Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 11 Stækkun álverins í Straumsvík: Fyrstu kerin í notkun eftir eitt ár - framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun Undirbúningur að kerfóðrun í hinum nýja steypuskála ISAL er kominn vel á veg og koma fyrstu kerkápurnar í þessum mánuði. Bú- ist er við að fyrstu kerin verði tek- in í notkun í byrjun júlí 1997. Jarðvinnslu er að mestu leyti lok- ið og ganga steypuframkvæmdir við hann samkvæmt áætlun. Starfs- menn við steypuframkvæmdir eru á milli 40 og 60 en þar að auki eru starfsmenn að störfum í steypuverk- smiðjum utan verksmiðjunnar. Fyrsti hluti stálgrindarinnar er kominn til landsins og byrjað er að reisa grindina. Klæðningu hennar verður lokið fyrir áramót. Mestur hluti framkvæmdanna er á vegum íslendinga. -SF Nýir skólastjórar í Reykjavík Á fundi skólamálaráðs 28. júní síðastliðinn var samhljóða sam- þykkt að ráða skólastjóra við eftir- talda skóla frá og með 1. ágúst næst- komandi: Ragnar Þorsteinsson að Breið- holtsskóla, Yngva Hagalínsson að Hamraskóla, Ernu Sveinbjarnar- dóttur að Langholtsskóla, Hafstein Karlsson að Selásskóla og Þórð Kristjánsson að Seljaskóla. Þann 1. júlí var á fundi skóla- málaráðs samþykkt að ráða Guð- björgu Þórisdóttur skólastjóra að Breiðagerðisskóla frá og með 1. ágúst næstkomandi, hlaut hún 3 at- kvæði en Júlía Ingvarsdóttir 2. Þá var einnig samþykkt að ráða Bergsvein Auðunsson skólastjóra að Vogaskóla, hann hlaut 3 atkvæði en Agnes Björnsdóttir 2. -ÞK Kosningin í Fljótsdalshreppi kærð: Utankjörstaðar- atkvæði gæti breytt stöðunni Sem kunnugt er féll sameining Vallahrepps, Skriðdalshrepps og Fljótsdalshrepps á jöfnum atkvæð- um í síðasttalda hreppnum en íbúar hinna hreppanna samþykktu sam- einingu. Nú hefur niðurstaða kosninganna í Fljótsdalshreppi verið kærð þar sem eitt utankjörstaðaratkvæði var ekki talið með. Sá sem það átti var einhverra hluta vegna á kjörskrá til forsetakosninga en ekki til kosning- arinnar um sameininguna. Hákon Aðalsteinsson í Brekku- gerðishúsum í Fljótsdalshreppi tel- ur ekki líklegt að úrskurðurinn taki langan tíma. -ÞK Aðstandendur verksins kynna bókina. Frá vinstri: Jóhann Páll Valdimars- son framkvæmdastjóri Forlagsins, Ágúst H. Bjarnason grasafræöingur og aöalritstjóri, Þorvaldur Kristinsson aöstoöarritstjóri og Óli Valur Hansson aöstoöarritstjóri. DV-mynd JAK. Nýtt alfræöirit um garöyrkju Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér Stóru garðbókina, alfræði garðeigandans, ítarlegasta og íburð- armesta rit um garðyrkju sem kom- ið hefur út á íslandi. í stærstu köfl- um bókarinnar er fjallaö um alla helstu hópa garðplantna, og þar er einnig að finna ítarlega kafla um ræktun í steinhæðum og tjörnum. Síðari hluti bókarinnar fjallar um útbúnað og aðstæður til ræktunar. Efnið er sett fram á skýran og augljósan hátt og gerð er nákvæm grein fyrir verklagi og vinnuaðferð- um svo garðræktendur geti gengið að flestum verkum án þess að leita hjálpar hjá sérfræðingum. Stóra garðabókin er ætluð öllum þeim sem vilja rækta garðinn sinn. Hún sameinar fræðilega nákvæmni og einfalda framsetningu efnis og hent- ar vel því fólki sem er að spreyta sig á garðrækt í fyrsta sinn en er jafn- framt mikil fróðleiksnáma fyrir þá sem búa að langri reynslu í garð- yrkju. Hér er um sannkallað al- fræðirit að ræða sem nýtist öllum árið um kring. Fréttir DV-mynd Sveinn Steypuskáli ÍSAL er aö taka á sig sína réttu mynd. V . ■ v\ k Bolvíkingar með hátíö Helgina 12. til 14. júlí verða mikil hátíðarhöld í Bolungarvík. Tilefnið er 50 ára afmæli Bolvikingafélagsins og undirbúningur hefur staðið yfir í allan vetur. Hátíðin verður því hin veglegasta og í boði verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Sem dæmi má nefna knattspyrnumót, at- skákmót og ljósmyndasýningu og margt fleira. Hljómsveitin Upplyft- ing mun svo halda uppi fjörinu fyrir Bolvikinga alla helgina. -ilk SOLU llll JARÐBORANIRHF. Útboð á hlutabréfum í Jarðborunum hf. Seljandi: Ríkissjóður íslands. Umsjón með sölunni: Ríkiskaup, Borgartúni 5, 105 Reykjavík, Kaupþing hf., Ármúla 13A, 108 Reykjavík. Tilboðstími: 2. júlí 1996 - 9. júlí 1996, tii kl. 16.00 Nafnverð hlutabréfanna: 10.411.396,- kr. eða 4,41% af heildarhlutafé. Sölugengi: Selt hæstbjóðanda. Lágmarksgengi er 2,25%. Skil tilboða: Bindandi tilboð sendist Ríkiskaupum, Borgartúni 7,105 Reykjavík, í lokuðu umslagi, á þar til gerðu tilboðseyðublaði sem liggur frammi hjá Kaupþingi hf. og Ríkiskaupum. Tilboðið skal berast fyrir kl. 16.00 9. júlí 1996. Tilboð sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin gild. Skilmálar: Fulltrúi Ríkiskaupa mun opna tilboðin þann 9. júlí kl. 16.00 að viðstöddum þeim sem þess óska. Við opnun tilboða verður nafn bjóðanda, gengi og fjárhæð lesið upp. Hlutabréfin verða seld gegn staðgreiðslu. Kaupþing hf. mun tilkynna hæstbjóðanda með símbréfi að kvöldi 9. júlí 1996 niðurstöður útboðsins. Greiðsla skal hafa borist fyrir kl. 10.00 þann 10. júlí 1996. Kaupverð skal greiða inn á reining 1150-26-30333, reikningseigandi Kaupþing hf., kt. 560882-0419. Einnig er hægt að koma greiðslu beint til Kaupþings hf., Ármúla 13A, 108 Reykjavík. Seljandi áskilur sér rétt að synja sölu ef hún leiðir til að einn aðili eignist meira en 10% af nafnvirði heildarhlutafjár. Að öðru leyti eru ekki gerðar neinar takmarkanir á fjárhæð tilboða. Seljandi mun ekki taka tilboðum undir genginu 2,25. Ef fram koma fleiri en eitt boð með sama gengi og ekki tekst að fullnægja eftirspum eftir hluta bréfum skulu tilboðsgjafar fá afhent hlutabréf í hlutfalli við boð sitt. Skráning: Félagið er skáð á Verðbréfaþingi íslands. Sölulýsing liggur frammi hjá Ríkiskaupum og Kaupþingi hf. KAUPÞING HF iöggilt verðbréfafyrirtteki Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 RÍKISKAUP Ú t b o d s k i I a árangrii BORGARTÚNl 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI552-6844. Bréfsími 562-6739-Netfang: ríkiskaup@ríkiskaup.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.