Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1996 Fréttir Mörgum frystihúsum á AustQöröum veröur lokaö í 4 til 8 vikur: Starfsfólk fær ekki greidd- ar atvinnuleysisbætur - þar sem lokunin er sögö vera vegna sumarleyfa „Vegna þess að lokun frystihús- anna er sögð vera vegna sumarleyfa fær fólk ekki atvinnuleysisbætur þann tíma sem frystihúsunum er lokað. Þetta er auðvitað mikið vandamál því sumt af fólkinu er þegar búið að taka sumarfríið sitt, þar sem menn vissu ekki um þessar lokanir," sagði Margeir Margeirs- son, formaður Verkcdýðs- og sjó- mannafélag Stöðvarfjarðar, í sam- tali við DV. Hann segist ekki vilja sætta sig við þessa niðurstöðu og þess vegna sé verið að kanna það hvort þetta stenst að greiða þeim ekki atvinnu- leysisbætur sem búnir eru að fara í sumarfrí. „Frystihúsin hér í kringum okk- ur loka flest einhvem tima. Það verður lokað í alla vega mánuð bæði á Djúpavogi og Breiðdalsvik. Talað er um að á Eskifirði verði lok- að í 6 vikur og 8 vikur á Reyðar- firði. Á Fáskrúðsfirði verður senni- lega ekki lokað nema í viku og í Neskaupstað verður ekki lokað að því að ég best veit,“ sagði Margeir. Hann segir erfiðleika hjá frysti- húsunum stafa af því að hjá þeim sé birgðasöfnun og sá fiskur sem selst fari á lágu verði. „Auðvitað er það til í dæminu að einhver frystihús verði ekki opnuð aftur eftir sumarleyfi, maður heyrir því fleygt. En menn binda ákveðnar vonir við síldina. Hér á Stöðvarfirði er hafinn undirbúninur fyrir síldar- vinnslu, bæði frystingu og söltun. Og þannig er það víðar. Ef vel geng- ur, getur síldin skapað atvinnu í allt að 5 mánuði," sagði Margeir Mar- geirsson. -S.dór Stál og skip í Reykjanesbæ: Verslunin endur- byggð á sama stað Á veiðum í Tjörninni Ungur maður var handtekinn á hádegi á laugardag fyrir að reyna að veiða fisk í Tjörninni í Reykjavík þó að ekkert væri þar að hafa á stöngina. Þegar lögregla kannaði málið kom í Ijós að það átti að vera glens í steggjapartíi að láta hann „veiða“ í Tjörninni. Manninum var sleppt og er ekki búist við að neinir eftirmálar verði af veiðiferðinni. -GHS/DV-mynd Sveinn DV, Suðurnesjum: „Það bendir allt til að við förum í mjög hraða uppbyggingu. Við erum að bíða eftir niðurstöðum tækni- manna sem eru að skoða svæðið, aðstæður og valkosti," sagði Guðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Suðurnesja. Félagið rak al- hliða byggingarvöruverslun í Járn & Skip í Keflavík sem brann til kaldra kola nýlega. Tekin hefur verið sú ákvörðun stjórnenda kaupfélagsins að endur- byggja Járn & Skip á sama stað. Frá því að bruninn varð hefur öflugt hreinsunarstarf staðið yfir og er henni að ljúka í dag. Veggstoðirnar standa einar og sér eftir og verða brotnar þegar endurbyggingin hefst. Járn & Skip var 900 m2 að stærð og talið er að tjónið sé á milli Tæknimenn skoöa svæðið. DV-mynd ÆMK 100-150 milljónir. Verslunin hefur húsinu sem slapp naumlega í brun- opnað bráðabirgðaverslun í pakk- anum. -ÆMK Dagfari Þeir fóru í fríið Fólk gerir sér ýmislegt til dund- urs í sumarfríum. Einn og einn hefur vit á því að nota fríið til að gera ekki neitt, enda eru sumar- leyfi til þess hugsuð að fólk geti hvílt sig og slappað af. Langsam- lega flestir eru þó þeirri áráttu ánetjaðir að skipuleggja sumarfrí- in út í æsar. Þeir setjast upp í bíla sína og endasendast landshluta á milli úti á þjóðvegunum. Aðrir eiga sér sumarbústaði og unna sér ekki hvíldar við viðgerðir og end- urbætur, gróðurstörf og land- græðslu og ætla sig lifandi að drepa í bakinu. Svo eru þeir sem stunda veiðar eða ana upp um fjöll og firnindi og allt er þetta fólk að niðurlotum komið þegar það loks- ins kemst úr sumarfríinu til starfa á nýjan leik. Já, það er margt bölið sem fólk kallar yfir sig í sumarleyfunum. Ekkert jafnast þó á við þá sjálfspín- ingu og sjálfskaparvíti sem Al- þýðuflokksfélag Reykjavíkur bauð félagsmönnum sínum upp á um síðustu helgi. Kratarnir efndu sem sé til sumarferðalags um Borgar- fjörð og buðu með sér í ferðalagið fólki úr Alþýðubandalaginu og Þjóðvaka til að ræða um hugsan- lega sameiningu vinstri manna! Féleg skemmtun það. Það er sem sé ekki nóg að bless- að fólkið gangi í Alþýðuflokkinn og hafi það að áhugamáli að stunda pólitík og láta sig dreyma um sam- einingu vinstri flokkanna heldur tekur það sér frí frá daglegum önn- um sínum í pólitíkinni til að ferð- ast upp í Borgarfjörð til að halda áfram að tala um sameininguna. í þessu ferðalagi féllu mörg fleyg orð, meðal annars komst Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðu- bandalagsins, svo að orði: að þjóð- in hlyti að vera í meira lagi geggj- uð að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta ef Alþýðubandalagið væri eins geggjaður flokkur og margir halda. Þetta er auðvitað rétt hjá Bryn- dísi, að þjóðin sé geggjuð og þarf hvorki Alþýðubandalagið né Ólaf Ragnar til að sanna þá kenningu, en geðveiki íslendinga er ekki nærri því komin á það stig að vinstrimenn sameinist í einum flokki. Það þarf meira til en kosn- ingu Ólafs Ragnars og það þarf meira til en sumarferðalag hjá Al- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Því meir sem talað er um þessa sameiningu því sundraðri verða vinstrimenn og skýringin er ein- föld: þeir eru sífellt að telja upp það sem kemur í veg fyrir samein- inguna. Nú er það nýjast í sumarferða- lagi kratanna að þeir fengu þing- mann Alþýðubandalagsins til að halda ræðu um það hvað Alþýðu- bandalagið væri ómissandi í sam- einingunni, enda sannfærðist þing- maðurinn um það með kjöri Ólafs Ragnars til forseta að Alþýðu- bandalagið væri ekki eins klikkað- ur flokkur og af hefur verið látið. Forsetakjörið hefur með öðrum orðum hleypt þeim allaböllum kappi í kinn. Ekkert getur orðið úr sameiningu nema aðrir flokkar sameinist Alþýöubandalaginu. Það gera vinsældir Ólafs Ragnars, sem kemur úr Alþýðubandalaginu, og hann hefði sem sé aldrei verið kos- inn vegna þess að hann kemur úr Alþýðubandalaginu heldur þrátt fyrir það. Þetta fengu kratarnir að heyra uppi í Borgarfirði þegar þeir efndu til skemmtiatriða á áningar- stað, .sem hlýtur að hafa verið ferðalöngunum til óblandinnar ánægju. Enda veltust þau um í dögginni, í táknrænni sameiningu, Össur og Ásta R. sem bæði hafa skipt um flokka til að sameinast í nýjum flokki, þótt þau séu enn sitt í hvorum flokknum. Já, þetta hlýtur að hafa verið fínt sumarfrí hjá Alþýðuflokksfé- lagi Reykjavikur, sem hélt upp á helgarfríið með því að pína sig í sjálfseyðingarhvöt sameiningar- innar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.