Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Préttir Fórnarlamb hnífaárásarinnar að braggast: Þetta var ekkert annað en morðtilraun - segir fórnarlambiö, Kári Þór Arnþórsson „Það er út í hött þegar strákurinn talar um sjálfsvöm. Maður hleypur ekki til, nær í hníf og rekur hann í brjóstið á einhverjum í sjálfsvöm. Þetta var ekkert annað en morðtil- raun,“ segir Kári Þór Amþórsson, 21 árs fómarlamb hnífaárásar í Barmahlíð um liðna helgi. Hnífslag- ið kom rétt við hjartað og losnaði Kári af gjörgæsludeild í gærmorg- un. Hann segist allur vera að bragg- ast. Kári segist aldrei hafa séð ára- ásarmanninn fyrr, 17 ára karlmann af taílenskum ættum. Kári segir það ekki rétt sem árás- armaðurinn og vinir hans halda fram að hann og félagi hans hafi verið að abbast upp á þá. „Við vorum þama að leita að partii sem við vissum af í hverfmu þegar þessi maður kom akandi, með fullan bíl af fólki, og ók eiginlega á okkur þegar viö ætluðum yfir göt- una. Hann hélt síðan áfram, fór inn i hús og þegar við gengum þar hjá kom hann, ásamt vinum sinum, út og fór að abbast upp á okkur.“ Kári Þór segir strákinn hafa und- ið sér að vini hans og spurt hvort hann ætti eitthvað bágt. Sá hafi svarað með álíka spumingu og sak- að manninn um að hafa verið að reyna aö keyra á þá. „Þá fór hann bara að æsa sig og rífa kjaft og ég sagði honum bara að koma sér í burtu. Þá sagði hann við mig: „Viltu verða stunginn? Viltu verða stunginn?" Síðan hljóp hann inn í bíl, náði í hníftnn og stakk mig. Ég trúði því ekki að hann hefði stungið mig og hélt að hann hefði bara barið mig í brjóstið. Ég hlýt að hafa sjokkerast rosalega við að sjá allt blóðið því ég fann ekki fyrir sársauka," segir Kári. Kári Þór segist þá hafa hlaupið út á Miklubraut til þess aö finna ein- hvem til þess að keyra sig á sjúkra- hús. Eftir nokkrar tilraunir hafi leigubílstjóri stoppað og komið hon- um á slysadeild. Hann vill senda leigubílstjóranum bestu þakkir fyr- ir aðstoðina en segir ekkert óeðli- legt við það þótt fólki vilji ekki stoppa fyrir alblóðugum manni. Það sé skiljanlega hrætt og vOji ekki skipta sér af sUkum málum. „Ég var heppinn því hnífurinn straukst við lungu og hjarta. Himn- an sem umlykur hjartað skaddaðist og eitthvað blæddi inn fyrir en þetta er allt á réttri leið.“ Kári segist aldrei hafa lent í neinu svipuðu og segir lærdóm sinn eftir atgang helg£u-innar vera þann að fólk sé hvergi orðið óhult í borg- inni. Hann átti von á því að losna af sjúkrahúsi í dag eða á morgun. „Þetta hefur auðvitað haft mikil áhrif á ættingjana og þeir hafa flykkst hingað til mín, sem er auð- vitað hið besta mál. Það versta er að missa svona mikið úr vinnu en ég hef verið að vinna með götuleikhúsi Hins hússins,“ segir Kári Þór Am- þórsson. Hann vildi af tillitssemi við aðra sjúklinga á deildinni ekki fá ljósmyndara i heimsókn. Sem kunnugt er hefur árásarmað- urinn verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 18. september. Hann mun ekki hafa komið við sögu lög- reglunnar áður. -sv Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Á að fá 60 milljónir af flugmálaáætlun „Það er verið að tala um að skerða flugmálaáætlunina um 10 til 20 miUjónir sem er svo sem varla til að tala um, en þar að auki er verið að gera samning um að 60 milljónir króna fari af flugmálaáætlun í bygg- ingu Flugstöövar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Ég veit að þaö er mjög umdeild ákvörðun meðal al- þingismanna. Menn segja að það sé ekki heimilt samkvæmt lögum að taka fé af flugmálaáætlun til Flug- stöðvar Leifs Eirikssonar,“ sagði Kristján Pálsson alþingismaður, sem sæti á í samgöngunefnd Alþing- is, í samtali við DV. Hann bendir á að það hafi komið fram hugmynd síðastliðinn vetur, þegar vandi flugstöðvarinnar var til umræðu í þinginu, að taka fé af flugmálaáætlun til flugstöðvarinn- ar. Við það var hætt vegna þess að menn töldu það ólöglegt. Ef gera á þetta nú þarf því að breyta lögum. „Eg hef alla tíð lagt á það mikla áherslu að það veröi að leysa fjár- hagsvandamál Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Það er algerlega óviðun- andi að þessi lífæö ferða- mennskunnar sé í endalausum fjár- hagsvanda og allar aðgerðir séu skomar við nögl. Og til að mæta þörfum ört vaxandi ferðamennsku er verið aö leggja æ þyngri byrðar á herðar þeirra sem reka þjónustu í flugstöðinni. Þetta gengur einfald- lega ekki lengur að mínum dómi. Menn segja að þaö gangi ekki að taka þetta fé af flugáætlun. En það verður að taka með í reikninginn að nær allar tekjur til flugáætlunar koma af rekstri flugstöðvarinnar, lendingargjöldum og farþegum. Þess vegna þykir mér réttlætanlegt að taka tímabundið fé af flugáætlun til að leysa fjárhagsvanda stöðvar- innar,“ sagði Kristján Pálsson. -S.dór Guðmundur Þorsteinsson varaformaður og Guðmundur Lárusson formaöur Landssambands kúabænda í sólskin- inu á Hallormsstað þar sem landsfundur sambandsins fór fram. Á fundinum var rætt um innflutning á norsku kúa- kyni til landsins, en búfjárræktarnefnd telur að það kyn henti vel hér á landi og sé afurðameira en íslenska kúakyn- iö. Miklar umræöur fóru fram um þessar innflutningshugmyndir á fundinum. DV-mynd Sigrún Björgvinsdóttir Dagfari Husvorðurinn í Hveragerði Eins og annars staðar í bæjar- og sveitarfélögum landsins tókust á pólitískir andstæðingar í sveitar- sljómarkosningunum í Hveragerði fyrir tveim árum. Þar vora tveir listar í framboöi, annars vegar listi sjálfstæðismanna og hins vegar sameinaður listi annarra flokka. Nokkurs konar R-listi þeirra Hver- gerðinga. Sjálfstæðismenn gerðu ekki sömu mistökin og reykvískir sjálfstæðismenn. Þeir gerðu það heldur ekki endasleppt og náðu fjórum mönnum af sjö í bæjar- stjórnina. Þar réði eflaust mestu að Sjálfstæðisflokkurinn í Hverageröi hafði Knút Bruun, lögfræðing og listaverkasala, í efsta sæti og hann trekkti og kom, sá og sigraði. Síðan hefur Knútur stýrt sínum meirihluta af röggsemi eftir því sem best verður séð og hefur með- al annars gert Hveragerði að heilsubæ og ráðið Davíð Scheving til að finna upp á nýjungum í at- vinnulífi Hvergerðinga og það hef- ur verið mikill sóknarhugur þar eystra. Væntanlega hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins verið ánægðir með þessa frammistöðu sinna manna, enda kjósa menn lista og flokka og stefnur eftir því hvað þeim líst best á og þetta er pólitík- in og þetta er skýringin á því að þjóðin skiptist í stjómmálaflokka og fylkingar. Eða svo hélt maður. Nú hefur það komið í ljós í Hveragerði að pólitík snýst um fleira. Hveragerðisbær þurfti að ráða húsvörð í grunnskólann og það var þá og þá fýrst sem hinar pólitísku línur komu í ljós. Þá fýrst varð Ijóst að pólitík snýst ekki um stefnur eða málefni. Pólitik snýst um húsverði. Meðan Knútur Bruun, oddviti sjálfstæðismanna, studdi einn í húsvarðarstarfið tók hinn fulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarráði upp á því að styðja annan í húsvarðar- starfið og það sama manninn og fulltrúi R-listans studdi. Þessu gat Knútur ekki unað og réði þann manninn í húsvarðarstarfiö sem hann studdi. Þessu gátu hinir tveir í bæjarráðinu ekki unað og flokks- bróðir Knúts í bæjarráðinu sagði skilið við Knút og sameiginlega tóku bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins það til ráðs að slíta sam- starfi sínu og flokksmenn Knúts ákváðu að mynda nýjan meirihluta með R-listanum, gegn Knúti. Knút- ur Bruun var þar með kominn einn í minnihluta á móti sínum eigin flokki og fyrrverandi pólitísk- um andstæðingmn sínum. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar kominn í meirihlutasamstarf við fyrrverandi pólitíska andstæð- inga sína gegn Knúti, sem var fyrr- verandi samstarfsmaður þeirra. Allt út af einum húsverði! Knútur hefur nú komið með krók á móti bragði og hefur sagt sig úr bæjar- stjóm, að minnsta kosti i bili, og fyrir vikið eru flokkamir, sem tók- ust á um fylgið í síðustu kosning- um, komnir í samstarf og meiri- hluta án þess að hafa neinn á móti sér né heldur í minnihluta. Allt út af húsverðinum! Dagfari þekkir ekki húsvörðinn né heldur þá sem sóttu um hús- varðarstöðuna en fjölmiðlar þyrftu að kynna það pólitíska fyrirbæri, enda alveg nýtt í þjóðmálunum að bæjarstjómir falli vegna deilna um húsverði og stjómmálafylkingar sameinist til þess eins að ráða hús- vörð og reka annan. Hver er þessi húsvörður sem er að kippa gmnn- inum undah pólitísku flokksstarfi og sameinar fylkingar en splundr- ar flokkum? Og hvað með aum- ingja Knút sem hélt að hann réði öllu i Hveragerði af því að hann var í pólitík? Svo reynist hann ekki einu sinni hafa völd til að ráða húsvörð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.