Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1996 11 Fréttir Ný gjaldskrá færir Bifreiðaskoðun íslands hundruð milljóna i tekjur: Stórkostleg yfirsjón ráðuneytisins - skerðir enn frekar samkeppnisstöðuna, segir Gunnar Svarvarsson hjá Aðalskoðun hf. „Það er greinilegt á öllu að þessi gjaldskrá er búin til uppi í Bifreiða- skoðun og að ráðuneytið hafi sam- þykkt hana óbreytta. Ég óttast stór- lega að þegar Bifreiðaskoðun verði skipt upp í tvö fyrirtæki, skoðunun- ar- og skráningarfyrirtæki, muni hið nýja skráningarfyrirtæki fá að búa til gjaldskrá sem skoðunarstof- ur þurfa að sætta sig við og verðu því samkeppni í bifreiðaskoðun erf- iðari. Þetta er stórkostleg yfirsjón hjá ráðuneytinu og mér sýnist aö stefnt sé aö því að búa til fyrirtæki sem eigi að skila hundruðum millj- óna króna i hagnað," segir Gunnar Svavarsson hjá Aðalskoðun hf. Ný gjaldskrá vegna skráningar- og skoðunarmála var birt forsvars- mönnum skoðunarfyrirtækjanna Aðalskoðunar og Athugunar fyrir tilviljun í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu í gær. Gunnar segir að með henni sé verið að skerða samkeppn- isstöðu skoðunarfyrirtækja til mik- illa muna þrátt fyrir ítrekuð loforð og tilmæli um annað. Vitleysan staöfest „Þetta kemur gersamlega flatt upp á okkur og ég hélt í alvöru að dómsmálaráðuneytið væri að vinna að framgangi málsins á annan veg en þann að staðfesta þá vitleysu sem verið hefur í gangi. Sú slæma sam- keppnisstaða, sem við höfum verið í, er nú gerð énn verri.“ Gunnar segir að Bifreiðaskoðun hafi verið að innheimta gjald eins og geymslugjald skráningarmerkja í einhver ár án þess að fyrir þvi hafi verið heimild í lögum. Athugasemd- ir hafi verið gerðar vegna þessa máls til umboðsmanns Alþingis en enn hafi ráðherra ekki svarað þeim athugasemdum. „Yfirsjónir ráðuneytisins felast í því að þama er gert ráð fyrir gjald- skrárlið sem aldrei kemur til greina að menn borgi, nokkuð sem ekki er gert ráð fyrir í starfsleyfi okkar. Ég get nefnt sem dæmi innfærslu skoð- unarvottorða sem skoðunarfyrir- tækjunum ber skylda til að senda Bifreiðaskoðun. Fyrir hverja aðal- eða endurskoðun á nú að fara að borga 50 kr. fyrir færslu á blaði en 10 kr. fyrir rafrænar færslur. Ætli megi ekki reikna með um 130 þús- und færslum á ári og þá getur hver maður reiknað hvað það færir BSKÍ í tekjur," segir Gunnar. Eðlileg gjaldskrá Ólafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að hvert verk sem þurfi að vinna taki tíma og kosti peninga. Það að halda bifreiðaskrá kosti pen- inga og einhvers staðar þurfi að taka inn tekjur fyrir gjöldunum. Hann sagðist ekki sjá annað en að gjaldskráin væri eðlileg. „Ég kann ekki að meta upp á krónu hvert einstakt tilvik en ekki var talin ástæða til þess að fetta fingur út í þetta. Ráðuneytið er að vinna að því að bæta samkeppnis- stöðu þessara fyrirtækja eins og far- ið hefur verið fram á og vænta má niðurstaðna í því máli innan ekki langs tíma,“ segir Ólafur Walter. Aðspurður hvort þarna hafi ráðu- neytið verið að staðfesta eitthvað án þess að setja sig vel inn í málið seg- ir Ólafur að málið hafi ekki verið af- greitt í neinum flýti og að sumt í þessari gjaldskrá sé frá fyrri tíð. Gunnar mun eiga fund með ráðu- neytismönnum í vikunni. -sv/saa íslandsbanki í Húsi verslunarinnar: Milljónir í leigu fyrir tóma - fimmta hæðin ónotuð frá október í fyrra hæð Fimmta hæð Húss verslunarinn- ar hefur staðið auð frá því að ís- landsbanki flutti starfsemi sína að Kirkjusandi í október í fyrra. Engu að síður borgar bankinn fulla leigu fyrir húsnæðið og mun gera það út þetta ár. í íslandsbanka fengust þau svör að búið væri að leigja mikinn hluta af því húsnæði sem losnaði við flutninginn en þó væri eitthvað óleigt. „Við erum enn þá með 5. hæð á leigu og stendur hún tóm. Við luk- um flutningnum á Kirkjusand í október á síðasta ári og leigusamn- ingurinn stendur út þetta ár,“ segir Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi íslandsbanka. „Búið er að endurleigja verulegan hluta af því húsnæði sem losnaði við flutninginn. Þessi hæð hefur verið boðin til leigu í samvinnu við eigendur. Þó að leigumarkaðurinn hafi reynst betri en við þorðum að vona hefur þessi hæð ekki leigst. Það var reiknað með því fyrirfram að erfiðlega gæti gengið að endur- leigja þetta.“ Að sögn Stefáns Stefánssonar for- stöðumanns Húss verslunarinnar, á þetta ástand sér eðlilegar skýringar: „Það er mikið framboð á svona húsnæði og menn hafa kannski ekki lagt ofurkapp á að leigja þetta út. Það hefur ýmislegt verið inni í myndinni og verið að skoða ýmsa hluti. Þetta er dýrt húsnæði vegna staðsetningar og aðstöðu og dregur það kannski úr mönnum." Fimmta hæðin er 530 fermetrar. Ef reiknað er með að leigan sé 1000 krónur á hvern fermetra, sem er al- gengt verð fyrir sambærilegt hús- næði, er upphæðin sem íslands- banki hefur þurft að reiða fram frá nóvember á síðasta ári og út árið í leigu (14 mánuðir) samtals um 7,4 milljónir fyrir ónotað húsnæði. -SF Námskeið fyrir sum- arbústaðareigendur - haldið í Skorradal í Borgarfirði Áhugasamur sumarbústaöareigandi sést hér í verklegri æfingu í endurlífgun. Um síðustu helgi efndi Björg- unarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands, i sam- vinnu við Björgunarsveitina Brák í Borgarnesi, til nám- skeiðs fyrir sumarbústaðareig- endur í Skorradal í Borgarfirði. Markmiðið með þessu nám- skeiði var að kenna sumarbú- staðareigendum að bregðast rétt við ef slys ber að höndum eða þeir þurfa af einhverjum ástæð- um að leita aðstoðar björgunar- aðila. Á námskeiðinu, sem byggðist á fyrirlestri og verkleg- um æfingum, var fjallað um ýmis atriði sem tengjast öryggi sumarbústaðareigenda, t.d. end- urlífgun, meðferð og flutning slasaðra auk notkunar og með- ferðar sjúkrakassa. Alls tóku 25 sumarbústaðar- eigendur í Skorradal þátt í nám- skeiðinu og lýstu þeir yfir ánægju sinni með þetta framtak Björgunarskólans og Björgunar- sveitarinnar Brákar ,-RR MhMI Islandsbanki hefur heila hæö á leigu án þess að nota hana í Húsi verslunar- innar viö Kringluna 7. DV-mynd GVfl .. Eskiijörður: Olvaðir unglingar á bryggjuhátíð Nokkuð gekk á þegar haldin var svokölluð bryggjuhátíð á Eskifirði um helgina. Talsverð ölvun var í bænum og eitthvað um að menn fengju högg á nasimar. Að sögn lögreglu söfnuðust ungl- ingar víða af Austfjörðum saman á Eskifirði vegna bryggjuhátíðarinn- ar. Talsverð ölvun var meðal þeirra og dæmi um að aka þurfti allt niður í 14 ára unglingum til síns heima vegna drykkju. -gk Akranes: Fyrrverandi fræöslustjóri íhugar kæru Nýlega var gengið frá ráðningu skólafulltrúa nýju skólaskrifstof- unnar á Akranesi. Helga Gunn- arsdóttir, námsráðgjafi og skóla- stjóri Farskóla Vesturlands, hlaut 6 atkvæði í bæjarstjórn og var ráðin en Ingi Steinar Gunn- laugsson hlaut 3 atkvæði. Það vakti athygli að Sturla Kristjánsson, fyrrum fræðslu- stjóri, var meðal umsækjenda en var ekki einu sinni kallaður í viðtal. Mun hafa verið útilokaður frá byrjun. Samkvæmt heimild- um DV þykir ýmsum gengið fram hjá Sturlu og kennarar við Brekkulækjarskóla á Akranesi hafa bent á það. Talið er að Sturla íhugi nú að kæra ráðning- una til jafnréttisráðs. -DÓ Þjóðverjar í bílveltu Þýskir ferðamenn veltu bíla- leigubifreið sinni á móts við Hlíð- ardalsskóla í Ölfusi um helgina en ökumaðurinn missti vald á bifreiðinni í lausamöl. Ferðamennirnir sluppu ómeiddir en bifreið þeirra er mikið skemmd. Þess má geta að aðrir ferðamenn veltu bifreið frá þessari sömu bílaleigu á sama stað fyrir skömmu og virðist sem erlendir ferðamenn eigi sem fyrr í erfiðleikum með akstur á mal- arvegum en þeir eru ekki vanir þeim. -gk Strandasýsla: Þegar ein beljan... Sláttur hófst hér i sýslu á nokkrum bæjum í síðustu viku en það er allmiklu fyrr en á síð- asta sumri, svo munar 2-3 vikum enda var vorið gott og túnum hlíft við vorbeit að þessu sinni. Á stöku bæ er grasspretta að verða þokkaleg á spildum i góðri rækt og eru nokkrir bændur til viðbótar farnir að viðra hey- vinnutæki. En það er með upphaf heyskapar margra bænda eins og þvaglát kúnna að þeir eiga erfitt með að halda aftur af sér með aö hefja slátt þegar heyrist í hey- skapartækjum nágrannans, jafh- vel þó efstu grastopparnir nái ekki nema skammt upp fyrir gúmmiskóna. -Guðfinnur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.