Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996
Fréttir
Blóðug átök um hábjartan dag fyrir utan Duus-hús í Fischersundi á föstudag:
Stöðumælavörður beinbrotinn
í starfi og annar grýttur
Páll Pálsson, til hægri, veröur óvinnufær næstu vikurnar vegna líkamsárás-
ar sem hann varð fyrir í starfi síðdegis á föstudag. Hann og félagi hans, Jó-
hann Dagur Björnsson, hyggjast ræða við yfirmenn sína í dag um stöðu
þeirra í harðnandi heimi. DV-mynd JAK
- þriðja árásin á Pál Pálsson á tæpu ári - stöðumælaverðir orðnir verulega uggandi um öryggi sitt
Páll Pálsson, stöðumælavörður í
Reykjavík, rifbeinsbrotnaði og
hlaut slæm meiðsl á hendi og fram-
handlegg þegar bálreiður eigandi
bíls, sem hann var að leggja sektar-
miða á, réðst á hann í tvígang fyrir
utan Duus-hús í Fischersundi sið-
degis á föstudag. Stuttu áður en ráð-
ist var á Pál hafði flöskum verið
kastað að Jóhanni Degi Bjömssyni,
félaga Páls, sem var að leggja sekt-
armiða á annan bíl á sama stað.
Þetta er í þriðja skipti á tæpu ári
sem Páll verður fyrir árás í starfi.
Árásarmaðurinn á föstudaginn
komst undan á bil áður en lögregla
kom á vettvang en ljóst er hvaða
maður þar var að verki.
Skæöadrífa af kókflöskum
DV hitti Jóhann Dag og Pál á
heimili þess síðamefnda í gær:
„Ég var að skrifa bíl upp í
Fischersundi og kallaði í Pál og bað
hann um að hjálpa mér,“ sagði Jó-
hann Dagur. „Rétt á eftir lenti ég í
skæðadrífu cif kókflöskum úr plasti
sem splundruðust í kringum mig.
Sá sem það gerði stakk af um leið og
ég var búinn að láta hringja á lög-
regluna. Síðan settumst við Páll inn
í vinnubíl minn og ætluðum að bíða
eftir lögreglunni. Á meðan veltum
við fyrir okkur hvort Páll ætti að
skrifa upp annan bíl á sama stað og
við ákváðum að hann skyldi gera
það,“ sagði Jóhann Dagur.
„Ég gekk að bílnum og lagði miða
á hann,“ segir Páll. „Bíleigandinn
kom þá að mér, þandi út á sér
brjóstkassann og ég vissi ekki af
mér fyrr en hann hafði kastað mér í
götuna. Þetta gerðist mjög snöggt.
Ég staulaðist á fætur og ætlaði að
ganga að bíl Jóhanns en þá elti mað-
urinn mig og sveiflaði mér snögg-
lega upp að húsvegg. í þeim svifum
kom Jóhann út úr bílnum og maö-
urinn hljóp i burtu.“
Brotinn, bólginn og óvinnufær
„Þegar lögreglan kom á vettvang
var ég blóðugur og orðinn bólginn á
hendinni og skrámaður á fæti. Á
slysadeildinni kom síðan í ljós um
kvöldið að ég hafði rifbeinsbrotnað
og líkur eru á að ég sé líka handar-
brotinn. Ég verð óvinnufær næstu
vikumar," sagði Páll.“
Þetta er í þriðja skipti á tæpu ári
sem Páll verður fyrir árás í starfi.
Jóhann Dagur kveðst einnig hafa ít-
rekað orðið fyrir árás.
„Fyrir tæpu ári var ráðist á mig á
bOaplani skammt frá Ráðhúsinu. Ég
var við eftirlit og maður sem hafði
fengið miða frá öðrum stöðumæla-
verði réðst á mig og henti mér á göt-
una. Ég marðist þá á öxl og brjóst-
kassa.
í febrúar var ég síðan að leggja
sektarmiða á bíl i Bankastræti. Ég
var þá dreginn inn í Þingholtsstræt-
ið og skellt upp að vegg og haft í hót-
unum við mig,“ segir Páll.
Oröinn haröur heimur
Aðspurðir hvort þeir telji að
flkniefnaneytendur hafi ráðist á þá
á föstudag segja stöðumælaverðim-
ir að svo sé alls ekki. „Heimurinn er
bara orðinn svona harður," segir
Páll. „Aldurshópurinn frá 17 ára
upp í þrítugt er orðinn miklu harð-
ari en áður var. Við vitum líka til
þess að reynt hafi verið að aka
stöðumælavörð, stúlku, niður og
munaði litlu að illa færi því hún var
með far eftir hliðarspegil á bakinu á
eftir.“
„Spumingin er nú, hvar stöndum
við í svona málurn?" segir Jóhann
Dagur. „Við erum alveg vamarlaus-
ir og megum ekki verja okkur og í
raun ekki svara fyrir okkur heldur.
Við munum ræða þetta við yfír-
menn okkar á morgun (í dag) enda
getum við ekki sætt okkur við þetta
hlutskipti.“
Vitneskja liggur fyrir um hver
það var sem rifbeinsbraut Pál og
veitti honum áverkana á hendi og
upphandlegg. Þeir Jóhann Dagur
munu mæta hjá lögreglunni í dag og
leggja fram formlega kæru. -Ótt
Þrír menn voru handteknir vió Austurberg í Breiöholti á föstudagskvöldiö þar
sem þeir voru aö selja landa i bíl sínum. Hér er veriö aö leiöa mennina í lögreglu-
bíl. Mikiö magn af landa fannst í farangursgeymslunni I bíl þeirra. DV-mynd S
Danir fýrir utan gráa svæðið
Þrátt fyrir yfirlýsingar í dönsk-
um fjölmiðlum fóm engin dönsk
loðnuskip inn fyrir íslensku fisk-
veiðilögsöguna norður af Kolbeins-
ey í gær. Áhöfn TF-LÍF, þyrlu Land-
helgisgæslunnar, sá hins vegar til
fimm danskra loðnuskipa en þau
voru öll utan svæðisins.
Samkvæmt upplýsingum DV í
gærkvöld var ekkert sem benti sér-
staklega til að skipin færu inn fyrir
lögsöguna en viðræður íslenskra og
danskra stjórnvalda verður um mál-
ið á morgun, þriðjudag.
í samningi um loðnustofninn
milli íslands, Gænlands og Jan
Mayen eru grænlenskum, norskum
og færeyskum fiskiskipum heimil-
aðar veiðar með vissum takmörkun-
um í íslenskri lögsögu. Fiskiskipum
annarra þjóða, þar á meðal dönsk-
um skipum, hafa ekki verið heimil-
aðar veiðar innan íslensku lögsög-
unnar.
Niels Helveg Petersen, utanríkis-
ráðherra Dana, hefur sagt að sam-
kvæmt samkomulagi Dana og ís-
lendinga frá 1988 megi íslensk varð-
skip ekki taka dönsk skip að veið-
um á þessu svæði.
íslensk stjómvöld hafa haldið því
fram að í samkomulaginu frá 1988,
sem Danir hafa vísað til, felist eng-
in viðurkenning á rétti Dana til
veiða á hinu umdeilda svæði norður
af Kolbeinsey, heldur ekki að ís-
lensk varðskip geti ekki tekið dönsk
skip að veiðum á svæðinu. Hins
vegar segjast íslensk stjómvöld
virða það ákvæði í samningnum að
tilkynna dönskum stjórnvöldum
áður en gripið verður til aðgerða
gegn dönskum fiskiskipum á svæð-
inu. -S.dórAÓtt
- sjá nánar bls. 8.
Þú getur svarað þessari
spurningu meö því aö
hringja í sima 9041600.
39,90 kr. mlnútan
Já l IWB
ViH þú Guðmund Áma Stefánsson
sem bæjarstjóra Hafnarfjarðar?
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Aðstoðarlandlæknir um ástand heilsugæslumála í landinu:
Hættan eykst eftir
því sem tíminn líður
- heimilislæknar flykkjast á fund í Reykjavík
„Það skapast auðvitað gífurléga
alvarlegt ástand ef þeir sem em
mjög veikir, eða verða bráðveikir,
ná ekki í lækni. Það getur verið lífs-
hættulegt fyrir þann einstakling og
hættan eykst eftir því sem líður á.
Sérstaklega ef deilan harðnar og
menn fara í burtu af stöðunum,"
sagði Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir í samtali við DV.
Heimilislæknar flykkjast nú til
Reykjavíkur til að funda síðdegis í
dag á sérstökum landsfundi sem
þeir báðu sjálfir um að yrði hald-
inn. Þar er meiningin að ræða stöðu
mála, þ.e. þá staðreynd að flestir
þeirra hafa sagt upp störfum og
hvað taki við í framhaldi af því. Á
meðan em allflestar heilsugæslu-
stöðvar landsins ómannaðar lækn-
um og ástandið því mjög alvarlegt.
„Það er allt gott að frétta héðan
úr Smugunni og veiðin er heldur
betur að glæðast. Menn eru nú al-
veg í skýjunum eftir frekar dapurt
tímabil og það er bjart fram undan,“
sagði Kristinn Gestsson, skipstjóri á
Snorra Sturlusyni, við DV í gær en
skipið kom 1 Smuguna i fyrradag.
Þar eru nú um 30 skip og hefur
veiði gengið vel síðustu daga.
„Það er nóg af fiski hér núna og
okkur hefur gengið vel. Skipin hafa
verið að hífa 10-20 tonn af þorski í
hali á frekar stuttum tíma en menn
reyna að skammta sér aflann til að
fá ekki of mikið. Hér eru um 30 skip
og fleiri skilst mér að séu á leiðinni
hingað. Sjaldnast em þau öll að í
„Við ráðum ekki yfir þeim lækn-
um sem búnir em að segja upp stöð-
um sínum, þeir em frjálsir ferða
sinna. En það em hins vegar ein-
dregin tilmæli frá landlækni að þeir
haldi sig heima í héraði. Menn
verða svo að meta það sjálfir hvað
þeir gera,“ sagði Matthías.
Aðspurður sagði hann að um níu
læknar væru nú starfandi á Reykja-
víkursvæðinu sem ekki hefðu sagt
upp störfum, og nokkir úti á landi.
„Þeir hafa verið undir gífurlegu
álagi og staðið sig mjög vel. Þeir
sem eru starfandi við sjúkrahúsin
og eru jafhframt heilsugæslulæknar
verða náttúrlega að sinna þeim
störfum sem þeim em ætluð við
sjúkrahúsin og verða þ.a.l. heima,“
sagði Matthías.
Alls em það í kringum 10-20
einu því það kastar enginn aftur
fyrr en menn em famir að sjá fyrir
endann á þeim afla sem inn er kom-
inn. Þetta er stór og góður fiskur og
mun betri en á sama tíma undanfar-
in ár. Hér er blíðskaparveður dag
eftir dag og spáin er góð áfram. Við
höfum séð norsku strandgæsluna
fylgjast meö okkur í fjarlægð en
hún getur ekkert skipt sér af okkur
því við erum löglegir. Við erum al-
veg við norsku línuna og örlítið
inni í Smugunni. Við mættum vera
lengra inni í henni en við því er
ekkert að gera. Við kvörtum alla
vega ekki eins og staðan er núna,“
sagöi Kristinn enn fremur.
-RR
læknar sem ekki hafa sagt upp stöð-
um sínum þannig að langflestar
stöðumar era nú lausar. „Það er
undir stjórn hverrar heilsugæslu-
stöðvar komið hvort stöðurnar
verði auglýstar lausar, væntanlega
samkvæmt leiðbeiningum frá ráðu-
neytinu. Sjálfsagt þarf að auglýsa
þessar stöður hvort sem er, bara
formsins vegna,“ sagði Matthías.
„Eg hef nú ekki trú á því að það séu
mjög margir sem sæki um þessar
stöður, sérstaklega ekki þeim sem
brennur mest á úti á landi," bætti
hann við. -ingo
Stuttar fréttir
íslendingur til Bosníu
Eva Klonowski er á leið til Bosn-
íu til að stjórna uppgrefti úr fjöl-
dagröfum þar. Búist er við að erfitt
verði að bera kennsl á líkin. RÚV
sagði frá.
Mannerföafræðistofa
Bandarískir fjárfestar hafa
ákveðið að leggja um 700 milljónir
króna í rannsóknarstofu í mann-
erfðafræðum hér á landi. Þegar er
búið að ráða nokkra starfsmenn og
leigja húsnæði. Stöð 2 sagði frá.
Biskup íslands braut lög
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
segir biskup íslands ekki hafa far-
ið að lögum vegna umsóknar guð-
fræðings um embætti. RÚV sagði
frá.
Klakkur á leið heim
Togarinn Klakkur er fyrstur ís-
lensku skipanna á leið heim úr
Smugunni með fúUfermi, um 130
tonn af fiski. Sjónvarpið sagði frá.
-ilk
Góð veiði í Smugunni:
Menn alveg í skýjunum
- segir Kristinn Gestsson skipstjóri