Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 Sviðsljós DV ítalska leikkonan og kynbomban Gina Lollobrigida heimsótti Úkraínu á dögunum þar sem hún kynnti nýjustu Ijósmyndabók sína. Gina hefur öðl- ast mikla frægð fyrir myndir sínar á undanförnum árum. Hér ræðir hún við öryggisráðgjafa Úkrafnuforseta. Denzel Washington í leikstjórastól Margir kvikmyndaframleiöendur vilja hafa Denzel Washington á sín- um snærum. Sá sem gengið hefur hvað lengst í því að fá hann til sam- starfs er Dream Works og þar vilja menn láta kappann leikstýra jafn- framt því sem hann á að leika. Eftir að Mel Gibson fékk óskarinn fyrir að leikstýra Braveheart hefur þeim fjölgað leikunmum sem vilja feta í fótspor hans. Til dæmis mun Tommy Lee Jones á næstunni leik- stýra mynd um fótboltakappann Joe Don Looney og mun Jones sjálfur leika föður Looneys. Fékk hljóðnema í augað Roger Daltrey í bresku rokksveit- inni the Who þurfti að fara í heila- sneiðmyndatöku á laugardaginn eft- ir að hafa fengið í augað hijóðnema- stand sem söngvarinn Gary Glitter hélt á. Þeir voru að æfa fyrir tón- leika í Hyde Park í London þegar slysið átti sér stað. „Ég fékk hljóðnemastand sem Gary sveiflaði í augað. Þetta var al- gjörlega mér að kenna því ég stóð fyrir aftan hann og hann vissi ekki af mér þama. Sem betur fer v£ir gúmmí á endanum á standinum. Beinið sem heldur auganu á sínum stað brotnaði en það er allt í lagi með mig,“ sagði Roger að lokinni sjúkrahússheimsókninni. Dana Sculley í vandræðum í Ástralíu: Átti fótum fjör að launa an Anderson og sjónvarpsþáttanna væru svona mikl- ar. Gillian Anderson, öðru nafni Dana Sculley úr sjón- varpsþættinum vin- sæla Ráðgátum, komst heldur betur í hann krappan í Ástr- alíu um daginn þeg- ar rúmlega tíu þús- und aðdáendur komu til að berja hana augum og úr varð svo mikill troðningur að tveir voru fluttir á sjúkra- hús. Þurftu margir aðrir á læknis- hjálp að halda eftir atganginn. „Farið gætilega," hrópaði Ander- son til mannfjöldans þegar hann ruddist að sviðinu þar sem hún ætl- aði að árita nýja Ráðgátumynd- bandsspólu. Tuttugu og tveir fílefldir öryggisverðir höfðu ekki roð við æstum aðdáendum. Skipuleggjendur sögðust ekki hafa átt von á þvi að vinsældir Gilli- „Við vissum að hún mundi verða vinsæl en ég held ekki að það hafi hvarflað að nokkrum manni að hún mundi draga að sér svona mik- inn mannfjölda," sagði John Gilbert, framk væmdastj óri verslunarmiðstöðvarinnar í Melbo- urne þar sem samkoman fór fram. „Ég hef ekki upplifað neitt þessu líkt áður,“ sagöi Gillian í samtali við ástralska blaðið Herald Sun. „Ég hef aldrei komið fram í verslunar- miðstöð áður og hef því engan sam- anburð. Þegar ég sótti Ráðgáturáð- stefnuna í Bandaríkjunum fengum við þijú þúsund manns en það komust ekki fleiri fyrir.“ 150 þúsund Mýddu á rokkgoðin í London Eric Clapton, Bob Dylan og aðrar stórstjömur frá sjöunda áratugnum Bob Dylan var skemmtilega rokkað- ur á tónleikunum í Hyde Park. létu rokktónlist hljóma á ný í Hyde Park í London á laugardaginn eftir 20 ára hlé. Um 150 þúsund aðdáendur létu slæmt veður ekki á sig fá og mættu til að hlýða á goðin. Skipuleggjend- ur tónleikanna eru samifærðir um að 120 milljónir manna víðs vegar um heiminn muni bráðlega horfa á tónleikana í sjónvarpi. Dylan var almennt rokkaður áður en hann kryddaði allt með kassagít- arútgáfu af laginu Tangled up in Blue. Ein af stjömunum, Alanis Morri- sette, sem er 22 ára, var ekki fædd þegar rokkaramir slógu í gegn. Hún þótti hins vegar sjálfsögð vegna vel- gengni plötu sinnar, Jagged Little Pill. Reuter Aukablað um AKUREYRI Miðvikudaginn lO.júlínk. mun veg- legt aukablað um Akureyri fylgja DV. Fjölbreytt efni verður í blaðinu að vanda en sérstök áhersla verður á ferðamál og stöðu Akureyrar sem ferðamannabœjar. Annað efni í blaðinu er m.a. létt og skemmtileg viðtöl, frásagnir af mannlífi og ungt fólk ogframtíðin. Umsjónarmaður efnis er Gylfi Kristjánsson blaðamaður. Auglýsendum sem áhuga hafa á að auglýsa íþessu blaði er bent á að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 eða Pál Stefánsson í síma 550 5726. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. júlí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. Tekur 2 milljarða lán til að greiða Díönu Díana prinsessa, sem varð 35 ára í gær, fékk afmælisgjafirnar snemma dags í formi blaðafregna þar sem sagði að fyrrmn eiginmað- ur hennar, Karl Bretaprins, kynni að vera að fara að bjóða henni skiln- aðarsamning. Elísabet drottning er sögð orðin mjög reið yfir því hvað lokakafli skilnaðarins hefur tekið langan tíma en breskir fjölmiðlar, þar á meðal Sunday Times, greindu frá því að Karl. væri í þann veginn að fara að bjóða eiginkonunni fyrrver- andi 20 milljónir punda eða sem svarar um 2 milljörðum íslenskra króna. Karl er sagður hafa fengið risa- stórt bankalán til að geta greitt Díönu en blöðin greinir á um hvort drottningin hafi gerst ábyrgðarmað- Díana prinsessa átti 35 ára afmæli í gær. Símamynd Reuter ur fyrir láninu eða ekki. Blaðið Daily Star sagði að meiri- hluti peninganna yrði bundinn í sjóðum fyrir syni Díönu og Karls, Vilhjálm og Harry. Daily Mirror sagði að Díana hefði vísað á bug fréttum um að hún vildi 2 milljarða króna eða meira. „Ég hef alls ekki farið fram á svo háa fjárhæð og ég býst vissulega ekki við svo miklu. Einn og hálfur milljarður er alveg nóg, takk fyrir,“ hafði einn af vinum Diönu eftir heimi. Ýmis blöð segja að Díana muni fá að halda titlinum hennar konung- lega hátign. Áður hafði verið gert ráð fyrir að hún myndi missa titil- inn eins og hertogaynjan af Jórvík þegar gengið var frá skilnaði henn- ar og Andrésar prins. Blaðið Sun fullyrti að Díana hefði fyrirgefið Camillu Parker Bowles sem hún sakaði um að hafa eyðilagt hjónaband sitt. „Díana heldur að biturleikinn sem hún fann einu sinni fyrir hafi horfið. Hún er þeirr- ar skoðunar að Camilla gegni nú því hlutverki sem hún gerði sjálf einu sinni, það er að vera utanveltu- manneskja í konungsfjölskyldunni, og hún skilur þá vandræðalega stöðu sem hún er í,“ sagði ónafn- greindur vinur prinsessunnar í blaðaviðtali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.