Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 3 dv_______________________________________________________________________Fréttir Nýtt og glæsilegt skip Eimskips: Fjórði Brúarfossinn lagðist að bryggju í gær Hinn nýi Brúarfoss Eimskips lagöist aö bryggju í Sundahöfn í gær og tóku dráttarbátar Reykjavíkurhafnar á móti því ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Líf. Á innfelldu myndinni er Engilbert Engilbertsson, skipstjóri Brúarfoss, aö sýna Heröi Sigurgeirssyni, forstjóra Eimskips, brú skipsins. DV-myndir PÖK Nýtt skip Eimskips, Brúarfoss, lagðist að bryggju i gær. Þetta er stærsta skip Eimskips og mun það leysa eldri Brúarfoss af hólmi. „Það var geysilega gaman að sigla skipinu hingað. Við fengum mjög gott veður og þetta lofar allt góðu eins og sagt er,“ sagði Engilbert Engilbertsson, skipstjóri nýja skips- ins. „Það er góð tilfinning að stjórna skipinu. Það tekur að sjálfsögðu tíma að læra á hlutina en þetta kem- ur. Þetta er allt annað skip en það síðasta sem ég var á. Það er miklu þyngra og má líkja þeim við stóran trukk og lítinn Volkswagen." „Við lögðum af stað á föstudags- kvöldið fyrir tæpum tveimur vik- um. Við höfum verið að prófa skip- ið og stíluðum inn á að vera komn- ir hingað í dag. Þetta er skip sem getur gengið 18 mílur, sem er mun meiri hraði en á hinum skipunum," sagði Engilbert. „Við tókum nokkra fragt með, þó ekki fullfermi. Það veitir ekki af þar sem þetta er okkar lifibrauð." Hinn nýi Brúarfoss er íjórða skip Eimskips sem ber þetta nafn. Sá fyrsti var smíðaður 1927, annar 1960 og sá þriðji var keyptur 1988 en nýja skipið leysir hann af. „Þetta skip er endurnýjun á skipakosti Eimskips. Með þessu skipi og öðru sem við munum taka á leigu erum við að fara alfarið yfir í gámatlutningakerfi. Það teljum við vera hagkvæmara kerfi og ódýrara í rekstri,“ sagði Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, við komu skipsins. „Þetta er nokkur biti, skipið kost- ar 1550 milljónir. Það er smíðað í Stettin í Póllandi eftir þýskum teikningum og hafa menn verið að smíða skip eftir þeim frá 1985 þannig að það eru til systurskip eða skyld skip sem eru í siglingum um höfin og hafa reynst mjög vel.“ Hörður sagði samskiptin við Pól- veijana hafa verið ágæt. Þeir luku smíðinni í meginatriðum á réttum tíma eða þremur vikum seinna en gert hafði verið ráð fyrir. „Ég var í Póllandi þann 16. apríl þegar skipinu var hleypt af stokk- unum og var þá búið að smíða 48% af skipinu. Núna, 1. júlí, er skipið komið til íslands þannig að þetta hefur allt saman staðist og gengið ágætlega. Við erum mjög ánægðir með þetta skip. Það er nokkuð við vöxt í það verkefni sem því er ætlað og vinnur systurskip þess á móti því. Nú verður það okkar verkefni að auka flutninga, ekki bara til og frá íslandi heldur verður þetta skip líka liður í því að auka flutninga okkar yfir hafið. Þá er ég að tala um flutn- inga frá Evrópu til Kanada og Bandaríkjanna og jafnvel eitthvað austur á bóginn lika,“ sagði Hörður. -SF Herra ísland: Leitaö eftir sportlegum herrum Fegurðarsamkeppni íslands stendur nú fyrir því að velja „Herra tsland 1996“. Undankeppn- ir munu fara fram í öllum lands- hlutum i júlí og ágúst í sumar og úrslitakeppnin verður síðan hald- in á Hótel íslandi 13. september nk. Sigurvergarinn hlýtur, auk fjölda glæsilegra verðlauna, þátt- tökurétt í keppninni Mr. Europe, sem fram fer í Kaupmannahöfh í október. Leitað verður eftir sport- legum herrum á aldrinum 18-36 ára og 184 cm eða hærri. -RR EVBILAUMBOÐ ehf. Grand Cherokee V-8 '93 ek. 41 þús. km. Suzuki Sidekick JX '96. Nýr bíll. Verð frá: 149.900! Staðgreitt Powerbook 190/190cs Nufærðu íyrirfetðna! Tölva fýrir þá sem eru á ferö og flugi og vilja nýta tímann betur. Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.