Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 9 Fyrrum ríkisstjóri Arkansas olli írafári þegar hann ætlaöi aö hætta við að hætta: Neyddur til afsagnar með hótunum um kæru Kona myrt Bandarísk kona var stungin til bana á lúxushóteli í Kairó í gær- kvöldi. Árásarmaðurinn náðist og reyndist hann vera 28 ára gamall maður, Omar Mohamed Noman, sem átt hefur við geð- ræn vandamál að stríða. Tals- menn hótelsins lögðu áherslu á að árásin tengdist ekki öfgafull- rnn múslímum sem ráðist hafa á marga erlenda ferðamenn í Eg- yptalandi undanfarin ár. Jim Guy Tucker, fyrrum ríkis- stjóri í Arkansas, olli miklu pól- itísku írafári og mótmælum í rík- inu í gær þegar hann gaf út yfirlýs- ingu þess efnis að hann mundi fara í leyfi frá störfum. Var sú yfirlýs- ing þvert á loforð hans um að hætta en það gaf hann strax eftir að hafa verið fundinn sekur um fjár- svik og meinsæri í Whitewater- málinu í lok maí síðastliðins. En verðandi ríkisstjóri, Mike Huckabee, neyddi Tucker til að standa við fyrri yfirlýsingar í gær með hótunum um að að annars yrði hann ákærður vegna embætt- isafglapa. Huckabee var síðan svar- inn í embætti en fulltrúaþing ríkis- ins hafði komið sérstaklega saman til þess þegar yfirlýsing Tuckers barst og setti allt á annan endann. Tucker sagði í yfirlýsingu sinni að lögmenn hans héldu að kvið- dómur í máli hans hefði dregið taum ákæruvaldsins og að sakfell- ing hans yrði gerð ógild. Tucker var dæmdur fyrir fjársvik og mein- særi ásamt james McDougall og fyrrum konu hans en þau voru við- skiptafélagar Bills og Hillary Clint- ons þegar forsetinn var ríkisstjóri Arkansas. Ákæruvaldinu þótti sannað að Tucker og McDougall hefðu svikið fé út úr fjármálastofn- unum á síðasta áratug og stofnað þannig til sjóða sem fjármagna áttu byggingarframkvæmdir á vegum fyrirtækja þeirra. Ein siik fram- kvæmd nefndist Whitewater en þar átti McDougall í samstarfi við Clin- ton. Byggingarfyrirtækin fóru á hausinn með þeim afleiðingum að ríkið varð að punga út fyrir töpuð- um ríkistryggðum svikalánum. Lögmenn Tuckers segja að í kviðdómnum hafi setið eiginkona fanga í Arkansas sem hefði sótt nokkrum sinnum um náðun en verið hafnað af Tucker. Tucker sjálfur hélt því stöðugt fram að málaferlin væru runnin undan riij- um repúblikana sem væri umhug- að um að saurga mannorð Clintons fyrir forsetakosningarnar í nóvem- ber. Reuter Karl prins heilsar heiðursverði í Brúnei í tilefni af 50 ára afmæli Hassanals Bolkiah sultans. Karl í Brúnei Karl prins og Díana prinsessa voru sitt hvorum megin á jörðinni í gær þegar skilnaðarmál þeirra var tekið fyrir í dómshúsi í London. Karl var staddur í afmæli pólófélaga síns, súltansins af Brúnei, sem er einn af rikustu mönnum heimsins, en Díana var stödd í Kensingtonhöll í Lundúnum sem hún mun halda eftir skilnaðinn. Skilnaður þeirra Karls og Díönu hefur nú beint kastljósinu að eldri syni þeirra, Villhjálmi prinsi, og því hefur verið haldið fram að líklegt sé að hann verði næsti konungur Bret- lands. Skoðanakönnun, sem gerð var í mars, gaf til kynna að meira en fimmtíu af hundraði Breta teldu að Karl ætti ekki að verða konung- ur ef hann ákvæði að giftast vin- konu sinni, Camillu Parker Bowles. Prinsinum, sem er fimmtán ára, hefur verið hlíft við ásókn íjölmiðla hingað til en líklegt er að það muni breytast nú er hann nálgast óðfluga fullorðinsárin. Gregory Peck. Gregory Peck á batavegi Hinn góðkunni leikari, Gregory Peck, var sendur með hraði á sjúkrahús í tékknesku borginni Karlovy á sunnudaginn var. Leikar- inn fékk bráða botnlangabólga skömmu eftir að hann hafði veitt viðtöku tékkneskum kvikmynda- verðlaunum á kvikmyndahátíð í borginni. Læknar hafa nú lýst því yfir að Peck sé á batavegi og því ætti leikarinn að vera laus frá sjúkrahúsinu eftir um það bil viku. Fregnirnar af veikindum Gregorys Peck bárust fljótt út á hátíðinni og Vaclac Havel, forseti Tékklands, sem var viðstaddur, sendi strax skeyti til leikarans með ósk um góð- an bata. Peck, sem hlaut ósk- arsverðlaunin árið 1962 fyrir hlut- verk sitt í myndinni To Kill a Mock- ingbird, er 80 ára. Könnun - ÁTVR Áfengis- og tóbaksversiun ríkisins áformar aö opna vínbúö í Kópavogsbæ í desember 1996. Hér meö er auglýst eftir leiguhúsnæöi til verslunarrekstrar og leigusala sem áhuga hefur á samstarfi um rekstur verslunarinnar. Leitaö er eftir aðila sem nú þegar hefur rekstur meö höndum sem samrýmst getur rekstri áfengisverslunar. Lýsing á verkefni og stærö og búnaöi húsnæöis er föl á skrifstofu ÁTVR. Þeir sem áhuga hafa á samstarfi sendi nafn og heimilisfang til ÁTVR eigi síöar en föstudaginn 16. ágúst 1996. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Stuölahásli 2,110 Reykjavík Ólympíuleikarnir í Atlanta nálgast nú óðum. Af því tilefni ákvað þýski ræðarinn Andre Steiner að fá sér óvenjulega klippingu. Hér sést Bachir Boukli Hacane rakari klippa ólympíuhringina i hár Þjóðverjans. 32 fórust þegar herflug- vél hrapaði í Hollandi Þrjátíu og tveir fórust þegar belgísk herflugvél hrapaði til jarðar nálægt flugvellinum í Eindhoven í suðurhluta Hollands seinnipartinn í gær. Margir þeirra sem fórust voru í lúðrasveit hollenska hersins en hljómsveitin hafði spilað á tónlistar- hátíð á Ítalíu. Vélin, sem var af gerðinni Hercules C-130 og 26 ára gömul, haU- aðist mjög mikið rétt fyrir lendingu og hrapaði í akur rétt við þann hluta flugvallarins sem heyrir und- ir herinn. Eldur kom strax upp í flakinu. Fjórir i áhöfn, allt Belgar, létust í slysinu og um tugur farþeg- anna slasaðist alvarlega. Slökkvi- liðssveitir voru tæpan klukkutíma að ráða við eldinn í vélinni. Bráðabirgðalíkhúsi var komið upp á flugvellinum meðan hinir slösuðu, með annars og þriðja stigs bruna, voru fluttir í sjúkrahús. Starfsmenn flugvallarins segja ekkert hafa verið athugavert við að- flug vélarinnar en vandræði hafi komið upp rétt fyrir lendingu. Mun rannsóknarnefnd skipuð Belgum og Hollendingum rannsaka tildrög slyssins. Vitni segja að svo hafi virst sem vélin hefði hætt við að lenda en síð- an steypst niður og mikill reykur stigið til himins. Reuter Hercules-vélin hrapaði til jaröar í lendingu. Símamynd Reuter FA\ncs 0S S0* : ' i*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.