Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 Fréttir 7 Bryggjan í Stykkishólmi: Hjólkoppum stolið af 17 bílum - fundust í fórum ungra pilta í bænum Lífræn ræktun í 66 ár: Rekstur gróðurhúsa stór hluti starfsemi Sólheima í Grímsnesi „Við vorum á ættarmóti, um 30 manns, í Flatey um helgina og höfð- um skilið bílana eftir á bílastæði við bryggjuna í Stykkishólmi og far- ið með Baldri út í Flatey. Bílastæð- ið blasir við bænum og við vorum mjög örugg um bílana þarna,“ sögðu bræðurnir Guðmundur og Svavar Tr. Óskarssynir sem urðu fyrir því ásamt öðrum að hjólkopp- unum var stolið af bílum þeirra í Stykkishólmi um helgina. „Þegar viö komum til baka á sunnudaginn tók ég ekki eftir neinu en þegar ég var að leggja af stað var bankað í rúðuna hjá mér og ég spurður hvort verið gæti að hjól- koppana vantaði á bílinn hjá mér. Þá vantaði alla koppana og þegar farið var að kanna þetta betur kom í ljós að búið var að hirða af fjórum bilum úr okkar hópi. Við höfðum samband við lögregluna og hún tók þetta niður,“ sagði Guðmundur. Lögreglan í Stykkishólmi sagði í samtali við DV að kopparnir hefðu verið teknir af bílunum á kosning- anóttina, alls 17 bílum. Málið upp- lýstist strax daginn eftir. Nokkrir 16-17 ára pilta í Stykkishólmi viður- kenndu brotið og skiluðu þeim koppum sem lögreglan hafði ekki þegar fundið. Verð á hjólkoppum er afar mis- munandi, að sögn lögreglunnar í Stykkishólmi, frá um það bil 2000 krónum og upp í 15.000 gangurinn Þeir bíleigendur, sem töpuðu hjól- samband við lögregluna í Stykkis- undir bílinn þannig að um talsvert koppum af bOum sínum í Stykkis- hólmi. -ÞK verðmæti er að ræða. hólmi umrædda nótt geta nú haft Bræöurnir Svavar Tr. og Guðmundur Óskarssynir við bíia sína hjólkoppa- lausa en þeir geymdu þá á bílastæði við bryggjuna í Stykkishólmi um helg- ina meðan þeir voru á ættarmóti í Flatey á Breiðafirði. Innfellda myndin er af hjólkoppahrúgunni. Lögreglumaðurinn á myndinni er Sveinn Ingi Lýðsson varðstjóri. DV-mynd S - fisk- og kjötmjöl sem áburöur „Sesselja Sigmundsdóttir, sem árið 1930 stofnaði Sólheima, gerði þá að vöggu lífrænnar ræktunar á íslandi," segir Óðinn Helgi Jónsson framkvæmdastjóri. Á Sólheimum er starfrækt gróðrarstöð og skógrækt. Allt kapp er lagt á vistræna ræktun sem felst í ræktun án eiturefna og tilbúins áburðar. „Grænmetið rækt- um við til nota hér hjá okkur en einnig fer það í sölu gegnum dreif- ingaraðila, aðallega á höfuðborgar- svæðinu. Magnið er ekki það mikið að hægt sé að dreifa því um allt land. Selfyssingar koma líka og kaupa í versluninni á staðnum," segir Óðinn en tekur frcun að hcmn sé ekki alls kostar ánægður með merkingar á vörunum. „Það þarf auðvitað að merkja þessar vörur sérstaklega sem lífrænt ræktaðar og markaðssetja þær sem slíkar. Þess vegna höfum við hugleitt að sjá um dreifinguna sjálf í framtiðinni." Þótt allmargir aðilar á íslandi séu nú komnir út í lífræna ræktun telur Óðinn fáa hafa ræktunina algerlega lífræna. „Menn eru með ákveðin aukefni og hvata. Hér eru hins veg- ar notuð skordýr, býflugur og þess háttar," segir hann. Það sem helst er ræktað eru tómatar, gúrkur og paprikur. Einnig ýmiss konar salat en í minna mæli. Sólheimabúar hafa líka gert átak í nýtingu heimilissorps. Til að mynda í beöi þar sem trjáplöntum er komið til eru gömul dagblöð lögð undir grús. Þannig er komið í veg fyrir arfa. Með tímanum verða dag- blöðin svo að mold. Svo eru mjólk- urfemur notaðar sem blómapottar. Skógræktarstöðin Ölur er rekin í nokkrum smáum gróðurhúsum ásamt vinnuskúrum og þjónustu- byggingu. Úlfur Óskarsson forstöðu- maður segir alaskaösp, sitkagreni, birki og alaskavíði þær trjátegundir sem mest séu ræktaðar á Sólheim- um. Að auki eru ræktaðar um 120 tegundir, blóm og tré. Sem áburður er notað fiskmjöl, kjötmjöl og hús- dýraáburður. Grænsápa er notuð gegn lús en vandamál vegna skor- dýra koma yfirleitt ekki upp. Árið 1993 var vistheimilið á Sól- heimum lagt niður og sjálfstæð bú- seta tók við. Auk skógræktar- og garðyrkjustöðvarinnar eru rekin þar tvö fyrirtæki. -saa Þessu blómi, sem Hanný María Haraldsdóttir, starfsmaður skógræktar- stöðvarinnar Ölur, heldur á, hafa menn frekar vanist á ekrum suðlægra landa. Starfsfólkinu í Grímsnesi finnst þó það ekki eiga síður við að Sól- heimum. DV-mynd Pjetur Hádegisverðarfundur löstudaginn 5. júlí 1996 kl. 12.00 - 13.30, i Skálanum, Hótel Sögu Hadar Cars, fv. vióskiptaráðherra Svía, þingmaður á Evrópuþinginu: SWEDEN IN THE EU - SUCCESS OR FAILURE? AÐiLD SVÍA AÐ ESB - TIL BÓTA EÐA BÖLVUNAR? övíar deildu hart um aðild að Evrópusambandinu og nú greinir þá um hvort aðildin hafi hingað til , orðið þeim til bóta eða bölvunar. A fundinum fjatlar Hadar Cars um Svíþjóð í ESB og mismunandi mat Svía á hveitibrauðsdögunum - auk þess almennt um framtíð ESB. Hadar Cars situr nú á Evrópuþinginu, en hann var um árabil þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn á sænska þinginu og viðskiptaráðherra 1978-1979. Erindið verður flutt á ensku. Fyrirlesarinn svarar jafnframt fyrirspurnum. Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.500,- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram i síma Verslunarráðsins, 588 666ó (kl. 08:00 - 16:00). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.