Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1996 Wlveran Eva segist hafa lært heilmikið á námskeiðinu. Hún dvaldist í eitt ár á íslandi fyrir 12 árum og hitti hér þýskan eiginmann sinn. Marti leiðbeinir hér einni norsku konunni og kennir henni handbrögðin. DV-mynd JAK Marti Michell, frægur bandarískur bútasaumskennari: Bútasaumur þarf ekki að vera tímafrekur - leggur áherslu á fljótlega og einfalda tækni „Mér fmnst mjög sérstakt að vera að kenna bútasaum á tveimur tungumálum á jafn litlu landi og ís- landi. Ég hef ferðast viða, þó aðal- lega um Bandaríkin, og tel konurn- ar hér vera vel samkeppnishæfar við þær bandarísku. Bútasaumur er þó auðvitað miklu þekktari og út- breiddari í Bandaríkjunum, enda upprunninn þaðan,“ sagði Marti Michell, einn þekktasti bútasaums- kennari Bandaríkjanna, sem hingað er komin til að kenna íslenskum og norskum konum handbrögðin. Marti, sem hefúr gefið út 13 bæk- ur um bútasaum, hannar einnig munstur fyrir stóra og þekkta fram- leiðendur. Sjálf byrjaði hún að sauma 8-9 ára gömul. „Ég er fædd í sveit og byrjaði mjög snemma að sauma mín eigin fót. Það er ekki síður gaman að sauma fatnað með bútasaumi þó teppin séu alltaf vin- sælust.“ Hún lætur vel af íslenskum kon- um sem nemendum og segir þær t.d. skilja ensku mun betur en þær norsku. „Og hér er mjög gott úrval af efnum. Það eru e.t.v. 10-20 versl- anir í öllum Bandaríkjunum með sambærilegt úrval og Virka svo ís- lendingar eru mjög vel settir." Aðspurð sagði Marti bútasaum ekki endilega þurfa að vera mjög tímafrekan. „Sú bókin sem ég hef einmitt selt mest af er bókin þar sem ég kenni þeim að sauma búta- saum sem ekki hafa tíma til að sauma bútasaum. Hún hefur selst í milljón eintökum um allan heim. Lykillinn er að notfæra sér ákveðna tækni sem gerir saumaskapipn bæði einfaldan og fljótlegan en læt- ur hann jafnframt líta vel út,“ sagði Marti. Til útskýringar sagði hún að konurnar saumuðu ekki saman einn og einn bút í einu heidur gerðu lengjur af bútasaumi sem þær síðan klipptu niður i ákveðin munstur. -ingo 15 norskar konur á bútasaumsnámskeiði íVirku: Komu með sauma- vélarnar sínar til íslands - fara í skoðunarferðir um ísland eftir að námskeiðinu lýkur „Ég hef lært heilmikið á þessu og kem örugglega til með að nýta mér það. Maður getur sjálfsagt líka lært þetta annars staðar en Marti er al- veg einstaklega skemmtilegur kenn- ari,“ sagði Eva Mahlo, norskur skrifstofumaður sem reyndar hefur búið í Þýskalandi sl. 12 ár. Eva er ein 15 norskra kvenna sem eru hingað komnar til að læra búta- saum í Virku af þekktum banda- rískum kennara, Marti Michell. Þær höfðu fyrir því að koma hingað með sínar eigin saumavélar til þess að sóa ekki tímanum í að læra á nýja vél. Aðdragandinn var sá að ein kvennanna kom til íslands í fyrra- sumar og kom i Virku. Þegar hún heyrði að þar væru haldin búta- saumsnámskeið með erlendum kennurum skrifaði hún um það í norskt bútasaumsblað og hvatti til þess að fjölmennt yrði á slíkt nám- skeið á íslandi. Maðurinn hennar var þeim innan handar því hann hefur áður komið hingað með hópa. Hann skipulagði skoðunarferðir í lok námskeiðsins, sem var stíft þriggja daga prógramm, og raunin var sú að færri komust að en vildu. Saumar mikð Eva segist sauma mikið og nær eingöngu fyrir sjálfa sig, en sumar konurnar á námskeiðinu ætla sjálf- ar að halda námskeið þegar heim er komið. „Hér er miklu meira úrval af bútasaumsefnum en ég hef áður séð og þau eru líka miklu ódýrari. Það munar um það því þetta er mjög dýrt áhugamál," sagði Eva. Eva hitti núverandi eiginmann sinn reyndar á íslandi fyrir 12 árum. „Þá var ég au-pair í Reykja- vík í heilt ár. Eftir að ég hitti mann- inn minn ferðuðumst við mikið um landið með Ferðafélaginu og Útivist en náðum aldrei að heimsækja ísa- fjörð. Við ætlum því að bæta úr því núna en maðurinn minn kemur hingað þegar námskeiðinu lýkur og við ætlum að eyða 4-5 dögum fyrir vestan.“ Konurnar læröu alls kyns tækni tengda bútasaumi og hugsuðu sér margar gott til glóöarinnar að notfæra sér hana þegar heim væri komið. DV-myndir JAK gtóí vs;r,R?ff t5 í r 1 1 ■flfeíyF V |gý;1 Aukablað um FERÐIR INNANLANDS Miðvikudaginn 24. jútí mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. í þessu blaði verður fjallað um útihátíðir um verslunar- mannahelgina. Efni blaðsins verður að öðru leyti tengt flestu því sem er á boðstólum vegna ferðalaga innanlands. Fjallað verður um afþreyingarvalkosti, viðlegu- og annan ferðabúnað ogýmsa athyglisverða staði og ferðamöguleika. Umsjón efnis hefur Ingibjörg Óðinsdóttir blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa íþessu aukablaði eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 á auglýsingadeild DV. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 18.jútí. ATH! Bréfsími okkar er 550 5727 V Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. _____________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.