Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 óháð Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. j Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vestræn sneypuferð Atlantshafsbandalagið er búið að missa tökin á Bosn- íudeilunni eins og spáð var hér í blaðinu fyrir tæpum mánuði. Bandalagið hefur endurtekið mistök forverans í friðarhlutverkinu, Sameinuðu þjóðanna, enda missa liðsmenn þess í buxurnar, ef þeir sjá Serba. Sænski stjórnmálamaðurinn Carl Bildt leikur sama sorgarhlutverkið á vegum Vesturlanda í vitleysunni í Bosníu og Bandaríkjamaðurinn Cyrus Vance, Bretinn David Owen og Norðmaðurinn Thorvald Stoltenberg höfðu áður leikið á vegum Sameinuðu þjóðanna. Undarlegast er við þá sneypuferð, sem nú stendur yfir, að hún felur eingöngu í sér endurtekið efni. Reynt er að þvæla Serbum til að skrifa undir hitt og þetta og síðan lýst yfir árangri. Samt er gömul 100% reynsla fyrir því, að ekki er neitt að marka undirskriftirnar. Þótt Carl Bildt sé aumkunarverður í Bosníu, er þó hlutur Bills Clintons Bandaríkjaforseta hálfu aumari. Hann barði saman svokallað Dayton samkomulag, sem núna er svo gersamlega hrunið, að ekki stendur steinn yfir steini, þrátt fyrir hernámið á Bosníu. Atlantshafsbandalagið er með fjölmennan her í Bosn- íu og gæti haft þar tögl og hagldir. Serbar eru búnir að átta sig á, að þetta er sami puntudúkkuherinn og áður var þar á vegum Sameinuðu þjóðanna, og eru löngu hættir að taka nokkurt mark á Dayton-samkomulaginu. Carl Bildt og erindrekar Bandaríkjastjómar em af og til með marklausar hótanir, til dæmis um að endurnýja viðskiptabann á Serbíu. Allir vita, og bezt þessir auðnu- leysingjar Vesturlanda, að Serbar taka ekkert mark á þessum hótunum, af því að þær eru kunnuglegar. Þessa dagana eru Serbar og Bosníu-Serbar að grínast með Bildt út af formsatriðum í kringum völd stríðs- glæpamannsins Radovans Karadzic í Bosníu. Bildt grey- ið reynir að teygja og toga túlkanir sínar í þá átt, að ein- hvern veginn sé Karadzic við minni völd en áður var. Um svipað leyti eru eigendur herja Atlantshafsbanda- lagsins búnir að ákveða, að kosningar verði í Bosníu, eins og ekkert hafi í skorizt, þótt Öryggisstofnun Evrópu hafi formlega komizt að raun um, að ekkert skilyrðanna fyrir frjálsum kosningum hafi verið uppfyllt. Á sama tíma eru að koma fram upplýsingar hjá Stríðs- glæpadómstólnum í Haag, sem sýna, að stríðsglæpir Serba í Bosníu eru miklu meiri og hrikalegri, en áður hefur komið fram í fjölmiðlum. Þessir glæpir eru svo voðalegir, að ekki er lengur prenthæft að fjálla um þá. Einnig hefur komið fram, að sumir glæpanna voru beinlínis framdir á verndarsvæðum Sameinuðu þjóð- anna og með vitund fulltrúa samtakanna. Liggur nú beinast við að ætla, að Sameinuðu þjóðirnar verði kærð- ar fyrir samábyrgð á sumum stríðsglæpum vitfirrtra Serba. Flest bendir nú til þess, að sveitir Atlantshafsbanda- lagsins leggi á flótta frá Bosníu öðrum hvorum megin við áramótin, þegar Serbar hafa náð þeim árangri, sem þeir stefndu að, og ekkert stendur eftir af þeim markmið- um, sem Vesturlönd settu sér með afskiptum sínum. Síðan munu stjórnmálaleiðtogar og herforingjar Vest- urlanda reyna að gleyma, hvemig þeir endurtóku ná- kvæmlega sömu mistökin á vegum Atlantshafsbanda- lagsins og starfsbræður þeirra höfðu áður framið á veg- um Sameinuðu þjóðanna nokkrum mánuðum áður. Bosnía er orðin að minnisvarða um siðferðilegt, at- gervislegt og hemaðarlegt hrun þeirra stofnana, sem hafa talizt homsteinar vestrænnar menningar. Jónas Kristjánsson dagbSað 1— pm. Jl Próf segja nákvæmlega ekkert um hæfileika til mannlegra samskipta, tjáningar, sköpunargáfu, forystu og virkra athafna, segir m.a. f grein Jóns í dag. Frami Rannveigar Rist: Fordæmi fyrir ungt fólk Ráðning Rannveigar Rist sem forstjóra ÍSALs hefur vakið verð- skuldaða athygli og mikil og já- kvæð viðbrögð um,allt þjóðfélagið. Fram hefur komið í fjölda blaða- greina að undanfömu að Rannveig er búin ótrúlega fjölþættum hæfi- leikum sem og reynslu til starfs- ins. Hún hefur beina reynslu af „störfunum á gólf- inu“, sem vélstjóri og vélvirki. Við þetta bætist tvöföld háskólamenntun í vélaverkfræði og viðskiptafræði. Að auki hefur hún starfað mörg sum- ur við erfiðar að- stæður með föður sínum heitnum, Sigurjóni Rist, sem var annálaður dugnaðarforkur og frumkvöðull í vatnamælingum hér á landi. Til að komast að sem vélstjóri varð Rannveig að sækja hart á karlaveldið, gera margítrekað- ar tilraunir til að fá pláss og horfa á minna menntað fólk tekið fram yfir sig hvað eftir ann- að. Mikla seiglu þarf til að standast slíkt. Hún er fáum gefin. Við allt þetta bætist að Rannveig fær hvarvetna lof fyrir greind, skilvirkni, ákveðni og lip- urð i mannlegum samskiptum. Víðtæk reynsla Reynsla Rannveigar sem hér er lýst er mjög frábrugðin þeirri reynslu sem flestir þeir sem kom- ast í valda- og í stjórnunarstöður hér á landi hafa notið eða sótst eft- ir. Þótt hérlendis sé algengt að námsfólk vinni almenn störf á námsárum sínum þá er sennilega fátítt að það hafi þá breidd sem einkennir feril Rannveigar. Yfir- leitt er bóknámið nánast allsráð- andi og raunveruleg reynsla af skornum skammti. skírteinum sem blekið er varla þornað á. Þessi „rússneska rúlletta" í stöð- uráðningum hefur gefist mjög mis- jafnlega. Stöku menn hafa spjarað sig. Aðrir hafa gert slík mistök sak- ir reynsluleysis að þeir bera barr sitt ekki eftir það. Starfsframi þeirra hefur því verið eins og hraðakstur fram af hengiflugi út í örugga brotlendingu. Skýringarnar Hluti af skýringunni á þeim furðulegu mannaráðningum sem víða hefur mátt sjá byggist á al- kunnum tilhneigingum til óhóf- legs klikuskapar. Einnig skiptir máli landlæg oftrú á einhæfu bók- námi og prófgráðum. Sú hugmynd er úthreidd að nemandi, sem hefur náð góðum prófum, sé hæfur til margháttaðra verka sem hann hef- ur mjög gloppótta þekkingu og reynslu til að sinna eða jafhvel alls enga. Góð próf eru að vísu sannarlega vottur um greind og iðni og vís- bending um getu til að takast á við ófyrirséð verkefni. Þau segja á hinn bóginn nákvæmlega ekkert um hæfileika til mannlegra sam- skipta, tjáningar, sköpunargáfu, forystu og virkra athafna. Allt þetta eru lykilatriði fyrir góðan stjórnanda. Ef eitthvert þeirra bregst getur viðkomandi brugðist algerlega sem stjómandi. Háar einkunnir eru alls ekki örugg vís- bending um árangur í stjórnunar- stöðum. Fordæmi fyrir ungt fólk Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli ungs fólks á því að draga lærdóm af frama Rannveigar Rist. Líklegt virðist að hann sé að veru- legu leyti byggður á meðvituðum langtímaákvörðunum og stefnu. Alltof fátítt er að íslendingar hugi að slíku, hvað þá heldur fram- kvæmi það. Sá sem vill ná langt verður nánast ávallt að vera tilbú- inn að leggja á sig mikla og langvarandi vinnu við að byggja upp þekkingu sína og reynslu sem og aðrar forsendur. Þetta skipu- leggur enginn fyrir hann. Hann verður að gera það sjálfur. Harðnandi alþjóðleg samkeppni mun valda því á komandi árum að fólk verður í auknum mæli að byggja á raunverulegri getu í stað klíkuskapar eða heppni. Full ástæða er til að óska Rannveigu Rist til hamingju með frama sinn og íslensku þjóðinni með það góða fordæmi sem þessi ráðning gefur. Jón Erlendsson Óharðnað fólk í áhrifastöðum Góður árangur í at- vinnulífi byggist öðru fremur á stjórnendum sem hafa breiða reynslu og næma heildarsýn á verkefni þeirra fyrir- tækja sem þeir stýra allt frá einfaldasta til hins flóknasta. Ennfremur reynslu við að takast á við raunhæf og fjöl- breytt verkefni. Hér á landi hefur verið allt of mikið um að óharðnað og reynslulítið fólk með mjög gloppóttar for- sendur hefur verið tek- ið inn í stjórnunarstöð- ur á þeim grundvelli einum sem felst í próf- „Hér á landi hefur verið allt of mikið um að óharðnað og reynslu- lítið fólk með mjög gloppóttar for- sendur hefur verið tekið inn í stjórnunarstöður Kjallarinn Jón Erlendsson ylirverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskólans Skoðanir annarra Forseta gert erfitt fyrir? „Það er dálítið einkennilegt þegar stjómmálafor- ingjar, sem ekki hafa ávallt verið í fararbroddi um sameingingu vinstri manna, koma nú fram á völlinn og reyna að túlka úrslit forsetakosninganna sem sér- stakt innlegg í þessa sameiningu. Eins og áður segir er áframhald þessarar umræðu einungis til þess að gera nýkjömum forseta, sem tekur við embætti um næstu mánaðamót, fyrstu skrefin í embætti erfiðari en ella.“ Úr forystugrein Tímans 3. júlí. Forseti og fjölmiðlar „Það er skiljanleg afstaða og ber að virða, að ný- kjörinn forseti haldi sig til hlés þar til eftir embætt- istöku og á meðan fráfarandi forseti er enn í emb- ætti. Erfiðara er að skilja, að nýkjörinn forseti vilji ekki svara spurningum útbreiddasta dagblaðs þjóð- arinnar um úrslit kosninganna sjálfra, jafnvel þótt þær séu bomar fram á mánudegi. Morgunblaðiö hlýtur hins vegar að skýra lesendum sínum frá því, hvers vegna blaðið hefur birt umsögn allra annarra frambjóðenda um kosningaúrslitin en ekki þess frambjóðanda, sem kjörinn var til embættisins." Úr forystugrein Mbl. 3. júlí. Hraðbyri til fortíðar „Nú bendir ekkert til annars en gamla flokkseig- endaklíkan geti siglt Alþýðubandalaginu hraðbyri til fortíðar . . . Þegar Alþýðubandalagið var gert að formlegum stjómmálaflokki árið 1968 var nmnið úr gildi ævafornt ákvæði í flokkslögum um að ölliun bæri skilyrðislaust að hlýða ákvörðun meirihluta miðstjómar. Þetta ákvæði átti rætur að rekjá til þess tíma þegar íslenskir kommúnistar fengu línuna frá Kreml... Með brotthvarfi Ólafs Ragnars Grfmsson- ar er endanlega staðfest að Alþýðubandalagið er pólitískt minjasafn." Úr forystugrein Alþbl. 3. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.