Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 9 Utlönd Harmleikur í Ohio, daginn fyrir þjóðhátíðardag: Átta fórust í eldi í flugeldaverslun Átta manns að minnsta kosti týndu lífi og fimm til viðbótar slös- uðust þegar stappfuli flugeldaversl- un í Scottown í Ohio fuðraði upp í gær. Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var síðar ákærður fyrir manndráp í tengslum við harmleik- inn. Sjónarvottar sögðu að einhver hefði kveikt í flugeldi inni í versl- unni þar sem allt að fjörutíu foreldr- ar og böm voru að kaupa rakettur til að halda upp á þjóöhátíðardag Bandaríkjanna í dag með viðeigandi hætti. Meðal hinna látnu vora böm á aldrinum tveggja, níu og fjórtán ára, að sögn Roys Smiths, lögreglu- stjóra í Lawrence-sýslu. Smith sagði að hinir látnu hefðu fundist rúmlega metra frá dyrun- um. Ekki er vitað hversu margir út- gangar voru á versluninni. Hinn ákærði, Todd Hall, frá ná- grannabænum Proctorville, eyddi nóttinni í sýslufangelsinu og verður leiddur fyrir rétt í dag. Embættis- menn vildu ekkert segja um hver upptök eldsins kynnu að hafa verið. Lögregla fjarlægði þrjá menn á þrítugsaldri af vettvangi og færði þá til yfirheyrslu, að sögn sjónarvotta. Slökkviliðsmenn komust ekki inn í verslunina í tvær klukkustundir vegna þess hve eldhafið var mikið, að sögn yfirvalda. Reuter Elísabet Bretadrottning gengur í gegnum Ijósgöng eftir að hafa opnaö nútímalistasafn í Glasgow í gær. Konungleg vika er nú í Skotlandi og mun drottningin og eiginmaöur hennar veröa viöstödd fjölda athafna. Símamynd Reuter Stjórnarflokkur Bosníu- Serba gerir heyrinkunnugt: Karadzic fer ekki fram í september Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í kosningunum sem verða haldnar í Bosniu í september. Sú ákvörðun mun eflaust draga úr spennu í landinu þar sem Vestur- veldin höfðu hótað að beita Bosníu- Serba refsiaðgerðum ef Karadzic færi ekki frá völdum. „Radovan Karadzic, forseti og leiðtogi serbneska lýðræöisflokks- ins (SDS), hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í væntanlegum kosn- ingum í Bosníu, þrátt fyrir beiðni flokksstjóraarinnar þar um,“ sagði í skeytum frá fréttastofu Bosníu- Serba, SRNA. Flokksstjómin hefur ákveðið að tilnefna Biljönu Plavsic í embætti forseta og Dragoljub Mirjanic i emb- ætti varaforseta stjórnar Bosníu- Serba sem á að fara með stjórn á 49 prósentum lands Bosníu, sagði SRNA eftir þriggja daga fund flokks- stjómarinnar í bænum Pale. Reuter Keppa í hindrunarhlaupi með konur á bakinu - verðlaunin þyngd konunnar 1 bjor Finnar hafa nú leyft útlendingum að taka þátt í óvenjulegu kapp- hlaupi sem fer fram í bænum Sonkajarvi 6. júlí næstkomandi og ætlar hinn þekkti norski lyftinga- maður Atle Ronning að taka þátt. Þátttakendur eiga að hlaupa 235 metra hindrunarhlaup með konur á bakinu. Sigurvegarinn fær í verð- laun þyngd konunnar í bjór. í fyrra fékk sigurvegarinn þyngd konunnar í límonaði. Keppnin á rætur sínar að rekja til þjóðsögu sem segir að fyrir tveimur öldum hafi lögreglustjórinn í bæn- um prófað nýliða með því að láta þá bera þungar konur svipaða vega- lengd og nú er hlaupin. Reuter Vopnalager Bandidos fundinn DV, Kaupmannahöfn: Þegar hafa 14 meölimir mótor- hjólaklúbbsins Bandidos verið handteknir í tengslum við stærsta vopnafund lögreglunnar í áratugi. Fyrir tilviljun voru tveir lögreglumenn . að viðra schaferlögregluhund sem þeir eru að þjálfa í Lekkende-skógi á Suður-Sjálandi. Þar komu þeir að tveimur flutningabílum Bandidos og skammt þar frá fann hundurinn vopnin. í vopnalagernum voru meðal annars 24 öflugar handsprengjur, 19 rifflar, haglabyssur og skamm- byssur auk mikÚs af skotfærum. Lögreglan hefur ekki látið rann- saka vopnin endanlega en Berl- ingske Tidende sagði í gær að vopnin væru frá innbrotum í geymslur sænska hersins annars vegar og hins vegar úr innbroti í stöðvar skotfélagsins í Brondby. Þar var á fjórða hundrað byssum stolið og hefur hluti þeirra áður fundist hjá Bandidos meðlimum. Lagt hefur verið hald á talsvert af eiturlyfjum og vopnum í stöö- ugum húsrannsóknum frá því stríðið milli Vítisengla og Bandidos hófst fyrir alvöru og fjölmargir Vítisenglar og meðlim- ir Bandidos bíða nú dóms. -PJ 10-50% afsláttur Blaserjakkar Kápur - Sumarúlpur - Heilsársúlpur Opnum kl. 8.00, nema laugardaga kl. 10.00. HUI5ID Mörkinni 6, sími 588-5518 ^óðkaupsveislur—útisamkomur — skemmtanlr — tónleikar—sýningar — kynningar og fl. og fi. og fi. ..og ýmsír fylgihlutir Ekki treysta ó veðrið þegar skipuleggja ó eftirminnilegan viöburð - Tryggið ykkur oq leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, fjaldgólf og tjaldhitarar. GRAND CHEROKEE LTD ÁRGERÐ 1996 Þessi bíll er hlaðinn aukahlutum. Kostar 4.750.000 en fæst á 4.450.000 stgr. Bíldshöföa 5, 112 Reykjavík, s. 567 4949 P staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur d'tmilii him,^ Smáauglýéingar SSD 5000 -Mí Þú færö hug- myndimar hjá okkur WÆ PLÚTO fillt til víngcrdar > ESSENSAR > BJÓRGERÐAREFNI > VÍNÞRÚGUR >7DAGA PRÚGUVÍN > AKTIVKOL (STEIN, KOKOS OG VIÐAR) > GERJUNARÍLÁT, 5-60 LÍTRA > SOLOMON GRUNDY’S 7DAGAVÍN >► TURBO GER > FILL UPP ESSENSAR > HIALKAHOL KIT - MEIRI HÁTTAR NÝJUNG OG ÓTRÚLEGT ÚRVAL FYLGIHLUTA Næg bílastæði Opið 10-18 virka daga Laugard. 10-14 í Rvík PLÚTÓ Suðurlandsbraut 22 - Rvík - sími 553 1080 Hafnargötu 25 - Keflavík - sími 421 1432

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.