Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 13 Fréttir Sumarstarf unglinga eyðilagt vegna gatnaframkvæmda: Furðulegt að gróðursetja og eyðileggja það síðan - segir Eyjólfur Magnússon, íbúi við Efstaleiti „Uppeldislega séð er þetta mjög slæmt fyrir unglingana og mér fmnst þetta líka svo siðlaust. Þarna eru unglingar búnir að vera að gróðursetja í allt sumar. Þetta var orðið mjög fallegt hjá þeim en siðan er þessu bara mokað í burtu og eyðilagt," sagði Eyjólfur Magnús- son, íbúi við Efstaleiti, en þar hafa nýlega staðið yfir vegaframkvæmd- ir á þeim stað þar sem unglingar frá Vinnuskóla Reykjavíkur voru að gróðursetja tré og plöntur fyrr í sumar. „Þetta er furðulegt að vera að gróðursetja þarna og eyðileggja það síðan nokkrum vikum seinna. Hvers konar skipulag er þetta eigin- lega? Þetta er bæði kostnaðarsamt því trén kosta sitt og síðan er þetta svo lélegt gagnvart unglingunum sem þarna eru búnir að vinna við Tímarit um Björk DV, Akranesi: Aðdáendur Bjarkar Guðmundsdótt- ir munu eiga þess kost að fá fjórum sinnum á ári tímarit sem verður nær eingöngu helgað Björk. Það er gefið út af upplýsingamiðstöð Bjarkar Guðmundsdóttur í Bret- landi. Aðeins þar fá aðdáendur Bjarkar að vita um hvernig þeir geta fengið vörur sem hafa yerið framleiddar með samþykki Bjarkar og má þar nefna handklæði, inniskó og skyrt- ur. Þá er þar skýrt frá hvað Björk er að gera hverju sinni og þeir sem gerast áskrifendur fá órafmagnaðan geisladisk með Björk. Áskrift að tímaritinu kostar 15 pund í Englandi, 20 pund i Evrópu og 25 pund í öðrum heimshlutum, að viðbættum póstkostnaði. -DVÓ Eskifjörður: Sjónin að daprast hjá Aðalsteini DV, Eskitiröi: Eskfirðingar eru hálfkvíðafullir vegna þess að Aðalsteinn Jónsson er að verða sjóndapur. Bæjarbúar óttast að vandfundinn sé sá maður sem stjómað geti hinu mikilvæga fyrirtæki Aðalsteins á Eskifirði, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, af jafn mikilli framsýni og röggsemi og jafnframt borið hag íbúa Eskfjarðar fyrir brjósti. Eftir því hefur verið tekið á landsmælikvarða hve Aðalsteinn Jónsson hefur verið trúr sínu byggðarlagi í atvinnumálunum, sem er grundvallarforsenda fyrir blómlegu lifl hvers byggðarlags. -Regína að gróðursetja og sjá allt verk sitt unnið fyrir gýg. „Þessar framkvæmdir bar mjög snöggt að. Þegar verið var að vinna við að gróðursetja þama lá ekki fyr- ir hvað mundi gerast síðar. Það er verið að búa til nýja götu en þetta er hluti af lóð sem Ríkisútvarpið fékk úthlutað á sínum tima en gekk til baka til borgarinnar með sérstökum samningi. Það er mjög leiðinlegt að svona komi fyrir, bæði okkar vegna og ekki sist unglinganna sem vom að leggja vinnu sína í þetta. Það er ekki alltaf hægt að sjá svona lagað fyrir,“ sagði Sigurður Skarphéðins- son gatnamálastjóri við DV um mál- ið. -RR Frá framkvæmdum við Efstaleiti þar sem nú er veriö aö búa til nýja götu. Tré og plöntur, sem gróðursettar voru fyrr í sumar, hafa verið rifin burt vegna þessara framkvæmda. DV-mynd GVA - - sæs TILKYNNING STÖÐVAR 2 Stöð 2 er sérstök ánœgja að tilkynna eftirfarandi í tilefni 10 ára afmœlis íslenska útvarpsfélagsins: Undirritaðir hafa verið samningar milli Stöðvar 2 og Columbia Tri-Star, 20th Century Fox, Warner Bros Walt Disney Company, Paramount Pictures og Universal um einkarétt Stöðvar 2 til sýningar á kvikmyndum í sjónvarpi á íslandi frá þessum stórfyrirtœkjum í kvikmyndaheiminum. Við þökkum samningsaðilum okkar traustið, sem þeir sýna þannig Stöð 2, og viljum jafnframt nota tœkifœrið til að láta í Ijós þá sannfœringu okkar að með þessum einkaréttarsamningum er okkur gert kleift að veita áskrifendum Stöðvar 2 betri þjónustu á komandi vetri og nœstu árum. / 9 8 6‘ ' / 9 9 6 Brautryðjendur í 10 á r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.