Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 tilveran 'k 17 Útileikir barna: Foreldrarnir kulsæknari en börnin Fjöldi barna á aldrinum 2 til 6 ára er á leikskólum hvem einasta dag. Sumir leikskólar eru jafnvel farnir að taka á móti börnum undir 2 ára. En það er einmitt á barnaheimilum og leikskólum sem mörg börn stíga sín fyrstu skref í leikjum með öðr- um börnum. Dagheimilin búa yfir stóru útivistarsvæði sem börnin nýta óspart. „Það eru engin vand- ræði að fá börnin út. Þau vilja öll ólm vera úti við. Það eru helst for- eldrarnir sem vex útiveran í augum og spyrja gjaman hvort við ætlum virkilega að senda krakkana úti í þessu veðri, kannski rigningu," seg- ir Anna Skúladóttir, leikskólastjóri á Grandaborg, en bætir við að á Grandaborg sé að vísu gott skjól. Sandurinn vinsæll Svipuð leiktæki eru á flestum barnaheimilum. „Sandkassinn stendur alltaf fyrir sínu. Bömin myndu grafa í gegnum hnöttinn ef þau gætu. Einnig eru hús sem hægt er að skriða inn í mjög vinsæl," seg- ir Anna og bendir á nýja tegund húsa sem hún segir ekki mikið vin- sæl vegna þess hve opin þau eru. Það verður að vera svolitið myrkur inni í þeim til að krökkunum finnist þau spennandi. Rólumar og vega- söltin em svo notuð af eldri krökk- unum en þeir yngri njóta aðstoðar leikskólakennaranna. Svo finna krakkarnir mikla þörf fyrir að hlaupa um leikvöllinn. En varla eru böm yngri en 6 ára í skipulögðum leikjum, svokölluð- um regluleikjum? „Nei, kannski þessi elstu en þó ekki án aðstoðar," segir Anna og bendir líka á þá breytingu sem orðið hefur á leikja- ferlinu. „Hér áður fyrr vom yngri krakkar alltaf í hóp með eldri og lærðu þannig leikina af þeim. Mað- ur bara varð að kunna reglurnar til að geta verið með. Nú er mikil ald- ursskipting í leikhópum og sést varla hópur af krökkum á aldrinum 6-12 ára að leika saman.“ Stundum eru engin leikfóng tekin út og engar skóflur og fötur settar í sandkassann. Þá reynir á ímyndun- araflið hjá krökkunum og Anna seg- ir ekki líða langan tíma þar til stein- arnir á vellinum séu orðnir að köll- um, kellingum og bílum. -saa - segir Anna Skúladóttir leikskólastjóri A ieiðinni til Astralíu? Nei, ekki alveg en á meöan sandur er í kassanum veröur mokaö af krafti. DV-mynd JAK Smíðað Á smíðavelli í vesturbænum voru Gunnhildur Vala Hannes- dóttir og Signý Gestsdóttir, báðar 9 ára, með hamarinn á lofti í heil- m i k - illi mannvirkjagerð. Þetta var fyrsti dag- ur Signýj- ar á Það er greimlegt að strak arnir hafa jafnvægiö í lagi og ekki vanþörf á ef á að skauta á hjólum sem raö- aö er í línu. DV-mynd JAK skautað vellinum en Gunnhildur var öllu hagvanari. „Ég er búin að smíða þennan kofa og annan sem var rif- inn af einhverjum skemmdarvörg- um,“ segir Gurmhildur og sýnir Til- verunni kofann nýja sem bara vant- ar á þak. Þessa dagana eru þær vin- konur sem sagt uppteknar við smíð- ar. Saman eru þær að smíða kaninu- bú. Snú snú og stórfiskaleikur Aðspurðar um hvað þær geri auk smíðavinnunnar segja þær ýmsa hópleiki vera algenga í þeirra vina- hópi. „Til dæmis eftir kvöldmat erum við í brennó, snú snú, stór- fiskaleik og stundum fótbolta og þá stelpur á móti strákum," segja þær og bæta við að strákarnir haldi því fram að þær séu svo lélegar en þeim takist nú samt að vinna þá, stundum. Signý fer líka á línuskauta. Stelpurnar bættu því svo að lokum við að stundum \ v i 1 d u strákar fá að v e r a með í s n ú snú en þá bara til að e y ð i - leggja, hoppa a s n a - lega og annað í þá áttina og það væri al- veg dæmigert fyrir þá! Skemmtilepra að leika úti Við smíðavöllinn voru félágamir Þorgeir Orri Harðarson og Aðal- steinn Kornelíus Gunnarsson, báðir 8 ára, að renna sér á línuskautum og lögðu áherslu á að þetta væm ekki hjólaskautar heldur línuskaut- ar. Þorgeir segist líka hjóla mikið með vinum sínum en ekki vera mik- ið fyrir snú snú og þess háttar. Aðal- steinn sagði að það væri yfirleitt skemmtilegra að leika úti en stund- um væri hann inni í tölvuleik. Kofinn hennar Gunnhildar er orö- inn vistlegur enda búiö að smíöa í hann borö. -saa Hjólabrettin vinsæust „Það er ekki mikið kvartað í götunni út af hávaðanum í brettun- um þegar við eram á kvöldin á þeim en við megum vera til kl. 12 Maöur þarf aö vera ansi fær ef á aö hætta sér á hjólabrettabraut eins og þá sem þeir félagar sitja á. Þeir virtust ekki vera i vandræðum. DV-mynd Þjetur úti, fyrir framan hús- ið. Á daginn komum við oft hingað á hjóla- brettapallinn við Aust- urbæjarskóla," segja þeir Daníel Helgason Hjörvar, 11 ára, Stefán Atli Jakobsson, 10 ára, og Eiríkur Vilhjálms- son, 13 ára. „í vetur fóram við stundum í eina krónu en förum aldrei í teygjó eða svo- leiðis og ekki heldur stelpurnar. Núna í sumar eru nokkrar stelpur á línuskautum en bara ein á hjóla- bretti." Um það hvað þeir héldu að væri vin- sælast meðal stelpn- anna sögðu þeir, og ypptu öxlum, að þær löbbuðu bara um og töluðu saman en væru oftast inni að horfa á myndir. Sjálfir sögðust þeir ekki mikið vera inni í tölvuleikjum eða slíku. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.