Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 33 Myndasögur Veiðivon Þverá í Borgarfirði: Laxinn að hellast upp í ána - góð byrjun í veiðiánum „Á þessari stundu eru komnir 280 laxar og hann er 19 pund sá stærsti sem veiðst hefur,“ sagði Jón Ólafs- son, einn af leigutökum Þverár og Kjarrár í Borgarfirði í gærkveldi. „Fiskurinn er að hellast upp í ámar, i morgun kom góð ganga af fiski. í Kjarrá er aðeins leyfð fluga þessa dagana,“ sagði Jón enn frem- ur. Veiddi 10 laxa á smáar flugur „Þetta var meiri háttar hjá Krist- ófer Bjamasyni í Andakilsá í gær- dag. Hann veiddi 10 laxa á smáar flugur, númer 14 og 16,“ sagði Jó- hannes Helgason í gærkvöld en veiðin tók heldur betur kipp í ánni. „Þessa laxa veiddi Kristófer í veiðistað númer 3, 4 og 6, mest var í 4. Það voru rauð franses og svartur labrador sem gáfu fiskana. Það var kominn einn lax áður en þessir 10 laxar veiddust,“ sagði Jóhannes enn fremur. Glæsileg byrjun í Flekkudalsá „Þetta er einhver glæsilegasta byrjun í Flekkudalsá í fjölda ára. 41 lax veiddist fyrstu tvo og hálfa dag- inn,“ sagði Jón Ingi Ragnarsson í Laxmönnum í gærkvöld er við spurðum um Flekkudalsáropnun- ina. „Ég, Logi Kristjánsson og Ómar Siggeirsson veiddum hálfan fyrsta daginn. Við fengum 5 laxa og síðan var veitt í tvo daga og þeir fengu 36 laxa. Það er kominn fiskur víða um ána og mikið sums staðar, mest frá Sjávarfossi og upp í Torfunesfoss. Þetta voru laxar frá 5 upp í 14 pund sem er vænn í Flekkudalsá," sagði Jón Ingi í lokin. Álftá byrjar vel Álftá á Mýmm gaf 7 laxa og 7 sjó- birtinga í opnun sem er mjög gott. Dagur Garðarsson og Helgi Eyjólfs- son voru við veiðar í henni opnun- ardagana. Sjóbirtingurinn var vænn, allir yfir 2 pund. Næstu veiði- menn á eftir veiddu 4 laxa og sáu töluvert af fiski. Reynir Hólm hætti á hádegi í gær og hefur örugglega veitt. 14 punda lax á maðk í Sæmundará „Við erum búnir að opna Sæ- mundará og við fengum einn lax í opnuninni. Það var Gústaf Vífilsson sem veiddi 14 punda lax í Laxa- bakka,“ sagði Eiríkur St. Eiríksson í gærkvöld er við spurðum um Sæ- mundará í Skagafirði. „Það varð vart við mikið af • Gústaf Vífilsson með fyrsta iaxinn úr Sæmundará, 14 punda fisk á maökinn. DV-mynd ESE • Ingólfur Asgeirsson tekst á við lax í Vatnsdalsá og hefur betur. Skömmu seinna var laxinum sleppt eins og þeim flestum. í ánni höfðu veiðst 77 laxar í gærkvöld. DV-myndir Ásgeir bleikju frá hálfu pundi til eins og hálfs punds. Við fengum 30 bleikjur og urðum varir við laxa á nokkrum stöðurn," sagði Eiríkur enn fremur. G.Bender Tapað - fundið Sumarferð Perla er týnd. Svört læða með hvíta bringu hvarf frá Álfhólsvegi 90 aðfaranótt laugardags. Hún er með rauða ól og hennar bíður kett- lingur heima sem saknar hennar sárt. Ef þú hefur einhverjar upplýs- ingar, hringdu þá í sima 554 2932, Kristrún. Parkinsonsamtökin á íslandi Hin árlega sumarferð samtak- anna verður farin laugardaginn 6. júlí nk. Skráning fer fram á skrif- stofu félagsins í s: 552 4440 á mið- vikudag kl. 17-20. Allt í veiðiferðina Beitan í veiðiferðina: makríll laxahrogn maðkur C gervibeita Laugavegi 178, símar 551 6770 og 581 4455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.