Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 íþróttir Sjö mörk og 5 rauð spjöld - þegar Þróttarar lögöu ÍR naumlega, 4-3 1- 0 Heiðar Siguijónsson (5.) 2- 0 Þorsteinn Halldórsson (23.) 2-1 Kristján Brooks (53.) 2-2 Guðjón Þorvarðarson (63.) 2- 3 Guðjón Þorvarðarson (69.) 3- 3 Sigurður Hallvarðsson (72.) 4- 3 Hermann Karlsson (90.) Það vai' sannkallað marka- og spjaldaregn á Valbjamarvelli í gær- kvöldi þegar Þróttur lagði ÍR með miklum herkjum, 4-3, i 2. deildinni. Varamaðurinn Hermann Karlsson skoraði sigurmark Þróttar á loka- sekúndum leiksins en þá hafði síð- ari hálíleikurinn staðið yfir í 54 mínútur. ÍR-ingar fengu að líta sex gul spjöld í leiknum og fjögur rauð. Sig- urjón Hákonarson og Kristján Brooks voru reknir af velli undir lokin fyrir klaufalegar sakir og eftir lokaflautið fengu Kristján Guð- mundsson þjálfari og einn leikmað- ur í viðbót rauða spjaldið hjá Gísla Guðmundssyni fyrir mótmæli. Ágúst Hauksson, þjálfari Þróttar, hafði fengið rauða spjaldiö korteri fyrir leikslok. Úrslitin virtust ráðin í hálfleik eftir mikla yfirburði Þróttara en leikurinn snerist við á ótrúlegan hátt. ÍR náði forystu, 3-2, en Þrótt- arar jöfnuðu og knúðu fram sigur- inn þegar ÍR-ingar voru orðnir að- eins níu. Maður leiksins: Hermann Karlsson, Þrótti. -VS Erum i botnbaráttu - jafntefli hjá FH og Víkingi, 1-1 1-0 Davlð Ólafsson (44.) 1-1 Arnar Hrafn Jóhannsson (82.) „Ég held að við getum þakkað fyr- ir þetta stig. Við vorum ekki nógu einbeittir í síðari hálfleik og bökk- uðum þá of mikið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum í botnbaráttu og aðalmálið í dag er að komast af hættusvæðinu," sagði Helgi Ragnarsson, hinn nýi þjálfari FH, eftir 1-1 jafntefli við Víking í 2. deildinni í gærkvöldi. Leikurinn var kaflaskiptur og voru FH-ingar sterkari í fyrri hálf- leik og náðu forystu með laglegu marki Davíðs Ólafssonar eftir hom- spymu undir lok hálfleiksins. í síð- ari hálfleik tóku Víkingar völdin og leikurinn fór að mestu leyti fram á helmingi FH. Mark Víkinga lá lengi í loftinu en það var ekki fyrr en átta mínútum fyrir leikslok sem hinn 17 ára gamli Arnar Hrafn jafnaði met- in með laglegu skallamarki. Hjá FH léku Guðlaugur Baldursson, Haf- steinn Arnarson og Ólafur B. Stephensen best en hjá Víkingi voru Atlarnir Helgason og Einarsson mest áberandi. Maður leiksins: Atli Helgason, Víkingi. -GH Sanngjarnt jafntefli - Völsungs og Þórs á Húsavík, 1-1 DV, Húsavik: 1-0 Hjörtur Hjartarson (27.) 1-1 Hreinn Hringsson (44.) Völsungur og Þór skildu jafnir, 1-1, í frekar þófkenndum leik í 2. deildinni á Húsavík í gærkvöldi. Þórsarar sýndu þó aðeins meira í fyrri hálfleik en Völsungi tókst samt að skora á undan. Ásmundur Amarson fékk sendingu inn á víta- teig, sneri sér snöggt við og skaut og markvörður Þórs náði ekki að halda 2. deild Fram 8 5 3 0 25-7 18 Skallagr. 8 4 3 1 144 15 Þróttur, R. 8 3 4 1 20-15 13 KA 8 3 3 2 16-14 12 Þór, A. 8 3 3 2 9-16 12 Víkingur, R. 8 2 3 3 12-10 9 FH 8 2 3 3 9-10 9 Völsungur 8 2 2 4 10-14 8 ÍR 8 2 0 6 8-22 6 Leiknir, R. 8 1 2 5 8-19 5 Markahæstir Þorbjöm Atli Sveinsson, Fram ... 8 Þorvaldur M. Sigbjömsson, KA .. 7 Ágúst Ólafsson, Fram..........6 Sindri Grétarsson, Skallagr..5 boltanum og barst hann til Hjartar sem skoraði örugglega. Það var svo undir lok fyrri hálfleiksins sem Þórsurum tókst að jafna og það var Hreinn sem skoraði eftir mikla pressu Þórsara. Síðari hálfleikur var lítið fyrir augað, bæði lið fengu færi til að klára leikinn en þeim tókst ekki að nýta sér þau og var því sanngjamt jafntefli staðreynd. Maður leiksins: Ásgeir Bald- ursson, Völsungi. -GA Bræðurnir urðu Evrópumeistarar Páll Tómas og Jón Hrói Finns- synir leika ástralskan fótbolta í Danmörku, eins og fram kom í DV í gær, og um helgina spiluðu þeir með úrvalsliði þaðan gegn Englandi í London. Danir gerði sér lítið fyrir og unnu leikinn, 49-54, í jöfnum og spennandi leik og eru því Evrópumeistarar af því þessi íþrótt er ekki spiluð víða. Þetta telst ekki hátt skor, vanalega era skoruð 100-150 stig, en lið geta skorað mörk sem gefa annað hvort sex stig eða eitt, þannig að fimm stiga munur er alls ekki mikið. Bræðurnir skoruðu ekki en liðið stóð sig mjög vel. -JGG Knattspyrnufélagið Þróttur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 18. júlí í Þróttheimum, kl. 20.00. Umræðuefnið er „Þróttur í nýtt umhverfi“. Allt áhugafólk um eflingu félagsins er velkomið. Þá eru foreldrar bama og unglinga hjá félaginu hvattir til að mæta. Aðalstjórn Davíð fer ekki til Möltu DV, Suðurnesjum: Körfuknattleiksmaðm'inn Davíð Grissom hætti í gær við að taka tilboði um að þjálfa og leika með félagsliði á Möltu næsta vetur. „Þegar tilboðið kom fannst mér það ekki nógu gott til að fara þangað meö alla fjölskyld- una. Ég ætla að hugsa minn gang næstu daga, það gæti vel verið að ég færi út en svo kemur til greina hjá mér að hætta alfar- ið í körfuboltanum," sagði Dav- íð, sem lék með Keflavík síðasta vetur. -ÆMK Ottó til KA Ottó Karl Ottósson gekk í gær til liðs viö 2. deildar lið KA í knattspyrnu en hann hefur verið hjá Stjörnunni undanfarin tvö ár. Ottó hafði aðeins tvívegis komið inn á sem varamaður í leikjum Stjömunnar í 1. deild- inni í sumar en hann styrkir ef- laust lið KAvemlega í barátt- unni i 2. deild. -VS Tveir til Blika Breiðablik fékk tvo leikmenn til liðs við sig í gær. Halldór Páll Kjartansson, lykilmaður úr 3. deildar liði Ægis, er kominn í Kópavoginn ásamt Sigurði Frið- rikssyni, 19 ára pilti sem hefur verið hjá Elfsborg í Svíþjóð und- anfarin ár og spilað með ís- lenska unglingalandsliðinu. -VS Ómar í Gróttuna Grótta, sem vermir botnsæti 3. deildar, fékk góðan liðsauka í gær. Þangað eru komnir Ómar Bendtsen, fyrrum leikmaður KR og Fylkis, sem hefur verið í Dan- mörku, Gústaf Elí Teitsson frá Víkingi, Ragnar Egilsson frá Þrótti, R., og þeir Sæbjöm Guð- mundsson og Nökkvi Guð- mundsson frá KR. -VS Daníel og Unnar í Víöi Daníel Einarsson úr FH er kominn aftur í sitt gamla félag, Víði í Garði. Víðismenn kræktu i annan varnarmann í gær, Unn- ar Sigurðsson frá Keflavík. -vs Sirrý í Stjörnuna Kvennalið Stjömunnar fékk góðan liðsauka í gær þegar Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, einn reyndasti leikmaður Vals, gekk í raðir Garðabæjarliðsins. -VS Siguröur í Ægi Sigurður B. Jónsson, vamar- maðurinn reyndi, hætti i gær hjá FH-ingum og gekk til liðs við 3. deildar lið Ægis. Sigurður lék áður með KR og ÍA í 1. deildinni. -VS Gústaf í Leikni Gústaf Ómarsson, fyrrum fyr- irliöi Breiðabliks, er genginn til liðs við 4. deildar lið Leiknis á Fáskrúðsfirði. -VS Haule í uppskurö Davis Haule, enski sóknar- maðurinn hjá Víði í Garði, þarf að gangast undir uppskurð á hné og missir af næstu leikjum liðs- ins. -ÆMK Jaxlar í Aftureldingu Tveir gamalkunnir jaxlar úr Víkingi, Bjöm Bjartmarz og Jón Bjami Guömundsson, gengu í gær til liðs við 4. deildar lið Aft- ureldingar. -VS Sindri sigraði Sindri vann Einherja, 2-3, á Vopnafirði í D-riöli 4. deildar- innar í fyrrakvöld. Anthony Karl Gregory er kominn til Valsmanna á nýjan leik. Hann lék síðast með Hlíðarendaliðinu árið 1993 og var þá markahæsti leikmaður þess í 1. deildinni með níu mörk. Anthony Karl aftur til Vals Anthony Karl Gregory, sóknarmaður úr Breiðabliki, gekk í gærkvöldi frá fé- lagaskiptum yfir í Val og er löglegur með Hlíðarendaliðinu í dag. Gengið var frá skiptunum skömmu fyrir miðnættið, rétt áður en lokafresturinn rann út.. Anthony Karl, sem var að leika sitt annað timabil með Kópavogsliðinu, hafði ekki náð sér á strik í sumar, frek- ar en margir aðrir leikmenn liðsins, og vermdi varamannabekkinn í tveimur síðustu leikjum liðsins í deildinni. Hann er uppalinn Valsmaður og lék lengst af með Hlíðarendaliðinu, en einnig með KA um tíma, og sumarið 1994 spilaði hann með Bodö-Glimt i norsku úrvals- deildinni. Anthony er þritugur og á að baki 135 leiki í 1. deild og hefur gert þar 50 mörk. Hann hefur ennfremur spilað 5 lands- leiki og ef Anthony nær sér á strik getur hann styrkt Valsliðið verulega. -VS IR fær tvo leik- menn frá Derby - koma til landains á föstudag Tveir enskir knatt- spymumenn frá úrvals- deildarliði Derby County gengu í gær til liðs við 2. deildarlið ÍR-inga og spila með þvi út tímabilið. Þeir heita Ian Ashbee, 19 ára gamall vamarmað- ur, og Will Davies, tvítug- ur sóknarmaður. Hvorag- ur þeirra lék með aðalliði Derby á síðasta tímabili, Ashbee spilaði með vara- liðinu en Davies var að mestu frá vegna meiðsla. Tímabilið 1994-95 lék Davies hins vegar tvo lan Ashbee. leiki með Derby í 1. deild og Ashbee einn. Báðir eru þeir í 30 manna hópi Derby fyrir komandi tíma- bil. Þeir eru væntanlegir til landsins á föstudag og verða með ÍR-ingum gegn KA næsta þriðjudag. „Við höfum náð góðum tengslum til Derby og vonumst til þess að þau styrki starfíð hjá okkur verulega, ekki síst ung- lingastarfið. Leikmennimir munu að- stoða við æfingar yngri flokka og við Will Davies. munum jafnframt eiga þess kost að senda unga leikmenn til æfinga hjá Der- by. Leikmannahópurinn hjá Derby er það stór að forráðamönnum félagsins þótti tilvalið að leyfa þessum tveimur að spreyta sig á íslandi í tvo mánuði," sagði Stefán Jóhann Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar ÍR, í samtali við DV í gær. -VS ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1996 23 1. deild kvenna: Stjarnan stóð [i í Blikum Breiðabliksstúlkur hafa ekki tapað leik síðan í júní 1993 og virðist lítið geta stöðvað þær þessa dagana. Enn einn sigurinn bættist við hjá þeim í gær þegar þær sigraðu Stjörnuna, 0-4, í Garðabæ. Staðan var 0-0 í hálfleik. Gaf Stjaman Breiðabliksstúlkum aldrei frið í fyrri hálfleik og komust þær lítið áfram. En í seinni hálfleik kom fljótt i ljós hversu sterkt lið Breiðablik er. Ásthildur Helgadóttir skoraði á 56. mínútu, þá gerði Katrín Jónsdóttir tvö mörk og það var síðan Helga Ósk Hannesdóttir sem kláraði dæmið með fjórða markinu á síðustu mínútu leiks- ins. Stjömustúlkur börðust vel í leiknum og er allt annað að sjá til þeirra heldur en fyrr i sumar. Átti Breiðablik ekkert svar við baráttu þeirra enda komust þær ekkert áfram í fyrri hálfleik. Breiðablik hrökk samt í gang fljótlega í þeim seinni og gerði út um leikinn. Á Akureyri gjörsigraði KR lið ÍBA, 0-7. Olga Færseth skoraði tvö mörk sem og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Ólöf Helga Helga- dóttir, Olga Stefánsdóttir og Sara Smart skoruðu siðan eitt hver. Valsstúlkur sigruðu ÍBV ör- ugglega, 3-0, á Hlíðarenda með mörkum frá Bergþóra Laxdal, frisi Andrésdóttur og frisi Ey- steinsdóttur. ÍA fóra létt með Aftureldingu sem er stigalaust á botni Mizuno deildarinnar og endaði leikurinn 1-5 í Mosfellsbæ í gær. Áslaug Ákadóttir skoraði tvö mörk en Margrét Ákadóttir, Kristín Hall- dórsdóttir og Magnea Guðlaugs- dóttir skoruðu eitt hver. Eyrún Eiðsdóttir skoraði heimamenn. Staðan í deildinni: fyrir Breiðablik 7 7 0 0 35-3 21 KR 7 4 2 1 23-8 14 ÍA 7 4 2 1 19-8 14 Valur 7 4 2 1 17-9 14 ÍBA 7 2 1 4 9-20 7 Stjarnan 7 2 0 5 9-19 6 ÍBV 7 1 1 5 6-22 4 Afturelding 7 0 0 7 5-34 0 -ih/JGG íþróttir Magnúsi Pálssyni, þjálfara Fylkis, sagt upp störfum: Marteinn er efstur á blaði - fundar meö Fylkismönnum í dag Knattspyrnudeild Fylkis sagði Magnúsi Pálssyni, þjálfara 1. deild- arliðs félagsins, upp störfum sið- degis í gær - í kjölfar tapsins hrikalega gegn ÍAí bikarkeppn- inni í fyrrakvöld, 9-2. Leitin aö eftirmanni Magnúsar hófst strax og ljóst er að Marteinn Geirsson, sem þjálfaði Árbæjarlið- ið um árabil, er efstur á óskalista Fylkismanna. Þeir ræddu við hann í gærkvöldi, samkvæmt heimildum DV, og hann mun hitta stjómar- menn félagsins á fúndi í dag. Lík- legt er að þar skýrist, af eöa á, hvort Marteinn taki við Fylkislið- inu. Marteinn hefur verið 1 fríi frá þjálfun síðan honum var ságt upp störfum hjá Fram í byrjun tíma- bilsins 1995. Magnús Pálsson tók við Fylki fyrir tímabilið 1995 og undir hans stjóm vann liðið öraggan sigur í 2. deildinni í fyrra. Fylkir byrjaði Magnús Pálsson: Hefði viljað fá tækifæri til að rifa liðið upp. mjög vel í vor, vann Breiðablik, 6-1, í fyrstu umferð 1. deildarinnar en hefur síðan tapað öllum sex Marteinn Geirsson - ræðir við Fylkismenn í dag. leikjum sínum og svo bættist skell- urinn gegn Skagamönnum við. Engin uppgjöf hjá mér „Ég var kallaður á fund áðan og mér sagt að ákveðið hefði verið að láta mig hætta með liöið. Þaö er ekkert við því að ségja, fótboltinn er svona og við skiljum sáttir. Ég heföi hins vegar viljað fá tækifæri til að rífa liðið upp eftir skellinn á Akranesi og vonaðist til að fá tæki- færi til þess gegn Val í næstu um- ferð í 1. deildinni. Það var engin uppgjöf hjá mér, ég var tilbúinn að halda áfram. Ég er hins vegar svekktur yfir því að hafa ekki náð betri árangri í sumar því það býr margt í Fylk- isliðinu. Ég er ekki á því að við höfum ofmetnast við sigurinn á Breiðabliki, við voram að spila ágætisleiki eftir það en heppnin var ekki á okkar bandi,“ sagði Magnús í samtali við DV í gær- kvöldi. -VS Meistarar Vals byrja gegn FH Nú er ljóst að 1. deild karla í handknattleik hefst miðvikudag- inn 18. september. í fyrstu um- ferðinni mætast Valur-FH, Haukar-KA, Selfoss-Aftureld- ing, ÍBV-Grótta, Stjarnan-ÍR og Fram-HK. Keppni i 1. deild kvenna og 2. deild karla hefst hins vegar 5. október. -VS Liverpool reynir aö fá Poborsky Liverpool ætlar að bjóða í tékkneska knattspyrnumanninn Karel Poborsky á síðustu stundu og reyna þannig að fá hann til liðs við sig fremur en að hann fari til erkióvinanna í Manchest- er United. Poborsky mun. hitta forráðamenn Liverpool í dag en síðan talar hann við forráða- menn Manchester United á morgun. -JGG Houston tryggði sér Olajuwon Hinn 33 ára gamli körfubolta- maður Hakeem Olajuwon, sem spilar með Houston Rockets, hef- ur framlengt samning sinn um fimm ár og hljóðar samningurinn upp á 55-60 millj- ónir dollara. Olajuwon átti þrjú ár eftir af fjögurra ára samningi sínum en þar var smáklausa sem hefði getað gert hann frjálsan eftir næsta tímabil. -JGG Forsala á leik Vals og KR í kvöld mætast Valur og KR að Hlíðarenda í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Búist er við miklum fjölda áhorfenda og verður for- sala í Spörtu á Laugavegi 49 og í Ástund í Austurveri. Leikurinn hefst klukkan 20 en þarna eigast við þau lið sem hafa unnið bik- arinn í fimm skipti alls síðustu sex árin. / Aðkoma frá S Bústaðavegi líiastæðl Aöalvöllur Stórleikur umferðarinnar á Hlíðarenda í kvöld kl. 20 ^atu/jj OII á vo n\\W° Aðkoma frá Vatnsmýrarvej Aðkoma frá Öskjuhlíð 4*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.