Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 24
Halim Al ræður ekkert við stórar stelpur. Vanþakklætið eru laun heimsins „Sko, ég verð nú að segja það að ef þetta er lýsing Þorbjörns á málinu þá verður hann bara að fá að hafa sína lýsingu í friði. Þetta er svo fjarri öllum sanni. Ég held að það eigi við í þessu máli, því miður, máltækið að vanþakklætið sé laun heimsins. Ef þetta er hans málflutningur þá held ég að best sé að segja ekki neitt um málið.“ Friðrik Pálsson forstjóri SH, í Tímanum Ummæli Enginn getur þvingað stórar stelpur Ekki ég, enginn dómari, getur þvingað stórar stelpur. Ef þær eru þvingaðar í einn eða tvo daga til að vera einhvers staðar fara þær bara úr húsinu." Halim Al, í DV. Tvöfaldar fylgi sitt Þjóðvaki tvöfaldar fylgi sitt - kominn í eitt prósent. Fyrirsögn í Alþýðublaðinu Prestar á grafarbakk- anum Hið gamla fyrirkomulag hefur síðan riðlast í Reykjavík og það- an hefur óreglan breiðst um landið, fyrst í gegnum íjölmenn- ustu staðina þar sem eru fleiri en einn prestur og dæmi eru um aö örfáir prestar hafi laun af kol- legum sínum með því að standa alla daga á grafarbakkanum og hirða allar tekjur af prestþjón- ustu við jarðarfarir. Sr. Flóki Kristinsson, í DV Brúðkaup Sá maður sem oftast hefur gift sig er Bandaríkjamaðurinn og fyrrverandi baptistapresturinn Glynn „Scotty“ Wolfe. Hann hef- ur gift sig 27 sinnum. Glynn gekk í fyrsta hjónabandið 1927 en er núna giftur Daisy Delgado sem er fædd 1970. Flest hjónabönd konu eru 21, en hún er einnig frá Bandaríkj- unum og heitir Linda Lou Essex. Hún giftist og skildi við 15 menn (suma oftar en einu sinni) á tímabilinu frá 1957 til 1988. Blessuð veröldin Elstu og yngstu brúðhjón Elstu brúðhjónin eru Harry Stevens sem giftist Thelmu Lucas. Harry var þá 103 ára og Thelma 84. Brúðkaupið fór að sjálfsögðu fram á elliheimilinu sem þau voru bæði íbúar á. Þá giftu þau Minnie Munro, 103 ára, og.Dudley Reid, 83 ára, sig árið 1991 og varð Minnie þar með elsta brúður sem sögur fara af. Yngsta brúðurin var frá Bangladesh, 3 mánaða þegar brúðkaupið fór fram. Brúðgum- inn var nærri fjórum sinnum eldri eða 11 mánaða. 36 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 Víða bjartviðri Yfir Skotlandi er allvíðáttumikil 988 mb lægð sem þokast austnorð- austur og grynnist. Veðrið í dag Búist er við norðaustangolu eða kalda en hafgolu sunnan- og vestan- lands í dag. Það verður skýjað en að mestu þurrt á Norðurlandi, dálítil rigning á Austurlandi en annars verður víða bjartviðri. Þó er hætt við síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands að deginum. Sólarlag í Reykjavík: 23.51 Sólarupprás í Reykjavík: 3.14 Síðdegisflóð í Reykjavik: 21.03 Árdegisflóð á morgun: 9.30 Veörid kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 7 Akurnes léttskýjaö 6 Bergsstaðir alskýjað 7 Bolungarvík skýjaö 7 Egilsstaðir rigning og súld 5 Raufarhöfn alskýjaö 6 Stórhöfði léttskýjaó 9 Helsinki skýjaö 14 Kaupmannah. rigning 13 Stokkhólmur skýjaö 15 Þórshöfn skýjaö 8 Barcelona þokumóóa 22 Frankfurt rign. á síð.kls. 16 Glasgow úrkoma í grennd 11 Hamborg rigning 16 London skýjað 13 Madríd heiðskírt 18 Mallorca léttskýjað 19 París skýjað 18 Róm heiöskírt 18 Valencia þokukmóð 21 Vín léttskýjaö 17 Winnipeg léttskýjað 20 Fannar Jónasson, framkvæmdastjóri Fjórðungsmóts hestamanna: Bestu hestar landsins á mótinu „Þetta er fjóröungsmót sunn- lenskra hestamanna sem þýðir að hingað koma hestar úr Suður- landsfjórðungnum. Hann nær frá Lómagnúpi í austur að Hvalfjarð- arbotni í vestri. Það þýðir að flest stærstu hestamannafélögin á land- inu eru í þessum fjórðungi, þar með talin félögin í Reykjavík og á Reykjanesi, þannig að þetta kemst næst því að vera landsmót," segir Fannar Jónasson, framkvæmda- sfjóri Fjórðungsmóts hestamanna. „Stór hluti bestu hesta landsins hafa þátttökurétt á þessu móti. Einnig verður opið töltmót hér en í því mega keppendur alls staðar Maður dagsins af landinu taka þátt ef þeir hafa náð 80 punktum." Mótið er á Gaddstaðaflötum við Hellu. Á mótinu eru tvö meginsýn- ingaratriði. Þar ber fyrst að nefna gæðingakeppni, A og B flokk gæð- inga, og svo er keppt í bama-, imglinga- og ungmennaflokkum. Að sögn Fannars er ungmenna- flokkurinn frekar nýr af nálinni. Með honum er verið að gefa fólki Fannar Jónasson. tækifæri sem komið er af bams- aldri en er ekki tilbúið í þann harða slag sem fer fram á milli reyndra keppenda í gæðinga- keppni. Keppnin stendur yfir meira og minna alla mótsdagana, fyrst með forkeppni, svo dómum og svo úr- slitum þannig að segja má að alltaf sé verið að fikra sig nær því að finna bestu hrossin. Bestu hrossin munu koma fram I úrslitum á lokadegi. „Hinn stóri þátturinn í svona mótum era kynbótasýningar. Þar eru sýnd kynbótahross, bæði hryssur sem einstaklingar, hryss- ur með afkvæmum og stóðhestar, annaðhvort sem einstaklingar eða með afkvæmum. Mótið verður mjög sterkt varðandi kynbótasýn- ingar. Farið hafa fram forkeppnir og hérðassýningar bæði hér á Hellu og i Reykjavík og víðar og er ljóst að þetta verður mjög sterkt kynbótamót." Fannar er viðskiptafræðingur og rekur hann bókhalds- og fast- eignaþjónustu. „Ég er giftur Hrafnhildi Krist- jánsdóttur skrifstofukonu og eig- um við þrjú böm, Birki Snæ, Köru Borg og Rakel Hrund. Ég hef hestamennsku að áhugamáli og á eitthvað af hestum sjálfur.“ Mótið var sett í gær kl. 14 og lýkur þvi á sunnudaginn. Er fyrirmynd. Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Guðmundur Benediktsson var atkvæðamikill í leik KR og Breiðabliks. Mjólkur- bikar- keppni karla í kvöld klárast 16 liða úrslit í Mjólkurbikarkeppni karla. Fylk- ir mætir Skallagrimi, Grindavík mætir KA, Þór A. mætir Leiftri og Valur mætir Stjömunni. Það íþróttir má því búast við fótboltaveislu í kvöld. Á morgun verður svo dregið í 8 liða úrslit keppninnar. Þá era 3 leikir í 4. deild í kvöld. Bridge Siðari leikur Dana og Norðmanna í kvennaflokki á Norðurlandamót- inu var sýndur á töflu og útlitið var ekki bjart fyrir dönsku stúlkurnar þegar fjögur spil voru eftir í fyrri hálfleik. Þá var staðan 45-8 fyrir Noreg en dönsku stúlkumar fengu 38 impa í síðustu fjórum spilum hálfleiksins og voru yfir, 46-45. En það dugði skammt því norsku stúlk- urnar skoraðu látlaust i síðari hálf- leik og unnu leikinn, 25-5. Norsku stúlkurnar náðu fimm góðum spil- um í röð þar sem þær skoruðu 11, 16, 9, 10 og 13 impa og það bil var ekki hægt að brúa. Hér er spilið þar sem þær græddu 16 impa. Suður gjafari og allir á hættu: a K1083 V KD5 ♦ KG2 4 862 4 Á97652 «4 G87 •f 10 * ÁD7 4 -- «4 62 4 ÁD98765 4 KG105 Suður Vestur Norður Austur Lotte Anna M. Bettina Grethe 44 44 dobl p/h Hin norska Anna Maria var ekki óheppin með blindan i spilinu. Hún spilaði tvisvar að háspilunum í blindum og gerði sér mat úr hjarta- litnum og fékk 10 slagi (missti slagi á tromp, hjarta og tígul). Sagnir gengu þannig á hinu borðinu í leiknum: Suður Vestur Norður Austur Gunn Stense Anna L. Jette 14 14 2G pass 34 pass 3G p/h Danska stúlkan Jette spilaði spaðadrottningu út, fékk að eiga þann slag og spilaði næst spaða- gosa. Stense drap á spaðaás og spil- aði hjartagosa. Anna setti kónginn, austur ásinn og hefði nú þurft að spila laufí til að hnekkja þremur gröndum. Þegar það fannst ekki, fékk sagnhafi 10 slagi og 16 impa sveifla. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.