Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1996 Spuriúngin Ertu ánægö/ur með úrslit forsetakosninganna? Guðrún Steingrímsdóttir leik- skólakennari: Já, þó eg hafi ekki kosið Ólaf. Dagný Björgvinsdóttir tónlistar- kennari: Já. Kristín Bjarnadóttir verslunar- maður: Já, mjög ánægð. Sigurjón Rútsson, rafvirki: Já, já. Einar Örn Einarsson kaupmaður: Já, alveg sáttur. Þetta var allt ágæt- isfólk í framboði. Grétar Samúelsson, húsasmíða- meistari: Þau eru önnur en ég hefði kosið. Lesendur_______________________________ Kirkjan og yfirstjórnin: Prestastefnan leys- ir ekki vandamálin Jóhannes Þorsteinsson skrifar: Mikið hefur verið ritað og rætt um eitt erfiðasta málið sem íslensk kirkja hefur átt við að stríða um árabil. Umræðan um aðskilnað rík- is og kirkju fellur í skuggann af allt öðru og alvarlegra máli. Nefnilega málum sjálfs biskupsins yfir íslandi og öðrum sem tengjast verksviði hans, svo sem deilunni í Langholts- sókn og í fleiri sóknum. - Orðrómur var uppi um að prestastefnan, sem stendur yfir þegar þetta er skrifað, myndi leysa vandann og þar yrði tekið þannig á málum að friður færðist yfir mál kirkjunnar. Þetta ætlar ekki að ganga eftir. Margir væntu líka afgerandi ákvörðunar frá biskupi íslands og töldu að segði hann embætti sínu lausu nú myndu hans mál þar með vera úr sögunni. Það kom því óþægilega við marga er biskup til- kynnti að hann ætlaði að vísu að hætta biskupsdómi fyrir lögbund- inn starfslokaaldur sinn, en þó ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Einkum vegna þess að hann héldi að ófriður myndi skapast um kjör biskups léti hann af embætti strax! - Auk þess sem hann sagðist eiga eftir að leysa nokkur mál, fara á ráðstefnur er- lendis og annað í þeim dúr. Hér hefur biskup gert hrapalleg mistök, ekki síst með tilliti til sjálfs sín og sinna nánustu. Allir eru sam- mála um að ákærumál kvennana á hendur honum hafi verið óheppileg og varla líðandi af hálfu biskups að láta þau afskiptalaus. Það er auðvelt að hafa fulla samúð með biskupi vegna þessara ákæruatriða, og get- ur hver litið í eigin barm að hafa slíkar ákærur sem sverð yfír höfði sér. Því er það afar klént af hálfu biskupsins að hafa ekki sjálfur kraf- ist fullkominnar rannsóknar á þess- um ákærum og leita leiða tÚ að hreinsa mannorð sitt að fullu með því að láta málið ganga alla leið í dómskerfinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er kirkjan og yfirstjórn hennar lömuð næstu 18 mánuðina. Sá tími mun líklega verða vel nýttur af andstæð- ingum kirkjunnar til að safna liði meðal þings og þjóðar til að aðskilja hana að fullu frá ríkinu. Þar sem enginn virðist í raun yfirmaður kirkjunnar nema biskupinn, og honum enginn æðri í stjómsýsl- unni, kann svo að fara að það verði biskup íslands sem sjálfur verður til þess með afstöðu sinni að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju. Frá nýafstaöinni prestastefnu. - Ráöstefna fallandi starfsstéttar? Stjórnarskrárbreyting, stjórnarskrárbreyting Ólafur Björnsson hringdi: Það skal ekki bregðast að í hvert sinn sem mikilvæg málefni eru rædd í sambandi við eitt og annað sem tengist stjórnsýslunni, svo sem t.d. hvort kjósa eigi tvisvar í forseta- kjöri (sem auðvitað er rétt því það er hreint grín að forseti hafi ekki meirihluta kjósenda á bak við sig), eða þá að breyta kjördæmaskipan- inni, þá er það alltaf eitt sem strand- ar á: stjómarskrárbreytingin. Og hún þarfnast þingrofs og kosninga. Þingrof og kosningar eru sém eit- ur í beinum þingmanna og þess vegna verður aldrei af því að stjóm- arskránni verði breytt. Þingmenn eru kjömir til fjögurra ára og það má mikið ganga á áður en þeir sætt- ast á þingrof út af stjómarskrár- breytingu en hún krefst tvennra kosninga. Það má því lengi hrópa: stjórnar- skrárbreyting, stjórnarskrárbreyt- ing. Þetta orð fellur alltaf í grýttan jarðveg vegna þrjósku og yfirgangs alþingismanna. Unglingavinna - þegnskylduvinna Alls staöar á Noröurlöndum er herskylda. - Ungir Norömenn viö skyldustörf. Ámi Kristjánsson skrifar: Það er nýlunda að heyra um að unglingur hafi verið rekinn úr ung- lingavinnunni svokölluðu fyrir hyskni. Þetta skeði að vísu á lands- byggðinni, nánar tiltekið á Egils- stöðum. Ekki mæli ég með því að reka einn eða annan, a.m.k. ekki án undangengis tiltals eða fullvissu um að viðkomandi geti ekki bætt um betur. Hins vegar verður að segja eins og er, að hér á landi hafa leti og vinnusvik verið viðloðandi frá ómunatíð. Við islendingar erum kannski svona hysknir að upplagi, hvað sem veldur. Allar þjóðir utan íslendingar hafa haft herskyldu og hafa ekki afnumið hana þrátt fyrir að frið- vænlegt sé í heiminum um þessar mundir. Þannig er herskylda á öll- um Norðurlöndunum nema hér. Ég er ekki að mæla með herskyldu hér, þótt margt mætti gera sem væri ígildi herskyldu, svo sem að skylda ungt fólk til að vera við æfingar á björgun og fyrstu aðstoð við ýmsar aðstæður. Það verður kannski breyting á með raunsærri valda- mönnum en við höfum haft hér allt frá lýðveldisstofnun. Ég mæli hins vegar með þegn- skylduvinnu sem stunduð sé af sér- hverjum ungum manni um hálfs árs skeið, jafnvel í eitt ár. Ég sé ekki annað en slík skylda gerði öllum gott. Þar má kenna ýmislegt annað en beina vinnu sem væri að sjálf- sögðu uppistaðan. Kenna ætti und- irstöðuatriði í heimilishaldi (búa um rúm, halda við fatnaði sínum; þvo og þurrka tau, strauja, bursta skó og annast ungbam). Þetta kem- ur ungu fólki af báðum kynjum vel síðar á ævinni. Margir enda sem einstæðir einstaklingar og er þá ekki ónýtt að hafa notið þessa upp- eldisþáttar. - En mér sýnist að hinni sígildu unglingavinnu mætti vel breyta í þegnskylduvinnu, öUum til gagns og sóma. Ekki síst þjóðinni í heild. DV Ofnæmi fýrir skoðana- könnunum Ásgeir hringdi: Afskaplega þykir mér orðið hvimleitt að hlusta á og lesa um allar þessar skoðanakannanir sem ólmast er með í fjölmiðlum. Ég hef hvergi séð eða heyrt slík- an fjölda skoðanakannana eöa tíðni þeirra. En þetta er allt á eina bókina lært. Við ofgerum í öllu, skoðanakönnunum jafnt og öðm. Þessar kannanir hafa ekk- ert að segja. Þannig var það í for- setakosningunum og engin eða sáralítil breyting milli kannana. Og svo er farið að bæta ýmsum þáttum inn í, t.d. viðmiðun milli kynja, flokka eða búsetu. Því ekki eftir litarhætti eða þá skó- stærð? Þetta er auðvitaö einbert rugl og allt til ama. Hjákátleg bílnúmer Inga hringdi: Ég er satt að segja undrandi yfir því að nokkur maður skuli vera svo hégómlegur að geta hugsað sér að aka bíl sínum með þessum nýju númerum sem kall- ast víst einkanúmer. Hvaö halda þessir menn? Að þeir þekkist betur? Að þeir upphefji sig eða gangi á einhvem hátt í augun á öðrum akandi? Hjákátleg fram- kvæmd þessi nýja della og ég held að skynsamir menn láti kyrrt liggja og noti bara sín gömlu fostu númer. Nógur er nú kostnaðurinn samt. Fagna lyfsölu- samkeppni Sigurjón Jónsson skrifar: Ég fagna því að nú skuli kom- in á alvörusamkeppni i lyfsölu- málum. Hún var ekki til áður. Nú auglýsa lyfsalar tilboð og afslætti. Það gerðist ekki áöur. Og síðan lokuðu þeir hér á höfuðborgar- svæðinu öll kvöld og helgar en skömmtuðu með sérstakri aug- lýsingu eitt eða tvö apótek sem mátti sækja til lyf og var þá venjulega langt frá heimilum flestra borgarbúa. - Þetta er nú liöin tíð sem betur fer. Og svona þarf að bregöast við í öðmm ein- okunar- eða fákeppnisstofnunum. Unnusti Bjarkar dæmdur? Margrét Ólafsdóttir skrifar: Ég átti bágt með að trúa mín- um eigin augum er ég las í Helg- arpóstinum að unnusti Bjarkar, söngkonunnar frægu, hefði verið dæmdur hér á landi fyrir lik- amsárás en hefði ekki greitt miskabætumar. Ég sá svo síðar mynd af frú Vigdísi forseta þar sem hún var að heilsa þessum sama manni innvirðulega. Ég er svo undrandi á dómgreindar- leysi sumra fyrirmanna okkar íslendinga að ég held að það sé eitthvað mikið að okkur öllum sem þjóð að dá svona yfirgengi- lega alla sem komast í sviðsljós- ið. Það má t.d. varla maður úr poppheiminum rekast til lands- ins svo ekki sé búið að bjóða honum í ráöherrabústað eða til Bessastaða. En ég á bara erfitt með að trúa þessum fféttum eins og með unnusta Bjarkar. Tösku stoliö líbúö Dóra Jónsdóttir skrifar: Fyrir rétt um mánuði var svartri skjalatösku stolið frá mér í íbúð minni á Frakkastíg 10. í töskunni voru verðmæt persónu- leg skjöl fyrir mig, svo sem um ættfræði, sendibréf og upplýsing- ar sem engum gagnast nema mér sjálfri. - Hafi einhver orðið var við töskuna eða innihald hennar er vinsamlegast óskað eftir að hringt sé í síma 551-3160.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.