Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 Alþýðubandalagsmenn eru ekki forhertir kommúnistar. Ekki kommún- istar med stal- íníska lífssýn „Það er fjarstæða að halda því fram að Alþýðubandalagið sé forhertur kommúnistaflokkur með stalíníska lífssýn." Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður, ÍDV. Eitt best varðveitta leyndarmálið „Auðlindaskatt greiða sjó- menn, verkafólk og kvótalaus fiskvinnslufyrirtæki til íslensku sægreifanna með svo háum upp- hæðum að þær eru eitt best varðveitta leyndarmál LÍÚ.“ Sighvatur Björgvinsson þingmað- ur, í DV. Ummæli Próblem er ekki kata- strófa „Ég fékk algjört ofnæmi fyrir öllu vandamálatalinu í þeim (Dönum), þar til ég áttaði mig á að í þeirra huga þýðir „próblem" hara viðfangsefni, meðan ég leit svo á að orðið ætti við algjöra „katastrófu“.“ Maríana Friðjónsdóttir, í Morgun- blaðinu. Vinnandi og talandi stéttir ..Mér finnst ekki að hinar vinnandi stéttir eigi að halda uppi hinum talandi stéttum." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, í DV. Fallbyssur hata verið smíöarar frá því á þrettándu öld. Fallbyssur Stutt er síðan Landhelgisgæsl- an skaut af einni fallbyssu í Reykjavíkurhöfn í tilefni stóraf- mælis gæslunnar. Sú fallbyssa er frá því um aldamót og því orðin nokkuð gömul. Fallbyssur eru þó til enn eldri sem enn eru í notk- un. Talið er að það hafi verið Kín- verjar sem fyrstir smíðuðu fall- byssur og var það um miðja þrett- ándu öld. Lýsingu á fyrstu evr- ópsku fallbyssunni er að fmna í handriti frá 1326, sem geymt er í Oxford Blessuð veröldin Dore og Gustav Tvær stærstu fallbyssur, sem nokkurn tímann hafa verið gerð- ar, voru smíðaðar af Þjóðverjum i seinni heimsstyijöldinni og not- aðar á austurvígstöðvunum í um- sátrinu um Sevastopol. Þær voru með 800 mm hlaupvídd, 28,87 m langt hlaup og hétu Dore og Gustav. Leifar þeirra fundust í ágúst 1945, önnur skammt frá Metzenhof í Bæjaralandi en hin á sovéska hernámssvæðinu. Krupp smíðaði byssurnar sem jámbraut- arbyssur og þurfti 24 vagna undir hvora þeirra, þar af tvo með 40 hjól. Hvor byssa var 43 metrar á lengd, 1344 tonn á þyngd og skaut 8,6 tonna sprengikúlu 47 km. Hlýtt fyrir austan Yfir Skotlandi og hafinu suðsuð- austur af íslandi er víðáttumikil 1038 millibara hæð sem þokast aust- suðaustur. Skammt suður af Hvarfi Veðrið 1 dag er 989 millíbara lægð sem þokast norðnorðaustur. Grunnt lægðar- drag suður af Reykjanesi fer norð- hvar, kaldi vestanlands en heldur hægari annars staðar. Skýjað um allt land í fyrstu en úrkomulítið. Léttir heldur til norðaustan- og austanlands í dag en vestanlands verður súld eða rigning með köfl- um. Hiti verður á bilinu 9 til 20 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustankaldi og skýjað í fyrstu en dálítil rigning síðdegis. Hiti 9 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.21 Sólarupprás á morgun: 3.47 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.08 Árdegisflóð á morgun: 7.28 Veðrió kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 11 Akurnes skýjað 8 Bergsstaðir Bolungarvík skýjað 11 Egilsstaðir skýjað 8 Keflavíkurflugv. alskýjað 10 Kirkjubkl. skýjað 9 Raufarhöfn skýjað 9 Reykjavík súld á sið.kls. 9 Stórhöfði alskýjaö 9 Helsinki skýjað 13 Kaupmannah. léttskýjað 16 Ósló léttskýjaö 13 Stokkhólmur rign. á síð.kls. 13 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam skýjaö 13 Barcelona léttskýjað 22 Chicago heiðskírt 19 Frankfurt léttskýjaó 13 Glasgow skýjaó 8 Hamborg hálfskýjað 13 London skýjað 12 Los Angeles þokumóða 19 Lúxemborg léttskýjaö 11 Madríd skýjaö 16 Mallorca léttskýjað 19 París heiðskírt 14 Róm Valencia léttskýjað 18 New York þokumóða 23 Nuuk þoka í grennd 5 Vín skýjað 16 Washington alskýjað 25 Winnipeg heiðskírt 14 ur. í dag verður suðvestlæg átt víðast 11° 11 r f ' AO ii° / 'F- morgun Sigurður Jónsson markaðsstjóri: Mikil aukning á notkun Internetsins „Internet hf. er hlutafélag sem var stofnað í maí í fyrra, i beinu framhaldi af félagsskap sem hét SURIS og var stofnaður að tilhlut- an Háskóla íslands og Hafrann- sóknastofnunarinnar, en þau komu á Internetsambandi til út- landa á fyrir átta til níu árum. Þegar stóru tölvufyrirtækin fara að koma inn er hlutafélagið stofn- að, þar sem það þýddi ekki lengur að hafa þetta sem einhvem félags- skap rannsóknastofnana. Hluthaf- ar urðu þeir sem höfðu verið að kaupa þjónustuna af SURIS, sem þýddi það að ríkisstofnanirnar áttu og eiga enn þá stærstan hlut í Maður dagsins fyrirtækinu, en um það hil 35 fyr- irtæki eiga einnig hlut,“ segir Sig- urður Jónsson, markaðsstjóri Intemets hf„ en fyrirtækið var í fréttum í síðustu viku vegna þess að Internetþjónustan við landið lá niðri vegna bilana í streng í út- löndum. Sigurður sagði að aukning á notkun á Internetinu heföi verið gífurleg að undanfömu og sagðist Sigurður Jónsson. varla eiga orð til að lýsa þessu: „Við íslendingar eram með mjög mikla notkun á Intemetinu þrátt fyrir að við séum í sérstakri að- stöðu. Annars vegar er það teng- ingin við útlönd sem færir okkur nær hinum stóra heimi og hins vegar er það að fjarlægðir eru miklar frá landinu og það er dýrt að fara í gegnum sæstreng og þar með er þjónustan mun dýrari en til dæmis ef við værum i miðjum Bandaríkjunum, en það hefúr þó tekist að halda verðinu niðri." Hjá Internet er verið að vinna að spennandi og skemmtilegu verkefni: „Við emm að fara að senda út hljóð, það er að segja að við erum með hjá okkur sérstakt forrit sem gerir okkur fært að setja inn tal og tónlist og senda út um allan heim. Til að mynda er Ríkisútvarpið með það helsta i fréttum tvisvar á dag og þá geta ís- lendingar hvar sem er í heiminum hlustað beint á fréttir gegnum Intemetið. Annað dæmi má nefna um tónskáld sem vill koma tónlist sinni á framfæri, þá getur það sett bút af laginu inn á netið til spilun- ar fyrir þá sem áhuga hafa.“ Sigurður er fjölskyldumaður og er eiginkona hans Dagný Guð- mundsdóttir og eiga þau tvö böm, Amar, 13 ára, og Sólvei^u, 11 ára. Fyrir átti Sigurður tvö börn, Jó- hann, sem er 22ja ára, og Lilju, 20 ára. Þegar minnst var á áhugamál sagði Sigurður að vinnan og áhugamálin færu mikið til saman: „Það má segja að öll fjölskyldan hafl áhuga á tölvunni, en á heim- ili mínu eru fjórar tölvur, en ann- ars hef ég áhuga á útiveru og gönguferðum og íþróttum." -HK Myndgátan Veggmynd Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. I>V Gönguferðir um Viöey eru í boði á laugardögum og þriðjudagskvöldum. Viðeyjarskoðun Eins og undanfarnar vikur býð- ur staöarhaldari í Viðey Reykvík- ingum og bæjargestum í gönguferð á þriðjudagskvöldum. í kvöld verð- ur önnur umferð í raðgöngu sum- arsins og verður gengið um Austu- reyna norðanverða. Lagður hefur verið ágæhu göngustígur með fram gamla tún- garðinum fyrir austan Viðeyjar- stofu og út á norðurströndina. Það- an liggur leiðin að austurodda Við- eyjar, þar sem Milljónafélagið hafði mikil umsvif í upphafi þessarar aldar. Enn þá sjást nokkur um- merki um flskverkunarhús og önn- ur mannvirki. Sérstök ferð verður úr Klettsvör kl. 20.30 og til baka að göngu lokinni. Útivera Dorgveiði í Hafnarfirði í dag stendur Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar fyrir dorg- veiðikeppni við Flensborgar- bryggju. Keppnin er ætluð bömum á aldrinum 6 til 12 ára og er keppn- in opin öllmn á þessum aldri. í fyrra voru þátttakendur um 450 og þótti takast vel. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn og flesta fiska. Er það Veiðibúð Lalla, Bæjar- hrauni, sem gefur verðlaunin. Keppnin hefst kl. 13.30 og henni lýkur kl. 15.00. Bridge í spili þar sem tígulliturinn skipt- ist nær eingöngu á tvær hendur er eðlilegt að áætla að önnur hvor höndin fari sér að voða í litnum. Spilið kom fyrir í landsleik Dana og Þjóðverja í keppni þjóða innan Evr- ópusambandsins fyrr á árinu. Sagn- ir gengu þannig í opnum sal með Danina í NS. Norður gjafari og NS á hættu 4 K7632 •* Á83 ♦ -- * G10764 Norður Austur Suður Vestur pass 2* pass pass pass Opnun austurs var „tartan" (Jón og Símon) sem lofaði minnst 5 spöð- um og 4+ spilum í öðrum hvorum láglitanna og undir opnunarstyrk. Það var freistandi fyrir Danann Morten Andersen að segja þrjá tígla á sexlitinn, en honum leist ekki vel á höndina þrátt fyrir punktana fimmtán. Hann hrósaði happi þegar hann barði blindan augum og var feginn að vera í vörn gegn þessum samningi. Sagnhafi fékk 8 slagi og 110 til Þýskalands. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Norður Austm- Suður Vestur pass pass 1 grand pass 2* pass 2* pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Á þessu borði ákvað austur að opna ekki á spilin og suður opnaði á einu grandi sem lofaði 15-17 punktum. Það var freistandi fyrir vestur að koma inn á tígullitinn, jafnvel hindra á þremur tíglum á hagstæðum hættum. En hann stillti sig um það og sagnir NS sigldu upp í þrjú grönd. Vestur spilaði út tígul- tíunni og sagnhafí drap strax á kóng og spilaði hjartakóngnum. Austur drap strax á ásinn og síðan tók vömin 5 slagi á spaða og tígulás. Þjóðverjarnir græddu því 5 impa á spilinu. ísak Örn Sigurösson * AG10 * 752 * ÁG10973 * 3 * K2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.