Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 16
i6 Qlveran ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1996 r Heilsuefling aldraðra: Bók tileinkuð and- Hefðbundið sport á óhefðbundinn hátt: Syndir daglega í sjónum á Jaðarsbakka - og jafnvel oftar en einu sinni á dag DV, Akranesi: Það eru ekki margir íslendingar sem synda reglulega í sjónum sér til heilsubótar en Tryggvi Bjömsson er þó einn þeirra. Hann er 69 ára skrifstofumaður hjá Sýslu- mannsembættinu á Akranesi. Hann býr við Langasand á Skaganum og er ekki að undra þótt fógur ströndin hafi lokkað hann í sundsprett í sjónum. Tryggvi, sem ættað- ur er af Ströndunum eins og margir afreksmenn, segist hafa synt í sjónum síðan hann var krakki en mismikið þó. Núna byrjar hann að synda í sjónum um miðjan maí og syndir fram í miðjan september ef hitastig sjávar leyfir. Eftir að Tryggvi flutti frá Ströndum á Jaðars- bakkann hefur sundferðum hans farið tjölgandi. „Á Jað- arsbakka er gott að fylgjast með flóðinu og ég syndi yf- irleitt þegar komið er undir háflæði," segir Tryggvi. Stundum syndir hann klukkan átta á morgnana og svo aftur seinnipartinn eftir vinnu eða á kvöldin eftir því hvemig stendur á flóði. „Sjórinn er oft ansi kaldur á morgnana þegar sólin skín ekki en það er nú bara hressandi," segir Tryggvi sem er um 15 mínútur í senn í sjónum. En skyldi sjósundið hafa góð áhrif á Tryggva? „Já, það er enginn vafl á því að ég verð allur miklu viljugri og kraftmeiri eftir sundsprett í sjónum auk þess sem ég fer alla daga ársins í sundlaugina á Jaðarsbökk- um.“ Heilsuræktarráðleggingar til eldra fólks „Ég álít að sund sé með því besta sem maður gerir, hvort sem er í sundlaug eða í sjó. Mér finnst ég verða hressari við að fara í sjóinn en sundlaugin er mjög góð líka og ég ráðlegg eldra fólki að fara í sund og ganga sér til heilsubótar til að auka krafta sína,“ segir Tryggvi sem gengur í og úr vinnu sinni, um 6 kílómetra á dag. Hinn hressi og kraftmikli sundkappi á Skaganum sagði að lokum að lítið væri um önnur áhugamál hjá sér. Hann væri þó lítillega í félagsmálum. -DÓ Tryggvi á fagurri strönd Skagamanna. Á neöri myndinni sést að hann er hvergi banginn og hættir sér langt út. DV-myndir DÓ Ymislegt á boðstólum - litið inn í leikfimi ISkýr framsetning efnisins er ekki síst myndunum aö þakka. Hér er sýndur aldursmunur á rauövín- um en ólíkt hvítvínum lýsast þau meö aldrinum. Þroskaöa Bor- deaux-víniö er oröiö Ijósara og rauöbrúnna. anum í flöskunni Bókaútgáfan Staka hefur gefið út bókina Vín, vísindi, list eftir vínbókahöfundana Hugh John- son og James Halliday, sá síðar- nefndi er líka víngerðarmaður. Þetta er fyrsta bókin um vín- fræði sem kemur út á íslensku. Henni er ætlað að varpa ljósi á Ívalkosti víngerðarmannsins eins og þeir í raun eru. Höfundarnir fylgja lesandanum gegnum hinn erilsama heim víngerðarinnar, skoða afleiðingar gamalla hefða Iog áhrif nýjustu tækni og hug- mynda víngerðarmanna í öllum heimsálfum. Efnið er afar skil- merkilega sett fram. Bókinni er skipt upp í þrjá hluta sem tak- markast við ákveðna hluta vín- gerðarferlisins: í víngarðinum, í víngerðinni og í flöskunni. Fal- legar ljósmyndir og fjöldi skýr- ingarmynda prýða bókina og auka skilning lesandans á vín- fræðunum. Á bókarkápu segir að þetta sé rétta bókin fyrir alla sem njóta þess að gefa sér tima til aö setjast niður með glas af víni og íhuga innihaldið. Bókina tileinkuðu höfundar andanum 1 glasinu. Friðjón Árnason og Guðmund- ur A. Axelsson íslenskuðu bók- ina sem er 232 bls. -saa „Ég kem hingað í leikfími tvisvar í viku,“ segir Stefán Jónsson sem sækir leikfimitímana í þjónustumið- stöð aldraða í Árbæ. „Þetta er ekk- ert hopp og hí heldur teygjuæfíngar og smáaflraunir, standandi, liggj- andi og sitjandi. Boltar og teygjur eru meðal þeirra áhalda sem notuð eru í æfingunum," segir Stefán. Hann er enginn nýgræðingur í íþróttum því á árum áður var hann mikill sundmaöur og keppti í sund- bolta fyrir hönd íslands á Ólympíu- leikunum í Berlín 1936. Einnig seg- ist hann hafa stundað það sem nú myndi kallast líkamsrækt, þó ekki með lóðum enda höfðu þau ekki rutt sér til rúms á þeim tíma. Stefán syndir enn þá mikið, aðallega i Laugardalslauginni og stundum í Breiðholtslaug. Hann telur æfing- arnar í leikfiminni mjög góðar og eiga sinn þátt í því að halda sér í formi. „Svo geng ég mikið og hratt.“ En ekki búa allir að íþróttaiðkun á yngri árum. Margir sem æfa með Stefáni eru að kynnast leikfimi í svo til fyrsta sinn á ævinni. Hvað kynjaskiptingu varðar segir Stefán konurnar vera í meirihluta í öllu sem tilheyrir tuskunum, eins og hann kallar saumaskapinn, en skiptingin sé svo til jöfn í leikfim- inni. Þegar Tilveruna bar að garði voru ekki margir I leik- fimi en af þeim sem höföu mætt voru kon- ur í miklum meiri- hluta. „Það fækkar alltaf mikið á gerist. Fólk er á faralds fæti,“ út- skýrði Stefán Stundum vantar viljastyrkinn „Aðsóknin að leikfim- inni er nokkuö sveiflukennd,“ segir Jónas Þ o r - /w & Hópurinn meö Jónasi þjálfara sínum. Þau vildu að bjarnarson sjúkraþjálf- ari sem kennir á mörg- um þjónustumiðstöðv- um aldraðra. Hann telur ekki stóran hluta aldr- aðra stunda leikfimi. „Ég býð upp á tíma af mismun- andi styrkleika og byrjend- ur æfa eftir getu. Það gerist samt stundum að fólk gefst fljót- lega upp. Þá er það viljastyrk- urinn sem vantar," segir Jónas en tekur fram að þeir sem sumrm ems og gengur og skýrt kæmi fram aö margir væru í sumarfrí þessa dagana og því óvenju slæm mæting. DV-myndir ÞöK haldi áfram lofi þetta og prísi og finni mikinn mun á sér. Jónas mæl- ir með leikfimi fyrir aldraða en ekki síður göngum og sundi, sérstaklega fyrir byrjendur. -saa Stefán í jafnvægis- og teygjuæfingu og ekki annaö aö sjá en hann sé í góöri æfingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.