Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996
Fréttir
i>v
Allt að 5 þúsund manns á Fjórðungsmóti hestamanna á Hellu:
Knapi sýnir fótbrotinn og
aðgerð bíður mótsloka
- fóturinn skrúfaður saman þegar mótinu lýkur
„Það stakk sig með mig hestur
síðastliðinn sunnudag og stóð ekki
stunguna. Þegar hann stóð upp
brotnaði bein í fætinum á mér,“ seg-
ir Þorvaldur Ágústsson, kennari og
hestamaður á Hvolsvelli, sem sýnir
hross á fjórðungsmótinu á Hellu fót-
brotinn.
„Læknamir vildu skrúfa beinin
saman eða setja gifs á fótinn, en ég
spurði hvort það mætti ekki biða
fram á mánudag þegar fjórðungsmó-
tið væri búið og það varð úr,“ segir
Þorvaldur.
Mótið á Hellu hófst í gær með
setningu og hæfileikadómum á fiög-
urra og fimm vetra hryssum.
Byggingardómur úr forskoðun
gildir á fiórðungsmótinu, en í nýj-
um reglum um kynbótahrossadóma
segir að hross skuli fá einungis einn
byggingardóm á ári.
Þórður Þorgeirsson reið á vaðið
með sýningu á hryssunni Aríu frá
Strönd, en hann er með tuttugu og
fimm hross á fiórðungsmótinu.
Þrjár hryssur fældust og mku
yfir allt sem fyrir varð og slasaðist
Hrafntinna frá Sæfelli.
Um það bil tíu sm rifa kom á fót-
legg hryssunar, en hún hafði nýver-
ið lokið hæfileikasýningu. Hrafn-
tinna kom inn á fiórðungsmót með
næsthæsta dóm í fiögurra vetra
flokknum, 8,05, og verður sennilega
ekki sýnd meir á mótinu.
Þurrt veður var í gær og töluvert
slangur af fólki. Búist er við eitt
þúsund útlendingum og fiómm þús-
undum íslendinga.
í dag verða hæfileikadæmdar sex
vetra hryssur og stóðhestar sem ein-
staklingar í fiögurra, fimm vetra og
sex vetra flokki.
Einnig er forkeppni í A- og B-
flokki gæðinga, bama-, unglinga- og
ungmennaflokki. Fimm knapar
verða inni á keppnisvellinum í
einu. Tuttugu hæst dæmdu gæðing-
amir í hverjum flokki fara í úrslit
og keppa á laugardaginn.
í kvöld verður forkeppni úrvals-
töltara og hefst keppnin klukkan 20.
E.J.
Þorvaldur Agústsson fer um á
um milli þess sem hann sýnir
á fjórðungsmótinu á Hellu.
DV-mynd E.J.
hækj-
hross
^ Landmælingar íslands á Akranes:
Aratuga þekking og
atgervi eyðilagt
- pólitísk ákvörðun, segir umhverfisráðherra
Forstjóri Landmælinga íslands:
Mikil ólga er meðal starfsmanna
Landmælinga íslands vegna
ákvörðunar Guðmundar Bjarnason-
ar umhverfisráðherra að flytja
stofnunina úr Reykjavík og upp á
Akranes. Ráðherra tilkynnti starfs-
mönnunum þetta á miklum hita-
fundi með þeim í gær.
Starfsmennirnir eru alls 30 tals-
ins og sögðu þeir, sem DV ræddi
við eftir fundinn með ráðherranum
í gær, að þessi tilkynning ráðherra
heföi komið eins og köld vatnsgusa
framan i þá. Flestir ættu þeir heim-
ili sín á höfuðborgarsvæðinu og
væri búferlaflutningar fyrir þá ill-
yfirstíganlegur þröskuldur og ólík-
legt að nema minnihluti starfs-
manna myndi fylgja stofnuninni
eftir úr borginni. „Það munu mjög
fáir ef nokkur af okkur starfa hjá
Landmælingum íslands ef stofnun-
in tekur til starfa á Akranesi 1. jan-
úar 1999,“ sagði starfsmaður sem
DV ræddi við.
Starfsmennirnir kváðust hafa
bent ráðherra ítrekað á það á fund-
inum með honum í gær að sjáifir
flutningarnir þýddu mikla og kostn-
aðarsama röskun á starfsemi Land-
mælinga auk þess sem allar líkur
væru á að áratugareynsla og þekk-
ing og atgervi, sem orðið hefði til
innan hennar, myndi fara forgörð-
um.
„Þetta er pólitísk ákvörðun,"
sagði Guðmundur Bjarnason um-
hverfisráðherra við DV og spurður
um skynsemis- og hagkvæmnisrök
að baki henni sagði ráðherrann að
alltaf væri spurning um skynsemi í
pólitískum ákvörðunum. „Ég vona
það og reyni að taka fyrst og fremst
skynsamlegar ákvarðanir og treysti
því að þessi sé það, en geri mér það
ljóst að um hana eru skiptar skoð-
anir, sérstaklega hjá því starfsfólki
sem verður fyrir umtalsverðri rösk-
un á högum sínum."
Hann kvaðst vonast til að sem
flestir starfsmannanna myndu
starfa áfram hjá Landmælingum
hvemig sem þeir svo myndu haga
sinni búsetu. Hann kvaðst viss um
að þótt margir sæju sér ekki fært að
flytjast með stofnuninni þá myndi
það ekki valda héraðsbresti í starf-
seminni.
Kostnaður og atgervistap
„Þegar við skoðuðum málið í
ráöherratíð Össurar Skarphéðins-
sonar þá fundum við enga kosti við
flutning á Landmælingum íslands.
Það hafa ráðamenn líklega heldur
ekki gert því þeir ræddu jafnan um
þetta sem pólitíska ákvörðun. Það
er ljóst að kostnaöur við þetta er
verulegur, þótt menn greini á um
hver hann sé, en hann er verulegur.
Við hefðum heldur viljað sjá sama
Mun
mikilli
Ágúst Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga Islands, segir óá-
nægju starfsmanna Landmælinga
með flutning stofhunarinnar skilj-
anlega þar sem málið snúi ekki að
starfsfólkinu einu, heldur mökum
þeirra, bömum og öðrum skyld-
mennum. Ákvörðunin liggi fyrir en
starfsmennimir hafi frest til 1. jan-
úar 1998 til þess að tilkynna hvort
þeir vilji starfa áfram hjá Landmæl-
ingum eftir flutninginn.
Hann sagði að ákvörðun ráðherra
myndi hafa mikla röskun í för með
valda
röskun
sér á starfseminni, ekki síst ef
margir reyndir starfsmenn kysu að
hætta störfum. „Við erum í raun og
vem að flytja þá þekkingu sem er í
starfsmönnunum. Tækin sem slík
skipta engu máli.“
En telur Ágúst að þeim fiármun-
um sem verður varið í flutninga sé
betur varið til rekstrarins sjálfs?
„Við höfum reynt að gæta aðhalds í
sambandi við útgjöld stofnunarinn-
ar og hingað til höfum við ekki feng-
ið það fiármagn sem við höfum beð-
ið um,“ var svar Ágústs. -SÁ
Stuttar fréttir
Starfsmenn Landmælinga íslands voru þungir á brún og áhyggjufullir eftir fundinn í gær með umhverfisráðherra þar
sem ráðherrann tilkynnti um að hann hefði ákveðið að flytja stofnunina upp á Akranes. DV-mynd ÞÖK
Þú getur svaraö þessari
spurningu með því að
hringja t síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji 1 Nal 2
*/ rödd
FOLKSINS
904 1600
Er grænmeti of dýrt?
atgervið hjá þessari stofnun og nú
er og að það fiármagn, sem nú á að
fara í að flytja hana, yrði notað til
að reka hana og gera samfélagið bet-
ur kortavætt,“ sagði Kristján Guð-
jónsson, skrifstofustjóri Landmæl-
inga, við DV. Kristján tekur fram að
hann tali fyrir hönd sín sjálfs en
ekki Landmælinga íslands.
Kristján sagði að innan stofnun-
arinnar hefði verið gerð könnun
meðal starfsmannanna fyrir rúmu
ári og í henni hefði komið fram
mjög lítill vilji til að flytja stofnun-
ina. Síðan fyrrverandi umhverfis-
ráðherra lét af ráðherradómi heföu
flutningarnir legið í láginni og
starfsfólk stofnunarinnar fram und-
ir þetta fengið þau svör í ráðuneyt-
inu að ekki þyrfti að vera með
áhyggjur. Málið hefði ekki verið
endurvakið á neinn hátt. Því kæmi
tilskipun ráðherra nú óþægilega á
óvart.
„Það er alveg ljóst að þessi stofn-
un er að mestu leyti fólkið sem
vinnur hérna. Hér eru m.a. starfs-
menn með yfir 30 ára starfsreynslu
og það yrði skelfilegt fyrir samfélag-
ið ef sú þekking á eftir að tapast,"
sagði Kristján.
-SÁ
Sjá nánar á bls. 31
Vigdís fær milljón
Rikisstjórnin hefur samþykkt
að reka skrifstofu og ritara fyrir
Vigdísi Finnbogadóttur, fráfar-
andi forseta. Vigdís fær milljón á
ári til að senda erindum. Al-
þýðublaðið greindi frá.
Sagt upp störfum
Bæjartæknifræðingi í Mos-
fellsbæ hefur verið sagt upp
störfum vegna stjómkerfisbreyt-
inga. Fyrrum bæjarstjóri sagði
sig úr stjómsýslunefnd í mót-
mælaskyni, skv. RÚV.
Lagt fyrir biskup
Séra Auður Eir Vilhjálmsdótt-
ir hefur fengið beiðni um kirkju-
lega blessun frá tveimur sam-
kynhneigðum pörum. Hún hefur
lagt máliö fyrir biskup. RÚV
sagði frá.
Folda keypt
Sjóklæðagerð íslands og Drop-
inn hf. hafa keypt ullarvörufyrir-
tækið Foldu. 10-15 starfsmenn
verða endurráðnir. RÚV sagði
frá.
Starfsmenn mótmæla
Sjúkrahús Reykjavíkur tekur
við rekstri réttargeðdeildar á
Sogni í haust. Starfsmenn mót-
mæla, að sögn Útvarps.
Vilja ekkí riðulömb
Norðmenn vilja ekki kaupa
lömb úr hjörð sem riða hefur
veriö greind í. Verið er að endur-
skoöa þessa sláfrun. RÚV sagði
frá.
Kanna möguleika
Stuðningsmenn Guðrúnar
Agnarsdóttur kanna möguleika
á frekara samstarfi. Stöð 2
greindi frá.
Útboð í dag
Hlutafiárútboð ÚA hefst í dag.
-GHS