Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1996, Síða 18
18
MÁNUDAGUR 12. ÁGÚST 1996
Fréttir
JDV
Umferöarlögin mismuna fólki og eru hagstæöari þeim sem eru undir 17 ára aldri:
Að aka réttindalaus þarf
ekki að hafa áhrif á bílpróf
- auövitaö spurningarmerki hvort breyta á lögunum, segir lögfræöingur lögreglustjóra
Unglingur sem ekur bíl réttinda-
laus og fær fyrir það dóm getur tek-
ið bílpróf, svo framarlega sem „öku-
leyfissvipting", sem hann fær hjá
dómara, verður runnin út þegar
hann verður 17 ára. Með öðrum orð-
um þá þarf ökuprófsleyfið ekki að
frestast þrátt fyrir brotið sem hann
framdi.
Sturla Þórðarson, lögfræðingur
hjá Lögreglunni I Reykjavík, sagði í
samtali við DV að það væri „auðvit-
að spurningarmerki" hvort það
myndi fæla ungt og reynslulaust
fólk frá því að aka áður en það öðl-
aðist ökuréttindi ef lögunum yrði
breytt.
Þann 1. apríl voru billyklarnir í
kveikjulásnum í ólæstum bíl við
Grófarsel í Breiðholti. 15 ára piltur,
íbúi á Hellu, tók bílinn þá trausta-
taki og ók honum að Eddufelli þar
sem lögreglan reyndi að stöðva
hann. Pilturinn sinnti því ekki og
ók á ofsahraða að Vesturbergi þar
sem hann reyndi að komast undan á
hlaupum en lögreglan náði honum.
Málið var síðan dæmt hjá Héraðs-
dómi Suðurlands þann 3. júlí. Þá
voru 5 dagar þar til pilturinn yrði
16 ára og rúmt ár þar til hann gæti
öðlast ökuréttindi. Niðurstaða
dómsins var sú, samkvæmt þeim
lögum sem gilda, að pilturinn var
dæmdur til að greiða 25 þúsund
króna sekt í ríkissjóð og var síðan
sviptur ökuréttindum í 6 mánuði
samkvæmt 101. grein umferðarlaga.
Dómurinn sem er alls ekkert
einsdæmi, að sögn Sturlu, þýðir því
að umrædd ökuleyfissvipting renn-
ur út um hálfu ári áður en pilturinn
verður 17 ára. Sturla sagði í samtali
við DV að samkvæmt lögunum
væru ekki efni til að fresta öku-
prófsleyfi þeirra sem fremja hlið-
stæð brot. Ef hins vegar hefðu verið
tveir mánuðir þangað til pilturinn
hefði orðið 17 ára hefði ökuleyfis-
sviptingin runnið út er hann yrði 17
ára og 4ra mánaða - þá fyrst hefði
hann leyfi til að taka bílpróf.
Sturla benti hins vegar á að 16
ára unglingur gæti haft próf á
skellinöðru eða minni vél og yrði
samkvæmt framansögðu því sviptur
50 milljónir í
Faxabryggju
DV, Akraneai:
Þessa dagana er unnið hörð-
um höndum við framkvæmdir á
Faxabryggju á Akranesi. Verið
er að setja niður stálþil og
stækka bryggjuna með uppfyll-
ingu og endumýja. Þetta eru
framkvæmdir upp á um 50 millj-
ónir króna og er það Skóflan hf.
á Akranesi sem vinnur verkið.
Að sögn Jóns Pálma Pálmason-
ar, starfandi bæjarstjóra, er með
þessum aðgerðum verið að end-
urnýja löndunaraðstöðuna fyrir
Sementsverksmiðjuna því bryggj-
an var orðin léleg. Einnig er gert
ráð fyrir að með þessum fram-
kvæmdum muni aðstaðan við
Faxabryggju og i höfninni lagast,
bryggjan stækkuð og með því
skapast betra viðlegurými. -DVÓ
Csipmaj
RÚLLUBINDIVÉL KR. 829.000,-
KORNVALS KR. 165.000,-
AFRÚLLARI KR. 89.000,-
Hilmir ST 1 veröur geröur upp sem safngripur.
DV-mynd Guöfinnur
Byggðasafn Stranda- og Húnavatnssýslna:
Oskað eftir endurskoð-
un á stofnsamningi
SLAM
DISKASLÁTTUVÉL KR. 279.000,-
HEYÞYRLA KR. 232.000,-
STJÖRNUMÚGAVÉL KR. 186.000,-
Hjólamúgvél kr. 93.500,-
Sturtuvagn 8t. kr. 425.000,-
FRAMBEISLI frá KR. 180.000,-
DV, Hólmavík:
Úrbætur í samgöngumálum, átak
í ferðamálum ásamt betri merkingu
leiða inn í sýsluna og innan hennar
og menningarveisla þessa sumars
voru meðal viðfangsefna aðalfundar
héraðsnefndar Strandasýslu sem
haldinn var nýlega á Café Riis á
Hólmavík.
Á aðalfundi sýslunefndar
Strandasýslu 1958 er fyrst fjallað um
stofnun byggðasafns Húnavatns-
sýslna og Strandasýslu þegar erindi
þess efnis berst frá Átthagafélagi
Strandamanna og Húnvetningafé-
laginu í Reykjavik. Fyrsta fjárveit-
ingin var af hendi reidd ári síðar
eða 1959, kr. 1.000 (eitt þúsund) en
safninu var komið á fót stuttu síðar
með mikilli söfnun muna í sýslun-
um þremur. Frá 1959 hafa verulegir
fjármunir verið veittir til byggða-
safnsins á Reykjum við Hrútafjörð.
Staðsetning safnsins hefur nær alla
tíð átt sér andmælendur nokkra,
sem telja að varðveisla muna úr
Strandasýslu verði að gjalda fyrir
verustað safnsins.
Víst er að á mörgum undanförn-
um árum hefur lítil sem engin söfn-
un eða varðveisla muna farið fram í
Strandasýslu og þar með er þeirri
hættu boðið heim að á seinni tímum
kunni að vanta kafla í byggða-, at-
vinnu- og menningarsögu hennar.
Á síðasta aðalfundi héraðsnefnd-
ar var óskað eftir endurskoðun á
stofnsamningi Byggðasafnsins. Síð-
an þá hefur það gerst að eitt elsta
skip íslenska flotans, sem var með
gilt haffærisskírteini til skamms
tíma, Hilmir ST 1, hefur verið tekið
á land og bíður þess að verða gert
upp sem safngripur en byggðasafnið
hefúr á hendi faglega umsjón með
varðveislu skipsins. Margra von er
að hér sé farið af stað með minja-
vörslu sem færa kann út kvíarnar á
komandi árum. Af þeirri ástæðu
meðal annars var ekki orðið við
50% hækkunarbeiðni frá stjórn
byggðasafnsins að Reykjum en
framlag héraðsnefndarinnar fyrir
þetta ár verður 350.000 en aðeins eitt
verkefni fékk hærri fjárveitingu að
þessu sinni frá héraðsnefnd.
9 0 4 • 5 0 0 0
Verð aðeins 39,90 mín.
*
réttindum til að aka slíkum tækjum
eða öðlast réttindi á þau með prófi.
Hann benti jafnframt á að sam-
kvæmt þessu kæmi það í raun verr
út fyrir þá sem eldri eru en 17 ára,
hvort sem þeir eru með ökuréttindi
eða ekki, að vera sviptir ökuréttind-
um. Þeir sem hafa prófið missa það
vissulega en þeir sem ekki hafa það
verða að biða jafn lengi og „ökuleyf-
issviptingin" kveður á um með að
taka bílpróf.
-Ótt
Sementsverksmiðj an:
Ágóði af
sölunni
fari í að
bæta at-
vinnulif á
Akranesi
DV, Akranesi:
Guðmundur Vésteinsson, full-
trúi Alþýðuflokksins í bæjarráði
Akraness, hefur lagt fram tillögu
í bæjarráði í kjölfar þess að iðn-
aðarráðherra hefur staðfest að
undirbúningur fari fram á veg-
um stjómvalda að selja hlutafé í
Sementsverksmiðjunni hf.
Komi til sölu ríkisins á hluta-
fénu er það skýlaus grundvallar-
krafa, segir í tillögu Guðmundar,
að fullkomlega verði fyrir því
séð að rekstur hennar verði
tryggöur til frambúðar að öllu
leyti. Inntaki samninga og kvaða
er varða skyldur verksmiðjunn-
ar gagnvart umhverfi og bæjar-
félagi svo og starfsfólki verði í
engu haggað án samkomulags
viö viðkomandi aðila þar um.
Akraneskaupstaö og öðrum
aðilum verði veittar allar tiltæk-
ar upplýsingar um framvindu
þess. Fullt samráð verði við þá
haft og þeim veitt tækifæri til að
tjá sjónarmið sín og skoðanir. Á
sínum tíma lagði Akraneskaup-
staður fram án endurgjalds verð-
mæt landsvæði og aðra aðstöðu
til að greiða fyrir uppbyggingu
og rekstri Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi.
Því telur bæjarráð ástæðu til
þess að tilteknum hluta af vænt-
anlegu söluandvirði hlutafjár
Sementsverksmiðjunnar verði
varið til aðgerða sem að gagni
mega koma til að efla atvinnulíf,
þjónustustarfsemi og bæta sam-
göngur í þágu Akraness og ná-
grannabyggða. Tillögunni var
vísað til umfjöllunar í atvinnu-
málanefnd Akraneskaupstaðar.
-DVÓ
Þú þarft aðeins eitt símtal
í Lottósíma DV til að fá nýjustu
tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó
og Kínó ?
9 0 4 - 5 0 0 0
Nytt handverkshus á Sólheimum
Verið er að reisa nýtt handverks-
húsi, Ingústofu á Sólheimum í
Grímsnesi. Húsið er nefnt eftir Ingu
B. Jóhannsdóttur sem verið hefur
ötull stuðningsmaður Sólheima, en
hún tók fyrstu skóflustunguna fyrir
skömmu.
I nýja handverkshúsinu verða
vefstofa, listasmiðja, leirbrennsla og
vinnsla jurta. Ingustofa verður 407
fermetrar að grunnfleti og annað
tveggja handverkshúsa fyrir at-
vinnu fatlaðra á Sólheimum.
Á síðasta ári var lokið við bygg-
ingu Ólasmiðju en þar er m.a. kerta-
gerð og trésmiðja. Áætlaður bygg-
ingatími er fjögur ár og stefnt að því
að húsið verði tilbúið 5. júlí árið
2000, en þá verða liðin 70 ár frá
stofnun Sólheima. Arkitekt Ingu-
stofu er Árni Friðriksson en þetta
er ellefta húsið sem hann hannar á
Sólheimum.