Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1996 13 Hvernig verða auðæfi til? fjölmiðla Rússlands und- ir sig, fær ekki nema þriðjung atkvæða í fyrri umferð er fyrst og síðast tengd réttlátri reiði manna yfir því að það er búið að stela öllu steini léttara. Af því fara margar sögur hvemig fyrrum forsfjór- ar ríkisfyrirtækja, emb- ættismenn og sérfræð- ingar í lykilstöðum eða þá hreinræktaðir glæpa- menn hafa komist yfir gífurleg auðæfi - skipa- flota, bilasmiðjur, nám- ur, olíulindir. Stundum með beinum bófaskap, stundum með því að sjálfum sér. Þetta er ekki nýtt í kúga af undirmönnum sínum þær sögu Rússlands: Keisarinn sigar ávísanir á einkavæðingarbréf sem alþýðu á einstaka höfðingja: það allir áttu að fá. eru þeir sem sjúga úr mönnum En algengust hefur verið sú „löglega" og sið- lausa aðferð að ráðandi menn í hverju fyrirtæki koma saman og gefa út handa sjálfum sér hluta- bréf sem kosta þá sjálfa nokkrar verðlausar rúbl- ur en gefa þeim heilagan eignar- rétt - til dæmis í skipafiota sem hefur milljón tonna veiðigetu og kvóta. Óþægileg upprifjun Það er ekki mikið skrifað um þessa þróun á Vesturlöndum. Ástæðan er sú að hið rússneska dæmi vísar með óþægilegum hætti á erfiða spumingu: Hvernig verða mikil auðæfi til? Hver er forsaga þess eignarréttar á auðlindum og stórfyrirtækjum sem er heilagur hornsteinn samfélagsins? Þegar sú saga er skoðuð kemur nefnilega ótalmargt upp sem minnir á Rússland samtímans: Það hefur víða farið fram „glæp- samlegur tilflutningur á þjóð- arauði". Það gerðist þegar ný lönd voru numin í Ameríku og frum- byggjar rændir, drepnir og hraktir út á „verndarsvæði". Enn í dag er í Brasilíu að gerast djöfulleg merg og blóð! En keisarinn (forset- inn) sjálfur er góður og örlátur og það er mikil sæla þegar hann birt- ist í eigin persónu og dreifir gullpeningnum yfir saklausan lýð- inn eða gefur gömlum konum bU í beinni sjónvarpsútsendingu eins og gerðist nú síðast í kosningabar- áttu Jeltsíns. Glæpsamlegur tilflutningur í fróðlegu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins um Rússland var m.a. sagt að „svonefnd umbóta- stefna" Jeltsíns hefði að vísu það jákvæða markmið að innleiða markaðsbúskap í Rússlandi en hún hefði „haft glæpsamlegan tU- flutning á þjóðarauðnum í for með sér og skert kjör fjölmennra þjóð- félagshópa". Þetta er laukrétt - sú staðreynd að Jeltsín, sitjandi for- seti sem hefur kúgað svotU aUa „Það var ekki að ástæðulausu að franski stjórnleysinginn Proudhon komst svo að orði á miðri síðustu öid, að „eign er þjófnaðuru. Að minnsta kosti stóreign. “ Við erum á milli hríða í rússnesk- um forsetakosn- ingum og Borís Jeltsín sýnir heim- inum hvert dæmið af öðru um þá einu list sem hann kann: að tefla með menn. Hann hefur áður gripið áhrifa- menn af ýmsum sviðum og skipað í há embætti og kastað þeim síðan þegar hann hafði haft not af þeim - i þeirri von að með því gæti hann létt óvinsældadampi af Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur Sú staðreynd, segir greinarhöfundur, að Jeltsín, sem hefur kúgað svo til alla fjölmiðla Rússlands undir sig, fær ekki nema þriðjung atkvæða í fyrri umferð, tengist réttlátri reiði manna yfir því að það er búið að stela öllu steini léttara. glæpasaga af því hvernig ný stór- fyrirtæki í námagreftri og skógar- höggi rísa alblóðug í frumskógum indjána - stórfyrirtæki, sem eftir eina eða tvær kynslóðir verða búin að „þvo“ fé sitt rækUega og orðin virðuleg. Franska stórskáldið Balzac skoðaði á sínum tíma hvað varð um auð aðalsins (líka iha fenginn) í frönsku byltingunni, kannaði ljósfælnar leiðir hans til nýríkra borgara og gæðinga nýrra vald- hafa og komst að þeirri niðurstöðu að „á bak við hverja auðlegð er glæp að finna“. Og mætti í fleiri horn líta í fortíð og nútíð: Eða hvað vUja menn kaUa svokallaðar „fjandsamlegar yfirtökur" fyrir- tækja sem kauphaUarúlfar svelgja í sig - hirða nafn, markaösstöðu og eignir og skilja síðan allt eftir í rjúkandi rúst þar sem heU borg hafði áður lifað af tUtekinni fam- leiðslu? Það var ekki að ástæðulausu að franski stjórnleysinginn Proudhon komst svo að orði á miðri síðustu öld að „eign er þjófnaður". Að minnsta kosti stóreign. Reyndar eru svipuð viðhorf áberandi í nær tvö þúsund ára gömlum texta eins og Nýja testamentinu. I sögunni af ríka manninum og Lasarusi er ríki maðurinn sendur umsvifa- laust tU heljar án þess að hann hafi nokkuð annað til sektar unn- ið en það að vera ríkur og njóta sinnar „eignagleði" eins og nú er sagt. Gáum að þessu. Árni Bergmann Hræðslan við samkeppni Mikil umskipti hafa orðið á fjár- málum Áburðarverksmiðjunnar á einu ári. Árið 1994, þegar starfað veu- í vernduðu umhverfi, skUaði hún 63 mUljónum í hagnað. Nýút- kominn ársreikningur verksmiðj- unnar sýnir hins vegar tap upp á 83 milljónir og er sveiflan 146 milljónir á einu ári. Ekki er inn- flutningi á áburði fyrir að fara á árinu 1995, nema um 350 tonn á Austurlandi sem telst ekki nein ógnun við rúmlega 50 þúsund tonna markað. Eftir þessu að dæma virðist hræðslan við samkeppnina eina saman verða tU þess að Gufunes- stjórinn eys út afslætti í tugmillj- ónavís tU miJlUiða og endursölu- aðila tU að byggja upp einokunar- kerfi í anda gamla kaupfélags- valdsins. Bændur eru þvingaðir tU að versla við miUUið sem hirðir megnið af afslættinum sjálfur. Eitt er víst að áburðarverð hefur lítið lækkað til bænda. Niðurgreiðslur af opinberu fé Á sama tíma og verksmiðjan er rekin með stórtapi leyfir forstjór- inn sér að bjóða í útboð Ríkis- kaupa og fer þá 10% niður fyrir verðskrá og segir kokhraustur við fjölmiðla. „Sjá, mitt fyrirtæki er vel rekið og stenst aUa er- lenda sam- keppni.“ Að nota fé ríkis- ins tU að greiða niður samkeppn- isvöru er brot á samkeppnislögum og einnig samn- ingum við Evrópusambandið þar sem lögð er rík áhersla á takmörk- un á-ríkisstuðningi sem leiði tU samkeppnishamla. Fyrirtæki hafa orðið að greiða háar fjársektir fyr- ir slíkt athæfi. Gera verður þá kröfu tU fyrirtækja sem ríkið legg- ur til fjármagn að þau skUi eigandanum réttmætum arði. Hlutafé ríkisins er 1 miUjarður og eðlUeg krafa um arðsemi er 10%. Samkvæmt því er verðskrá verk- smiðjunnar um 25-30% of lág, sé tekið tiUit til skatta. Feluleikur Meðan allt leikur i lyndi í Gufunesi og ekki tekur nema þrjú til fjögur ár að eyða öUu eiginfjármagni fyrirtækisins enda- sendist forstjórinn heimsálfa á miUi að leita að einhverju gæluverkefni fyrir sig. Fyrst var það sink-ævintýrið og nú á að gera Gufunes að hol- ræsi fyrir ameríska olíu-auðkýf- inga. Olíuhreinsunin er einhver fáránlegasta hugmynd sem komið hefur úr þessum herbúðum hing- að tU. Að vera með olíuhreinsun við ströndina þar sem laxinn geng- ur að landinu til göngu í nátt- úruperlur eins og Elliðaárnar, Korpu og Laxá í Kjós. Þegar íbúar Grafar- vogs mótmæltu vegna mengunar og hávaða frá verksmiðjunni var iþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi tekið á spenann tU friðþægingar. En fyrir hvað var verið að friðþægja þegar sunddeild Aftureld- ingar var tekin til ríkulegs eldis um árið? Sannleikurinn Nei, nú ættu aUir að sjá að olíufurstinn í Gufunesi er ekki all- ur þar sem hann er séður. TU að blekkja almenning og starfs- mennn Áburðarverk- smiðjunnar er slegið um sig með sinkryki og olíuleðju. Sannleikur- inn er sá að hann ber ekki hags- muni fyrirtækisins né starfs- manna fyrir brjósti. TUgangurinn er að opna útibú með Norsk-Hydro í Gufunesi. Og hver skyldi nú ætla sér forstjórastólinn þar? Ætli bændur telji það gððan kost fyrir sig að sitja uppi með norska einok- un? Þorsteinn V. Þórðarson „Á meðan allt leikur í lyndi í Gufu- nesi og ekki tekur nema þrjú til fjögur ár að eyða öllu eiginfjár■ magni fyrirtækisins endasendist forstjórinn heimsálfa á milli að leita að einhverju gæluverkefni fyrir sig. " Kjallarinn Þorsteinn V. Þórðarson forstjóri.Áburðar- sölunnar ísafoldar hf. Meö og á móti Loðnuveiðar bannaðar í júní Bundið í samn- ingum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- horra. „Ástæða þessa banns á loðnuveiðum í júní er einfald- lega bundið í samningum sem við gerð- um við Græn- lendinga og Norðmenn og sá samningur gildir í tvær vertíðir til við- bótar. Hegðun loðnunnar er þannig að hún er mjög breytUeg og það er rétt að nú hefði verið hægt að veiða eitthvert magn í síðasta mánuði. Við ræddum breytingu á þessu samkomulagi við okkar viðsemjendur en þeir voru ekki tilbúnir að breyta samningnum, hvað sem verður. Við munum að sjálfsögðu hafa þetta í huga þegar kemur að frek- ari viðræðum við þessa aðila. Við höfum talið mjög eðlilegt að fá þessu breytt og beittum okkur fyrir því en það náðist því miður ekki fram. Ég neita því ekki að Norðmennirnir voru harðari í af- stöðu sinni og mér býður í grun að sú afstaða þeirra sé hluti af einhverri stærri refskák." Allt njörvað niður „Það er álit fiskifræðinga að það megi veiða mjög mikið magn úr loðnustofnin- um. Það er hægt að færa rök fyrir því að sá afli næst ekki á þeim tíma þegar veiðamar era leyfðar en á sama tíma er þaö borðleggjandi að það hefði verið hægt að veiða umtals- vert magn af loðnunni i júnímán- uði, hún var í vel veiðanlegu ástandi. Eins og fiskiskipafloti okkar er samansettur og veiði- heimildum háttað þurfti að binda stóran flota nótabáta við bryggju í júní þegar við hefðum getað veitt þessa loðnu og með þvi skapað tekjur bæði til sjós og lands. Það virðist ekki vera nóg að hafa allt njörvað niður með kvótum, það þarf einnig að vera njörvað niður hvenær við meg- um veiða þennan kvóta. Það þarf þessar dagsetningar á alla skap- aða hluti. Á sama tíma ræðir ráðherrann um spamað og hag- ræðingu í útgerðinni og setur síðan upp alls kyns þröskulda sem við komumst ekki yfír. Stað- reyndin er því miður sú að fisk- veiðikerfi okkar er allt orðið svo þungt og erfítt í vöfum að það gerir okkur mjög erfitt fyrir eins og þetta dæmi sýnir glögglega en það er því miður ekki þannig að það sé hægt að senda skipin út eftir dagatali og segja að nú skuli þau veiða kvóta sinn en ekki á öðrum tímum.“ -gk Sverrlr Leósson, útgeröarmaður á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.