Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 16
veran ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 DV 16 Um helmingur allra höfuðmeiðsla rakinn til hjólreiða: Hjálmur sem ekki passar gerir ekkert gagn - segir Herdís Storgaard sem segir brotalöm í öryggi hjálma hár á landi „Allir reiðhjólahjálmar sem hér eru seldir eiga að vera með svokall- aða CE-merkingu, nokkurs konar gæða- og öryggismerkingu, en í ljós hefur komið að svo er ekki. Við erum að láta gera leit að þessu og Neytendasamtökin fara í fyrirtæki nú fyrir helgina (liðna helgi) og kanna hvernig ástandið er hér á markaðnum, skoða hversu margir hjálmarnir eru og hve gamlir," seg- ir Herdís Storgaard, sem unnið hef- ur að öryggismálum barna hjá Slysavarnafélagi íslands undanfarin ár. Herdís segir að hjálmar dugi bara í fimm ár, í þeim sé efni sem brotni niður í ljósi. Standi þeir óinnpakk- aðir í verslunum skemmi ljósið þá með tímanum. Innan i hjálmunum eigi að vera dagsetning sem segi til um aldur þeirra. „Hér á landi eru enn sem komið er ekki til neinar reglur um að nauðsynlegt sé að vörum fylgi upp- lýsingar um hvernig eigi að nota þær. Rannsóknir frá Bandaríkjun- um sýna að ef hjálmur er ekki rétt á höfði barns t.d. þá er bara eins og það sé hjálmlaust," segir Herdis og bætir við að starfsfólk í mörgum verslunum kunni í mörgum tilvik- um ekki einu sinni að stilla hjálm- ana. Því komi það henni ekki á óvart að til hennar leiti stór hópur fólks til þess að fá aðstoð við að stilla hjálmana. Að sögn Herdísar hafa um 120 þúsund reiðhjól verið seld á íslandi síðan 1988 og helmingur allra höfuð- meiðsla, sem glímt er við á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, sé beint rakinn til hjólreiðamanna, þeirra sem detta eða verða fyrir bíl á hjólinu. „Það er nauðsynlegt að reyna að koma upplýsingum til fólks um þessa hluti því samkvæmt könnun sem ég gerði í fyrra á notkun leik- skólabarna á hjálmum kom í ljós að um 90 prósent þeirra notuðu hjálm- ana vitlaust. Það eru til margar gerðir af hjálmum og það er ekki sama hvaða gerð er notuð við hvaða aðstæður," segir Herdís. -sv Rátt notkun lífsnauðsynleg Réttar leiðbeiningar fylgja ekki hjálmum í verslunum hér á landi og því er fólk oft i hinum mestu vand- ræðum með hvernig stilla eigi hjálmana á höfuðið. í bæklingi sem Slysavarnafélag íslands, lögreglan og Umferðarráð hafa gefið út er far- ið vandlega í þessa hluti. Þaðan eru upplýsingarnar hér að neðan tekn- ar. Svampar í réttri stærð Inni í hjálminum eru merkingar sem sýna stærð hans og þær öryggis- prófanir sem hann hefur staðist. Ummál höfuðsins skal vera milli stærðanna sem upp eru gefnar inni í hjálminum. Tvær til þrjár stærðir af svömpum fylgja hverri gerö og mikilvægt er að velja þá svampaþykkt sem fær hjálminn til að sitja þétt og vel á höfðinu. Þess ber einnig aö gæta að svamparnir séu festir rétt á þar til geröa staði. Ekki of þröngur Eigi hjálmurinn aö koma aö gagni verður hann að sitja rétt á höföinu. Athugið að hjálmurinn sé ekki svo þröngur aö hann haggist ekki. Sé reynt að færa hann til með báðum höndum, fram og aftur og til hlið- anna, á hann að geta færst til um nokkra millímetra. Beint ofan á Hjálminn á að setja beint ofan á höf- uðið. Aftara bandið skal stillt á móti fremra bandi þannig að eyraö lendi í miöju V-forminu sem böndin mynda. Tveir fingur Hökubandið á að stilla þannig að spennan sé til hliöar en ekki undir hökunni. Það má ekki vera lausara en svo aö einn til tveir fingur komist á milli. Við hæfi Séu börn reidd á hjóli er það algert skilyröi að þau séu með hjálm við sitt hæfi. Hægt er að fá hjálma á börn sem eru níu mánaða gömul eða eldri. Gagnslaus Sitji hjálmurinn ekki rétt á höfðinu er hann svo til gagnslaus og veitir einungis falska öryggiskennd. Alltof aigengt er að hjálmurinn sé hafður of laus og of aftarlega á höfðinu. Þannig stilltur kemur hann að litlum notum þegar á reynir. Aðeins á hestbak Reiöhjáimar eru eingöngu ætlaöir fólki á hestbaki. Þeir eru sterk- byggðir, ná langt aftur á hnakka og hlífa vel til hliðanna. Þeir eru sér- staklega hannaðir með þaö fyrir augum að verja höfuðiö ef fall er hátt í ósléttu undirlagi. Ekki er æski- legt að nota reiðhjálm í staö hjól- reiöahjálms. Ekki á hjólið ísknattleikshjálmar eru sérlega sterkbyggðir enda ætlaöir til að verja höfuöið gegn mjög þungum höggum. Þeir eru auk þess djúpir og hylja stóran hluta höfuðsins. ísknattleikshjálmar eru gerðir ein- göngu fyrir skautaíþróttir. Þá á alls ekki aö nota sem hjólreiðahjálma. Bara á skíðum Líkt og mótorhjólahjálmar eru skíðahjálmar hannaöir meö það fyr- ir augum aö taka við falli á mikilii ferð og höggum af hörðum árekstr- um. Þeir eru djúpir og hylja allt höf- uöið nema andlitiö. Skíðahjálma á einungis aö nota viö skíðaiðkun. Líka á brettin og skautana Allir þeir sem ferðast um á reiðhjóli, hver og hvenær sem er, ættu að nota hjólreiðahjálma. Þeir henta einnig vel þeim sem fara um á hjóla- brettum, hjólaskautum og línu- skautum. -sv Reiðhjólahjálmar: Fjórir öiyggisþættir Um þessar mundir er verið að vinna að gerð Evrópustaðals sem ganga á frá í sambandi við ; hvaða skilyrði reiðhjólahjálmar þurfa að uppfylla til þess að heimilt verði að setja þá á markað. Gengið er út frá fjór- um þáttum, að sögn Herdísar Staargard. í fyrsta lagi er höggvörnin. Þar eru hjálmarnir prófaðir þannig að þeir eru settir upp á kúlu sem líkist höfði, hún látin detta niður af ákveðnum þunga og mælitæki skoða hvemig höggið dreifist á skelina. Efnið í hjálminum á að vera þannig að staðbundið högg utan á hann dreifist eins og geislar um hjálminn og minnkar þannig heildaráhrif höggsins á höf- uðið. Verður að passa I öðru lagi er skoðað hvernig hjálmurinn mun koma til með að passa á höfuð. Þá em það svampar inni í hjálminum sem eiga að sjá til þess aö hann sitji kyrr á höfðinu. Ein gerð af hjálmi verður að passa á mörg ólík höfuð og því eiga svamp- arnir aö gefa ákveðinn sveigj- anleika. Hökubandið togprófað í þriðja lagi felst prófunin á hjálmunum í því að hökuband- ið er togprófað. Bandið er spennt upp og það má ekki slitna fyrr en eftir 50 kg tog. Vemda heilann ÍFjórða og síðasta prófunin er svo til þess að sannreyna demp- un á högg sem kemur beint ofan á hjálminn. Þar sem hjálmurinn á að vernda svæði heilans á höggið að dreifast ná- kvæmlega yfir allan hjálminn. Fyrir yngri en sex ára . Sérstakri gerð hjálma fylgir svokölluð græn spenna. Hún er sérstök öryggisspenna fyrir börn, yngri en sex ára. Börnin mega ekki hjóla ein úti í um- ferðinni heldur einungis á ör- uggum svæðum eða svokölluð- um grænum svæðum. Börn gleyma sér auöveldlega og eiga það til að bregða sér af hjólinu við eitthvert leiktæki án þess að taka hjálminn af sér. Ef bam með hjálm festir höfuðið ein- hvers staðar á miili er mikil hætta á ferðum því venjuleg spenna opnast ekki fyrr en við 50 kg þunga. Við 12 kg spennu Græna spennan opnast hins vegar við 12 kg þunga og bam- ið losnar úr hjálminum áður en illa fer. Til að græna spennan virki má hún ekki vera undir hök- unni heldur til hliðar. Athugið að græna spennan vemdar barnið ekki lendi það í umferð- arslysi því þar kann hjálmur- inn að þurfa að taka við meira eneinuhöggi. -sv i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.