Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 Spurningin Hvernig fólk finnst þér skemmtilegast? Ingibjörg Jóhannesdóttir: Ég get ekki svarað þessu. Benedikt Brynjólfsson, sjómaður og bílstjóri: Bara kátt og hresst fólk. Einar Karl Haraldsson: Hugsandi fólk. Kaisa Matthíasson húismóðir: Fólk sem er kátt og sem hægt er að treysta. Óttar Geirsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum: Ég bara veit það ekki. Ásdís Þorsteinsdóttir förðunar- fræðingur: Bara það fólk sem er létt og kátt. Lesendur Nýjar leiðir teikni- meistara SVR daginn, segir m.a. í bréfi Jónínu. Jónína Theódórsdóttir skrifar: Ég skrifa þetta bréf fyrir hönd starfsfólks og ellilífeyrisþega á Hrafnistu, Skjóli og Norðurbrún 1 í Reykjavík. - Við, starfsfólkið sem vinnum dagvinnu kl. 8-16, og ætlum að taka leið 5 sem á að leggja af stað frá Sunnutorgi kl. 16.01, og á að koma á nýju stoppistöðina á Brúna- vegi kl. 16.03, kemur ekki fyrr en kl. 16.15. Þannig hefur þetta verið síðan nýja leiðakerfið tók gildi. Áður kom leið 5 sunnanmegin við Brúnaveg kl. 16.05 og stóðst alltaf áætlun. Nýja leiðakerfið er ekki ætlað til að anna álagstímum á daginn. Bíl- stjórarnir eru mjög óánægðir og biðja okkur farþega að koma þessu áfram til ykkar ráðamannanna, vegna þess að það sé aldrei hlustað á þá. - Er það satt, að þið, sem han- nið ferðimar fyrir notendur og bíl- stjóra vagnanna ykkar, hafið ekki farið í strætó sjálfir? Við værum ekki hissa, ef dæma má eftir fram- kvæmdinni. - Leið 5 á í vetur að þjóna 10 skólum á álagstímanum á morgnana þegar nemendur og starfsfólk skólanna er á leið á vinn- stað. Hvernig er ætlast til að það geti staðist? Nú er búið að leggja niður leið 8 og 9, sem óku upp að Borgarspítala. Enginn vagn ekur lengur upp að Borgarspítala. Hvers á starfsfólk og sjúklingar spítalans að gjalda? Einnig er búið að leggja niður bið- stöðina fyrir utan elliíbúðirnar i Bólstaðarhlíð. - Maður hefur það sterkt á tilfinningunni að alþýðan, sem þarf að komast að og frá vinnu- stað og heimilum sinum hafi sann- arlega ekki verið höfð í huga þegar þessar nýju ferðir voru ákveðnar. Það er hálfóhugnanlegt að hlusta á forráðamenn þjóðarinnar gleið- brosandi á sjónvarpsskjánum þessa dagana talandi um að bjóða fólki með sér í strætó, því nú séu ferðir þeirra orðnar svo hentugar fyrir fólk almennt. - Við bjóðum ykkur öllum að koma og vinna með okkur verkin í venjulega 8 tíma og fara síðan af stað til að ná í strætó heim til ykkar. Góða ferð! Breytið svo ferðunum þannig að fólk þurfi ekki að híma þetta 15-20 mínútur eftir að vagnarnir eiga að vera komnir þeg- ar það er að fara frá heimilum sín- um til vinnustaðar og til baka á álagstímum. Setjið einnig upp bið- stöðvar fyrir utan spítala og elli- heimili borgarinnar. Þjónkun Þjóðhagsstofnunar við ríkisstjórnir Gunnar Guðjónsson hringdi: Ágreiningur, og hann eðlilegur, virðist vera í uppsiglingu milli aðila vinnumarkaðarins og núverandi ríkisstjórnar um meðferð ríkisfjár- mála sem drög að nýju fjárlaga- frumvarpi endurspegla. Ég heyrði framkvæmdastjóra VSÍ lesa ríkis- stjórninni pistilinn í sjónvarpsvið- tali um helgina, og það sem ég heyrði hann segja var að mínu mati margfalt skynsamlegra en það sem kom frá talsmanni Þjóðhagsstofnun- ar í sama fréttatíma. Mér heyrist ábyrgð VSÍ-manna vera miklum mun meiri gagnvart málefnum vinnumarkaðarins en löngum áður. Að sama skapi er þjónkun Þjóðhagsstofnunar við rík- isstjórn á hverjum tíma orðin við- varandi. - Ekkert frekar við þessa ríkisstjórn en t.d. við þá sem sat undir forsæti Steingríms Her- mannssonar. Akvörðun veitingahúseigenda K.T. skrifar: Tvennt bar hátt í sjónvarpsfrétt- um á dögunum og var vandséð hvort var ógeðfelldara: Ákvörðun veitingahúseiganda eins að skipta ekki við fólk af tilteknum litarhætti eða viðbrögð ýmissa aðila við frétt- inni. - Því var nefnilega strax hald- ið fram að mannréttindi mannsins af erlenda kynþættinum hefðu verið brotin við það að hann fékk ekki að sækja viðkomandi skemmtistað. Dómsmálaráðuneytið segist vinna að frumvarpi til laga til að „taka á þessu máli“, og talsmaður s.k. „Mannréttindaskrifstofu fs- lands“ segir mál þetta hvorki meira né minna en stjómarskrárbrot. Á hann þar við 65. grein skrárinnar sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 minútan eða hringið í síma 550 5000 íilli kl. 14 og 16 ekki mál hins opinbera Dettur t.d. einhverjum í hug aö skemmtanir aöeins opnar konum séu mann- réttindabrot? þáttar, litarháttar, efnahags, ættern- is og stöðu að öðru leyti.“ Þetta ákvæði kveður á um jafn- rétti fyrir lögum, á grundvelli þess sem talið er upp í greininni. Grein- in hefur hins vegar ekkert um það að segja hvernig almennir borgarar skuli breyta hver gagnvart öðrum að þessu leyti, enda er það ekki mál löggjafans. Þetta blasir við þegar dæmi sem ekki valda geðshræringu eru skoðuð. Dettur einhverjum í hug að skemmtanir aðeins opnar konum séu mannréttindabrot? - Er Menn- ingarmiðstöð nýbúa skylt sam- kvæmt stjórnarskrá að gera inn- fæddum nákvæmlega jafn hátt und- ir höfði og nýbúum? - Ef íslending- ar af t.d. víetnömskum uppruna opna sérstakan skemmtistað fyrir sig, eiga allir aðrir landsmenn þá heimtingu á að fá að sækja þann stað? - Eða er mannréttindamál að Framsóknarflokkurinn standi ekki fyrir reglubundinni félagsvist sem einungis er opin stuðningsmönnum flokksins? Það er algjör misskilningur á því hvað eru mannréttindi og hvað ekki þegar fólk lætur sér detta í hug að einkaaðilar megi ekki í lögskiptum sínum gera upp á milli fólks. Þó að mönnum þyki tilteknar skoðanir eða ákvarðanir einstaklinga ógeð- felldar er það ekki mál sem ríkis- valdið getur skipt sér af. Samherjar í NATO Víðir skrifar: Á nokkurra ára fresti koma hingað herskip úr fastaher Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í kurteisisheimsókn. Ekki skal þá bregðast að upp hefjast mótmæli hinna ýmsu félaga og flokka. Þessi mótmæli finnast mér aumkunarverð og hljóta að lýsa vanþekkingu manna, í það minnsta röngu mati manna á því hvers vegna ísland og íslending- ar hafa sloppið svo vel frá hörm- ungum styrjalda sem svo margar þjóðir hafa mátt þola. - Nær væri að taka á móti þessum mönnum sem samheijum og vin- um í stað þess að láta þá finna að þeir séu óvelkomnir. Verðtryggingin og verkalýðs- forystan Ásbjörn skrifar: Kröfur verkafólks verða mjög verulegar, er haft eftir formanni Verkamannasambands íslands. Þaö á nú bara eftir að koma í ljós, segi ég. Ekkert er líklegra en um verði að ræða nýja þjóðar- sátt, svo aum hefur verkalýðsfor- ystan verið í garð sinna skjól- stæðinga. Ekki minnast þeir for- kólfamir enn þá á að afnema þurfi verðtryggingu á lánum til langs tíma, svo sem vegna húsa- kaupa. Ekki heldur á að vísitölu- tengja launin á ný. Þetta tvennt væri nú nóg fyrir okkur í bili. Þá þyrfti heldur ekki að krefjast hærri launa. En alltaf skal stagl- ast á því sem aldrei kemur að gagni og er bara orðin tóm, svo einkennilegt sem það er. Ónýt tóbaks- aðvörun Guðbjörg Guðmunds hringdi: Óskaplega leiðist mér tepru- háttur og slæleg vinnubrögð. Og allra verst hálfkveðnar vísur eins og þessi á sígarettupökkun- um: Reykingar eru heilbrigðis- vandamál sem þú getur átt þátt í að leysa. Hvað hefur nú svona upp á sig? Hví má ekki bara segja: Tóbaksreykingar eru hættulegar og valda m.a. krabba- meini. Mig minnir að svona sé auglýsingin í hinu mikla tóbaks- landi Bandaríkjunum. Þar eru engar hálfkveðnar vísur, og þar segist forsetinn sjálfur vera að útrýma „Marlborough-mannin- um“ að fullu. Ég er ekki hlynt tó- baksbanni, en svona tekið til orða eins og ég sé á sígarettu- pökkunum hér er ónýt tóbaksað- vörun. Dómum þarf að hraða Gylfi skrifar: Manninum var sleppt að lok- inni yfirheyrslu. Þetta er algeng klausa í fréttum af óhugnanleg- um atburðum sem eiga sér stað í borginni okkar. Misindismenn og ofstopar leika því lausum hala jafnskjótt og þeir hafa játað á sig ofbeldisverknað. Brýna nauðsyn ber til að hraða dómum yfir slíkum afbrotamönnum og taka þá síðan úr umferð til af- plánunar. Strandar kannski á húsnæði til afplánunar? Skortir þá ekki fangelsi fyrst og fremst - og um fram allt annað húsnæði í opinberri eigu? Ljótt er ef satt reynist H.S.Á. skrifar: Er það virkilega rétt að enn séu íbúar á Flateyri látnir bíða milli vonar og ótta eftir því að varnar- garðar fyrir hugsanleg snjóflóð rísi fyrir veturinn. Það er ljótt ef .satt reynist og ekki til að auka trú íbúanna á áframhaldandi bú- setu í þessu afskekkta plássi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.