drama Center, London, o.fl. Hlutaæfingar (object exercises), senuvinna, karaktersköpun, lögmál kvikmyndaleiks. Námskeiðið er krefjandi og opið öllum. Upplýsingar (símum 462 7903 og 842 0291. Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Nýja Bautabúrsins hf. fer fram nauðungarsaia á kjötkæli - IWO ásamt pressu og öllum fylgihlutum, tal. eign Versl. 10-10, Matbær ehf. Nauðungarsala fer fram að Norðurbrún 2, Reykjavík, miðvikudaginn 10. júlí 1996 kl. 11.00. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Þessi bíll er hlaðinn aukahlutum. Kostar 4.750.000 en fæst á 4.450.000 stgr. Bíldshöföa 5, 112 Reykjavík, S. 567 4949 ÍÞRÓTTAKENNARAR íþróttakennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár. Skólinn er fámennur, nemendur verða aðeins um 50 í 1.-10. bekk. íþróttakennari þarf því að geta kennt bóklegar greinar líka. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131. HVAMMSTANGI Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði fyrir sambýli fatlaðra á Hvammstanga. Um er að ræða a.m.k. 200-250m2 einbýlishús í góðu ásigkomulagi með rúmgóðum svefnherbergjum. Æskilegt er að húsnæöið sé á einni hæð og allt aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Tilboð, er greini staðsetningu, herbergjafjölda, afhendingar- tíma og söluverð sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júlí 1996. Fjármálará&uneytiö 28. júní 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.