Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 Spurningin í hvernig húsi viltu helst búa? Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálf- ari: Húsinu sem ég er aö flytja í, raðhúsi. Sólveig Þorsteinsdóttir, vinnur í skóla: í litlu einbýlishúsi, stein- húsi. Bjarney Ólafsdóttir sjúkraliði: í einbýlishúsi meö garði. Áslaug Vignis, tilvonandi hús- móðir: I lítilli íbúð með faflegum garði. Arnór Bogason: í risastóru einbýl- ishúsi. Gústaf Sveinsson, vinnur við eft- irlit: í einbýli. Lesendur ^ Þjóðarsál í þjónustu Húsasmiðjunnar: Okeypis en ófull- ' auglýsing Ragnar skrifar: í „Þjóðarsálarþætti" sl. fimmtu- dag var fenginn maður (líklega sér- fræðingur) frá Húsasmiðjunni til að svara hlustendum um eitt og annað sem viðkemur viðhaldi húsa hér á landi. í fáum orðum sagt gat ég ekki heyrt að frá manninum kæmi neitt bitastætt sem hlustendur hefðu gagn af. Hringdi enda inn í þáttinn lög- maður einn gagngert til að reyna að bæta við svar sem hafði verið gefið konu einni sem hringt hafði inn áður vegna viðhalds á útidyrahurð. Önnur kona hringdi og spurði hvers vegna ekki væri hægt að mæla með einu eða öðru efni sérstaklega um- fram önnur til viðgerða og viðhalds. - Svarið var það að svo margar væru tegundirnar að erfitt væri að mæla með einhverri sérstakri. Sannleikurinn er sá (að minni reynslu) að erfiðasti þátturinn í við- gerðum og viðhaldi húsa er að fá menn til að annast verkið - eins og líka fram kom hjá konunni sem hringdi inn fyrst í þáttinn. Sérfræð- ingurinn frá Húsasmiðjunni sagði að vísu að hjá þeim lægi bunki nafnspjalda sem gjarnan væri vísað á. En ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið því nánast er enginn fáanlegur til að inna af hendi ein- hver „smáviðvik“ eins og þeir gjaman bera við iðnaðarmennimir. En aftur að Þjóðarsálinni. Svona þáttur eins og frá Húsasmiðjunni er afar ófullnægjandi, þótt hann kunni að vera ódýr auglýsing fyrir við- komandi fyrirtæki. - Og eins og sér- fræðingurinn sagði: „Við erum að- eins efnissalar en sjáum ekki um Viðgeröir og viðhald húsa reynist mörgum þungur baggi sökum kostnaðar og skorts á hæfum vinnukrafti. framkvæmd verksins," eða „ekki mitt sérsvið". Og það var líka ódýrt svar umsjónarmanns Þjóðarsálar- innar, þegar hann vísaði hlustend- um bara á „Gulu línuna“! En það eru einmitt leiðbeiningar við framkvæmd viðhalds og við- gerða sem einstaklingar sækjast eft- ir vegna skorts á viðgerðarmanni og eins vegna hinnar óhóflegu verð- lagningar á viðgerðum húsa. En aftur að Húsasmiðjunni. Þar tíðkast að loka afgreiðslu efnissölu milli kl. 12 og 13, þeim viðskiptavin- um sem vilja nýta hádegið til útrétt- inga til mikilla óþæginda. Auðvelt væri þó að geta afgreiðslutíma fyrir- tækisins í nýrri símaskrá. - Varla hefur fyrirtækið aflað sér margra nýrra viðskipta eftir þáttinn í Þjóð- arsálinni sl. fimmtudag. Það hefði getað breytt miklu hefði sérfræðing- urinn boðað hlustendum að Húsa- smiðjan hefði opið í hádeginu, líkt og flest fyrirtæki. Hlutdrægni í frettamati sjónvarpsstöðva Ólafur Stefánsson skrifar: í fréttum Ríkissjónvarpsins í vikunni var sagt frá komu ísra- elska forsætisráðherrans, Netanya- hu, til Bandaríkjanna, enda heims- frétt á öllum sjónvarpsstöðvum þann daginn a.m.k. Stuttlega var sýnt frá og gripið inn í ræðu ísra- elska ráðherrans í bandaríska þinginu, en skyndilega klippt á í miðju kafl. - Það var einmitt rétt áður en þingheimur stóð upp og hyllti forsætisráðherrann fyrir að lýsa því yfir að aldrei myndi Jer- úsalem skipt milli gyðinga og Palestínumanna. - Það hefur nú ekki þótt góð latína hjá fréttastofu Sjónvarps. í öðrum fréttatíma Sjónvarps var hins vegar sýnt frá heimsókn Nel- sons Mandela hins suður-afríska til Bretlands. Þar var ekki sparað að sýna frá hinum glæsilegu móttök- um sem forseti Suður-Afríku fékk í breska þinginu. Ég held hins vegar að þessi hátt- ur hafi verið hafður á hjá báðum íslensku sjónvarpsstöðvunum. - Að sýna ekki frá hinum miklu og inni- legu móttökum sem Netanyahu fékk í bandaríska þinginu. Þetta kann þó að hafa verið eitthvað mis- mundandi mifli sjónvarpsstöðv- anna hér, en hlutdrægnin á frétta- matinu leyndi sér ekki. Þetta var hins vegar allt sýnt í smáatriðum á Sky News og þeir sem hafa móttökuloftnet beint frá gervihnettinum Astra án milli- göngu opinberra, íslenskra skömm- untarstjóra mega sáttir við una. Stjórnarskráin og Evrópusambandið Magnús Sigurðsson skrifar: Það er rétt sem fram kemur hjá Svavari Gestssyni í blaðagrein hans nýlega, að aðild okkar íslendinga að Evrópusambandinu gæti orðið áka- fasta og um leið eitt flóknasta deilu- mál íslenskra stjórnmála á næstu áratugum. - Ég vil þó ekki sam- þykkja að deilan um þetta mál, að- ild eða ekki aðild að ESB, kunni að standa áratugum saman. En það sem Svavar bendir einnig á er að afls ekki er tryggt fyrirfram að þetta mál verði lagt fyrir þjóðina yfirleitt. Og svo er hitt að nýr forseti gæti beint áhrifum sínum í þá átt að hér fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla fljótlega til að kanna hug lands- manna á því hvort þeir vilji láta [LHSIMIM þjónusta allan sólarhringinn ___ Aðoins 39,$0 mínútan it^ • * ‘K. r r - eóa nringið i sima 5000 milli kl. 14 og 16 Gæti forkönnun með þjóöaratkvæðagreiðslu stytt viðræður Islendinga við Evrópusambandiö? sækja um aðild eða ekki. Ég get ekki séð neitt því til fyrir- stöðu að forseti þrýsti á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst. En það er sem fyrr, að það er Alþingi sjálft sem virðist alveg ófá- anlegt til að breyta stjórnarskránni. En sagt er að breyting á henni sé forsenda nánast fyrir hverju þvi sem breyta skal í stjómsýslu þjóðar- innar. Hvað sem þessu líður tek ég und- ir með Svavari Gestssyni, að best væri að ríkisstjórn leitaði sam- þykktar Alþingis og þjóðarinnar áður en lagt er af stað í viöræður um aðild að ESB, en ekki eftir að þær eru hafnar. Hálfur annar milljarður í geðlyf? Snæbjöm hringdi: Ef það er rétt að hér á landi sé eytt um hálfum öðrum mifljarði í geðlyf, sem sagt er vera tvöfalt meira en t.d. í Danmörku og Finn- landi, þá er meira en lítið stjórn- leysi í heilbrigðiskerfmu. Er þunglyndi svona miklu meira hér eða er hér um að ræða ótæpilega lyfseðlaútgáfu lækna til annarra en þeirra sem eru raunverulega geðveikir? Hvernig skyldu málin standa i eyðslu í gigtarlyf til hálfrar þjóðarinnar sem er gigt- veik? En hálfur annar milljarður í geðlyfl Þetta er geðveiki. .. Borgarkringlan innibyrgð Svandís skrifar: Nú er rætt um erfiðleika Borg- arkringlunnar og aö verslunareig- endur hafl yfirgefið staðinn. Sé einhverju um að kenna hlýtur það að vera slæleg aðsókn viö- skiptavina. Og hvers vegna? Jú, að koma úr stóru Kringlunni inn í Borgarkringluna er eins og að fara af breiðgötu yfirfullri af verslunum og ys og þys inn í fá- farna hliðargötu. Andrúmsloftið í gömlu Kringlu er líka léttara og líkt og maður sé staddur í útlönd- um - allt með alþjóðlegum blæ, en Borgarkringlan er innibyrgð og döpur. Einfóld skýring á einfóldu dæmi. Óttast lokanir vinnustaða Kristjana skrifar: Lokun fiskvinnslunnar Granda hf. í tæpan mánuð frá 6. ágúst nk. er þess eðlis að valda óhug og kvíða fyrir framtíðinni. Ég veit að Grandi lokar ekki að ástæðu- lausu, hráefni er einfaldlega ekki til staðar. Og ég sé fyrir mér svip- aða atburði víðar en í fiskvinnsl- unni. Þrátt fyrir svokallað góðæri og peningastreymi með öllum verðbréfunum inn á „markaðinn" (hvaða markað?) virðist atvinnu- lífið ekki lifha við að neinu marki nema á mjög afmörkuðum svið- um. Ég held að einfaldlega sé að koma að því sem við máttum ávallt búast við; samdrætti og falli vegna geysilegrar yfirbygg- ingar á öllu og alls staðar í þjóðfé- laginu. Upp með Fljótsdals- virkjun Austfirðingur hringdi: Ég tek undir lesendabréf í DV10. júlí sl. um að Fljótsdalsvirkjun sé besti kosturinn í stöðunni í dag varðandi nýframkvæmdir í orku- framleiðslu. Það er staðreynd að raforku vantar sárlega í landinu vegna fyrirhugaðrar stóriðju. Þar sem Fljótsdalsvirkjun og Austur- land allt liggur langbest við upp- setningu stóriðju, t.d. með tilliti til flutnings að og frá landinu til Evrópulanda og svo enn austar, þá er glapræði að hunsa þetta landsvæði. Hvað stefnu taka nú þingmenn Austfjarðakjördæmis? Mikill verðmun- ur á flugfar- gjöldum Björn hringdi: Það er mjög athyglisvert hvern- ig erlend flugfélög sem hingað fljúga geta lækkað fargjöldin, miðað við þau gjöld sem Flugleið- ir hf. bjóða. Sé rétt að t.d. apex- fargjöld séu um 50% og jafnvel upp í 60% lægri með þýska flugfé- laginu LTU frá Keflavík til Ham- borgar er þörf á skýringu frá is- lenskum yfirvöldum þar sem þau verða að samþykkja öll fargjöld, hvemig svo sem á því stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.