Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Side 12
12 MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996 Spurningin Hvaða land utan íslands finnst þér áhugaverðast? Sigríður Guðmundsdóttir lag- ermaður: Italía. Kristjana Guðmundsdóttir ritari: Þessa stundina er það Norður-Nor- egur þvi þar býr dóttir mín. Ólafur Lárusson kennari: Grikk- land. Magnea Hjálmarsdóttir: Spánn. Hjálmar Þór Amarsson: Ítalía, ég held alltaf með þeim. Guðný Leifsdóttir, heimavinn- andi: Spánn vegna sólarinnar og hitans. Lesendur Launþegafélögin óvirk og gagnslaus - burt meö forystumennina Þingfulltrúar ASI bera fram mótmæli viö Alþingi. - Sýndarmennska foryst- unnar til að halda völdum? Magnús Magnússon skrifar: Hver trúir því að forystumenn launþegafélaganna á íslandi geti orðið að liði eftir það sem á undan er gengið? Hvers vegna hafa for- ystumenn launþegafélaganna ekki verið fordæmdir fyrir að semja svo hrapallega af sér fyrir hönd skjól- stæðinga sinna sem raun ber vitni? Að semja um afnám vísitölubind- ingar launa en láta verðtryggingu á langtímalán afskiptalausa er ekkert annað en svik við launþegana. í besta falli óafsakanlegur fábjána- háttur. Og nú eigum við að bíða til áramóta eftir hugsanlegum nýjum samningum. Og auðvitað bara hugs- anlegum. Því hver trúir þvi að þeir sömu menn og nú eru í forsvari fyr- ir launþegum geti samið um eitt eða annað? Á síðasta þingi Alþýðusambands íslands, sem allir eru nú sammála um að hafi verið marklaus skvald- urssamkoma, urðu mikil átök við kjör í valdastöður. Þar fór t.d. Versl- unarmannafélag Reykjavíkur hall- oka. En VR greiðir nú um 60 millj- ónir króna til ASÍ á kjörtímabili. Samstaða innan ASÍ er í raun minni en engin. Og enn hefur engin skýr afstaða verið tekin um það hvernig eða um hvað eigi að semja i áramótasamningum við vinnuveit- endur. - Aðeins klifað á því jafna verði kjörin og bæta stöðu láglauna- fólks! Hversu oft höfum við ekki heyrt þessi slagorð? Eða hvers vegna ættum við að trúa því nú að einhverjir ASÍ-samningamenn geti tryggt að forsendur samninga verði með þeim hætti að þeim megi segja upp ef markmið þeirra nást ekki? Það var ekki gert síðast og verður eflaust heldur ekki nú. - Ekki með núverandi forsustumönnum. Forystumenn launþegasamtak- anna hafa farið fyrir hópi þingfull- trúa á ASÍ-þingi og mótmælt fyrir framan Alþingi. Allt sýndar- mennska sem er liður í því að halda forystunni meira og minna óbreyttri. Sannleikurinn er bitur. Hann er sá að launþegar hafa verið blekktir árum saman og þær blekk- ingar virðast engan endi ætla að taka. Síðasta „embættisverkið"? Helgi Kristjánsson skrifar: Mikið bar á því við forsetaskiptin að fjölmiðlar tíunduðu hve vel væri við hæfl að síðasta „embættisverk" frú Vigdísar sem forseta íslands væri að afhenda skógræktarfólki fjárupphæð sem það hafði sjálft safn- að til stofnunar Fræbanka íslands. Hér er á ferðinni enn einn mis- skilningurinn um embætti forseta ís- lands. Þessi afhending er alls ekkert embættisverk forsetans. Embættis- verk forseta vinnur hann öll á ábyrgð ráðherra. Þau eru talin upp í stjómarskrá og eru ekki fleiri en þar greinir. Það er ekki „embættisverk“ forseta íslands þótt einkaaðilar úti í bæ fái forseta til að mæta hér og þar, segja nokkur orð við opnun málverkasýn- ingar, taka við eintaki af nýútko- minni bók (sem fær þar með margra mínútna auglýsingu í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna) eða að ræsa þátttakendur í viðavangshlaupum. - Allt þetta eru atburðir sem koma embættisskyldum forseta íslands ekkert við. Það hefur aukist mjög upp á sið- kastið að þjóðhöfðinginn taki slík verk að sér og er víst ekkert við því að gera. Bendir margt til þess að þetta muni stóraukast nú á næst- unni. Þetta eru hins vegar sjálfstæö- ir atburðir sem sú persóna sem gegn- ir forsetaembætti hverju sinni ákveður að leggja nafn sitt við en eru alls ekki embættisverk forseta íslands. Skerðing tryggingabótanna - vinnubrögðin vekja fyrirlitningu Steinar Guðjónsson skrifar: Sem kjósandi núverandi ríkis- stjómar er ég mjög hneykslaður að taka á móti bréfl eins og því er ég fékk í byijun júlí sl. frá Trygginga- stofnun rikisins. En í því bréfi er mér tilkynnt um stórfellda skerð- ingu á tryggingabótum mínum, frá og með 1. ágúst síðastliðnum að telja. Vart þarf að taka fram að núver- andi heilbrigðisráðherra muni vera frumkvöðull að þessum aðgerðum, ásamt meðreiðarsveinum sínum í núverandi ríkisstjórn. Ég tel það í QJ§[DÖ[M þjónusta allan sólarhringinn ^ - eða hringið í síma 1^650 5000 rvíilli kl. 14 og 16 hæsta máta lágkúrulegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með þessum hætti og í skjóli þess að viðkomandi aðilar hafa ekki bol- magn til að bera hönd fyrir höfuð sér. Á meðan ég taldist fullgildur á vinnumarkaði skapaði ég mér all- góð lífeyrissjóðsréttindi og fyrir það verð ég nú að gjalda. En ég varð skyndilega meira en 75% öryrki, m.a. vegna vinnuslyss. Ég hélt satt að segja að nóg hefði verið komið af skerðingarákvæðum á tryggingabætur áður en núver- andi ríkisstjórn íhalds og Fram- sóknar settist að völdum. Töluðu enda „sumir“ í öðrum dúr fyrir síð- ustu kosningar varðandi þessi mál og lýstu eðlilega hneykslun sinni á vinnubrögðum fyrirrennara sinna. Nú hefur reynslan orðið önnur. Það er því ljóst að orð og athafnir fara ekki alltaf saman hjá núverandi stjórnendum þessara mála og finna nú hvergi fjármuni nema hjá þeim sem minnstu hafa úr að spila. Ég vil lýsa fyrirlitningu minni á svona vinnubrögðum enda dæma þau sig sjálf. - Verst af öllu er að þurfa að sætta sig við það að hafa látið blekkjast af fagurgalanum fyr- Finnast nú ekki fjármunir nema hjá þeim er minnstu hafa úr að spila, eldra fóiki og lífeyrisþegum? ir síðustu kosningar og þurfa að bíta í það súra epli að hafa greitt at- kvæði gegn eigin hagsmunum. I>v Hvar voru prestarnir? Sigurjón Jónsson skrifar: Ég er undrandi á fjölmiðlum sem fjalla um útihátíðirnar og furða sig á afskiptaleysi hinna fullorðnu, að þeir skuli ekki spyrja t.d. prestana hvar þeir hafi verið. Á það ekki að vera hlutverk þeirra að vera á meðal fólksins? Var hér ekki verk að vinna fyrir þá? Ég man þá tið þegar séra Árelíus Nielsson tíðk- aði að ganga á milli veitingahús- anna, fara inn á barina og taka menn sem voru illa á sig komnir tali og hafa forgöngu um að koma þeim í húsaskjól, ýmist til síns heima eða annars staöar, t.d. á góðgerðarstofnunum. Þetta er liðin tíð. Prestar hafa víst öðr- um hnöppum að hneppa, hjá sér eða á öðrum. Er VR stein- dautt? Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég er gáttaður á því að á sjálf- an frídag verslunarmanna gátu sumar verslanir auglýst grimmt að það væri opið til 22 eða 23 að kvöldinu. VR gerir ekkert þótt þessi frídagur verslunarmanna sé smánaður með þessum hætti. Fólk sem vinnur á svokölluðum svertingjalaunum er látið vinna allt til kl. 23 öU kvöld og VR ger- ir ekkert til að stöðva ósómann. Hvað þarf tU að vekja VR til lífs- ins? Bakarar stóðu sig illa Halldóra sknfar: Mér fannst bakarastéttin standa sig frámunalega Ula yfir verslunarmannahelgina. Þeir lokuðu allflestir 2 daga í röð (sunnudag og mánudag), sumir á laugardaginn líka. Aðeins eitt bakarí fann ég opið á sunnudeg- inum, vestur i JL-húsinu. í ein- hveiju dagblaði sá ég Bakaríið i Suðurveri auglýst opið frá kl. 10-16 á sunnudeginum. En þar var líka harðlokað. Þetta er auð- vitað engin þjónusta við almenn- ing hér í borginni. En bakarar hafa sína hentisemi, kúnninn skiptir ekki neinu máli lengur. - Og bakarísvörum fer sífeUt hrak- andi. Vilja Svíar borga meira? Hallgrimur Hallgrímsson skrifar: Ég las frétt um þaö í Morgun- blaðinu að nú vUdu Svíar borga meira tU þess að fá betri heU- brigðisþjónustu. Jæja, segi ég nú bara - á þetta nú að hrífa á ís- landi? Á nú að gera tilraun til að sætta okkur við enn meiri skatta tU að heUbrigðiskerfið fái enn eina innspýtingu og allir haldi vinnu sinni, t.d. á Sjúkrahúsi Reykjavíkur? Svona nokkuö er stundum reynt: að vitna í aðrar þjóðir og segja að þar hafi þetta eða hitt gefist vel. Ég neita hins vegar alfarið að greiða krónu meira tU heUbrigðismálanna hér, þau eru komin úr böndun- um og nú er aðeins eitt ráð eftir - sparnaöur, og hann öflugur. Nýjan formann Alþýðu- bandalags Guðjón hringdi: Ég er þess fuUviss að flokkur- inn minn, Alþýðubandalagið, nær sér ekki verulega upp úr öldudalnum fyrr en sterkur for- maður tekur við stjórn hans. Ég veðja á Kristin H. Gunnarsson alþm. sem næsta formann og hann þyrfti helst aö taka við sem fyrst. Kosningar kunna að verða boðaðar fyrr en menn ætluðu og þá er ekki gott að vera með hlut- lausan eða atkvæðalítinn for- mann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.